Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ DÓMUR HÆSTARÉTTAR RANNVEIG Guðmundsdóttir (neðst til hægri) hóf umræðuna. Með henni á myndinni eru alþingismennirnir Jón Kristjánsson, Gísli Ein- arsson, Tómas Ingi Olrich og Kristín Ástgeirsdóttir. grein laga um stjórn fiskveiða, svo sjávai-útvegsráðuneytið gæti tekið umsókn Valdimars Jóhannessonar til efnislegrar meðferðar. Kristinn H. Gunnarsson sagði rétt að spara ályktanir af málinu þar til dómurinn hefði verið skoðaður til hlítar. Hann benti á að Hæstiréttur tæki ekki afstöðu til þess hvort sá sem sótti um veiðileyfl og aflamark hefði átt rétt á að fá það. „Það er ljóst að það þarf að beina sjónum að 5. grein laganna en mér er ekki ljóst hversu víðtækar breytingar þarf að gera á henni til þess að mæta sjónar- miðum Hæstaréttar. Þær kunna að vera minniháttar en það kann líka að þurfa að gera róttækari breytingar," sagði Kristinn. Hann sagðist jafn- framt telja að Hæstiréttur hefði með dóminum slegið af hugmyndir um uppboð veiðiheimilda sem leið við út- hlutun veiðiheimilda. Lúðvík Bergvinsson sagði það ein- földun hjá sjávarútvegs- og utanrík- isráðherra að dómurinn væri ekki eins stór og ætla mætti ef sjö dómar- ar hefðu kveðið hann upp. „Það sem Hæstiréttur segir er einfaldlega að sú aðferðafræði sem hefur verið not- uð við úthlutun veiðiheimilda stand- ist ekki jafnræðisreglur stjómar- skrár. En úthlutun veiðileyfa hefur verið forsenda þess að veiðiheimild- um hafi verið úthlutað. Þetta helst því í hendur. Ef þessi mismunaregla á við um veiðileyfi, þá á hún að sjálf- sögðu einnig við um úthlutun afla- hlutdeildar, vegna þess að þetta byggir hvað á öðru. Mín niðurstaða er því sú að það standi líkur til þess að ef úthlutun veiðileyfanna stenst ekki jafnræðisreglur stjómarskrár, standi líkur til þess að úthlutun afla- hlutdeildar geri það ekki heldur," sagði hann. Arni R. Arnason varaði menn við því að oftúlka dóminn. „Það kann að vera að í upphafi þessa viðfangsefnis hafi menn nálgast það á þeim grund- velli að það kynni að vera eða mundi vera tímabundið og það má vera að það sé það atriði sem dómurinn legg- ur áherslu á en hann segir að það kunni að hafa verið réttlætanlegt að koma á tímabundinni vernd fiski- miða með þeim hætti sem orðið hef- ur en telur það ekki standast til ómunatíðar. Hins vegar verð ég að viðurkenna að hætta er á, ef við för- um að oftúlka þennan dóm og þær niðurstöður sem í honum birtast, þá kunnum við að lenda í því óefni að fara að skilja að annars vegar rétt fiskiskipa og útgerðarfyrirtækja tii að nytja fiskimið og fiskimiðin sjálf, og ætlum þá mönnum kannski að fara á stígvélum til sjávar eða hvað?“ Skapar tnikla réttaróvissu ,Að mínu áliti er kjarninn í niður- stöðu Hæstaréttar mjög ljós. Stjórn- kerfi í fiskveiðum sem byggir á veiði- reynslu tiltekinna skipa fyrir 15 ár- um gat staðist sem bráðabirgðaráð- stöfun í skamman tíma, til að koma í veg fyrir ofveiði, en til frambúðar verður stjómkerfi fiskveiða að byggjast á jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar og má ekki mismuna mönnum, eins og núverandi kerfi gerir,“ sagði Ragnar Arnalds. „Landsmenn verða að njóta, eins og segir í dómi Hæstaréttar, sama at- vinnuréttar í