Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
NÝBYGGINGIN er bæði sunnan og norðan við eldra húsið.
Morgunblaðið/Silli
Ný sundlaug byggð á Húsavík
Húsavík - Á liðnu ári hófust
framkvæmdir við stækkun sund-
laugarinnar á Húsavík með
byggingu nýrrar sundlaugar 25
metra langrar, en sú sem er fyrir
er 16,67 metrar og er fyrirhugað
að byggja yfir hana í framtíðinni.
Fyrsti áfangi var að byggja
nýja og stærri búningsklefa og
hafa þeir verið gerðir fokheldir
og verða innréttaðir á þessu ári.
Verktaki er Trésmiðjan Rein.
Þarnæsti áfangi er að byggja
25 metra sundlaug, sunnan við
núverandi laug, og þá verða
gerðar ýmsar breytingar á
gömlu byggingunni, búningsklef-
um og böðum. Framkvæmdum
er hagað þannig að ekki verði
truflun á rekstri gömlu laugar-
innar, sem vígð var 6. ágúst
1960. Það ár voru sundlaugar-
gestir 7.301 en síðasta ár 54.000
talsins auk 15.000 skóla- og
kennslugesta.
Forstjóri sundlaugarinnar er
Sveinn Rúnar Arason.
Þrettánda-
gleði á
Tálknafirði
Tálknafirði - Á þrettándanum var
haldið jólaball og þrettándagleði í
samkomuhúsinu á Tálknafirði.
Samkoman var vel sótt og skemmtu
menn sér vel. Það hefur tíðkast
undanfarin 6 ár að halda þrettánda-
gleði og hefur hún farið fram bæði
utan og innan dyra ef veður hefur
leyft.
Að þessu sinni var árvissu jóla-
balli yngri kynslóðarinnar og þrett-
ándagleðinni skellt saman og mælt-
ist það vel fyrir. Þarna mæta álfar
og huldufólk, sem búsett er í tálkn-
firsku dölunum. Er þetta stór hópur
þegar saman kemur og skrautlega
búinn. Einnig hafa örlagadísir
Tálknafjarðar heiðrað samkomurn-
ar undanfarin ár með nærveru
sinni. Þá má ekki gleyma þeim heið-
urssveinum sem kenndir eru við jól-
in, en að sjálfsögðu mættu fulltrúar
þeirra og heilsuðu upp á börnin.
Ansi voru þeir nú orðnir þreytuleg-
ir enda hafa þeir haft í mörgu að
snúast um jólin og voru á leiðinni
heim. Þó gáfu þeir sér tíma til þess
að dansa og syngja með bömunum
og fara í leiki. Áður en þeir héldu á
brott útbýttu þeir sætindum þar
^Morgunblaðið/Finnur Pétursson
FRÁ þrettándagleðinni á
Tálknafirði.
sem þeir voru sannfærðir um að
tálknfii’sk böni hefðu muúð til þess
með góðri hegðun og fyrirmyndar
framkomu.
Þegar samkomugestir höfðu lok-
ið við kaffi og meðlæti, dausað og
sungið nóg, var haldið út úr húsi.
Utan dyra vai- kveikt í brennu og
því bremit sem ekki brann á ára-
mótabrennunni. Þá buðu björgunar-
sveitarmenn upp á flugeldasýningu
þar sem því var skotið upp sem ekki
hafðist að skjóta upp á áramótum.
Að þessu loknu héldu allir heim sæl-
ir og ánægðir.
Landmælingar
taka til starfa
á Akranesi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason
SÍÐASTI jólasveinninn, Kertasníkir, yfirgaf mannabyggðir á þrettándandum. Á leiðinni heim hitti Kerta-
sníkir Agnar Jónasson frá Kóngsbakka og skoðaði hjá honum heyskera sem Agnar er að smíða. Eins og sjá
má á myndinni leist honum mjög vel á smíðina
Akranesi - Nýr kafli er hafínn í
sögu Landmælinga Islands. Um
áramótin tók stofnunin formlega til
starfa og sl. fostudag var hátíðarat-
höfn á Akranesi í tilefni hinna
merku tímamóta. Meðal gesta við
það tækifæri voru Davíð Oddsson
forsætisráðhen’a og ráðherramir
Guðmundur Bjamason og Ingi-
björg Pálmadóttir auk alþingis-
manna, sveitarstjómarmanna á
Vesturlandi og fleiri gesta. Stofnun-
in hefur til umráða nýtt og glæsi-
legt húsnæði í stjómsýsluhúsinu á
Akranesi. Þar er mjög vel búið að
starfsfólki og virðist það vera al-
mennt mjög ánægt með starfsað-
stöðuna.
