Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 11
Um 6% framteljenda töldu fram á Netinu
Færri notuðu Net-
ið en vænst var
RÍFLEGA 6% þeirra sem fengu út-
hlutað veflyklum frá Ríkisskatt-
stjóra nýttu sér Netið til að telja
fram til skatts að þessu sinni, eða
alls 9.409 manns. Þessi fjöldi er
nokkuð minni en menn höfðu gert
sér vonir um, samkvæmt upplýsing-
um frá embætti Ríkisskattstjóra.
Tveimur stundum áður en frest-
ur til að telja fram á Netinu rann
út, eða klukkan tvö aðfaranótt 1.
mars, höfðu 9.119 manns skilað
skattframtali sínu á Netinu.
Nokkuð bar á því að fólk næði ekki
sambandi við tölvur í-íkisskatt-
stjóra á Netinu sakir álags, en frá
klukkan 18 á sunnudagskvöld til
klukkan tvö aðfaranótt mánudags,
töldu rúmlega 1.300 fram á Netinu.
A miðnætti á laugardagskvöld
höfðu 6.878 framtöl borist og á
nímum sólarhring eftir það bættist
2.631 framtal við.
Alls eiga skattframtöl að vera
206 þúsund talsins og er þá reiknað
með tveimur framtölum á hver
hjón, jafnvel þótt þau skili einu
framtali. í heild fengu 150.000
manns úthlutað veflykli og áttu
þannig kost á að telja fram á Net-
inu. Að sögn Omars Ingólfssonar,
forstöðumanns tæknideildar skatt-
stjóra, var vonast eftir að um 10 til
20 þúsund framtöl bærust á Netinu
og því sé afraksturinn heldur rýr-
ari en vonir stóðu til. Hann bendir
þó á að talsvert margir hafi sótt um
frest til að skila og því megi búast
við að framtölum á Netinu eigi eft-
ir að fjölga.
Omar sagði að ætlunin væri að
byggja þetta kerfi upp enn frekar
og innan nokkun-a ára ættu allir,
eða vel flestir, að geta talið fram á
Netinu. Omar kveðst ekki telja að
mikill vinnuspamaður fylgi þessu
fyrirkomulagi fyrir starfsfólk
skattstjóraembætta í fyrstu, en
þegar fram líða stundir ætti hag-
ræðing að nást fram.
Samgönguráðherra í Lapplandi
Kynnir sér vetrar-
ferðamennsku
HALLDÓR Blöndal samgöngu-
ráðherra er í Lapplandi til að kynna
sér þar ferðamennsku að vetri til.
Hann segir að sú hugmynd hafi verið
að þróast á undanfómum vikum að
markaðssetja vetrarferðh- til íslands
á meginlandi Evrópu og var leitað til
Lapplands eftir hugmyndum þar
sem slíkar ferðir njóta vinsælda.
Með ráðherra og aðstoðarmanni
hans í för eru Steinn Lárusson, for-
stöðumaður ferðaþjónustu hjá Flug-
leiðum, Pekka Makinen, fram-
kvæmdastjóri Flugleiða í Finnlandi,
Magnea Ólafsdóttir, sölufulltrúi
Flugleiða í París, Sverrir Geirdal,
hjá Nýsköpunarsjóði atvinnuveg-
anna, Hólmar Svansson, forstjóri
Atvinnuþróunarstofnunar Eyja-
fjarðar.
„I borginni Kemi í Lapplandi er
rekinn ísbrjótur yfir vetrarmán-
uðina sem hefur mikið aðdráttarafl
og þar er jafnframt stærsti
snjókastali veraldar. I Rovaniemi er
sagt að sé aðsetur jólasveinsins. Þar
er einnig vísindamiðstöð Lapplands
sem var afar fróðlegt að heimsækja.
Þar mátti kynna sér sögu og forn-
minjar Lappa,“ sagði samgöng-
uráðherra.
Hann sagði það vekja sérstaka at-
hygli hve vel menn vinna saman að
uppbyggingu ferðaþjónustunnar á
þessum slóðum.
„Ríkið stendur að því að sínum
hluta og síðan koma bæjarfélögin að
því átaki sem unnið er að ásamt ein-
staklingum og fyrirtækjum. Þessir
aðilar einbeita sér að því að
markaðssetja þetta svæði á sömu
forsendum í mikilli og góðri sam-
vinnu. Þessi nána samvinna og hve
vel er staðið að öllum hlutum er það
sem við höfum mest lært af þessari
ferð,“ sagði Halldór.
Alþingiskosningar
7 kjörstaðir í Reykjavík
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu um sjö kjörstaði í Reykjavík í
komandi Álþingiskosningum 8. maí
nk. Kosið verður í Hagaskóla, á
Kjarvalsstöðum, í Laugardalshöll,
Breiðagerðisskóla, Ölduselsskóla,
Árbæjarskóla, íþróttamiðstöðinni
við Austurberg, Iþróttamiðstöðinni
við Dalhús í Grafaivogi og í Fólk-
vangi á Kjalarnesi. Ibúar á kosn-
ingaaldri í Reykjavík voru 80.624
miðað við 1. desember sl.