sjávarútvegi eða sam- bærilegrar hlutdeildar í þeirri sam- eign sem nytjastofnar á Islandsmið- um eru,“ sagði hann. „Þessi niðurstaða Hæstaréttar er stórtíðindi sem enginn ætti að reyna að gera lítið úr og markar tímamót í íslenskum sjávarútvegi. Þessi niður- staða mun óhjákvæmilega skapa mikla réttai'óvissu, óvissu um hvaða lög gilda í landinu, óvissu sem Al- þingi verður sem fyrst að eyða. Á meðan þessi óvissa varir munu tU dæmis hlutabréf í sjávarútvegsfyrir- tækjum falla mjög í verði, og hafa þegar gert það bara á þessum morgni sem nú er liðinn. Og það mun skapast glundroði í sjávarútvegi, sem torveldar mönnum ákvarðanir um fjárfestingar og rekstur. Ég vara við því að menn reyni að leysa þenn- an vanda með smábreytingum á lög- um um fiskveiðistjórn. Þá heldur þessi óvissa áfram og endalaus mála- ferli af hliðstæðum toga verða í gangi. Stjórnkerfi fiskveiða verður að endurskoða frá grunni, og þar dugar ekkert hálfkák. Nýtt kerfi verður að taka mið af því að nytja- stofnar á Islandsmiðum eru sameign landsmanna, eins og Hæstiréttur minnir réttilega á,“ sagði Ragnar. Svanfríður Jónasdóttir fagnaði dómi Hæstaréttar. Gagmýndi hún ummæli forsætisráðherra í fjölmiðl- um um dóminn og sagði hann reyna að gera lítið úr niðurstöðu dómsins og úr Hæstarétti. ,AIþingi hlýtur nú að setjast yfir löggjöfína með dóm Hæstaréttar að leiðarljósi. I dómi Hæstaréttar er að þessu sinni aðeins tekin afstaða til synjunar um úthlut- un á veiðileyfi. Við hljótum, hins veg- ar að líta svo á að í dóminum felist alverleg ábending til Alþingis, ábending um að fara yfir alla lög- gjöfina með jafnræði að leiðarljósi, að lögin séu í innbyrðis samræmi, sem á hefur skort og að lögin séu í samræmi við ákvæði stjómarskrár- innar,“ sagði hún. Skipta aflaheimildum milli fbúa landsins Pétur H. Blöndal sagði að enn væri of snemmt að benda á leiðir til lausnar út úr þeim vanda sem við væri að glíma. „Þó virðist mér aug- Ijóst að auðlindagjald, sem felst í því að skattleggja handhafa veiðileyfa, breytir engu um þá mismunun sem Hæstiréttur bendir á. Önnur leið væri að skipta aflaheimildum á milli allra íbúa landsins, eins og ég lagði til að skoðað yrði á síðasta þingi,“ sagði Pétur. Bryndís Hlöðversdóttir sagði að um tímamótadóm væri að ræða. „Hvernig sem á málin er litið hefur þessi æðsti dómstóll okkar íslend- inga sýnt löggjafanum í tvo heimana og stoppað af þá ótrúlegu fásinnu sem hefur viðgengist í þessum efn- um. Það er reyndar hlægilegt að heyra viðbrögð þeirra manna sem hvað harðast hafa barist fyrir núver- andi kerfi á úthlutun veiðiheimilda. Þeir reyna hver um annan þveran að gera lítið úr þessum áfdráttarlausa dómi Hæstaréttar en dómurinn er einfaldlega svo skýr að það er ekki hægt að mistúlka hann,“ sagði hún. Heimilt að veðselja þessar sömu aflaheimildir? „Með þessum dómi vakna margar spurningar um þær sjálfvfrku breyt- ingar sem orðið hafa á réttindum sem fylgja því í dag að fá úthlutað kvóta. Þar má telja leigu og sölu þeirra heimilda, erfðir, afskriftir, færslur á efnahagsreikninga og síð- ast en ekki síst veðsetningu afla- heimilda með skipum," sagði Krist- ján Pálsson. Hann rifjaði upp að Al- þingi hefði samþykkt að heimilt væri að veðsetja aflahlutdeild fiskiskips með skipi. Hann sagðist telja þetta brjóta gegn sameignarákvæði fisk- veiðistjóraarlaganna. „Ef ekki er heimilt samkvæmt dómi Hæstarétt- ar að úthluta veiðiheimUdum til langs tíma, sem í þessu tilfelli eru átta ár, hvernig er þá hægt að veð- setja þessa sömu aflahlutdeild, sam- eign þjóðarinnar, til 15 eða 30 ára?