Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NESJAVALLA- VIRKJUN OG MITSUBISHI FIMMTUDAGINN 20. febrúar árið 1997 birtist frétt í Morgunblaðinu, sem hófst með þessum orðum: „Japanska fyrirtækið Sumitomo Corporation átti lægsta tilboð, rúmlega 1,2 milljarða, í hverfilsamstæðu fyrir Nesjavallavirkjun. Er það 76,1% af kostnaðaráætlun, sem er rúmir 1,6 milljarðar. Fjögur tilboð bárust. Mitsu- bishi Corporation átti næstlægsta boð, rúmlega 1,3 millj- arða eða 79,7% af áætlun ...“ Rúmum mánuði síðar birtist önnur frétt í Morgunblað- inu um þetta mál og var upphaf hennar svohljóðandi: „Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að mæla með því við borgarráð að gengið verði til samninga við Mitsubishi Corporation um kaup á vél- búnaði í Nesjavallavirkjun. Sumitomo, sem einnig var með tilboð í verkið, hefur kært þessa afgreiðslu á þeirri forsendu, að ekki hafi verið gætt jafnræðis við afgreiðslu málsins ...“ Föstudaginn 11. apríl sama ár birtist enn frétt í Morg- unblaðinu um málið og þar sagði m.a.: „Fjármálaráð- herra hefur staðfest þá niðurstöðu kærunefndar útboðs- mála að grunnreglur útboðslaga og meginreglur EES samningsins um jafnræði bjóðenda og gegnsæi í opinber- um innkaupum hafi verið brotnar við meðferð Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar á útboðsmáli vegna hverflasamstæðu fyrir Nesjavallavirkjun ... reglur hafi m.a. verið brotnar með því, að við opnun tilboða hafi þess ekki verið gætt, að öll tilboð væru lesin upp svo sem skylt sé samkvæmt lögum um framkvæmd útboða. Þetta sé ámælisverður formgalli. Jafnframt kemur fram, að Mitsubishi hafi lækkað tilboð sitt um 1 milljón dollara eftir að tilboð voru opnuð. Þar með hafi komið fram nýtt tilboð frá Mitsubishi og hafi það með þessum hætti farið niður fyrir tilboðsupphæð Sumitomo ...“ Nokkrum dögum síðar eða 15. apríl 1997 var birt í Morgunblaðinu ítarleg frásögn af álitsgerð kærunefndar útboðsmála um þetta mál, þar sem sagði m.a.: „... umrætt athæfi borgarinnar eftir opnun tilboða fól í sér brot á lög- um og góðum siðum í útboðsmálum og er því ekki til fyr- irmyndar á vettvangi íslenzks útboðsmarkaðar í framtíð- inni. Er hátterni þetta því alvarlegra og ámælisverðara, sem hér er um stórt opinbert fyrirtæki að ræða og miklir hagsmunir í húfi.“ I borgarráði Reykjavíkur var samstaða á milli meiri- hluta og minnihluta um að mótmæla athugasemdum fjár- málaráðherra og kærunefndar útboðsmála og í bókun þessara aðila, sem skýrt var frá hér í blaðinu 16. apríl 1997 sagði m.a.: „Öllum órökstuddum fullyrðingum og dylgjum kærunefndarinnar í garð Reykjavíkurborgar, sem fjármálaráðherra hefur gert að sínum, er vísað á bug..." I greinargerð borgarlögmanns var því haldið fram, að kærunefnd útboðsmála hefði ekki lagagrundvöll, brot á lögum um skipan opinberra innkaupa og framkvæmda sæti kæru til fjármálaráðuneytis en löggjafinn hafi ekki falið öðrum meðferð slíkra mála. Um bókun borgarráðs sagði Magnús Pétursson, þáver- andi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, í grein hér í blaðinu 19. apríl 1997: „Kjarni málsins er eftir sem áður sá, að Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar braut með hátterni sínu í umræddu útboði, lög og reglur er gilda á þessu sviði, þ.