Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
HÁLFDÁN
ÓLAFSSON
+ Hálfdán Ólafs-
son fæddist á
Tjaldtanga í Fola-
fæti 3. ágúst 1926.
Hann lést á Kanarí-
eyjum 19. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hallgrímskirkju 1.
mars.
Eitt sinn skal hver
deyja. Þessi setning er
manni ekki efst í huga
svona yfírleitt. Því var
það mér ósköp erfitt er
ég fékk sfrntal um að
vinur minn, hann Hálfdán, væri dá-
inn. Fæ ég virkilega ekki að sjá hann
framar, syngja með honum eða
hlæja? Eðlislæg glaðværð og hlátur
voru aðal Hálfdáns og þegar hann
bankaði upp á hjá mér og bauð góðan
dag birti mikið í kringum mig. Hvem-
ig gat það öðmvísi verið. Það var
gaman hjá okkur við píanóið í litlu
stofunni. Oft sagði hann si svona:
„Hvað heldur þú að gamli karlinn geti
sungið?“ Það vissu þó allir sem hann
þekktu að hann var með mjög háa og
bjarta tenórrödd - hlýlega rödd.
Alltaf urðu bjartari þeir dagar þeg-
ar Hálfdán kom við á Langholtsveg-
inum. Ég er þakklát fyrii- þessar
stundii’ og mun sakna þeirra. Eins
munum við hjónin sakna þess að sjá
hann ekki syngja við undirleik Siggu
heima hjá þeim á Þórsgötunni. Þang-
að var gaman að koma, sitja og
spjalla og skoða muni þá sem Hálfdán
var að vinna og veittu honum mikla
ánægju. Sigga mín. Ég bið algóðan
Guð að umvefja þig og þína fjölskyldu
og veita ykkur styrk í sorginni.
Svanhildur.
Halldán Ólafsson
hefur lengi staðið á
þröskuldi eilífðarvistar-
innar en þó kom fráfall
hans mér mjög á óvart.
Þessi síungi, lífsglaði
móðurbróðir minn hafði
verið veill fyrir hjarta í
áratugi, en í engu látið
það aftra sér frá lifandi
þátttöku í dagsins önn.
Hvar sem hann kom
smitaði hann allt með
gamansemi og góðlát-
legu gríni, sem sneri
bæði að honum sjálfum
og þeim sem í kringum
hann voru. Þegar Halli var fímmtug-
ur sagði gamall Bolvíkingur að auð-
vitað hefði Hálfdán ekki getað setið
á strák sínum en sprengt flugelda í
tilefni dagsins, flugeldarnii- voru
reyndar eldingar og sprengingarnar
þrumur, en sagan segir margt um
trú manna á grallaraskap Halla.
Um sjúkdóm sinn virtist hann oft
næsta kærulaus. Laxveiðar og söng-
ur áttu hug hans allan og oft hafa
vinir hans og samferðafólk óttast að
hann syngi sig inn í eilífðina, eins var
oft tvísýnt um hver hefði betur, Halli
eða einhver af þeim fjölmörgu löxum
sem hann þreytti um ævina.
Halli var tvíburi á móti móður
minni og á milli þeirra hefur allt frá
því ég fór að muna eftir mér verið
mjög náið samband sem við börnin
höfum orðið þátttakendur í og ekki
síður barnabömin, en Halli sagði oft
við þau yngstu að hann væri nú sama
sem amma þefrra og hafði gaman af
svipnum sem á ungviðið kom.
Við Halli urðum snemma vinir þó
að töluverður aldursmunur væri á
okkur, og átti hann nokkurn þátt í
RAGNHEIÐUR
PÁLSDÓTTIR
Ragnheiður
Pálsdóttir fædd-
ist í Víðidal á Fjöll-
um 7. nóvember
1922. Hún Iést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
19. febrúar síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Akureyrarkirkju 1.
mars.
Ragnheiður fæddist í
Víðidal á Fjöllum sem
var ein af hjáleigum
höfuðbólsins Möðrudals
á efra fjalli þar sem móðurafi hennar
Stefán Einarsson frá Brú, stórlynd-
ur maður og vinsæll af hjúum og
undirsetum bjó ásamt konu sinni
Arnfríði Sigurðardóttir frá Ljósa-
vatni Guðnasonar sveitahöfðingja og
ráku eitt stærsta bú sinnar tíðar á
íslandi. Páll Vigfússon, faðir Ragn-
heiðar, var af Hákonarstaðaætt
hinni gömlu í fóðurætt og af horn-
firskrum ættum í móðurætt. Þegar
Ragnheiður er ársgömul flytja for-
eldrar hennar að Grund á Jökuldal
og komst fjölskyldan vel af enda
María og Páll annálað dugnaðar- og
rausnarfólk, var til þess tekið hve
glaðlynd og samlynd þau hjónin
voru, en gæfa þeirra fékk ekki notið
sín lengi María veiktist af illkynja
sjúkdómi og lést 1929 frá sex börn-
um í ómegð og eiginmanni aðeins 32
ára. Móðurmissirinn skildi eftir sig
sár í hjarta Ragnheiðar sem aldrei
greri.
