Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
'* 7.*'Í4
jJoJMÍj^KpSÍÉjíSfe J S'Cls - ” ? 4 ■* “J*V „ '* * 'í ' '^ÍÉÍt
-
; yj.xíí^' ^'^JíifteaáSœæi
Morgunblaðið/Kristinn
A brettum í
Skíðaráð Reykjavíkur ávítar rútufyrirtæki
Blöskraði hve mörgum
var þjappað í rútuna
geislum sólar
VEÐURBLÍÐAN hefur leikið við
íbúa suðvesturhornsins undan-
farna daga og hafa margir nýtt
sér hana til útiveru. Ljósmyndari
Morgunblaðsins rakst á þessi
ungmenni þar sem þau renndu
sér á snjóbrettum í skíðabrekk-
um Seljahverfis. Þau nutu sólar-
geislanna jafnframt því sem
tunglið fylgdi þeim eftir.
1,6 milljónir
vegna gá-
leysis
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi Hótel Borg í gær til að
greiða fyrrum starfskonu rúmar 1,6
milljónir króna í bætur vegna 10%
örorku og 10% miska, sem hún
hlaut við að detta í feiti á eldhús-
gólfi þar í nóvember 1994.
Miklar annir voru þennan dag og
margir kokkar við störf. Rann kon-
an í feiti sem kokkur hafði misst í
gólfið þegar hann var að draga önd
út úr ofni. Hún fór á slysadeild, var
skoðuð og send heim með verkjalyf,
en ekki tekin röntgenmynd. Síðar
leiddi röntgenmyndataka heimilis-
læknis í ljós að tvö spjaldbein í
hrygg höfðu brotnað. Dómurinn
komst að þeirri niðurstöðu að gá-
leysi kokksins hefði valdið slysinu
þar sem hann varaði ekki við hálku-
blettinum né þurrkaði hann upp.
„OKKUR finnst þetta vera alvarlegt
mál og það er framið lögbrot þama.
Við munum ávíta fyriitækið, það er
alveg á hreinu," sagði Axel AJfreðs-
son, formaður Skíðaráðs Reykjavík-
ur, um framferði forstjóra rútufyrir-
tækisins Guðmundar Jónassonar
ehf. og bifreiðastjóra fyrirtækisins á
sunnudag þegar 30 manna rúta var
yfirfyllt af bömum sem voru að fara
heim af skíðum í Skálafelli.
„Það er mjög slæmt þegar lög-
reglan er of svifasein að standa bif-
reiðastjórann að verki, þegar henni
er tilkynnt um brotið," sagði Axel.
Rútufyrirtækið ekur fyrir Skíða-
ráð Reykjavíkur og segir Axel að
ekki sé meira hægt að gera að sinni
fyrst bifreiðastjórinn hafi ekki orðið
uppvís að lögbroti.
„Aðalhöfuðverkurinn er að Blá-
fjallanefnd skuli ekki taka sig sam-
an og búa til ferðir inn á skíðasvæð-
in.“
Fylltist strax af farþegum
Maður, sem var með syni sínum í
Skálafelli umræddan dag og hugðist
fara með rútunni í bæinn, sendi
Skíðaráði Reykjavíkur kvörtun
vegna hegðunar forstjóra rútuíyrir-
tækisins og bifreiðastjórans og
rakti atburðarásina.
í bréfi mannsins kom fram að
fyrirtækið hafi ekki orðið við þeimi
ábendingu starfsmanns skíðadeild-
ar KR að senda stærri rútu í Skála-
fell þar sem vitað væri um hóp ung-
menna sem ætluðu með rútu í bæ-
inn.
Maðurinn var kominn í rútuna
kl. 18 ásamt syni sínum og sagði
rútuna hafa fyllst strax af farþeg-
um. Þá hafi bifreiðastjórinn hringt
í forstjórann og sagt að rútan væri
orðin full. Forstjórinn sendi bif-
reiðastjóranum hins vegar skilaboð
um að þjappa í rútuna og þannig
gekk það í þrjá stundarfjórðunga.
Börnin sátu þétt og gangurinn var
yfirfullur. Enn komu fleiri farþeg-
ar og enn hringdi bifreiðastjórinn
og enn var honum sagt að troða.
