Morgunblaðið - 13.01.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 13.01.1999, Síða 56
Drögum næst 15. janúar HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings www.vr.is Verzlunarmannafélag Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 569 1181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Luxair hefur beint • • Okumenn í vandræðum í veðurofsa til New HELLISHEIÐI og Þrengslavegi var lokað í gær vegna mikils hvassviðris og hálku. Varla var stætt á vegum og til marks um vindhraðann fauk fjögurra tonna Hummerbifreið út af Þrengsla- vegi síðdegis í gær. Mest fór vindurinn í 13 vindstig á Hellis- heiðinni. Meðlimir úr Hjálparsveit skáta í Hveragerði stóðu í ströngu við að aðstoða ökumenn sem lent höfðu í vandræðum á Hellisheiði. Jeppar og stærri bifreiðir lentu ekki síður í vandræðum í ófærð- inni, enda var töluverð ofankoma á heiðinni. Níu flutningabifreiðir biðu færis í Litlu kaffistofunni í nokkrar klukkustundir og urðu af því tafir á ferð Herjólfs frá Þorlákshöfn til Eyja. Engin slys urðu þó á fólki í gær í veður- hamnum. Veðurútlit er gott í dag og verður farið að huga að bif- reiðum sem ökumenn urðu að yfirgefa í gær. ■ Blindbylur/29 flug FLUGFÉLAGIÐ Luxair hefur ákveðið að hefja beint áætlunarflug frá Lúxemborg til New York fjórum sinnum í viku án millilendingar. For- ráðamenn Flugleiða telja að þessar fyrirætlanir Luxair muni ekki hafa áhrif á starfsemi eða markaði Flug- leiða í Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá Luxair kemur flugið til móts við mikla eftirspurn í Lúxemborg og ná- grenni eftir skjótum, þægilegum og ódýrum flugsamgöngum á Atlants- hafsleiðinni. Fargjald á flugleiðinni verður 14.990 frankar eða um 30 þúsund krónur fram og til baka. Flugleiðir óttast ekki samkeppni Einar Sigurðsson, talsmaður Flugleiða, telur að Atlantshafsfiug Luxair muni ekki taka farþega frá Flugleiðum og segir það engin áhrif hafa á starfsemi þeirra eða markaði í Evrópu eða Ameríku. „Við höfum hætt áætlunarflugi til Lúxemborgar og flutt framleiðslu- getuna af þeim markaði yfir á aðra mai-kaði í Evrópu sem við teljum arðbærari. Nú sjáum við mikinn vöxt í bókunum ferðamanna til Is- York lands frá París og Frankfurt og það styrkir okkur í þeirri trú að rétt hafi verið að hætta Lúxemborgar- fluginu.“ Einar segir að í áætlunum Flug- leiða haíi ekki verið gert ráð fyrir að farþegar frá Lúxemborg skiluðu sér að ráði i Atlantshafsflug félagsins annars staðar í Evrópu. Atlantshafs- flug Luxair muni fyrst og fremst þjóna Lúxemborg og nálægum svæðum og byggist að öðru leyti á allt annarri forsendu en flug Flug- leiða vestur um haf. ■ Hefur ekki/18 Morgunblaðið/Þorkell Frumvarp að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar lagt fram Aætlaður halli á árinu 880 milliónir króna TEKJUR bæjarsjóðs Hafnaríjarðar fyrir árið 1999 eru áætlaðar um 3.254 milljónir króna og heildarútgjöld eru áætluð 4.154 milljónir, sam- kvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Hafnarfjarð- arbæjar sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæj- arstjóm í gær. Halli á rekstri bæjarsjóðs nemur því um 880 milljónum króna samkvæmt frumvarp- inu og munu skuldir bæjarsjóðs aukast á árinu um þá upphæð. Tekjur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar frá íslenska álfélaginu lækka á árinu um 140 m. kr. eða úr 207 m. kr. í fyrra í 67 m. kr. Astæðan er sú að í samn- ingi í tengslum við stækkun álversins í Straumsvík var gert ráð fyrir að bæjarsjóður nyti hlutdeildar í hagnaði af álverinu í þrjú ár auk framleiðslu- gjaldsins. Arið 1998 var síðasta árið af þessum þremur, en þá námu tekjur bæjarsjóðs af álverinu 207 m. kr. mh þessu ári er gert ráð fyrir 67 