Morgunblaðið - 13.01.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 13.01.1999, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ TJtvarpstvíeykið Tvíhöfði harmar hrópin á Alþingi „Heitum því að gera þetta ekki aftur“ LÖGREGLAN 1 Reykjavík kallaði umsjónarmenn Tví- höfða, þá Jón Gnarr og Sigur- jón Kjartansson, til skýrslu- töku í seinustu viku vegna kæru Alþingis ó hendur þeim fyrir að láta gera hróp að þingmönnum af þingpöllum 18. desember sl. „Við þekktum ekki þetta ferli og bjuggumst ekki við að málið hefði þessi eftirmál. Við vorum leiðh- yfir þessu og báðumst fyrirgefningar," segja Sigurjón og Jón. Þeir segjast fráleitt hafa átt von á þessum viðbrögðum Alþingis og telja þau óþarflega hörð. Blómin voru endursend Forsvarsmenn Tvíhöfða létu færa skrifstofustjóra Alþingis, Friðriki Ólafssyni, blómvönd, sem var endur- sendur að sögn þeirra félaga. „Þetta var mjög einlægur vináttu- vottur við Friðrik. En blómin voru endursend og það fannst okkur ekki fallegt og það særði hjarta okkar Tví- höfðamanna. Menn vantreystu greini- lega einlægni okkar og héldu að hún væri einhvers konar kaldhæðni, sem hún var ekki,“ segja Jón og Sigurjón. „En ef skrifstofustjóri Al- þingis vill ekki blóm verður að gera eitthvað annað. Hann sagði í Morgunblaðinu í gær að hann vildi fá afsök- unarbeiðni beint frá okkur og við erum að hugleiða hvort við verðum við því. Við erum bara saklausir gi-ínist- ar og okkur finnst þetta óg- urlega leiðinlegt og okkiu- tekur þetta sárt. Við erum góðir strákar og grínistar, viljum engum illt og heitum því að gera þetta ekki aftur,“ segja Sigurjón og Jón. Jón bendir á að frammíköll séu vel þekkt á þingi og því sæti viðbrögð Alþingis furðu. „Mér finnst mjög einkennilegt að gera okkur að for- dæmi. Við gerum engum illt og höf- um aldrei gert. Við erum búnir að biðjast fyrirgefningar og viljum gera það enn og aftur. Við nennum ekki að standa í lögreglumálum, okkur finnst þau ekki spennandi og erum ekki í krossferð gegn kerfinu," segir hann. Stutt röskun Að sögn Sigurjóns tók maður á vegum þáttarins að brýna raust sína yfir þingheimi 18. desember síðast- liðinn. „Hann fór að mótmæla gagna- grunnsfrumvarpinu af einhverjum orsökum, sem var raunar ekki við hæfi, því þarna var verið að tala um sjávarútvegsfrumvörp og búið að samþykkja gagnagrunnsfi’umvarpið. Hann var ekki alveg með á nótunum. Við fylgdumst með þessu og sendum út beint. Þetta var mjög stutt röskun, ég held að kallið hafi tekið fimm sek- úndur allt í allt, og þingmenn gátu haldið áfram störfum sínum óáreittir. Hugmyndin vai- sú að setja þetta upp sem dæmi um hvað myndi gerast ef einhver reyndi slíkt á Alþingi og þetta var mönnum svo sannarlega víti til varnaðar. Mér sýnist að skrif- stofustjóri Alþingis sé að setja þetta upp sem einhvers konar prófmál,“ segir Sigurjón. Alfa-námskeið Lífgað upp á barnatrúna ARIÐ 1992 var far- ið að halda svokölluð Alfa- námskeið í Holy Trinity Brompton kirkjunni í London. Námskeiða- haldið vatt skjótt upp á sig og í fyrra voru hald- in 10.500 Alfa-námskeið víðsvegar um heim með um 600.000 þátttakend- um. Alfa-námskeið verð- ur haldið í Islensku Kristskirkjunni á næst- unni. Prestur þar er Friðrik Schram. „Það eru margir and- lega leitandi sem vilja gjarnan lífga upp á barnatrúna. Trúin hefur ef til vill orðið útundan í amstri hversdagsins og iðkun hennar kannski glejrmst. Þegar um hægist í lífi fólks vill það fara að huga að andlegum málum og sálarheill. Fólk veit ekki hvernig það á að bera sig að. Alfa-námskeiðið kemur þar til sögunnar því meginhlutverk þess er að hjálpa fólki að endurnýja trúna og tengslin við kristna kirkju." - Hver er ástæðan fyrir því að námskeiðið hefur breiðst svona hratt út? „A nokkrum ái'um eru Alfa- námskeiðin orðin vinsælustu biblíunámskeið sem um getur. Svo virðist sem námskeiðin henti venjulegu nútímafólki sem er að leita andlegra verð- mæta. Frá árinu 1992 þegar fimm námskeið voru haldin hefur þróunin verið ör. Næsta ár urðu þau 200 og árið 1994 voru þau orðin 750 talsins. Árið 1995 voru haldin 2.500 nám- skeið, árið 1996 5.000 og árið 1997 voru haldin 7.500 nám- skeið víða um heim. I fyrra tóku um 600.000 manns þátt í þeim 10.500 námskeiðum sem haldin voru.