Nokkrar breytingar eru á kjör-
stöðum miðað við borgarstjómar-
kosningarnar í maí sl. Iþrótta-
miðstöðin við Austurberg kemur í
stað Fellaskóla en þar standa yfir
byggingaframkvæmdir við skólann.
Hann er því ekki nothæfur sem
kjörstaður bæði hvað varðar að-
gengi og bílastæði.
I stað Foldaskóla verður kjör-
staður í íþróttamiðstöðinni í Graf-
arvogi sem er meira miðsvæðis í
hverfinu. Gert er ráð fyrir 12 kjör-
deildum og því eru ekki rök fýrir
tveimur kjörstöðum. Jafnframt eru
bílastæði við Foldaskóla af skornum
skammti.
Ekki kosið hjá Sjálfsbjörgu
í Hátúni
Loks segir í samþykkt borg-
arráðs að ekki sé gert ráð fyrir
kjörstað í húsi Sjálfsbjargar við
Hátún en þar hafi kjörstaður verið
ákveðinn, þar sem aðgengi fyrir
fatlaða var ekki nægjanlega tryggt
á kjörstöðum. Úr þessu hafi verið
bætt. Þess í stað muni verða tryggt
að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
fari fram á staðnum auk þess sem
Ferðaþjónusta fatlaðra muni sjá um
akstur á kjördag. Tekið er fram að
þessi breyting er gerð í samráði við
fulltrúa Sjálfsbjargar en rúmlega
300 kjósendur voru þar á kjörskrá
við síðustu kosningar.
------*-M-------
Landsfundar-
efni á Netinu
DRÖG að ályktunum landsfundar
Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn
verður í Reykjavík 11. til 14. mars,
eru nú aðgengileg á Netinu. Þar er
einnig að finna ýmsar aðrar upp-
lýsingar um landsfundinn.
Á landsfundinum, sem fram fer í
Laugardalshöllinni, verða ályktan-
ir í ýmsum málaflokkum til um-
ræðu og afgreiðslu. Drögin má
skoða á heimasíðu Sjálfstæðis-
flokksins: http://www.xd.is.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fjölmennt til fjalla
UNDANFARNA þrjá daga hefur
viðrað vel til skíðaferða á höfuð-
borgarsvæðinu og hefur
skiðafólk á öllum aldri tekið
fram skiðin sín og fjölmennt til
fjalla f glaða sólskini.
Borgarráðsfulltrúar
Sjálfstæðisflokks
Lokið verði
deiliskipulagi
við Norðl-
ingaholt
í TILLÖGU borgarráðsfulltrúa
Sjálfstæðisflokks, sem lögð hefur
verið fram í borgarráði er lagt til að
samþykkt verði að fela borgar-
skipulagi að ljúka nú þegar
deiliskipulagi við Norðlingaholt.
Jafnframt verði borgarlögmanni og
borgarverkfræðingi falið að ganga
til samninga um það land sem enn
er í einkaeign á svæðinu.
I greinargerð með tillögunni seg-
ir að eins og komið hafi fram séu
nánast engar lóðir til úthlutunar í
borginni og byggingaraðilar að
komast í vandræði vegna þessa.
Þær lóðir sem af skipulagsástæðum
geta komið til úthlutunar eru á
Norðlingaholtssvæðinu. Bent er á
að drög að deiliskipulagi svæðisins
hafi verið unnin á árunum
1993-1995 og að ljúka þurfí þeirri
gerð nú þegar og auglýsa svæðið.
Verði unnið hratt og örugglega geti
svæðið orðið byggingarhæft í haust.
Fram kemur að mikilvægt sé að
kanna sérstaklega hvort hægt sé að
kalla byggingaraðila til samstarfs
um verkefnið. Þá segir: „Norðlinga-
holtssvæðið hefur marga kosti. Það
liggur vel við samgöngum á mótum
stofnbrautanna Breiðholtsbrautar
og Suðurlandsvegar. Það er í
nágrenni við Heiðmörk og Víðidal-
inn og þær göngu- og reiðleiðir sem
þeim svæðum tengjast. Svæðið er
þvi ákjósanlegt byggingarland lyrir
útivistarfólk og þá sem vilja vera í
náinni snertingu við náttúruna."
á Fosshálsi og því seljum við
allan lagerinn með allt að
Ulpur frá
Öndunarflíkur frá
Hettupeysur frá
Háskólapeysur frá
Allir bolir
Pólóbolir frá
Sundbolir frá
Sundbuxur frá
Joggingbuxur frá
Kakíbuxur frá
2 stk. barna pólóbolir
3 stk. barna T-bolir
Bakpokar 30-50% gu
m/gúmmíbotni afsláttur
^Columbia
'Sport VÖRU ús
1 - Sími 577-5858
Ath. liill hiið al nýjum vörnm í
I Ireysii íiincs Shop, Skcifnnni 19