m. kr. vegna fram- " leiðslugjalds og er þá miðað við 160 þúsund tonna Tekjur frá ISAL lækka um 140 milljónir kr. framleiðslu og 6 Bandaríkjadala fastagjald á hvert framleitt tonn. Nettóskuldir 4,3 milljarðar í greinargerð með frumvarpinu segir að í ljós hafi komið þegar núverandi meirihluti tók við í bæjarstjórn að fjárhagsstaða bæjarsjóðs væri mjög þröng. Aætlað er að nettóskuldir bæjarsjóðs í lok síðasta árs nemi um 4,3 milljörðum króna, eða um 32% umfram áætlaðar sameiginlegar tekj- ur síðasta árs. Við það er miðað í frumvarpinu að álagningar- reglur útsvars og fasteignagjalda verði óbreyttar frá síðasta ári. Hins vegar hefur verið ákveðið að hækka granngjald vegna vistunai- í leikskólum um 6% en önnur þjónustugjöld eiga að vera óbreytt. Stefnt er að endurskoðun á öllum gjaldskrám við endurskoðun fjárhagsáætlunarinnar síðar á árinu. 1.265 milljónum varið til fjárfestingar Rekstrarkostnaður bæjarsjóðs Hafnarfjarðar nemur 79,7% af heildartekjum. Vaxtagjöld að frá- ch'egnum vaxtatekjum nema alls 295 milljónum króna á árinu en þau nema um 10% af tekjum. Til fjárfestinga er áætlað að verja 1.265 m. kr. Meðal útgjalda eru 500 m. kr. fjárhæð sem verja á til skólamála, 190 m. kr. til íþróttamiðstöðvar á Ás- völlum, 142 milljónum tii gatnagerðar og 100 millj- ónum til byggingar áhaldahúss. Stefnt er að því að hefja undirbúning_ bygginga að nýjum skólum á Hörðuvöllum og í Áslandi og stækkun Setbergsskóla á árinu. Ennfremur verði hafinn undúbúningur að byggingu leikskóla og framkvæmdir hefjist við nýja íþróttamiðstöð á Ás- völlum. Þá verður hafin úthlutun lóða á nýju bygg- ingarsvæði í Áslandi um miðjan febrúar. Frekari breytingar á kvótafrumvarpinu Akvæði um veiðireynslu breytt ANNARRI umræðu um framvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða lauk um miðjan dag á Alþingi í gær. Sjávar- útvegsnefnd kom saman að lokinni umræðunni og mun meirihluti nefndarinnar leggja í dag fram nokkrar frekari tillögur um breyt- ingar á framvarpinu við þriðju um- ræðu. Stefnt er að því að frumvarp- ið verði afgreitt sem lög á þingfund- inum í dag. Að sögn Kristins H. Gunnarsson- ar, formanns sjávarútvegsnefndar, leggur meirihlutinn m.a. til breyt- ingar á umdeildu ákvæði um veiði- reynslu báta á þorskaflahámarki á árinu 1999. „Niðurstaðan varð sú að gera þá breytingu að miða við veiði- reynslu á áranum 1996, 1997 og 1998, fella niður árið 1999 en í stað- inn mun veiðireynsla á árinu 1998 vikta tvöfalt. Með þessu móti komumst við hjá kapphlaupinu, en 150 aflamarksbátar sem fóru í fyn-a úr sóknardagakerfinu yfir í þorskaflahámarkið eru ekki skildir eftir á köldum klaka ,“ sagði hann. Breyting gerð að ósk LÍÚ Einnig gerir meirihlutinn tillögu um að gerð verði breýting vegna óska sem bárast frá LÍÚ, sem felst í að bætt verði inn í frumvarpið heimild til að víkja frá ákvæði um 50% veiðiskyldu tvö ár í röð ef sér- staklega stendur á. „Þar erum við með rækjuna í huga þar sem hætta er á að skip nái ekki 50% af veiði- heimildum sínum tvö fiskveiðiár í röð, en samkvæmt stífum ákvæðum laganna myndu veiðiheimildir þeirra falla niður,“ sagði Ki'istinn. Meirihlutinn fellir úr frumvarp- inu setningu um að aflamarksbátum undir sex tonnum sé óheimilt að framselja eða leigja kvóta til stærri báta í sama kerfi. Einnig leggur meirihlutinn til að bætur sem gert hefur verið ráð fyrir í frumvai'pinu til handa aflamarksbátum undir sex tonnum að stærð nái einnig til báta allt að tíu tonnum að stærð og hlut- fallsviðmiðið lækki úr 15% í 5%. Er þessi breyting gerð til þess að mæta þeim skerðingum sem þessi báta- fiokkur hefur orðið fyrir, að sögn Kristins. ■ Biíist við/10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.