Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 60
- 60 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Menn, rök og tilfinningar Heilsíðuauglýsing í Mogganum kostar hátt í hálfa milljón króna. Landsvirkjun birti um daginn slíka auglýs- ingu, ekki bara í Mogganum heldur líka í öðrum dagblöðum. Stofnunin sú vflar ekki fyrir sér að eyða milij- ónum af almannafé til að koma á prent læ- vísri spurningu og svo áleitinni að ekki er hægt að komast hjá því að svara henni. „Gild rök, útreikningar og staðreyndir sýna að virkjun fallvatna eflir Sigrún Helgadóttir þjóðarhag. Tilfinningar skipta líka máli - en það er mikilvægt að beita þeim í réttum mæli, á réttan hátt, á rétta málefnið, af réttum ástæðum og á réttum tíma. Telur þú rétt að ákvarðanir um virkjun fallvatna eigi að taka á grundvelli tilfmninga fremur en * raka?“ Ein spurning leiðir oft af sér aðrar. Hvaða rök eru gild? Eru aðeins þau rök gild í samfé- lagi manna sem byggjast á útreikn- ingum og staðreyndum og hægt er að túlka í tölum, setja inn í tölvu, ýta á takka og fá út annaðhvort já eða nei, rétt eða rangt? Ef svo er þá er stutt í að litið sé á menn sem vél- ar og svo sem ekki nýtt að reynt sé að bera saman lifandi starfsemi og ' vélar. Þeir voru að basla við það nokkrir karlar fyrir um 400 árum, héldu því fram að það væri enginn munur á upptrekktum vélfugli og lifandi fugli, héldu að hægt væri að líkja náttúrunni í heild sinni við mikla vél. I einfeldni minni hélt ég að mönnum dytti slíkt ekki í hug lengur. Þeir væru löngu búnir að sjá að fátt er eins ólíkt og lífvera og vél. Vélar eru búnar til af mönnum og menn verða að setja þær af stað. Svo lengi sem vélar ekki breytast, bila, halda þær áfram að gera það sama en breytist þær stöðvast þær. Lifandi verur framleiða sig sjálfar, stjórna sér sjálfar, gera við sig sjálfar og einkenni á lifandi kerfi er að það breytist stöðugt. Og maður- inn er ekki aðeins lífvera. Hann er ekki eins og félagsskordýi- þar sem vinnudýr getur ekki ákveðið að verða allt í einu herdýr eða drottn- ing. Maðurinn verður fyrir hughrif- um og býr yfir hugviti. Hann getm- hvenær sem hann vill skipt um skoðun, farið út úr viðjum vanans, gert eitthvað nýtt og frjótt. Slík eru hin mannlegu einkenni. Vegna þeirra geta rök ekki talist gild í mannlegu samfélagi byggist þau aðeins á vélrænum forsendum. Og hverjar eru meginástæður hughrifa sem aftur virkja hugvitið? Eru það ekki tilfinningar? Hvað er þjóðarhagur? Landsvirkjun fullyrðir að virkj- anir efli þjóðarhag. í hverju felst STUBBAH -hrein og falleglhönnun e896-1783^ þjóðarhagur? Felst hann ekki í því að þjóðinni líði vel og fái öllum frumþörfum sínum fullnægt? Eg kann lítinn leik sem kennir þeim sem í hann fara hverjar séu frumþarfir manna og dýra svo að einstak- lingurinn fái lifað. Við verðum að þekkja frumþarfirnar svo að við stöndum vörð um þær og áttum okkur einnig á hvað við þurf- um ekki, hvað við höf- um nú þegar nóg af. Kennslubókin segir að frumþarfirnar séu fæða, vatn, skjól og rými og allt í ákveðinni skipan. Og til að halda heilsu þarf fæðan að vera rétt og fjölbreytt, vatnið hreint, skjólið af ýmsum gerðum og rýmið þarf að vera nægilegt og margs konar, hver Fyrst ég þarf að svara hinni vélrænu spurn- ingu Landsvirkjunar sem krefst þess að ann- aðhvort sé sagt já eða nei, segir Sigrún Helgadóttir, þá svara ég hiklaust með jái. maður tekur t.d. miklu meira pláss en það sem hann situr eða stendur á. Hann þarf rýmið þar sem mat- urinn hans er ræktaður og með- höndlaður og það svæði sem hann fer um í starfi, leik og hvfld. Þetta eru hin efnislegu, náttúrulegu gæði. Við Islendingar erum svo heppnir að við eigum öll þessi nátt- úrulegu gæði í rikum mæli. Við er- um meira að segja aflögufærir og getum boðið öðrum með okkur, ekki aðeins fæði og vatn heldur líka rými af þeirri gerð sem er að verða svo fátítt í öðrum löndum - víðernin - nauðsyn fjölmörgum til lífsnautnar. Og hingað munu menn koma