Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forstjóri Ríkisspítala segir að endurskoða verði fjármagnskerfí spítalanna Spítalinn ítrekað verið í rilfa- kreppu vegna kjaraaðgerða FORSTJÓRI Ríkisspítala, Vigdís Magnúsdóttir, sagði á tíunda árs- fundi spítalanna sem haldinn var í gær að nauðsynlegt væri að endur- skoða núverandi kerfi með fastri fjármögnun spítalans án skilgrein- ingar á þjónustu sem veitt er. Hún sagði kostnaðaráætlanir spítalans hafa verið raunhæfar miðað við um- fang starfsins en íjármagn hefði ekki fengist í samræmi við raun- verulega þörf. Vigdís Magnúsdóttir gerði einnig kjaramál að umtalsefni í ávaipi sinu á ársfundinum. Sagði hún kjaradeilur og óróa tengdan þeim hafa sett mark sitt á starfsemina og að spítalinn hefði ítrekað verið í úlfakreppu vegna kjaraaðgerða. „Fyrir marga starfshópa var niður- staða vinnu vegna aðlögunarnefnda ekki sú sem vænst hafði verið. Eðli- lega gerir fólk samanburð á launum sínum og sambærilegra stétta hjá öðrum ríkisstofnunum en því miður er sá samanburður ekki alltaf já- kvæður fyrir Landspítalann. Veld- Mundill keypti fyrir 50 millj. að nafnvirði í ÍS MUNDILL ehf., sem er í eigu Samskipa hf. og Sunds ehf., keypti í gær eignarhlut Landsbanka ís- lands hf. í Islenskum sjávarafurð- um hf. fyrir 50 milljónir króna að nafnvirði. Það er sú fjárhæð sem Landsbankinn hafði sölutryggt í hlutafjárútboði IS. Mundill hafði áður keypt hlutabréf fyrir 69.779.158 krónur að nafnvirði. Eignarhlutur Mundils er því orðinn 120 milljónir króna, eða 10,91% af heildarhlutafé ÍS. Mundill var stofnaður árið 1994 og er 85% í eigu Samskipa og 15% í eigu Sunds. ðlafur Ólafsson, for- stjóri Samskipa, sagði í samtali við Morgunblaðið að markmið fyrir- tækisins væri einungis að reka flutningaþjónustu og skylda starf- semi. Hafa trú á fyrirtækinu óbreyttu eða í samstarfi „Fyn'rtækið hefur í fáeinum til- fellum tekið þátt í hlutafjárkaupum fyrirtækja sem ekki stunda flutn- inga og þá einungis til skamms tíma. Eg er ekki þar með að segja að við munum selja fljótlega hiut okkar í ÍS, enda höfum við mikla trú á starfsemi þess og teljum að það hafi gert góða hluti á undan- förnum árum.“ Ólafur sagði að það væri trú sín að IS mundi vegna vel í framtíðinni og að rekstri þess væri vel borgið hvort heldur með óbreyttu sniði, nýjum áherslum, eða í samstarfi við aðra. Morgunblaðið/Ásdís I FREMSTU röð á ársfundinum voru m.a. Guðmundur G. Þórarinsson, Ingibjörg Pálmadóttir og Vigdís Magnúsdóttir. ur það kurr, sem hefur magnast með tímanum. Framkvæmdastjórn hefur ákveðið að láta gera könnun á launasamanburði við aðrar ríkis- stofnanir," sagði forstjórinn. Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður, ræddi einnig kjaramálin og sagði miðlæga kjara- samninga mikið framfaraspor í þá átt að reyna að gera launakerfið gegnsætt. Hins vegar hefði reynst gífurlega umfangsmikið að ganga frá öllum samningum og nefndi hann sem dæmi að í október hefðu 3.122 starfsmenn fengið laun frá skrifstofu Ríkisspítala. Hann sagði drátt á frágangi samninga hafa valdið óþoli meðal Morgunblaðið/Ásdís LJOSBRA stýrði stuttri æfingu í míní-brids hjá 5. L.B. þegar ljós- myndara bar að garði í Háteigsskóla í gærmorgun. Bridsmót fyrir börn FYRSTA bridsmótið fyrir börn verður haldið í húsakynnum Bridssambands íslands, Þöngla- bakka 1, í dag. Mótið markar há- punkt bridskennslu 10 til 12 ára barna við Háteigsskóla. Ljósbrá Baldursdóttir, lands- liðskona í brids og kennari við Háteigsskóla, tekur fram að bömunum hafi verið kenndur svokallaður míní-brids að hol- lenskri fyrirmynd. Aðaláherslan í míní-brids sé lögð á að meta spil- in. Börnunum sé kennt að telja punkta og spila úr spilunum eins og venjulega í brids. Tjá sig með frjálslegri hætti Eini munurinn felist í því að bömin segi ekki sagnir heldur fái að tjá sig með frjálsari hætti um spilin enda hafi sýnt sig að sagn- imar vefjist helst fyrir byrjend- um. Eðlilegt framhald eftir ákveðið æfingatímabil felist í því að læra að nota sagnirnar. Ljósbrá segir að í harðnandi samkeppni um athygli barna hafi spilamennska farið heldur hall- oka og börnin hafi verið ákaflega misjafnlega sett í byrjun kennsl- unnar. Allt frá því að þekkja ekki tegundir upp í að vera ágætir spilamenn. A hinn bóginn hafi all- ir verið áhugasamir og séu orðnir þokkalegir spilarar. Æfingin skapi svo meistarann. Börnin ætla að etja kappi í