Frá því í októbermánuði hefur
verið unnið hörðum höndum við að
flytja stofnunina og hefur sú vinna
mætt mikið á þremur forstöðu-
mönnum hennar sem hafa í náinni
samvinnu við stjóm stofnunarinnar
og Framkvæmdasýslu ríkisins séð
til þess að allar áætlanir hafi staðist.
Hálft þriðja ár er nú liðið síðan
ákveðið var að flytja starfsemi
Landmælinga til Akraness. Það vai-
Guðmundur Bjamason umhverfís-
ráðherra sem ákvað flutninginn, en
hugmyndir að shku höfðu komið
upp í tíð forvera hans, eftir að nefnd
á vegum forsætisráðuneytisins
hafði gert tillögur um flutning
nokkmra ríkisstofnana út á land.
Hefur verið markmið ríkis-
stjóma um árabil
Akvörðunin mætti á sínum tíma
mikilli andstöðu _ meðal starfsfólks
og fleiri aðila. í ræðu sem Guð-
mundur Bjamason umhverfísráð-
herra flutti við opnunarathöfnina
fór hann nokkram orðum um
ákvörðun sína og varði hana. Hann
sagðist hafa verið að framkvæma
það sem margar ríkisstjómir hefðu
haft að markmiði um árabU. Hann
sagði vel hafa tekist til um flutning-
inn og óskaði stofnuninni og staifs-
fólki hennar alls hins besta. Við
flutninginn til Akraness liggur fyrir
að um helmingur þeirra 30 starfs-
manna sem vora hjá stofnuninni
munu starfa áfram hjá henni á
Akranesi. Fjöldi umsækjanda hefur
sótt um þau störf sem losnuðu og
era þeir sem ráðnir vora búsettir á
Akranesi og nágrenni.
Nýr framkvæmdastjóri, Magnús
Guðmundsson, tók við starfí for-
stjóra Landmælinga Islands nú um
áramótin.
Stykkishólmi - Agnar Jónasson
sem áður var bóndi á Kóngs-
bakka í Helgafellsveit, en býr
nú í Stykkishólmi, hefur síðustu
vikur verið að smíða heyskera.
Undanfarin haust hefur hann
keypt gærur af bændum sem
slátra heima. Hann hefur sótt
þær heim til bændanna og séð
um að salta þær og selt þær síð-
an til skinnaverkenda. Þessi
vinna hefur gengið vel þar til í
Smíðar
heyskera
haust að algjört verðfall varð á
gærum.
Verðið sem fékkst í haust fyr-
ir saltaðar gærur var 100 krón-
ur fyrir hveija gæru, sama verð
og hann greiddi til bænda.
Voru það mikil vonbrigði fyrir
Agnar. En til að bæta sér skað-
ann hóf hann fyrir nokkru að
framleiða heyskera. Heysker-
ana nota bændur og hestamenn
til að létta sér verkin og segir
Agnar að eftirspurn sé all mikil
og að vel gangi að selja
heyskerana. Hann hefur þegar
selt marga skera og er ánægð-
ur með hvað viðtökurnar hafa
verið góðar.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
ÝMISS konar furðuverur heiisuðu upp á Eyjamenn á þrettándagleði IBV.
Fjölmenn þrett-
ándagleði í Eyjum
Vestmannaeyjum - Eyjamenn
dönsuðu jólin út á hefðbundinn
hátt á þrettándanum. ÍBV íþrótta-
félag sá um þrettándagleðina sem
hófst klukkan átta með því að nafn
IBV var tendrað ofan við Hána þar
sem jólasveinar kveiktu í blysum
sínum og héldu niður af fjallinu til
bæjarins. Flugeldasýning var á
Hánni meðan sveinarnir gengu nið-
ur. Þegar jólasveinarnir komu með
blys sín niður af Hánni beið þeirra
vagn með Grýlu, Leppalúða, tröll-
um og öðra fúrðuhyski sem fór íyr-
ir göngu til íþróttavallarins. Þrátt
fyrir rigningu og kalsaveður lét
fólk það ekki á sig fá og fjölmennti
í gönguna.
Á íþróttavellinum bættist fjöldi
trölla, álfa, púka og annars hyskis í
hópinn og kveikt var í bálkesti á
vellinum. Þar dansaði allt hyskið
um stund og heilsaði upp á mann-
fjöldann. Frá íþróttavellinum var
gengið um bæinn og niður að hafn-
arsvæðinu þar sem jólasveinarnir
slökktu í blysunum og héldu til
fjalla á ný ásamt föraneyti sínu þar
sem það mun allt dvelja til næstu
jóla.