á m. grundvallarreglur tilskipunar Evrópu- sambandsins um innkaup stofnana á sviði vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipta svo vitnað sé í úrskurð- arorð bréfs fjármálaráðuneytis til borgarstjóra frá 10. apríl sl.“ I ljósi þessarar forsögu er það meira en lítill dóm- greindarskortur hjá borgarstjóranum í Reykjavík og meirihluta borgarstjórnar að njóta fyrirgreiðslu Mitsu- bishi í ferð fulltrúa borgarinnar til Japan, sem nú stend- ur yfir. Fjölmiðlar endurspeg’li litróf sam- íelagsins Hver er skylda fjölmiðla gagnvart þjóðernis- minnihlutahópum í eigin samfélagi? Hvert skal stefna og hvaða gryfjur þarf að varast? -------------------------- Anna G. Olafsdóttir lagði við hlustir og lærði af reynslu hinna Norðurlandaþjóðanna —— ----------------------- og Bretlands á málþinginu „A milli línannaa. ÍSLENDINGUM er holli VIÐ veltum því sjaldnast íyrir okkur hvort ís- lenskir fjölmiðlar þjón- usti og endurspegli þjóðei'nisminnihluta í eigin samfélagi. Hugsanlega felst ástæðan í öðru tveggja. Að alla jafna sé gert ráð fyrir því að umfjöllun sé sanngjöm eða að sanngirni sé í hví- vetna gætt í fjölmiðlaflórunni. Hvort heldur er raunin fer ekki leynt að spumingin er orðin knýjandi í ná- grannalöndunum þremur, Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Ein aðal- ástæðan felst í því að fjölmiðlum vh-ðist ekki hafa tekist að endur- spegla vaxandi fjölda íbúa af erlendu bergi brotinna með eðlilegum hætti. Fjölmiðlar era sakaðir um að gefa ekki þjóðemisminnihlutum nægileg- an gaum, vinnubrögð era átalin og ítrekað að eðlilegt sé að leita eftir mætti í smiðju innflytjendanna sjálfra. Skylda fjölniiðils Blaðamenn frá þessum þremur löndum lögðu því sérstaklega við hlustir þegar Rohini Kochar, jafn- réttisráðgjafí hjá breska fjölmiðl- arisanum BBC, fjallaði um áralanga reynslu miðilsins af jafnréttismálum á málþinginu „Á milli línanna“ á veg- um blaðamannamiðstöðvarinnar í Ái'ósum, sem haldið var í Gautaborg dagana 11. til 14. febrúar sl. Kochar byrjaði á því að víkja í fáum orðum að þvi hvers konar samfélag eðlilegt væri að BBC endurspeglaði. Að 56 milljónir íbúa væra í landinu og þar af væru 5,5% af erlendum upprana. Fyrir utan Ira væra langflestir af asísku bergi brotnir og væra Ind- verjar og aðrir íbúar gamalla breskra nýlendna áberandi. Stærsti hópurinn væri af þriðju til fimmtu kynslóð innflytjenda. Kochar lagði áherslu á að BBC hefði skyldum að gegna gagnvart öllum almenningi enda fjármagnað af almannafé frá upphafi. Ekki væru heldur horfur á því að breyt- ing yrði þar á með hugsanlegri einkavæðingu fjölmiðlarisans enda ljóst að fyrirtækið þyrfti á áskrift- argjöldum minnihlutahópa eins og annarra að halda. Sú staðreynd að 5,5% íbúa af erlendu bergi brotinna gætu staðið undir kostnaði við alla starfsemi fyrir- tækisins varpaði ákveðnu ljósi á þann veruleika. Nokkra hugmynd um umfang fyrirtækisins gefur að í Bretlandi einu eru starfsmenn hátt í 22.000 talsins. Ótaldir eru frétta- miðlarar BBC um víða veröld. Virk jafnréttisáætlun BBC hefur unnið samkvæmt sér- stakri jafnréttisáætlun að því að endurspegla þjóðemisminnihluta sem og aðra minnihlutahópa í þjóðfé- laginu um langa hríð. Lykillinn að því hefur frá upphafi verið talinn að fá fulltrúa hinna ólíku þjóðernis- minnihluta til starfa inni á miðlinum. Þótt miðað hafi