Morgunblaðið - 13.01.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.01.1999, Qupperneq 38
*38 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN KETILSDÓTTIR frá Gýjarhóli, Kópavogsbraut 1 b, sem lést laugardaginn 2. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 14. janúar, kl. 13.30. Guðni Gýjar Albertsson, Þórkatla Albertsdóttir, Sigurjón Hallgrímsson, Guðlaug Albertsdóttir, Sveinn Oddgeirsson, Heiðar Albertsson, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA GÍSLADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Vífilsgötu 18, sem lést þriðjudaginn 5. janúar, verður jarðsett frá Fossvogskapellu föstudaginn 15. janúar kl. 15.00. Helga Karlsdóttir, Jón Ásmundsson, Björn Karlsson, Anna B. Jónsdóttir, Guðmundur Valur Oddsson, Ásmundur Jónsson, Anna Hera Björnsdóttir. + Eiginmaður minn, ERLING ADOLF ÁGÚSTSSON rafvirkjameistari, Barðastöðum 17, Reykjavík, áður til heimilis á Borgarvegi 24, Ytri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 15. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Ingibjörg Kristín Gísladóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför LAUFEYJAR ÁSBJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Steinunn Bjartmarsdóttir, Birgir Axelsson, Einar Gunnar Birgisson, Bjartmar Birgisson, Ásta Björk Sveinsdóttir, Axel Valur Birgisson, Berglind Kristinsdóttir og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, BJÖRNS BJÖRNSSONAR, Bjarkarlundi, Hofsósi. Guð blessi ykkur. Steinunn Ágústsdóttir, Valdimar Björnsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Sólberg Björnsson, Arnfríður Árnadóttir, Björn Björnsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Bjarni Pálmarsson, Sigurður Björnsson, Svaia Gísladóttir, Björk Björnsdóttir, Sigfús Stefánsson, Kristín Björnsdóttir, Eiríkur Hansen og aðrir aðstandendur. GUÐMUNDUR KLEMENZSON + Guðmundur Klemenzson fæddist í Bólstaðar- hlíð í Austur-Húna- vatnssýslu 18. febrú- ar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 24. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bólstaðar- hlíðarkirkju 2. janú- ar. Frændi minn Guð- mundm- Magnús Klemenzson, kennari í Bólstaðar- hlíð í A-Húnavatnssýslu, var sonur Elísabetar Magnúsdóttur frá Kjart- ansstöðum í Skagafirði og Klemenz- ar Guðmundssonar, bónda í Ból- staðarhlíð. Gumi, eins og við kölluð- um hann alltaf, var uppeldisbróðir fóður míns, Herberts Sigurðssonar. Hann var tekinn í fóstur fimm ára gamall af foreldrum Guma, en Elísabet var afasystir mín. Faðir minn ólst síðan upp í Bólstaðarhlíð til fullorðinsára. Ekki áttu þau hjón- in Elísabet og Klemenz alltaf góða daga frekar en margt fólk á þessum tímum, þar sem lömunarveikin og aðrar óværur tóku sér bólfestu á mörgum heimilum og lögðu unga sem aldna í valinn. Þar á meðal dó elsti sonur þeirra Guðmundur ung- ur að árum. Næstelsti sonurinn, Er- lendur, fékk MS sjúkdóminn í blóma lífsins og dó eftir margra ára legu á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Gumi frændi var þriðji í röðinni og yngstur var Ævar. Gumi átti margar góðar stundir í faðmi fjölskyldu sinnar og undi sér vel í sveitasælunni á slíkum stað sem Bólstaðarhlíð er. Þegar hann var m'u ára skall vágesturinn aftur á þessu heimili og varð Gumi löm- unarveikinni að bráð. Varla er hægt að setja sig í spor foreldra og fjölskyldu sem þurftu að horfast aftur í augu við sh'k veikindi. Alagið á frænku mína Elísabetu hefur verið gríðarlegt en dugnaðurinn og harkan keyrði hana áfram alla tíð. Ungu drengirnir uxu úr grasi og Gumi var sendur til mennta og tók stúdentspróf frá Akureyri og síðar kennarapróf. Hann kenndi lengi í sinni sveit og síðast við barnaskól- ann í Varmahlíð. Hann var í mörg- um nefndum og starfaði að félags- og skólamálum og vann að endurbótum til hins góða. Þegar ég var níu ára gömul var ég send í flutningabíl í sveitina sem þá var siður með- al fólks hér á Reykja- víkursvæðinu. Eyddi ég mínu fyrsta sumri hjá þeim. Lítil stúlka og hálfskelkuð við þetta allt tók Gumi mig strax undir sinn vemdarvæng. Hann var hlýr og góður drengur. Þrátt fyrir að vera illa á sig kominn eftir veikindi sín voru fáir hlutir sem hann gat ekki leyst. A sumrin vann hann við að keyra dráttarvélina og hjálpa móður sinni við símstöðina. Eg og Gumi frændi fórum ótaldar ferðir um sveitina það sumar og mörg sumur