Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um ítalska karlmenn TILEFNI þessara skrifa er ferðagrein sem birtist í ferðablaði Mbl. 22. nóvember sl. Þar var greining á ítölskum karlmönnum unnin af hjónakornum sem eyddu stuttum tíma í Róm í sumar. Und- irritaður hefur heimsótt Italíu nokki-um sinnum og átt þess kost á undanfórnum árum að kynnast Itölum og menningu þeirra, lítil- lega, en nægilega vel til að sáma þessi þröngsýna greining á ítalsk- um karlmönnum. Karlmennsku- ímyndin er Itölum mikilvæg, segja þau hjón. Og segja svo „þeir mega ekki sýna nein veikleikamerki og mjúki maðurinn er þeim ákaflega fjarlægur. Framhjáhöid og kvennafar er ítölsk íþrótt. Og - „þeir mega varla sjá konu eina á ferð án þess að gefa sig að henni og gildir þá einu hvort þeir gætu verið synir hennar eða feður. Þegar þeir koma saman er umræðuefnið oft- ast sigrar á veikara kyninu og við- höld virðast þeir eiga býsna mörg. I karlmennskuímyndinni felst einnig gífurlegur ótti við eldhús og öll þau störf sem þar eru unnin. Komi ítalskur kai'l í eldhús er næsta víst að hann missi fjöregg sitt náttúruna. ítalskur karlmaður notar ekki öryggisbelti og setji far- þegar hans upp slík belti er það móðgun við hann og aksturshæfi- leika hans.“ Einu karlmennimir sem ég hef séð gráta á almannafæri eru ítalsk- ir karlmenn. Og það var ekki í eitt skipti heldur mörg og aldrei vegna Oft er dregin upp ein- föld og skökk mynd af ítölum, segir Björn Sigurjónsson, sem hér tekur upp hanskann fyrir ítalska karlmenn. fótbolta. Þeir grétu þegar þeir kvöddu vini sína, heilsuðu nýjum vinum, þegar þeir söknuðu heima- landsins og ættingja sinna þar. Þeir grétu líka af gleði og þegar eitthvað hreif þá. Fyrir þeim er það eðlilegur hlutur að sýna tilfinn- ingar, enda líður þeim jafnan vel og þeir eru kátir og skemmtilegir dags daglega. Það held ég að sé vegna þess að þeir burðast ekki með bælda komplexa eins og kynbræður þeirra á norðurslóðum. Italskir karlmenn eru hrifnir af fallegum konum. Ekki bara ein- hverjum konum held- ur fallegum konum. Fyrir þeim er tilhuga- lífið langur aðdrag- andi að hamingju- stund með stúlku sem þeir elska, stundum eyða þeir mörgum árum í að að vinna ástir konu án þess að nokkur vissa sé fyrir því að þeir fái nokkurn tíma að njóta hennar. Þeim líður eins og Björn Siguijónsson UGÓDI, TAKTU NÚ SJÁLFAN ÞIG TAKI íí Hrokafull gömul frænka. Lætur fólk hafa það óþvegið. Reykir ekki Við vitum hvað er erfitt að hætta að reykja Fólk sem aldrei hefur reykt á ekki gott með að skilja hve þörfin íyrir sígarettu getur verið óbærileg. Jafnvel þeir sem hafa fullan hug á að hætta, geta lotið í lægra haldi þegar sígarettan er annars vegar. Þeir sem aldrei hafa reykt halda oít að það að hætta sé einungis spuming um að taka sjálfan sig taki og hafa viljann að vopni. En það að hætta að reykja hefur ekki bara með viljastyrk að gera. Til er eðlileg skýring á því afhverju erfitt er að hœtta Þegar þú hættir að reykja getur þú þurft að berjast við mikil fráhvarfseinkenni vegna þess að líkaminn saknar nikótínsins sem hann er vanur að fá. Til að standast reykbindindi með sem minnstum óþægindum, getur þurft meira en viljastyrk. Góð reyklaus leið er að nota nikótínlyf til að minnka þörf líkamans á nikótíni smám saman og komast þannig yfir erfiðustu vikurnar eftir að reykingum er hætt. Að minnka þörfina er leið til að hætta Nikótínlyf innihalda nikótín í ákveðnum skömmtum sem nægja til þess að minnka nikótínþörfina og þú ert laus við tjöra og kolmónoxíð úr sígarettureyknum. Nikótín er ekki krabba- meinsvaldandi efni og þú munt ekki verða háður nikótíni með því að nota nikótínlyf; sem reykingamaður ert þú þegar orðinn háður nikótíninu en nikótínlyf vora þróuð til að draga úr ffáhvarfseinkennum og auðvelda fólki að hætta að reykja. Að ná árangri Þú getur aukið möguleika þína á að standast reykbindindi með því að nota Nicorette®, leiðandi vöramerki um allan heim fyrir nikótínlyf, allt ffá því