Maðurinn braust út úr rútunni og
benti bifreiðastjóranum á að hann
væri að brjóta lög, en þegar bif-
reiðastjórinn hringdi í forstjóra
sinn var honum sagt að taka ekki
tillit til mótmælanna heldur aka af
stað því send yrði önnur rúta úr
bænum og myndu þær mætast á
miðri leið.
Maðurinn spurði krakkana í rút-
unni hvort þau sættu sig við þetta,
en þau svöruðu að þau væru að
verða of sein í bæinn en hinsvegar
hefði þeim blöskrað hvað bifreiða-
stjórinn þjappaði mikið í rútuna.
Þegar maðurinn var kominn út úr
rútunni ók hún af stað, mjög var-
lega, en hann hringdi í lögregluna
og gerði viðvart. Dagvakt lögregl-
unnar í Mosfellssveit fór í málið og
hitti rútuna rétt fyrir ofan Gljúfra-
stein og var þá búið að skipta far-
þegum á tvær rútur og því ekki til-
efni til afskipta, að sögn lögreglunn-
ar.
Foreldrar skilja börnin
eftir fyrir rútuna
Forstjóri Guðmundar Jónassonar
ehf. segir að skýringin á umræddu
atviki hafi verið sú að ekki hafi verið
búist við svo mörgum farþegum
sem vildu taka sér far með rútunni
frá Skálafelli. Rútan hafi flutt 12
farþega upp eftir og reiknað hafi
verið með að fleiri tækju sér far
með rútunni í bæinn, en þegar til
kom hafi jafnvel 30 manna rútan
reynst of lítil fyrir allan þann fjölda
farþega sem vildu komast með
henni heim.
Hann segir að það gerist æ al-
gengara að með aukinni einkabíla-
eign aki foreldrar bömum sínum á
skíðasvæðin og reikni með að börn-
in taki sér far með rútu heim.
12% endur-
greiðsla til
kvikmynda-
gerðar
FINNUR Ingólfsson viðskipta- og
iðnaðarráðherra kynnti á ríkisstjórn-
arfundi í gær framvarp til laga um
tímabundnar endurgreiðslur vegna
kvikmyndagerðar á Islandi. I frum-
varpinu er gert ráð fyrir 12% endur-
greiðslu kostnaðai- sem verður til á
Islandi vegna kvikmyndagerðar frá
samþykkt laganna til loka ársins
2002 og 9% frá upphafi árs 2003 til
loka árs 2005. Jafnt erlendir sem ís-
lenskir kvikmyndaframleiðendur
geta sótt um endurgreiðslu.
@texti: Frumvarpið er byggt á til-
lögum starfshóps sem ráðherra skip-
aði síðastliðið haust. Samkvæmt
frumvarpinu endurgreiðir ríkissjóð-
ur framleiðendum kvikmynda hluta
þess kostnaðar sem þeir sannanlega
leggja í á Islandi við gerð myndar-
innar teljist þeir hæftr til þess.
Til að fá endurgreiðslu þurfa
framleiðendur að sækja um það til
iðnaðarráðuneytisins og leggja fram
áætlun um framleiðslukostnað. Verði
breytingar á áætluðum framleiðslu-
kostnaði á framleiðslutímanum þarf
að gera viðvart um þær breytingar
til ráðuneytisins. Framleiðendur
stofna félag um gerð hverrar kvik-
myndar. Félaginu er slitið þegar
verkefninu lýkur. Áður en félaginu
er slitið þarf það að hafa staðið skil á
sköttum og skyldum og hafa endur-
skoðað uppgjör. Á grundvelli þess er
tekin endanleg ákvörðun um það hve
há endurgreiðslan verður.
Styrkur eða endurgreiðsla
Endurgreiðslan stendur einnig
innlendum kvikmyndaframleiðend-
um til boða að undanskildum þeim
sem hafa fengið styrk úr Kvik-
myndasjóði til þess verkefnis sem
sótt er um endurgreiðslu fyrir. Það
gæti verið hagkvæmara fyrir inn-
lenda kvikmyndaframleiðendur að
sækja fremur um endurgreiðslu en
styrk úr kvikmyndasjóði ef áætlaður
framleiðslukostnaður kvikmyndar er
t.d. 400 milljónir króna þar sem
styrkur úr kvikmyndasjóði færi vart
yfir 40 milljónir króna að hámarki en
endurgreiðslan gæti í þessu dæmi
numið 48 milljónum króna.