eftir það. Þar kynntist ég mörgu fólki sem mér er enn kært og minnis- stætt. Næstu sumrum eyddi ég hjá frændum mínum ýmist uppi á lofti hjá Ævari og Jónu eða uppi í húsi hjá Ella og Önnu, allt gott fólk. Gumi var alltaf með okkur og gaf mér góð ráð úr sínum viskubmnni fyrir lífið. Síðasta sumarið sem við Gumi vorum saman í Bólstaðarhlíð var sumarið 1964 eftir að Elísabet frænka mín dó. Þá vantaði Guma hjálp við símstöðina sem verið hafði þar um árabil. Slíkur var gestagangurinn hjá Guma frænda að í mínum augum var þetta eins og að reka hótel. Ég kunni lítið í eldamennsku eða bakstri og man vel að margar tertumar fóru í ruslið en aldrei hallmælti Gumi mér fyrir bruðlið. Þá var oft gott að leita ráða hjá Jónu og Önnu. Þetta sumar er mér mjög eftir- minnilegt, alltaf var hann frændi minn samur við sig, hughraustur og ágætur. Við frændsystkinin undum okkur vel saman ásamt Kolbeini og Kjartani sonum Ella og Önnu. Ai-in.hafa liðið hratt síðan þetta var. Vinir mínir sem kynntumst frænda voru allir velkomnh- og héldu kynnum sínum við hann alla ævi. Ég eignaðist mína eigin fjöl- skyldu og fluttist til Bandaríkjanna og við allar okkar heimkomur kom Gumi alltaf í bæinn enda var hann + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa JÓNS NORÐDAL ARINBJÖRNSSONAR, Blikabraut 6, Keflavík. Oddný Valdimarsdóttir, Aldís Jónsdóttir, Hafsteinn Ingólfsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Gísli Guðmundsson, Hafsteinn Jónsson, Ingibjörg Poulsen, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA Þ. EGILSSONAR, Sólheimum 25. Einnig þökkum við þeim sem önnuðust hann af alúð í veikindum hans, ekki síst starfsfólki á deild L-1 á Landakotsspítala. Örnólfur Árnason, Helga E. Jónsdóttir, Margrét Árnadóttir, Manuel Martinez Perez, Olga Guðrún Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. uppáhaldsfrændinn. Hann hringdi oft í okkur og við í hann og þar sem ég bjó í biblíubelti Bandaríkjanna þótti Guma ekki veita af að senda mér Bibhu til að halda mér við efn- ið. Seinni árin voru okkar samræð- ur dýpri og ýtti hann á okkur að flytjast heim. Vandræði Guma byijuðu þegar hann fótbraut sig og náði hann sér aldrei á strik eftir það og endaði á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ég heim- sótti hann á aðfangadagskvöld ásamt Sturlu eiginmanni mínum og Silju dóttur minni. Frændi var hress að vanda og fallegu gráu aug- un hans skýr, hann talaði um að nú væri komið nóg, kvaddi Sturlu með handabandi, kyssti dótturina Silju en sagðist ekki ætla að kveðja mig í það skiptið. Útsýnið var fallegt út um gluggann á Sjúkrahúsi Reykja- víkur enda komin jól. Það kvöld varð frændi minn allur, þar fór góð- ur Gumi. Við sem eftir lifum getum tekið Guma frænda í mörgu sem fyrir- mynd, aldrei heyrði ég hann hall- mæla nokkram manni eða niðra í orðum. Hann var okkur hetja og tók sínu hlutskipti með æðraleysi, ég veit í mínu hjarta að honum var tek- ið með opnum örmum af Guði og heilögum máttarvöldum. Far vel Gumi frændi og þakka þér fyrir allt. Þín frænka, Herdís Herbertsdóttir og fjölskylda. Þegar ég heimsótti Guðmund frænda minn, eða Guma eins og við kölluðum hann, á Sjúkrahús Reykjavíkur í byrjun desember sagði hann við mig að hann væri ekki kominn hingað suður til að „geispa golunni“. En skjótt skipast veður í lofti og nokkram dögum seinna var hann kominn á gjör- gæslu og orðinn þungt haldinn. Þegar við svo kvöddum hann mæðginin 12. desember, við á leið til útlanda í jólafrí, lá það í loftinu að líklega væri þetta okkar hinsta kiæðja. Sú varð líka raunin. Á jóla- dag fengum við þær fréttir að hann hefði kvatt þetta líf á aðfangadags- kvöld. Líf sem hafði ekki reynst honum þrautalaust. Frá barnsaldri mátti hann burðast með þá fótlun sem lömunarveikin lagði á hann. Hann tók hlutskipti sínu af miklu æðraleysi og dugnaði, aldrei kvart- aði hann. Þrátt fyrir fötlun sína lét hann fátt stöðva sig, var alltaf sjálfbjarga og fór allra sinna ferða. Hann gekk menntaveginn, varð kennari og vann við það alla sína starfsævi. Gumi var hættur kennslu og sestur í helgan stein í Bólstaðarhhð. Hann var svo óhepp- inn að fótbrotna tvisvar sinnum með stuttu millibili. Eftir fyrra skiptið tókst honum með ótrúleg- um dugnaði að rífa sig upp úr því og var orðinn nokkuð góður, þegar Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.