“ - Hvernig er námskeiðið byggtupp? „Þátttakendur hittast eitt kvöld í viku í tíu vikur. Hver kvöldstund byrjar með kvöld- verði og í framhaldi af því er fyrirlestur. Að honum loknum eru umræður þar sem efni fyr- irlestursins er rætt. Þá er fólki frjálst að koma fram með sínar skoðanir og spyrja að vild. Hér á Islandi höfum við síðan endað hvert kvöld með helgistund.“ Friðrik segir að sama fyrir- komulagið sé haft öll kvöldin en um mitt námskeið --------- fer fólkið saman út úr bænum eina helgi. „A námskeiðinu tökum við fyrir ákveðið efni á hverju kvöldi eins, t.d. hver er Jesús, hver er þessi Guð fað- ir og skapari, læknar Guð fyrir bæn? hvernig eignast menn trúarvissu, hvernig á að biðja og hvað um Biblíuna? Þá velt- um við fyrir okkur spurningum um það við hvernig heilagur andi starfi, hvernig við getum staðið gegn hinu illa og hvernig við miðlum trú okkar.“ - Hversu oft hafa Alfa-nám- skeið verið haldin hér á landi? „Það eru þrjú ár síðan byrj- að var að halda námskeiðin hérlendis. Fyrsta námskeiðið var haldið í Keflavík og í fyrra héldum við okkar fyrsta nám- skeið í íslensku Kristskirkj- unni. Eftir því sem ég best veit verða Alfa-námskeið að Friðrik Schram ► Friðrik Schram er fæddur í Reykjavík 8. febrúar árið 1946. Friðrik lauk verslunar- prófi frá Verslunarskóla ís- lands árið 1966. Hann starf- aði við verslunarstörf um skeið en lauk predikaranám- skeiði við Biblíuskóla Norska heimatrúboðsins vorið 1968. Friðrik var einn af stofn- endum Ungs fólks með hlut- verk árið 1976 og formaður samtakanna til haustsins 1997 er hann ásamt öðrum stofnaði íslensku Kristskirkjuna. Friðrik var vígður til prests í þeini söfnuði af biskupi Norsku lútersku fríkirkjunn- ar í Breiðholtskirkju árið 1997. Eiginkona Friðriks er Vil- borg R. Schram og eiga þau þrjú börn. I fyrra voru haldin 10.500 Alfa-námskeið víða um heim minnsta kosti á fimm stöðum hér á landi nú á vormisseri. -Hefur fólk nálgast kirkj- una sína eftir að hafa verið á Alfa-námskeiði? „Já, ég veit þess mörg dæmi að þátttakendur hafa í fram- haldi farið að starfa fyrir sína kirkju, jafnvel fólk sem áður sótti mjög lítið kirkju. Fólk sem sótti Alfa-nám- skeið hjá okkur síðastliðið haust komst að því að trúin er ekki fyrir fáa útvalda, heldur alla, fólk í alls konar stöðum og á ýmsum aldri. Alfa varð eins konar brú yfir óljósar hindran- ir og hjálpaði nemendunum til að komast aftur í gang með trúna, geta farið að biðja, lesa -------- Biblíuna og miðla trúnni á eðlilegan hátt til vina og kunn- ingja. Þannig eflist kirkjan og söfnuð- ________ irnir stækka. Þetta er meðal annars reynsla Breta en þar tala menn nú jafnvel um þjóðarvakningu í tengslum við Alfa-námskeiðin.“ - Hvenær hefst námskeiðið? „Það hefst þriðjudagskvöldið 19. janúar og kostar 3.000 krónur. Við höfum reynt að stilla verði í hóf svo að kostnað- ur verði ekki hindrun fyrir neinn. Námskeiðið fer fram í húsnæði íslensku Kristskirkj- unnar sem er að Bíldshöfða 10. -Er ekki stutt síðan ís- lenska Kristskirkjan var stofn- uð?r „Islenska Kristskirkjan er lútersk fríkirkja sem var stofn- uð 4. október árið 1997. Alls eru nú um 135 manns í söfnuð- inum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.