Morgunblaðið - 13.01.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 13.01.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 43 FRÉTTIR KRISTÍN Einarsdóttir, formaður stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, aflienti styrkina en myndin er af styrkþegunum við afhendinguna. Styrkveitingar úr Vísindasjóði Borgar- spítalans og Styrktarsjóði St. Jósefsspítala Nýtt happdrættisár 120 einnar milljónar króna vinn- ingar á árinu UM áramótin hófst nýtt happ- drættisár hjá Happdrætti Háskól- ans sem verður 65 ára árið 1999. „Sú nýjung verður nú tekin upp að í hverjum mánuði verða dregnir út 10 einnar milljónar króna vinning- ar, eingöngu úr seldum miðum,“ segir í fréttatilkynningu frá Happ- drætti Háskólans. „Þessir vinningar verða dregnir út í síðari útdrætti HHÍ um leið og dregið verður úr Heita pottinum. Þeir eru til viðbótar öllum þeim I vinningum sem dregnir eru út í að- alútdrættinum, en í honum ganga á milli 40 og 50 milljónir króna til við- skiptavina mánaðarlega, nema í desember þegar sú upphæð er miklu hærri. Á nýliðnu ári fengu 60 viðskipta- vinir Happdrættis Háskólans eina milljón króna eða meira í vinning. Alls fengu viðskiptavinir Happ- drættisins 704 milljónir króna ! greiddar í vinninga sem dreifðust I víðs vegar um landið. Hæsti vinn- ingurinn var á sextándu milljón króna. Happdrættið verður 65 ára árið 1999 eins og fyrr segir. Fyrsti út- drátturinn var 9. mars árið 1934. Ávallt síðan hefur allur ágóði af rekstri þess farið til uppbyggingar háskólahúsnæðis og hefur nær allt húsnæði Háskóla íslands verið byggt eða keypt fyrir það með öll- j um húsbúnaði. Að auki eru nú nær öll tölvukaup skólans kostuð með því, einnig rannsóknartæki og fjar- kennslubúnaður," segir ennfrem- ur. VÍSINDASJÓÐUR Borgarspítal- ans, sem stofnaður var fyrir rúnium 30 árum til minningar um Þórð Sveinsson yfirlækni og Þórð Úlfarsson flugmann, hefur veitt árlega styrki til rannsókn- arverkefna á Borgarspítalanum og síðan Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Styrktarsjóður St. Jósefs- spítala hefur einnig veitt styrki með sama markmiði á Landa- kotsspítala og nú síðustu ár til starfsfólks Sjúkrahúss Reykja- víkur. Nýlega voru veittir styrkir sameiginlega úr þessm sjóðum til 22ja rannsóknaverkefna, til starfsfólks Sjúkrahúss Reykja- víkur, samtals 5,6 milljónir króna. Rannsóknaverkefnin vann starfsfólk hinna ýmsu deilda sjúkrahússins, bæði í Fossvogi og á Landakoti og má þar nefna t.d. könnun á brota- tíðni reykvískra karla og tengsl við lífshætti, uppgjör á 2.500 hjartaþræðingum sem fram- kvæmdar hafa verið á Borgar- spítala, rannsólkn á arfgengum þáttum bláæðasega á íslandi, rannsókn á heilablóðföllum og þunglyndi í kjölfar þeirra, könn- un á átröskun og rannsókn á starfsánægju hjúkrunarfræð- inga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur svo fátt eitt sé nefnt. Styrktarsjóð- ur fyrir fórn- arlömb nátt- úruhamfara stofnaður SJÓÐURINN Samhugur í verki, styrktarstjóður fyiúr fórn- arlömb náttúruhamfai'a, tók til starfa í lok liðins árs. I fréttatilkynningu kemur fram að þeir, sem staðið hafi fyrir samnefndri fjársöfnun í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í október 1995, standi að stofnun sjóðsins. Stofnfé sjóðsins, 53,6 milljónir, sé eftirstöðvar þeirr- ar söfnunar. I stjórn sjóðsins eiga sæti Benedikt Bogason, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, til- nefndur af forsætisráðherra, og er hann formaður hennar, Jónas Þórir Þórisson, fram- kvæmdastjóri, tilnefndur af Hjálparstofnun