Frá Grund flutti fjölskyldan þegar
nokkuð tók að vora 1936, að Aðalbóli
í Hrafnkelsdal inni undir Snæfelli og
Brúaröræfum, langt fyrir ofan alla
byggð þar sem sér ekki til nokkurs
bæjar og víðáttan ein er sjóndeildar-
hringurinn, en þá hafði Páll Vigfús-
son kvænst að nýju seinni konu
sinni, Margréti Benediktsdóttir,
sómakonu frá Reyðarfirði, og eign-
aðist sex börn með henni. Upp úr
virðingu þeirrai- alvöru, sem fátækt í
landi kreppuáranna var líf Ragn-
heiðar Pálsdóttur sprottið, konu sem
var sterk eins og rætur hennar, konu
sem bar ekki tilfinning-
ar sínar á torg, en átti
nóg af kærleik og æðru-
leysi til að miðla öðrum.
Ragnheiður var alla
tíð sannur sósíalisti og
var trú þeirri sannfær-
ingu sinni allt til enda,
svo gjafmild var hún að
af bar, ef hún átti meira
en nóg fyrir sig sig og
sína, þá nutu aðrir þess,
þeir sem minna máttu
sín. Hún tók þátt í bæj-
arpólitíkinni á Akureyri
með Alþýðubandalag-
inu og var oft á fram-
boðslita flokks sín við bæjarstjónar-
kosningar. Ragnheiður giftist Sig-
urði Baldvinssyni bókhaldara frá
Naustum, traustum ágætismanni
1953. Hann lést 1995 á áttugasta ald-
ursári. Fyrir nokkrum árum kenndi
hún sér þess meins sem leiddi hana
til dauða og lést hún södd lífdaga
með góða samvisku, tilbúin vista-
skipta.
Það er tómlegt í götunni okkar,
þakka samfylgdina.
Inga.
Með nokkrum orðum viljum við
hjónin kveðja Ragnheiði og þakka
henni ógleymanleg kynni. Ogleym-
anleg, segjum við, því þegar við
fluttum til Akureyrar fyrir röskum
20 árum og gengum til liðs við Al-
þýðubandalagið, þá var Ragnheiður
þar fyrir, litrík og skemmtileg og
sannur sósíalisti. Hún var fulltrúi
kynslóðar sem nú er að kveðja,
hafði kynnst kröppum kjörum milli-
stríðsáranna og þekkti Island eins
og það var fyrir okkar tíma. Og við
bárum fyrir henni virðingu, henni
og þeim hinum sömu kynslóðar, þau
tóku á móti okkur og kenndu til
verka. Ragnheiður var sjálfkjörin f
ýmis störf, sum hverra hún leysti
svo fagmannlega, að ekki hefur
nokkur maður síðar fetað í sporin
hennar. Var þó einvala lið í Banda-
laginu á þessum árum og er enn.
Meðal annars tók hún að sér, ásamt
Óttari Einarssyni, kennara og alt-
MINNINGAR
því að velja mér framtíð þegar hann
bauð mér að leysa af sem vélstjóri í
Ishúsfélagi Bolungarvíkur. Þetta
varð upphaf að löngu og ánægjulegu
samstarfi sem ég minnst með þakk-
læti. Síðar þegar við höfðum báðir
flutt að vestan og skipt um starfs-
vettvang, hann orðinn starfsmaður
Hallgrímskirkju og ég farinn að
vinna í næsta húsi, Iðnskólanum, má
segja að leiðir okkar frænda lægju
saman að nýju, þó fundir okkar
væru strjálli en við vildum og hefð-
um að óreyndu trúað.
Það lá í skaphöfn frænda míns að
eiga auðvelt með að umgangast fólk
og alltaf gaman að vera með honum í
hóp, en þrátt fyrir glaðværð og góða
lund gat hann verið snöggur til svara
ef þurfa þótti. Hann var ekki lang-
minnugur á misgjörðir, þó ekki væri
hann skaplaus fremur en mai'gir í
hans ætt.
Hálfdán var bæði vinmargur og
vinfastur, enda bjó hann yfir þeim
fágæta eiginleika að smita aðra með
gáska sínum og lífsgleði. Maður fór
alltaf glaður í sinni af hans fundi. Ég
sakna þessa frænda míns og vinar.
Ég votta Siggu, Unni, Betu, Öddu
og öðrum nánustu ættingjum samúð
og virðingu.
Egill.
Ég hef aldrei vitað hvað Halli bró
hét annað en Halli bró. Ég mun
aldrei gleyma ferðunum í Hallgríms-
kirkju, hann tók alltaf svo glaður og
sprækur á móti okkur. Líka þegar
hann hringdi í okkur, þá sagði hann
alltaf ef ég þekkti hann ekki: „Þetta
er amma þín,“ þá gat maður vitað
hvaða „amma“ þetta var. Ég og allir
sem hafa þekkt hann gleyma honum
áreiðanlega ekki, því hann var svo
góður, glaður og hress maður.