verið við að sá fjöldi endurspeglaði hlutfall íbúa með er- lendan bakgrann hefur aldrei verið veittur sérstakur forgangur að störf- um innan fyi'irtækisins á grandvelli uppruna. Stuðlað var að því að ná settu marki með því að bjóða fulltrú- um minnihlutahópa upp á starfskynningu inni á miðlinum. Með því stæði sá hópur jafnfætis öðram við ráðningar í hin ýmsu störf. Að- ferðin mun hafa gefist vel og valdið því að óhætt var að leggja sérstaka starfskynningu fyrh' þjóðernisminni- hluta niður þegar fjöldi starfsmanna með erlendan bakgrunn var orðinn 5% fyrir um 5 áram. Ekki er verk- efninu þó að fullu lokið því komið hefur í ljós brýn þörf fyrir að dreifa starfsmönnunum betur á milli deilda og jafna með því valdahlutföll innan fjölmiðilsins. Annar liður jafnréttisáætlunarinn- ar kemur inn á almenna starfsþjálf- un nýráðinna starfsmanna íyrirtæk- isins. Starfsmönnunum er sýnt myndband og farið yfir margs konar kynningarefni í því skyni að vekja athygli á fjölbreytileika þjóðarinnai-. Enn ítar- legri upplýsingar um vinnubrögð er að finna í svokallaðri Biblíu starfs- manna BBC og er þar m.a. tekið fram að óeðlilegt sé að nefna sérstaklega erlendan bak- grunn geranda og þolanda í lög- reglumálum nema upplýsingarnar þjóni tilgangi í fréttaflutningnum, huga beri að orðavali og aukamerk- ingu orða o.s.frv. Enginn skyldi heldur halda að starfsmennirnir geti hagað störfum sínum eftir vild að lokinni starfsþjálfuninni. Sérstakir jafnréttisráðgjafar fara reglulega yf- ir hvort efni frá miðlunum nái því takmarki að endurspegla þjóðernis- minnihluta, gætt sé hlutleysis og vandaðs fréttaflutnings. Gagnagi-unni komið á fót Þrátt fyrir áralanga baráttu kom fyrir fáum áram í ljós að enn hallaði á þjóðernisminnihluta í umfjöllun BBC og ekki hvað síst í fréttum. Fréttamenn voru inntir eftir því hverju skekkjan sætti og kom flest- um saman um að aðalástæðan fælist í því að sjaldnast gæfist nægilegt svigrúm til að huga sérstaklega að bakgi-unni viðmælenda í erli hvers- dagsins. Jafnréttisráðgjafar settust á rökstólana og ákveðið var að reyna að mæta vandanum með svokölluð- um gagnagranni með lista yfir við- mælendur í hinum ýmsu þjóðernis- minnihlutum. Auglýst var eftir áhugasömum viðmælendum og ekki leið á löngu þar til safnað hafði verið saman löngum lista í tölvutæku formi með nöfnum fólks úr öllum áttum tilbúnu að koma fram í spurn- ingaleikjum, ýmiss konar skemmti- og umræðuþáttum. Síðast en ekki síst eru á listanum nöfn ótalins fjölda sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum. Nú kann einhver að draga í efa að rétta aðferðin til að draga fram fjöl- breytileika samfélagsins fehst í því að fólk gefi sig fram til að koma fram í fjölmiðlum enda sé vitað mál að ákveðinn hópur fólks sækist fremur en aðrir eftir því að komast í sviðs- ljósið. Þessari gagnrýni hefur BBC svarað með því að fara ítarlega yfir listana og tryggja með því að gagna- grannurinn myndi ákveðið þversnið. Að auki hefur verið lögð áhersla á að tilgangurinn með gagnagranninum sé fyrst og fremst að aðstoða frétta- menn og aðra sjónvarpsmenn við að afla sér sambanda á meðal þjóðern- isminnihlutahópa. Markmiðið sé því í rauninni að gera gagnagrunninn Fulltrúar minni- hluta starfi í fjölmiðlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.