Nicorette® nikótíntyggi- gúmmí, fyrsta nikótínlyfið, var markaðssett. Mismunandi einstaklingar, mismunandi þatfir, mis- munandi leiðir til að hætta I dag er hægt að fá Nicorette® sem tyggi- gúmmí, forðaplástur og innsogslyf án lyf- seðils. Nicorette® nikótínlyf koma ekki í stað viljastyrks, en geta veitt þér stuðning þegar þú ákveður að hætta að reykja. sssss NIGDRHTTE NICORETTE Við stöndum meðþér Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlaö til aö auövelda fólki aö hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag i a.m.k. 3 mánuöi og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyf getur valdiö aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviöi, ógleði, hiksti, uppköst, óþægindi í hálsi, nefstlfla og blöörur í munni geta einnig komiö fram. Viö samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, veriö aukin hætta á blóötappa. Nikótín getur valdiö bráöum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráöi viö lækni. Gæta skal varúöar hjá þeim sem hafa hjarta- og æöasjúkdóma. Þungaðar konur og konur meö barn á brjósti ættu ekki aö nota lyfið nema í samráði viö lækni. Lesiö vandlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandí: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær. börnum í gullaskríni þegar þeir koma til Norðurlanda og kynn- ast hinum léttúðugu konum norðursins, sem hafa engar vöflur á hlutunum. Þeir taka hins vegar sambönd og hjónabönd mjög al- varlega. Skilnaðir eru í þeirra augum mjög alvarlegur hlutur enda er fjölskyldan traust og góð stofnun á Ítalíu. Sjaldan hef ég orðið vitni að eins bamgóðu fólki og Itöl- um. Ekki skal ég segja um hvort ítalskir karl- menn tala eingöngu um sigra sína á konum þegar þeir eiga tveggja- mannatal en mér finnst ég oftar hafa heyrt klúrt orðbragð meðal karlmanna annarra þjóða en Itala. Mér fannst þegar ég heyrði til og skildi, að þeir töluðu frekar fallega um konur og létu oftar í ljós aðdá- un yfir fegurð einstakra stúlkna frekar en gorta sig af sigrum á þeim. Italskar konur eru ekki auðveld- ar. Enda á að vera erfitt að sigra þær. Þess vegna verða ítalskir karlmenn að reyna harla stíft við konur til að vekja athygli þeirra. En það þýðir ekki að tilburðir þeima séu ævinlega klúrir eða hranalegir. Þvert á móti eru þeir mjúkmálir, slá gullhamra og horfa löngunarfullt á viðkomandi konu. Islenskar konur sem eru óvanar slíkum tilburðum, bregðast gjarna ókvæða við eða taka orðaflauminn bókstaflega (og ungherrann á orð- inu). Þetta eru þó ólíkt skemmti- legri aðferðir en þegar döngunar- litlir íslenskir kavalérar þamba í sig kjark til að grípa fálmandi í næstu stúlku og röfla þvoglumæltir klúryrði í eyru þeirra á föstudög- um og laugardögum, en skammast sín svo hina dagana og mæta kon- um ekki öðruvísi en niðurlútir og skömmustulegir án þess að segja orð. Aldrei varð ég var við að ítalskir karlmenn væru hræddir við að missa náttúruna kæmu þeir nálægt eldhúsi. Reyndar eru bestu mat- reiðslumenn ítalskir sem ég hef kynnst, venjulegir heimilisfeður sem misstu ekki örðu af náttúru sinni við eldhúsverkin. Hins vegar varð húsmóðirin hvíldinni fegin og hefur eflaust launað bónda sínum vel með úttekt af náttúrubanka hans enda innistæða nóg. Um skeið bjó ég með fjórum karlmönnum ítölskum og voru oft allir saman- komnir í eldhúsinu við elda- mennsku, uppvask og þrif. Hver og einn hafði sína sérgrein, einn var snillingur í Pestó, annar í sósu og þriðji í keti. Þeir höfðu ekki minnstu áhyggjur af því að náttúr- an hyrfi þeim við eldhúsverkin og jafnan var farið út á lífið eftir þess- ar „sessjónir“. Hefðu þeir haft af því áhyggjur að náttúran hyrfi þeim við eldhússtörf, hefðu þeir fremur soltið til bana en svo mikið sem opna ísskáp. Stundum var vín með mat í sambúð okkar félag- anna, kannski hálft glas á mann. Islensk list til jóla S. Anna E. Nikulásdóttir, myndlistarmaður ^Gallerí iMÍDARSg SKAIÍT Skólavörðustíg l6a, Sími 561 4090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.