kirkjunnar, Sigríður Lillý Baldursdóttir, skrifstofustjóri í félagsmála- ráðuneytinu, tilenfnd af félags- málaráðherra, Sigrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri, til- nefnd af Rauða krossi íslands, og séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur, tilnefndur af fjölmiðlum. I fréttatilkynningunni segir að sjóðurinn starfí samkvæmt skipulagsskrá staðfestri af dóms- og kirkjumálaráðherra 1. júní 1998 og tilgangur hans sé að veita styi'ki og bætur vegna tjóns og röskunar af völdum náttúruhamfara, sem ekki fáist bætt með öðrum hætti. Um- sóknir um framlag úr sjóðnum skuli vera skriflegar og allar upplýsingar um hagi umsækj- enda og framlög úr sjóðnum séu trúnaðarmál. Rabb um hlutskipti kvenna fyrir og eftir hrun járntjaldsins RÓSA Erlingsdóttir flytur erindi um konur í Miðaustur-Evrópu á tímum stjórnarfarsbreytinga, lýð- ræðislegt þegnasamfélag og kynjasamskipti í stofu 201 í Odda fimmtudaginn 14. janúar klukkan 12. Erindið er flutt á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands. Rósa er M.A. í stjórnmálafræði frá Freie Uni- versitát í Berlín. í fréttatilkynningu segir: „Gerð verður gi’ein fyrir því hvað bjó að baki ríkisstýrðri jafnréttisstefnu sósíalismans sem og hlutskipti kvenna fyrir og eftir hrun járn- tjaldsins. I dag standa konur andspænis lýðræðislegu stjórnkerfi sem formlega virðir þær sem fullgilda þegna en hindrar um leið þátttöku þeirra í stjórnmálum og aðgang að valdastöðum. Á umbrotatímanum störfuðu margar konur í pólitískum andófs- hópum og voi-u oft í fremstu röð baráttumanna sem léku lykilhlut- verk í að koma þeirri keðjuverkun af stað sem leiddi til hruns járn- tjaldsins. Leiðtogar mannréttindahreyf- inga voru talsmenn umhyggju og jafnréttis, en markmið þeirra var að koma á laggirnar lýðræðislegu þegnasamfélagi að vestrænni fyr- irmynd. Mótun lýðræðislegra stjórnarhátta var hins vegar í höndum þröngs hóps karlmanna og þróun markaðshagkerfis í anda nýfrjálshyggju varð mikilvægasta verkefnið eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum." Landsþing Frjálslynda flokksins LANDSÞING Frjálslynda flokks- ins verður haldið helgina 23. til 24. janúar að Borgartúni 6 í Reykjavík kl. 10-16 báða dagana. Dagskrá landsþings hefst með stefnuræðu Sverris Hermannssonar á laugar- deginum en að henni lokinni verður fjallað um helstu mál þingsins, sjáv- arútvegsmál, samfélagsmál og um- hverfismál. Unnið verður að loka- stefnumótun í þessum málaflokkum í málstofum. Á þinginu verður kosið í trúnaðar- stöður Frjálslynda flokksins, for- maður, varaformaður, framkvæmda- stjórn og miðstjórn. Auk þess verður skipað í kjördæmisráð flokksins sem býður fram lista í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum 8. maí nk., segh- í fréttatilkynningu. Frjálslyndi flokkurinn hefur þegar opnað aðalskrifstofu að Hlíðasmára 10 í Kópavogi og mun fljótlega opna ski-ifstofur í landsbyggðarkjördæm- um, segir í tilkynningunni. Gengið inn í Laugardal og Skeifu HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur íýrii' gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhús- inu að vestanverðu kl. 20. Farið verður með ströndinni inn á Kirkjusand og inn Laugardal (Þvottalaugamýri) upp í Skeifu (Sogavelli). í lok ferðarinnar verður litið inn í Viðskipta- og tölvuskólann í Faxafeni. Val verður um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir vel- komnir. ------------- Fyrrverandi starfsfólk Haf- skips hittist ALLAR götur frá því að Hafskip var lýst gjaldþrota árið 1985 hafa fyrrverandi