Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 86
86 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Enn-eitt tímarit - Húsbændur og hjú Fólk vill ekki leiðindi Morgunblaðið/Þorkell ODDUR Þórisson og Árni Þór Vigfússon með stað- gengli Ara Magnússonar sem þurfti að bregða sér frá. TÍMARITIÐ Húsbændur og hjú kom í fyrsta skipti í bókabúð- ir uin í fyrradag. Að útgáfunni standa Oddur Þórisson, rit- stjóri, Ari Magn- ússon, ljósmynd- ari, Helgi S. Her- mannsson og Árni Þór Vigfús- son. En fyrir hvað stendur nafnið? „Þetta er gott íslensktnafn," svarar Árni. „Við erum að gera grín að gömlu góðu dögunum enda eru víst eng- ir húsbændur eða hjú lengur.“ Þið eruð óhræddir við að birta áfengisauglýsingar. „I rauninni er ekkert sem bann- ar birtingu áfengisauglýsinga," svarar Árni. „Fyrst fyrirtækin leita til okkar kýlum við að sjálf- sögðu á það. Annars gætum við ekki keppt við erlend tímarit. Enda er fáránlegt að fara út í bókabúð og geta flett endalausum röðum erlendra tímarita með óþijótandi magn áfengisauglýs- inga og rekast svo á íslensk blöð á stangli þar sem þær eru bannað- ar.“ Hver er hugmyndin á bak við blaðið? „Við segjum gjarnan að við vilj- um að Húsbændur og hjú breyti hrjóstrugu og ófrumlegu íslensku tímaritalandslagi í blómlegan ak- ur.“ Er þetta ekki klisja? „Þetta er góð klisja,“ svarar Árni og hlær. „Stefnan er að gera tímarit sem verður partur af lífí fólks. Við ætlum að gera „strúkt- úrerað" blað og fólk kemur til með að vita hvað verður í blaðinu. Þar verða ekki uppljóstranir held- ur skemmtun. Fólk vill ekki að kaupa sífelld leiðindi heldur skeiumtilegt, áhugavert og fallegt blað. Við förum vítt og breitt, þreifum á skemmtilegum hliðum mannlífsins og reynum um fram allt að gleðja." Hvað kostar blaðið? „495 krónur," svarar Árni, „sem er einnig sérstakt. Að okkar mati eru tímarit, sambærileg við okkar, á Islandi of dýr. Við ætlum að vera í verðflokki sem er sam- keppnishæfur við löndin í kring- um okkur og ætlum að halda því. Blaðið kemur svo út tíu sinnum á ári.“ Og hverjir koma til með að kaupa? „Allir sem kunna að lesa ..." svarar Árni og hlær. Fínar hugmyndir TONLIST Geisladiskur KAFBÁTAMÚSÍK Kafbátamúsík, breiðskífa hljómsveit- arinnar Ensimis. Ensími skipa Hrafn Thoroddsen sem Ieikur á rafgítar og syngur, Jón Orn Arnarson sem leikur á trommur, Kjartan Róbertsson sem leikur á bassa, Oddný Sturludóttir sem leikur á hljómborð og syngur og Franz Gunnarsson sem leikur á gítar og syngur. Lög og textar eru eftir þau öll. Skífan gefur út. MEÐ BJÖRTUSTU vonum í ís- lensku rokki nú um stundir er hljóm- sveitin Ensími sem getið hefur sér orð fyrir kraftmikla rokktónlist og skemmtilega. Fyrstu breiðskífu sveitarinnar var og beðið með nokk- um eftirvæntingu og ástæða til að fagna því að hún sé komin út, enda góð þó hún sé kannski ekki eins góð og margur vonaði. Aðal Ensímis er kraftmikill gítar- grautui- skreyttur með hljóðgervla- hljómum og einhljóma draumkennd- um söng. Það er helst söngurinn sem spillir á plötunni, því þó hann sé yfr- leitt vel af hendi leystur verður hann leiðigjarn til lengdar og á heilli breiðskífu er fullmikið af því góða. Útsetningar eru líka fullflatar og skortir skýra stefnumótun; þrátt fyr- ir fínar hugmyndir í mörgum lag- anna ná þau ekki að uppfylla vænt- ingar þegar á líður. Upphafslag plötunnar, Flotkví, er dæmigert fyrir það sem sveitin gerir best og um leið hvar skórinn krepp- ir. Það er prýðilegt popplag með skemmtilegri laglínu og uppbygg- ingu og það snjallræði að fá Óskar Guðjónsson til að blása lyftir laginu til muna. Einnig er hljómborða- sprettui- sem hefst 2:30 mín. inní lag- ið mjög vel útfærður. Söngurinn dregur lagið aftur á móti niður, flet- ur það úr og gerir leiðigjarnt. Sama má einnig segja um Arpeggiator/gul- ur, sem er reyndar það lag sem næst kemst því að ganga upp á plötunni; skemmtileg útsetning skreytt hljóð- HLJÓMSVEITIN Ensími er meðal björtustu vona í íslensku rokki. gervlum með grípandi góða laglínu. Hins vegar verður að setja spurning- armerki við sönginn í því lagi og þeg- ar sungið er vælukenndri mæður- ödd: Laminn einu sinni enn stendur hlustanda nákvæmlega á sama og óskar þess helst að sögumaður verði laminn aðeins meira. I besta lagi plötunnar, Kæliboxi, fer sveitin á kostum í gítarsukki og hljómborðahræringi með frábæra laglínu. Þar hefði mátt beita meiri naumhyggju í útsetningunni og milli- kaflann (2:02) hefði mátt móta mun betur. Gaur er síðan til marks um að Ensími á nóg af skemmtilegum hug- myndum úr að moða, það vantai- bara herslumuninn. I lögum eins og Hrúgaldi, sem er um margt vel heppnað, er aftur á móti ljóst að það vantar Iíka snerpu; á bak við loð- mollulega útsetninguna er kröftugur grípandi rokkari að reyna að brjót- ast út, einnig Atari sem státar af vel útfærðum hryngítarleik. Eins og getið er í upphafí er Ensími með björtustu vonum ís- lensks rokks og Kafbátamúsík slær ekki á þær vonir. Hún nær aftur á móti ekki að staðfesta með öllu að þær eigi rétt á sér. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.