Halli bró, ég á eftir að sakna þín
og Hallgrímskirkjuferðanna og auð-
vitað ömmunnar í þér.
Magnea Arnardóttir.
muligmanni, undirbúning árshátíða
félagsins, sem til margra ára voru
haldnar í Alþýðuhúsinu gamla. Ótt-
ar sá um skemmmtiatriðin og
Ragnheiður um allt hitt, og hélst
svo þar til Óttar flutti úr bænum og
nefndin leystist upp. Má með sanni
segja að síðan hafi ekki verið haldin
árshátíð á vegum Bandalagsins sem
risið getur undir nafni, a.m.k. ekki
fyrir þá sem muna Ragnheiði við
anddyrið seljandi brjóstbirtuna í
hálfum eða heilum, hellandi á milli
með trekt, og feðgana Einar Krist-
jánsson og Ottar á sviði með harm-
onikkur, ellegar þá Einar að flytja
okkur örfá „alvöruorð". Ungir og
aldnir skemmtu sér þar saman líkt
og tíðkaðist til sveita forðum og í
minningu okkar eru þessar sér-
stöku skemmtanir órjúfanlega
tengdar þeim Ragnheiði og Óttari.
Nokkrum sinnum fékk Brynjar
meira að segja að vera vikapiltur
Ragnheiðar og kynntist þá enn bet-
ur þessari óeigingjörnu og trygg-
lyndu konu. Þetta voru dýrðardag-
ar sem ekki gleymast. Hafðu þökk
fyrir samveruna.
Aðstandendum sendum við sam-
úðarkveðjur okkar,
Brynjar Ingi Skaptason og
Sigrún Sveinbjörnsdóttir.
Ekki ætla ég að fara að halda
neina lofræðu um Ragnheiði. Það
hefði ekki verið henni að skapi enda
óþarft þar sm hún er ógleymanleg
öllum þeim sem hana þekktu. Ég
verð ævinlega þakklát fyrir kynni
mín af henni og manni hennar, Sig-
urði Baldvinssyni, sem lést fyrir
nokkrum árum. Ófáar eru minning-
arnar frá veru minni og heimsóknum
til þeirra og hafa þær svo sannarlega
gert tilveru manns ríkari.
Eftir stendur minning um
skemmtilegan og litríkan karakter...
nei, bíddu við... litríkan persónu-
leika ætti ég fremur að segja, eins
oft og hin höstuga, brýning Ragn-
heiðar, „talaðu íslensku", dundi
glettnislega á mér, tvítugum leigj-
andanum.
Elsku Ragnheiður, ég vil þakka
þér allt og mikið á ég eftir að sakna
þess að hitta þig ekki á Möðruvalla-
strætinu þar sem við vorum vanar að
taka nokkra slagi saman.
Þín vinkona og frænka
Ilerborg Eðvaldsdóttir.
MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
BALDURS ÓLA JÓNSSONAR,
áður til heimilis á Hafnarbraut 8,
Neskaupstað,
Boðahlein 11, Garðabæ,
fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 5. mars
kl. 15.00.
Irma Pálsdóttir.
Anna Gréta Baldursdóttir, Sigurður Runólfsson,
Sólveig Baldursdóttir, Sigurður Steinar Ketilsson.
t
Dóttir okkar og systir mín,
NÍNA SKÚLADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 5. mars nk. kl. 13.30.
Skúli Þorvaldsson, Susann Schumacher,
Þorvaldur Skúlason.
+
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
INGIBJÖRG GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR
frá Reykjum,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 6. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd bama okkar og annarra vandamanna,
Gísli Geir Hafliðason, Ólöf Jónsdóttir,
Árni Gunnarsson, ' Elísabet Beck Svavarsdóttir.
+
Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
SiGURRÓSAR SIGMUNDSDÓTTUR,
Hjallabraut 25,
Hafnarfirði,
fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtu-
daginn 4. mars kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hólm Dýrfjörð.
+
Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og
afi,
SIGURBJÖRN INGIMUNDARSON,
Hraunbæ 126,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 25. febrúar sl. á hjúkr-
unardeild elliheimilisins Grundar, verður jarð-
sunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 5. mars
kl. 13.30.
Hansína Vilhjálmsdóttir,
Guðjón Guðlaugsson, Bryndís Arna Reynisdóttir,
Davíð Ingi, Eiísabet Ýr, Reynir Már.
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, bróður og afa,
BJARNA JÚLÍUSSONAR
rafvirkjameistara,
Dvergholti 8,
Mosfellsbæ.
Rita Abbing Júlíusson,
Hendricus E. Bjarnason, Inga Jóhannsdóttir,
Bjarni B. Bjarnason, Þórunn Guðmundsdóttir,
Jón J. Bjarnason, Emilía Helga Þórðardóttir,
Guðfinna Júlíusdóttir
og barnabörn.