Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJAN PÁLSSON + Kristján Páls- son fæddist á Isafirði 24. septem- ber 1916. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á fsafirði 30. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Páll Kristjánsson, fæddur á Bakka í Hnífsdal 9. mars 1884, og Guðmund- ína Þórðardóttir, fædd á Neðri-Bakka í Langadal 20. júlí 1890. Þau bjuggu á Isafirði. Börn þeirra voru átta, ojg var Kristján fimmti í röðinni: Arni, f. 1910, d. 1934; Pálína, f. 1911, d. 1932; Þórður, f. 1912, d. 1924; Gunnar, skipstjóri, f. 1914, d. 1971; Kristján Guð- mundur, vélstjóri, f. 1924, d. 1987; Björg, búsett í Reykjavík, f. 1925; Pálína, búsett á ísafirði, f. 1933. Kristján kvæntist 24. október 1940 Guðmundu Sigríði Jó- hannsdóttur frá Bolungarvík, f. 20. mars 1922. Foreldrar henn- ar voru: Lína Ðalrós Gísladótt- ir, f. 1904, og Jóhann Sigurðs- son, f. 1891. Kristján og Guð- munda eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi: 1) Theódóra Sigur- jóna, f. 12.9. 1941 , gift Birni El- íasi Ingimarssyni, Hnífsdal. Þau eiga ijögur börn: Hall- dóru, Sigríði Ingu, Finnbjörn og Guð- mundu Kristínu. Tíu barnabörn og eitt barnabarna- barn. 2) Ólöf Frið- gerður, f. 2.10. 1943, gift Kristjáni Friðriki Björnssyni, Hafnarfirði. Þau eiga tvær dætur: Selmu og Dagbjörtu Línu. Sex barna- börn. 3) Guðmund- ur Páll, f. 30.9. 1945, kvæntur Sigríði Sveinsdóttur, ísafirði. Þau eiga ljögur börn: Viðar Örn, Hafdisi, Söndru og Erlu. Af fyrra hjónabandi á Guð- mundur Páll soninn Kristján. 4) Ósk Sigurborg, f. 27.7. 1947, bú- sett á Isafirði. 5) Guðmundur Þór, f. 1.10. 1954, kvæntur Elenborgu Helgadóttur, Hnífs- dal. Þau eiga fimm börn: Söru, Rakel, Helgu Kristínu, Þóreyju og Þóri. 6) Kristján Eyjólfur, f. 23.8. 1960, búsettur í Reykjavík. Kristján stundaði sjómennsku framan af, en seinna vann hann aðallega við fiskvinnslu. Utför Kristjáns fer fram frá Isafjarðarkirkj'u í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. Okkur langar með þessum fátæk- legu orðum að minnast pabba okkar. Þegar kemur að skilnaðarstund er söknuðurinn alltaf sár, minning- arnar streyma fram og ýmis atriði sem hent hafa á lífsleiðinni óhjá- kvæmilega rifjuð upp. Söknuðurinn er blendinn, því við vissum að hverju stefndi, heilsunni hafði hrakað og margir dagar í seinni tið voru erfiðir, hann var oft þreyttur af vanlíðan, vegna heilsuleysis. Við vitum að þótt dauðinn sé sár fyrir aðstandendur hins látna er hann líka hvíld frá þjáningum og að það er líka víst að þetta er það eina sem allir menn eiga víst á lífsleið- inni, það kemur að því að við verð- um að kveðja þennan heim. Pabbi trúði því að hann myndi eiga framhaldslíf í einhverri mynd, hann trúði á Guð og hans miskunn. Það sem hann skilur eftir sig hjá okkur sem lifðum með honum er að- eins fallegar og bjartar minningar, þar bar aldrei skugga á. Hann var okkur öllum afar góð fyrirmynd. Mikið jafnaðargeð og prúð- mennska voru hans aðalsmerki. Þegar við, börnin hans, barna- bömin eða barnabamabömin, kom- um í Hrannargötuna og seinna á Hlíf, þar sem þau pabbi og mamma bjuggu síðari árin, var öllum fagnað jafnt, enginn var yfir annan hafinn, allir jafnir. Þegar pabbi var 14 ára eignaðist hann hlut með fóður sínum í trillu, sem bar nafnið Dímon Is 70. Þeir rem saman á þessum bát í mörg ár. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KJARTAN MAGNÚSSON kaupmaður, Lindargötu 11, Reykjavík, lést á Landakotsspítala að morgni fimmtu- dagsins 3. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Þór Kjartansson, Guðrún Hannesdóttir, Magnús Rúnar Kjartansson, Jóhanna Björk Jónsdóttir, Anna Kjartansdóttir, Sigurður O. Pétursson, Kjartan Gunnar Kjartansson, Marta Guðjónsdóttir, Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir, Garðar Mýrdal, Birgir Kjartansson, Sveinn Sigurður Kjartansson, Stella Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, HERMANN VILHJÁLMSSON fyrrv. verkstjóri, Víðilundi 24, Akureyri, lést á hjúkrunardeildinni Seli miðvikudaginn 2. desember. Útförin auglýst síðar. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Hjörtur Hermannsson, Rannveig Gísladóttir, Svala Hermannsdóttir, Bárður Guðmundsson, Sigurður Hermannsson, Antonía Lýðsdóttir, Stefán Ó. Hermannsson, Guðrún Pétursdóttir, Brynjar Hermannsson, Sigríður Jónsdóttir. Hann stundaði sjómennsku til ársins 1941, á ýmsum bátum frá Isafirði, bæði á línu- og síldveiðum. í febrúar 1941 varð hann fyrir miklu áfalli, þegar hann ásamt fjór- um félögum sínum á línubátnum mb. Hjördísi frá Isafirði lenti í aftakaveðri á Vestfjarðamiðum. Báturinn fékk á sig brotsjó og féll hann ásamt tveimur félögum sínum fyrir borð. Félagar hans tveir, Olaf- ur Júlíusson og Friðrik Helgason, drukknuðu, en hann bjargaðist um borð. Þessi atburður setti mark sitt á hann og þó að hann hafi jafnað sig líkamlega er nokkuð víst að hann beið þess aldrei bætur. Eftir þennan atburð minnkaði sjósóknin, hann fór til vinnu í landi, vann hjá ísfirðingi hf. við vélavið- hald og hjá Ishúsfélagi Isfirðinga við fiskvinnsluvélar. Hann átti trillu sem bar nafnið „Dímon“,sem hann stundaði róðra á, með annarri vinnu. Margar minningar okkar systkinanna tengjast sjóróðrunum á trillunni Dímoni. Þá var róið með línu út á Isafjarðardjúpið, veiddur bolfiskur, sem fór til vinnslu á ísafirði. Einnig var veitt í net, hrognkelsi og koli. Aflinn var síðan seldur á „kambin- um“ þar sem uppsátur trillunnar var. Ef aflinn seldist ekki allur var hann saltaður niður í tunnu sem við notuðum svo fyrir heimilið. Við þessar aðstæður kynntumst við systkinin fyrst lifsbaráttunni, við tókum fullan þátt í þessari útgerð með foreldrum okkar. Ekki er hægt að segja að öllum hafi farist sjómennskan vel úr hendi, Lóa systir okkar var mjög sjóhrædd, hún hljóðaði um leið og hún hætti að sjá til botns og varð að sigla með hana í land. Þegar komið var í land skammaðist hann ekkert við hana, heldur úthlutaði henni öðru starfi, bað hana að selja aflann, sem hún gerði og fórst það vel úr hendi, eng- inn seldi betur en hún. „Það hafa allir einhverja hæfileika," sagði hann. Hann var laginn við að leið- beina liðinu sínu, fann að henni fórst eitthvað annað betur úr hendi en að stunda sjómennsku. Eftir að heilsan fór að bresta og hann seidi síðasta „Dímon“ talaði hann oft um trilluútgerðina með söknuði. Það kom ailtaf upp á hverju einasta vori, að hann hafði hugann við trilluútgerðina, fylgdist með hvemig gekk og hafði mikinn Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ áhuga fyrir öllu sem snerti hana. Þetta var sú tilvera sem hann lifði í, skapaði fjölskyldunni lífsafkomu og skóp hans líf. Pabbi átti marga góða vini og kunningja, en aðeins einn vin, með stórum staf. Æskuvinur hans, Eyjólfur Guðmundur Ólafs- son, var alltaf fastur punktur í til- verunni hjá okkur fjölskyldunni. Þeirra vinátta entist alla ævi. Við viljum þakka Gumma Eyjólfi, eins og hann er alltaf nefndur, fyrir hans einstöku vináttu við fjölskyld- una. Mamma þakkar þér fyrir sam- fylgdina í gegnum tíðina og biður góðan Guð að veita þér skjól. Við systkinin þökkum þér, elsku pabbi okkar, fyrir allt sem þú gafst okkur, gullmolamir þínir em ekki sýnilegir, en þeir verða samt geymdir um alla framtíð. Við biðjum góðan Guð að styrkja mömmu og Boggu systur. Theódóra, Ólöf, Páll, Ósk, Guðmundur Þór og Kristján. Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund hjá okkur. Ég bið Guð að gefa þér hvíld. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú varst alltaf svo góður og þolinmóður. Ég man svo vel eftir öllum göngutúmnum okkar sem við fómm í saman, sem hresstu þig við þegar þú varst lasinn. Við fómm stóran hring og stundum styttri, það fór allt eftir hvernig veðrið var. Á eftir göngutúmnum var gott að fara inn og fá sér kaffisopa. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Ósk (Bogga). Elsku afi, okkur langar að skrifa þér nokkur orð í kveðjuskyni og þakka fyrir allar góðu stundirnar í gegnum tíðina. Alltaf var gott að koma við í Hrannargötunni þegar við fómm í bæinn. Þegar við vomm lítil var alltaf gaman þegar þú varst að vippa okkur á fætinum. Alltaf var eitthvað í „freistingunni" þegar við kíktum í hana. Ósköp var okkur nú alltaf hlýtt á fótunum í ullarsokkunum sem þú prjónaðir á okkur. Elsku afi, við vitum að þér líður vel núna, þó að við söknum þín mik- ið. Við biðjum Guð að geyma þig. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Viðar Örn, Hafdís, Sandra og Erla. Elsku afi. Nú er kominn tími til að kveðja þig. Okkur langar að skrifa niður Sérfræðingar í b I ó ni as k r ey t i n g u m viö »11 tækifæri 1 WB blómaverkstæði 1 IBinna I Skólaviirðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 nokkrar minningar sem við eigum saman. Þegar við gistum hjá ykkur ömmu munum við að þú söngst alltaf fyrir okkur guttavísurnar og baðst með okkur bænimar áður en við fórum að sofa. Þegar þú dansað- ir við okkur masúrka í litla eldhús- inu í Hrannargötunni. Þér fannst sykur alltaf þm-fa að vera með öllu, í eitt skiptið þegar þú varst að fá þér kaffi og settir fjórar skeiðar af sykri út í varstu spurður af hverju þú settir fjórar skeiðar, þá svaraðir þú að það væri of mikið að setja fimm. Ög allir ullarsokkarnir sem þú prjónaðir á okkur héldu hita á tás- unum okkar. Svo kenndir þú Þóreyju og Þóri að prjóna og hnýta öngla þegar þau voru hjá ykkur ömmu á daginn. Aðalsportið hjá litlu krökkunum var að fara á hest- bak á fætinum á afa þegar þau komu í heimsókn. Það var líka alveg sama hvenær við komum í Hrannargötuna og síð- ar á Hlíf, til ykkar ömmu, leiðin lá oftast beint í „freistinguna", en það var stór glerkrukka með svolitlu sælgæti sem passaði upp í litla munna. Þú kenndir okkur að elda hafra- graut og gerðir svo lummur úr af- ganginum ef hann kláraðist ekki all- ur um morguninn. Einn daginn þegar Þórey og Þór- ir voru að rífast heima hjá ykkur bað amma þau að vera ekki að ríf- ast. Þá sögðust þau ekki vera að ríf- ast, heldur bara að segja já og nei, og eftir það sagðir þú þetta svo oft. Svo gleymum við ekki sögunni um risalúðuna sem þú og langafi veidd- uð og fenguð smjör fyrir. Nú þegar jólin eru að koma þá dettur okkur í hug litla jólatréð þitt sem þú skreyttir alltaf 15. desem- ber en kveiktir nú samt ekki á því fyrr en á aðfangadag. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði en vitum að nú líður þér vel og ert örugglega kominn á sjó með langafa á Dímon. Að lokum viljum við láta bænina sem þú kenndir okkur öllum fimm fyigja. Vertu yfir og allt um kring með elífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Sara, Rakel, Helga Kristín, Þórey og Þórir. í dag er kvaddur frá ísafjarðar- kirkju Kristján Pálsson, fyrrver- andi sjómaður. Okkur bræðrunum er í bamsminni hve hann var hraustlegur og glæsilegur kærast- inn hennar Guðmundu elstu systur okkar. Þau giftu sig og stofnuðu heimili sitt á Isafirði haustið 1940. Hann var sjómaður á einum af „stóru bátunum", Hjördísi. í febrú- ar 1941 fékk báturinn á sig brotsjó í fárviðri sem skall á úti á Halamið- um. Þrír af fimm manna áhöfn báts- ins fóru í sjóinn og var Kristján einn þeirra, en fyrir einstakt þrek hans og sundkunnáttu tókst eftir langan tíma að ná honum um borð, en hinir drukknuðu. Aldrei náði Kristján sér eftir þessa þrekraun og átti við langvar- andi heilsuleysi að stríða, en vann þó alltaf, oft sárþjáður. Ailtaf var hann þó sama prúðmennið og ein- staklega hlýlegur í viðmóti. Guðmunda og Kristján voru mjög samrýnd og hann var henni þakk- látur fyrir hve hún var honum mikill styrkur í veikindum hans alla tíð. Mjög ungir fluttum við bræðurnir til Reykjavíkur, en áttum margar ferðir vestur, fyrst einir og síðan með eiginkonum og bömum, og alltaf var ánægjulegt að koma í hlý- lega og snyrtilega húsið á Hrannar- götunni og njóta ómældrar gest- risni og vináttu allra ættingjanna og síðan fjölskyldna þeirra. Það var notalegt að finna hvað fjölskyldu- böndin voru sterk og vinsamleg. Við biðjum þann sem öllu ræður að halda áfram vemdarhendi yfir fjölskyldu Kristjáns Pálssonar og megi minningin um einstakt ljúf- menni ylja þeim um ókomna tíð. ðskar Jóhannsson, Jóhann Líndal Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.