“ sagði Ki-istján. Hann sagði mjög brýnt að Alþingi leitaði svai'a við þessum álitamálum. „Þessi dómur setur helsta atvinnuveg þjóðarinnar í uppnám og því verður að bregðast við með skjótum og öruggum hætti,“ sagði hann. Gísli S. Einarsson sagðist alla tíð hafa verið andvígur framkvæmd lag- anna um stjórn fiskveiða. „Dómur Hæstaréttar er áfellisdómur yfir út- hlutunarkerfi aflaheimilda. Sífelld höfnun umsókna einstaklinga um aflaheimild og veiðUeyfi af hálfu hæstvirts sjávarútvegsráðherra er ólögleg. Ég leyfi mér að draga álykt- anir. Ég tel að höfnun veiðileyfis til sjómanna eftir margi-a ára starf á sjó sé lögbrot eða ígildi þess,“ sagði Gísli. Rannveig Guðmundsdóttir tók aft- ur tU máls og sagði að Alþingi ætti að fá sérfræðinga til að fara yfir þýð- ingu dóms Hæstaréttar. Þorsteinn Pálsson steig einnig aftur í ræðustól og sagði að stjórnvöld stæðu frammi fyrir mjög vandasömu verkefni. Ráð- heirann sagði alveg ljóst að hug- myndfr um að skattleggja veiðiheim- Udirnar svöniðu í engu þeim kröfum sem Hæstiréttur gerði í umræddum dómi. „Það geta komið upp álitaefni um það hvort uppboð á veiðiheimild- um geti svarað kröfum Hæstaréttar. Þá værum við í þefrri sérkennilegu stöðu að það væri brot á jafnræðis-. reglu að binda aflaheimildir við skip en það væri í samræmi við jafnræð- isreglu að binda aflaheimildir við peninga," sagði hann. Valdimar Jóhannesson sem vann málið gegn íslenska ríkinu um fískveiðistjórnuii Ojöfnuðurinn er um allt þjóðfélagið Morgunblaðið/Þorkell VALDIMAR Jóhannesson, t.h., sótti í gærmorgun á ný um leyfí sjávarútvegsráðuneytisins til að fá stunda fiskveiðar í atvinnuskyni við Island. Með honum í för þegar hann skilaði umsókninni var Lúðvík E. Kaaber héraðsdómslögmaður, en við umsókninni tók Jóna Stefánsdóttir, ritari sjávarútvegsráðherra. VALDIMAR Jóhannesson sem vann mál gegn ís- lenska ríkinu um fiskveiði- stjórnun segir að hann hafi fengið gífurleg viðbrögð frá almenn- ingi í kjölfar þess að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að 5. grein laga frá 1990 um fiskveiði- stjórnun sé í andstöðu við jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. „Þjóðin er einfaldlega í hátíðar- skapi vegna þess að kvótamálið er búið að ganga fram af þjóðinni. Hún hélt að hún gæti ekkert við þetta ráðið en nú kemur annað í ljós,“ sagði Valdimar í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að fiskveiðistjórnunar- kerfið hefði hneykslað sig allt frá ár- inu 1990 og hann hefði lengi haldið að það yrði leiðrétt. „Ég trúði því ekki að alþingis- menn væru slík gauð að þeir tækju ekki á málinu, en þögn þeirra hefur orðið þeim mun hallærislegri sem á árin hefur liðið, þrátt fyrir að mjög mætir menn hafi fjallað um þetta og skrifað um málið árum saman. Það er ekki aðeins að alþingismenn hafi ekki reynt að komast út úr þessu rangláta og fráleita kerfi, sem á sér hvergi hliðstæðu í hinum