og njóta þeirra, frumþarf- anna getur enginn verið án. Sjald- an fer ég í þennan leik um frum- þarfirnar svo að þátttakendur nefni ekki önnur nauðsynleg gæði en þau efnislegu s.s. væntumþykju og umhyggju. Eru það ekki tilfinn- ingar? Tilfinningar Og hverjar eru þá þessar tilfinn- ingar sem Landsvirkjun vill að séu lokaðai’ inni í rétt, afmarkaðar og bældar („ - í réttum mæli, á réttan hátt, á rétta málefnið, af réttum ástæðum og á réttum tíma“)? Eru það þær kenndir í okkur sem láta okkur finna til, líða vel, undrast, gleðjast, gráta, elska - gera okkur mennsk, aðgreina okkur frá vélum? Ein besta bók sem skrifuð hefur verið er bók Aldous Huxley sem heitir í íslenski-i þýðingu Veröld ný og góð. Hún segir frá samfélagi þar sem mönnum hefur nánast tekist það ómögulega að gera lifandi fólk að vélum. Það krefst ærinnar fyrir- hafnar allt frá fósturskeiði, eitur- lyfja og dákennslu. Ekkert er þó erfiðara en að venja börn af því að dást að og sækjast eftir samneyti við náttúru. Otta við dýr og blóm verður að kenna börnum með kvalafullu raflosti og pyntingum. Augljóst er að Huxley finnst sjálf- gefið að ást á náttúru sé mönnum eðlislæg. Sú er ekki aðeins skoðun framsýnna rithöfunda heldur einnig fræðimanna og vísinda- manna á mörgum sviðum s.s. líf- fræði, sálfræði og félagsfræði, bæði innlendra og erlendra. Menn eru bæði hlutar samfélags og náttúru. Rétt eins og fólk þarf tengsl við annað fólk til að halda heilbrigði þarf það að njóta samneytis við náttúru. Hún er okkur nákomin rétt eins og fjölskylda og vinir. Ást veitir innsýn, þekldngu og skilning á þeim sem við elskum, við finnum á okkur ef ástvinir okkar eru í hættu, hvað þeim er íyrir bestu og bregðumst við í samræmi við þá innri rödd. Fólkið sem fyllti Há- skólabíó laugardaginn 28. nóvem- ber finnur tengsl sín við náttúruna sem það er hluti af, óttast um hag hennar og bregst til varnar. Niðurstaða Þá er komið að því að svara hinni vélrænu spurningu Landsvirkjunar sem krefst þess að annaðhvort sé sagt já eða nei. Og fyrst ég þarf að svara með öðru hvoru þessara orða svara ég hiklaust með jái. Ekki vegna þess að ég sé á móti því að ákvarðanir byggist á skynsamleg- um rökum heldur vegna þess að ákvarðanir sem teknar eru án þess að tilfinningar hafi áhrif á þær eni ómannlegar og geta verið hættu- legar. Tilfinningum fylgir hins veg- ar innsæi sem í flestum tilfellum má treysta. Það innsæi byggist á reynslu og skynsemi og hefui' orðið til í eðli mannsins í óralangi-i sam- vist hans við náttúruna. Höfundur er míttúrufræðingur og kcnnnri og fyrrverandi landvördur. JÓLASVEINN í heimsókn á Barnaspítala Hi'ingsins. Jólakaffí Hringskvenna SENN líður að jólum. Fyrsta kertið á aðventukransinum var tendrað á sunnudaginn var. Margir þættir tengjast undir- búningi jóla og tvennt er óbrigðult, hvort tveggja tengt ljúfum minningum - Hringskaff- ið með persónulegum, gómsæt- um veitingum og skrif á jólakort, Kaffisala Hrings- kvenna verður á Hótel Loftleiðum kl. 13.30 á morgun. Atli Dagbjartsson hvetur fólk til að fjölmenna á staðinn. þar sem vinum eru sendar hlýjar kveðjur með jólakortum Hr- ingskvenna. Nú er allt að því heil öld liðin frá því að konur í kvenfélaginu Hringnum hófu störf sín fyrir þá verst settu í samfélaginu. Þær byrjuðu með stuðningi við bág- staddar mæður í Reykjavík og hófu þannig störf sín fyrir yngstu samborgarana. Stuðningur Hringskvenna við barnadeild Landspítalans frá upphafi hefur verið ómetanlegur. Spítalinn sýndi þeim þakklætis- vott með því að nefna barnadeild- ina Barnaspítala Hringsins þegar deildin var flutt í núverandi hús- næði sitt fyrir röskum 30 árum. Frá þeim tíma hafa þær litið á Barnaspítalann sem sitt eigið barn og gætt þess að það liði ekki skort. Sem dæmi má nefna að fyrir tilstuðlan Hringskvenna hefur vökudeild Barnaspítalans átt því láni að fagna að geta fylgt þróuninni í tækjavæðingu ný- buragjörgæslunnar. Á þessari aðventu er sérstak- lega mikill hugur í