míní-brids í dag. Spilað verður í húsakynnum Bridssambandsins og hefur foreldrum sérstaklega verið boðið að fylgjast með. Öll- um bridsáhugamönnum er vel- komið að koma við. Verðlaun verða í boði fyrir fyrstu sætin á mótinu. sumra starfsmanna „og það svo að sumir hópar gripu til örþrifaráða. Uppsagnir og útgangur á stofnun sem þessari þegar kjarasamningar eru þó í gildi eru grafalvarlegur hlutur. Það held ég að við gerum okkur öll gi-ein fyi-ir og við verðum að vonast til þess að við getum horft til framtíðar þar sem að það sem nú hefur gerst er undantekn- ing en alls ekki leiðarvísir á það sem á að gerast í framtíðinni." StjórnarfoiTnaðurinn bað við- stadda að hugsa með sér eftirfar- andi: ,Á hvaða leið eram við þegar hópar, sem er boðin á einu ári 30% launahækkun í verðbólgulausu þjóðfélagi, standa upp frá slíkum samningum hundóánægðir og jafn- vel ganga út og skilja samfélagið eftir.“ Launakönnuu óháðs aðila Guðmundur sagði að í kjölfarið hefðu orðið miklar umræður um að Ríkisspítalar greiddu lægri laun en aðrar stofnanir ríkisins, jafnvel aðr- ar heilbrigðisstofnanir. Kvaðst hann eiga erfitt með að geta ekki svarað slíkum vangaveltum og því yrði ráðinn óháður aðili tO að gera launakönnun. Kæmi á daginn að Ríkisspítalar greiddu lægri laun eins og stór hluti starfsfólks virtist telja væri komið að stjórnendum að taka á málinu. Ef svo væri hins vegar ekki gæti yfirstjórnin kynnt fólki stöðuna kinnroðalaust. Bflastæð- um lokað vegna árs- fundar HLUTA af bflastæðum á Landspítalalóðinni var lokað fyrir almennri umferð frá klukkan 8 í gærmorgun, vegna ársfundar Ríkisspítala sem hófst síðar um daginn í K-byggingu sjúkrahússins. Ingólfur Þórisson, aðstoð- arforstjóri Ríkisspítala, segir að venja sé að loka hluta stæðanna daginn sem árs- fundur er haldinn. Þau séu hins vegar ekki frátekin fyrir ársfundargesti og geti eins hafa nýst heimsóknargestum á sjúkrahúsinu, en ársfundur- inn stóð frá klukkan 15-16.30. Ingólfur sagði að áður fyiT hefði þessum stæðum oft ver- ið lokað að morgni, meðan starfsfólk var að mæta til vinnu, í því skyni að þeir sem ættu erindi að sjúkrahúsinu ættu betri kost á bílastæðum. Það hefur hins vegar ekki verið gert í nokkur ár nema vegna ársfundar. Ingólfur sagði að mikill skortm- á bílastæðum væri á lóð Landspítalans en nú hilli undir lausn á því vandamáli á næstu áram. Áætlað er að Hringbrautin verði flutt til suðurs árið 2001 og segir Ingólfur að Ríkisspítalar horfi til núverandi vegstæðis til að leysa bílastæðaskort Breska vikuritið The Economist Framtíð miðlægra gagnagrunna get- ur ráðist á Islandi DEILURNAR um Islenska erfðagreiningu og einn iniðlæg- an gagngrunn eim helsta um- fjöllunarefnið á vísindasíðum breska vikuritsins The Economist, sem dagsett er í dag. Segir þar, að lyktir þeirra geti ráðið miklu um framvind- una í þessum málum annars staðar í heiminum. I greininni eru tíunduð þau rök Kára Stefánssonar og ann- arra, að einn miðlægur gagna- grunnur geti orðið til að flýta fyrir því, að lækning finnist við ýmsum sjúkdómum og einnig rök þeirra, sem eru á öndverð- um meiði og telja, að verið sé að fótum troða réttindi einstak- linganna. í greininni segir einnig, að fslendingar séu ein- staklega vel fallnir til rann- sókna af þessu tagi. Bæði sé, að fyrir liggi miklar heilsufarsieg- ar upplýsingar um þjóðina frá þessari öld og auk þess sé vit- neskja landsmanna um ættir sínar, jafnvel allt aftur til land- náms, algert einsdæmi. Greinarhöfundur nefnir, að samkvæmt skoðanakönnunum styðji meirihluti Islendinga starfsemi Islenskrar erfða- greiningar og segir, að trúlega séu Islendingar ekki mjög við- kvæmir fyrir persónulegum upplýsingum. Á fslandi viti all- ir allt um allt eða telji sig vita það en allt annað geti verið upp á teningnum í öðrum sam- félögum. Samt sem áður sé mikill áhugi á að koma upp miðlægum gagnagrunnum ann- ars staðar og því sé eins líklegt að framtíð þeirra ráðist á ís- landi. ■ Víkingablóð/6 Sérblöð í dag ^osfawt Á LAUGARDÖGUM W§—4 Wmr*w H moiu.i mii adsins I AUGLYSING Blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Bflahominu, sem dreift er í Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Suðurnesjum. Blaðinu í dag fylgir auglýsing frá Bandalagi ís- lenskra skáta. 4 Aston Villa og United mætast í dag / B4 Lyfjamál í Frakklandi í brennidepli / B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.