vestræna heimi, heldur hafa þeir hert tökin á þessu með því að búa til nýtt smá- greifakerfi í sambandi við trillumar þar sem kvótarnir urðu líka fram- seljanlegir. Við höfum horft upp á stöðugan og mikinn fólksflótta frá öllu landinu, og sem íslendingi finnst mér þetta slíkt hneyksli að það er ekki hægt að láta það eiga sig. Okk- ur ber skylda til þess að skipta okk- ur af ef slíkt ástand skapast," sagði Valdimar. Á grundvelli siðfræði og hagfræði Valdimar skrifaði sjávarútvegs- ráðuneytinu bréf 9. desember 1996 og fór fram á að fá leyfi til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni við ísland. Hann sótti jafnframt um að fá að veiða 500 tonn af þorski, 100 tonn af ýsu, 150 tonn af ufsa, 50 tonn af steinbít, 20 tonn af grálúðu, 20 tonn af skarkola, 50 tonn af rækju, 10 tonn af humri, 1.200 tonn af sfld og 5.000 tonn af loðnu. Sjávarútvegsráðuneyt- ið hafnaði beiðninni strax daginn eft- ir á þeirri forsendu að veiðiieyfi til fiskveiða í atvinnuskyni væru alfarið bundin við fiskiskip. Jafnframt hafn- aði það beiðni um úthlutun aflaheim- flda. Eftir að sjávarútvegsráðuneytið hafnaði beiðni Valdimars fór hann með málið til umboðsmanns Alþingis, sem Valdimar segir að hafi ekki treyst sér til að taka á málinu þar sem það væri of viðamikið fyrir emb- ætti sitt og vísað á dómstólaleiðina. Valdimar stefndi þá sjávarútvegsráð- herra fyrir hönd íslenska ríkisins og var málið tekið fyrir í héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í vil. Valdimar áfrýjaði þá málinu til Hæstaréttar sem dæmdi að ógilda bæri ákvörðun ráðuneytisins um að neita honum um leyfi til veiða í atvinnuskyni. Valdimai' sagði að ásamt honum hefðu tveir menn aðrir staðið að málshöfðuninni gegn íslenska ríkinu. Annar þeirra væri Lúðvík E. Kaaber héraðsdómslögmaður, en hinn væri áhrifamikill „huldumaður" sem ekki vildi láta nafns síns getið. Lúðvík flutti málið fyrir héraðsdómi og vildi fá að flytja málið sem prófmál íýrir Hæstarétti, en Hæstiréttur féllst, að sögn Valdimars, ekki á að málið gæti verið prófmál fyrir hann. Þess vegna flutti Valdimar málið sjálfur en hann segist hafa notið lögfræðilegrar að- stoðar Lúðvíks við málflutninginn. „Málið var flutt á grundvelli sið- fræði og líka á grundvelli hagfræði. Það er svo skrýtið með þetta mál að fyrir undirrétti voru aðallega borin fyrir því hagfræðileg rök að ég tapaði málinu þar, en hagfræðin þar var á svo lágu plani að ég taldi nauðsynlegt að taka þau upp á hærra plani eins og ég hafði vit til. í kvótakerfinu er mjög vond hagfræði og þeir stjóm- málamenn sem nú sitja á Alþingi og ráða þessu máli hafa haldið því fram að kerfið sé í sjálfu sér svo hagstætt að það sé hægt að sætta sig við þetta geysilega óréttlæti. Þetta er hins vegar algjörlega rangt sjónarmið því kvótakerfið er afar óhagstætt og það yrði þjóðinni óhemju dýrt ef það fengi að vera áfram. Þefr 300 millj- arðar króna sem kvótinn Refur verið verðmetinn á í viðskiptum milli út- gerðarmanna af þeim sjálfum myndi leggjast sem aukaskattur á útgerð framtíðarinnar vegna þess að allfr sem ættu þennan rétt myndu selja hann fyrr eða síðar, þannig að út- gerðin sem eftir væri yrði auðvitað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.