Hringskonum, því bygging nýs húsnæðis fyrir Barnaspítala Hringsins hófst fyr- ir rúmlega hálfum mánuði, þegar fyrsta skóflustungan var tekin á Landspítalalóðinni. Þessarar skóflustungu hafði lengið verið beðið. Hringskonur hafa átt draum um nýjan Barnaspítala Hringsins í a.m.k. 30 ár. Verk- efnið framundan er mikið, því Hringskonur hafa lofað beinum fjárframlögum til byggingarinn- ar. Við sem þekkjum til verka þeirra vitum hins vegar að þær eiga líka eftir að taka virkan þátt i gerð þess smáa innan hússins, þess sem gerir Barnaspítalann að spítala, búnum fullkominni tækni og hlýlegu, aðlaðandi við- móti fyrir börn sem þurfa að leita sér hjálpar. Þetta er Hringskon- um einstaklega lagið. Öll þeirra störf eru unnin af fórnfýsi og brennandi áhuga. Það verður gaman á morgun að sjá hvflíkt magn af kræsingum þær bera á borðið. Ég hvet alla sem eiga þess kost að koma í kaffið hjá Hringskonum á morg- un kl. 13.30 á Hótel íslandi. Lát- um þær ekki bera kræsingamar til baka heim. Höfundnr er yfirlæknir á Barna- spítala Hringsins. Um baráttufund á brautarpalli ÞAÐ hefur nú löng- um þótt bera vott um veikan málstað að vitna í tveggja manna tal þegar tekist er á um ólík sjónarmið á opin- berum vettvangi. Þetta gerir Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Lands- virkjunar, í grein hér í blaðinu sl. fimmtudag. Þar vitnar hann í sím- tal, sem við áttum 13. nóvember sl. þegar hann hringdi til mín og náði sambandi við mig þar sem ég stóð á brautarpalli Notting Hill Gate-lestarstöðvarinnar í London að bíða eftir næstu lest. Ég trúði varla mínum eigin eyrum þeg- ar hann bar upp erindið. Hann var að óska eftir að Landsvirkjun fengi að senda ræðumann á fyrirhugaðan baráttufund um verndun náttúru miðhálendisins. Svar mitt við beiðni hans var auðvitað: Nei! Við værum Kolbrún Halldórsdóttir að undirbúa BARÁTTUFUND. En hann virtist ekki skilja merkingu orðsins. Þegar hann bar okk- ur aðstandendum fundarins það á brýn að við værum hrædd við skoðanaskipti benti ég honum á málþing það sem fern náttúru- verndarsamtök stóðu fyrir í Háskóla Islands 31. október sl. um há- lendismálin. Þar var tekist á um ólík sjónar- mið, ekki að frum- kvæði Landsvirkjunar, heldur náttúruvemd- arsinna. Þorsteini Hilmarssyni og Helga Bjarnasyni var boðið að taka þátt og tala fyrir sjónarmiðum Landsvirkjunar, sem þeir og gerðu. Það var MÁLÞING, ætlað til skoð- anaskipta og öllum opið. Eftir árangurslausar tilraunir til að skýra fyrir Þorsteini merkingu orðsins BARÁTTUFUNDUR brá Hvað ræður gerðum þeirra manna, sem borga fleiri hundruð þúsund krónur fyrir auglýsingar, sem vara við tilfínningasemi? spyr Kolbrún Halldórs- dóttir. Það skyldi þó ekki vera ótti? ég fyrir mig barnamáli, þar sem ég stóð þarna á brautarpallinum, og sagði að hér væri (og þá kemur orð- ið sem Þorsteinn leggur út af í grein sinni) um „hallelúja-samkomu“ að ræða, honum væri velkomið að koma í Háskólabíó og njóta stund- arinnar með okkur en við hefðum enga þörf fyrir erindi frá Lands- virkjun. En allt þetta er kannski óþarfi að rifja upp. Það nægir trúlega al- veg að minna Þorstein og aðra, sem áhuga hafa á málefnanlegri umræðu um stórvirkjanir á miðhá- lendinu, á fundinn sem Landsvirkj- un boðaði til 22. ágúst sl. á Foss- hóteli, Hallormsstað. Markmið þess fundar var, að sögn Þorsteins Ililmarssonar, að gefa stjórn Landsvirkjunar færi á að leita eftir viðhorfum og upplýsingum frá hagsmunaaðilum á svæðinu vegna þeirra ráðagerða sem á döfinni væru í virkjanamálum. Sá fundur var boðaður eftir nafnalista, hann var ekki opinn almenningi og fjöl- miðlafólki var meinaður aðgangur. Já, það skiptir máli hvernig vindur- inn blæs! Að lokum þetta: Hvað ræður gerðum þeirra manna, sem borga fleiri hundruð þúsund krónur fyrir auglýsingar, sem vara við tilfinn- ingasemi? Það skyldi þó ekki vera tilfinning kölluð ótti? Höfundur er leikstjóri og fclagi í Náttúruvemdarsamtökum Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.