Starfshópurinn skoðaði hvernig
aðrar þjóðir hafa staðið að slíkum
endurgreiðslum. Sums staðar hefur
verið sett upp endurgreiðslukerfi
með skattaafslætti. Ríkisstjómin
hefur samþykkt frumvarpið fyrir sitt
leyti og er það nú til skoðunar hjá
þingflokkunum. Samþykki þing-
flokkarnir það fer frumvarpið fyrir
þing og gæti það orðið að lögum fyr-
ir þinglok.
Morgunblaðið/Ingvar
Jeppi valt í Kollafirði
JEPPI valt í Kollafirði um kvöld-
matarleytið í gær. f bflnum voru
sex manns og voru allir fluttir á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur til skoðunar til öryggis en
meiðsl voru talin lítil sem engin,
að sögn lögreglu. Jeppinn var
óökufær og var hann fluttur á
burt með kranabfl. Talið er að
skafl hafi myndast á veginum og
að ökumaðurinn hafi misst stjórn
á bflnum þegar hann ók yfir
skaflinn með þeim afleiðingum
að bflinn hafnaði utan vegar og
valt. Lögreglan hafði samband
við Vegagerðina og gerði henni
viðvart um skaflinn og var hon-
um rutt burt.
Miramax stefnir að
ákvörðun 15. mars
MIRAMAX kvikmyndaframleið-
andinn bandaríski stefnir að því að
taka ákvörðun um miðjan mars um
hvort kvikmyndin Hálendingurinn
4 verði tekin hér á landi. Jafnframt
er kvikmyndafýrirtækið Shooting
Gallery að íhuga að taka upp hluta
af kvikmynd hér á landi. Magnús
Bjarnason, viðskiptafulltrúi utan-
ríkisþjónustunnar í Norður-Amer-
íku, segir að mál Miramax hafi
verið í gangi frá því í september sl.
Fyrirtækið er komið langt með
undirbúning sinn fyrir þetta mál.
Magnús segir að það styrki þetta
mál og auki líkurnar á því að
Miramax geri kvikmyndina á ís-
landi verði frumvarp ríkisstjórnar-
innar um endurgreiðslu vegna
kvikmyndagerðar á íslandi að lög-
um.
Hann segir að Miramax hafi
ekki sett nein skilyrði um endur-
greiðslu en líkurnar aukist verði
það að veruleika. „Ein mynd, eins
og Miramax ráðgerir að gera, er
fjárfesting upp á u.þ.b. einn millj-
arð króna.“ Líklegt er að
Christopher Lambert og Sean
Connery fari með aðalhlutverk í
kvikmyndinni.
Álitleg atvinnugrein?
Miramax er núna að ráða leik-
stjóra og hann kemur að þeirri
ákvörðun hvar myndin verður tek-
in. „Önnur fyrirtæki hafa einnig
verið að kanna aðstæður á íslandi
og gætu hugsanlega komið í kjölfar
Miramax ef það verkefni gengur
eftir. Þarna er m.a. um að ræða
kvikmyndafyrirtækið Shooting
Gallery, sem framleiddi m.a. kvik-
myndina Sling Blade, sem fékk
Óskarsverðlaun í fyrra. Þeir eru
áhugasamir og fóru á okkar vegum
til Islands seint á síðasta ári og
hafa verið að skoða möguleika á að
taka upp mynd eða atriði í myndir,“
segir Magnús.
Það sem kvikmyndafyrirtækin
eru að slægjast eftir hér er nátt-
úra landsins og aðrar aðstæður.
Kostnaður er stór hluti í ákvörðun-
artökunni og segir Magnús að það
ráði miklu um framhaldið að vel
gangi hjá Miramax framleiði fyrir-
tækið á annað borð kvikmynd hér
á landi.
Magnús segir að ekki þurfi nema
að lítið brotabrot af þessum iðnaði
nái að skjóti rótum á Islandi til þess
að hann verði álitleg atvinnugrein
hérlendis. Ætli megi að myndir
sem yrðu gerðar hérna kostuðu á
bilinu 10-30 milljónir dollara í fram-
leiðslu. Verði framleiddar hérna
tvær myndir á ári gæti kostnaður
hérlendis við kvikmyndagerðina
numið allt að 20 milljónum dollara.
Auk þess hefur starfsemin marg-
feldisáhrif út um allt þjóðfélagið
með auknu atvinnuframboði og
meiri eftirspurn eftir margs konar
þjónustu og vöru.