starfsmenn Hafskips hf. komið saman í upphafi nýs árs til að rifja upp gamlar minningar frá dögum skipafélagsins og fagna nýju ári. Þrátt fyrir að árin séu orðin nokkuð mörg frá því að Hafskip var talið af hefur aðsókn að samkom- unni verið afar góð, segir í fréttatil- kynningu. Samkoman í ár verður haldin föstudaginn 15. janúar nk. í Reykja- víkurstofu Naustsins og hefst kl. 17. Allir íyiTverandi starfsmenn Haf- skips, til sjós og lands, eru velkomn- ir. ----------------- Fræðslufundur um ofvirkni FRÆÐSLUFUNDUR um ofvirkni og athyglisbresti barna verður haldinn í sal Árbæjarskóla mið- vikudaginn 13. janúar kl. 20.30. Einnig verða fyrirspurnir og um- ræður. Fyrirlesarar eru: Málfríður Lor- ange sálfræðingur og Matthías Kristiansen frá foreldrafélagi mis- þroska barna. Fundurinn er haldinn á vegum foreldrafélaga Árbæjar-, Selás- og Ártúnsskóla. Misskilningur að um beina leyfísveitingu sé að ræða Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá banka- I stjórn Búnaðarbanka Islands hf.: „Vegna fréttar í hádegisfréttum RÚV þann 11.1. 1999 um lífeyris- sparnað vill bankastjórn Búnaðar- banka Islands hf. taka eftirfarandi fram: Búnaðarbankinn hefur, eins og aðrar fjármálastofnanir, auglýst undanfarið þær leiðir sem bankinn | býður einstaklingum upp á að !* velja til að byggja upp öflugan líf- eyrissjóð. í hádegisfréttum RÚV í dag um lífeyrissjóðsmál var m.a. sagt að nokkrar fjármálastofnanir, þ.á.m. Búnaðarbankinn, hefði ekki fengið leyfi til að taka við og ávaxta iðgjöld vegna viðbótarlíf- eyrissparnaðar. Vegna framangreindar fréttar vill Búnaðarbankinn taka fram að með lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem gildi tóku þann 1. júlí sl. var fjár- málastofnununum, þ.á.m. bönkum og sparisjóðum, líftryggingafélög- um, verðbréfafyrirtækjum og líf- eyrissjóðum heimilað að stunda starfsemi skv. II. kafla laganna og taka við iðgjaldi með samningi um viðbótartryggingarvernd. Það er því misskilningur sem segir í fréttinni að um beina leyfisveit- ingu fjármálaráðuneytisins sé að ræða. Hins vegar hefur Búnaðarbanki íslands hf. sent fjármálaráðu- neytinu erindi þar sem þess er óskað að ráðuneytið staðfesti reglur Búnaðarbankans sem um tryggingarverndina skulu gilda. Eins og fram kemur af hálfu fjár- málaráðuneytisins í frétt ríkisút- varpsins er ekki ástæða til að ætla annað en að slík staðfesting ber- ist. Athugasemd frá ÍSAL ÍSAL hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd til birting- ar: í frétt um Norðurál í Morgun- blaðinu 12. janúar 1999 er haft eftir Kenneth Peterson, forstjóra Norð- uráls, að skaut væru brotin niður í skautsmiðju Norðuráls sem hluti af endurvinnsluferli eins og flestra ál- verksmiðja, og að þessu fylgi ryk. Síðan segir hann: „Þetta sé hins vegar ekki gert í Straumsvík." Hið rétta er, að gölluð skaut og notuð skaut, svonefndar skautleifar, hafa verið og eru brotin niður til endurvinnslu í skautsmiðju ÍSAL frá upphafi starfseminnar 1969 eða í hartnær þrjátíu ár. Allt skautbrot hjá ÍSAL fer fram í lokuðum þar til gerðum brjót og rykið er sogað út úr brotbúnaðinum með stóru ryk- hreinsikerfi, en slíkt rykhreinsikerfi hefur verið á búnaðinum frá upp- hafi. Skautleifar frá ÍSAL eru endur- nýttar. Meginhlutinn er sendm- til endurvinnslu, þ.e. til gerð nýrra skauta hjá skautaverksmiðju Aluchemie í Rotterdam, og ákveðin kornastærð, sem hentar sements- verksmiðjunni á Akranesi, er end- uiTiýtt þar. Ummæli Kenneth Peterson varð- andi ÍSAL eru því ekki rétt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.