Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 3. MARZ 1999 13 Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson HÉR eru þau frá vinstri talið: Prófessor dr. Gert Kreutzer, Val- gerður Valsdóttir, sendiherrafrú í Þýskalandi, Ingimundur Sigfús- son, sendiherra Islands í Þýskalandi, prófessor dr. Ulrich Grönke og dr. Reiner Pelka. s Uppselt á Islands- kynningu í Sankelmark NÝLEGA stóð Akademie Sankel- mark í Þýskalandi fyrir víðtækri kynningu á Islandi. Kynningin stóð yfir í þrjá daga og fór fram í formi fyrirlestra en einnig voru sýndar bækur og ljósmyndir frá Islandi. Ulrich Grönke gaf innsýn í ís- lenskt mál og málfræði en hann talaði einnig um sögu Islands til 1944. þar tók Ingimundur Sigfús- son sendiherra við en hann sagði einnig frá daglegu lífi fslendinga. Gert Kreutzer talaði almennt um land og þjóð og ítarlega um menningu og listir í þátíð og nú- tíð. Manfred Miiller fjallaði um legu landsins. Líflegar umræður spunnust um málefnin og þótt mörgu hafi ver- ið svarað vöknuðu jafnan aðrar spurningar sem reynsla af ferð til Islands fær ein svarað. Akademie Sankelmark var stofnuð árið 1951 sem vettvangur ,frjálsra samskipta þjóðanna á sviði sljórmnála, menningar og andlegra mála og brúa þannig bil þjóðanna,“ eins og kemur fram í kynningarbæklingi. Akademian er staðsett rétt fyrir utan Flens- borg við landamæri þýskalands og Danmerkur og rekin af þýska landamærafélaginu (Deutsches Grenzverein e.V.) með styrk frá Slésvík Holtsetalandi. Dr. Rainer Pelka, forstöðumað- ur Akademie Sankelmark, sagði sér hafa komið á óvart hinn víð- tæki áhugi sem Islandi væri sýnd- ur í þýskalandi. ,Fjöldi fólks hafði samband við okkur af íyrra bragði og bauð ýmis gögn til að stilla upp til sýningar hvort sem það voru bækur, ljósmyndir eða eitthvað enn annað. Skýrasta dæmið er kannski það að frum- kvæðið að þessari kynningu á ís- landi er ekki frá okkur komið heldur frá almenningi hér í ná- grenninu. Fjöldi manns kom til máls við okkur og bað um að námskeið um Island væri haldið,“ sagði Dr. Pelka. I samræðum við hina ýmsu þátttakendur kom fram að þeir sem sóttu Islands- kynninguna voru ekki aðeins þeir sem hyggja á ferð þangað heldur ekki síður þeir sem höfðu verið á íslandi og vildu dýpka þekkingu sína á landi og þjóð nánar áður en lagt væri í aðra ferð. Selt var inn á kynninguna og var aðsókn slík að á fjórða tug einstaklinga þurfti frá að vísa. Því verður Islandskynningin í Akademie Sankelmark endurtek- in að nokkrum vikum liðnum og er þegar nánast uppselt í annað sinn. Formaður Felags íslenskra hjúkrunarfræðinga Laun langt undir umsömdum kjörum ASTA Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, segir að ekkert sé á móti því að hjúkrun sé boðin í verktöku, en slíkt fyrirkomu- lag tíðkist víða erlendis. Hins vegar sé nauðsynlegt að þau laun sem greidd eru fyrir verktökuna séu í samræmi við laun og réttindi sem samið hafi verið um fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og það sé langur vegur frá því að svo sé hjá HM Hjúkrun-miðlun. Asta sagði að starfsemi sem þessi þekktist víða um lönd og væri ekk- ert við hana að athuga. „Þetta er form sem við getum al- veg mælt með, en hins vegar verður að bjóða þau kjör sem eru viðun- andi. Við höfum skoðað kjörin sem boðin eru hjá þessari miðlun og þar er verið að bjóða kjör langt undir því sem félagið hefur samið um,“ sagði Ásta. Hún sagði að þegar ráðningar- réttindi væru metin inn í kjörin, eins og réttindi til barnsburðarleyfis, veikindaréttur, slysatryggingar, námsleyfi, lífeyrisréttindi, trygging- argjald, orlofsréttur og fleira, væru þau kjör sem í boði væru langt undir því sem félagið hefði samið um. Þótt einungis væri tekið mið af greiðslum fyrir yfirvinnu á sjúkrahúsunum og engu öðru næðu þau kjör sem við- komandi miðlun byði ekki þeim greiðslum. Fyrir átta tíma dagvakt til dæmis væru boðnar 1.380 krónur á tímann hjá miðluninni. Algeng grunnlaun reynds hjúkrunarfræð- ings, og yfirleitt væru það ekki aðrir en reyndir hjúkrunarfræðingar sem færu í þetta, væru um 150 þúsund kr. á mánuði og yfirvinnutíminn væri um 1% af þeirri upphæð eða um 1.500 krónur. Fyrir hverja átta tíma vakt með kaffitímum fengjust greiddar 9,6 stundir, þannig að um talsvert hærri greiðslur væri að ræða, þótt ekkert tillit hefði verið tekið til allra þeirra réttindá sem fylgdu ráðningu. Asta sagði að það væri svo mikill skortur á hjúkrunarfræðingum að þeir gætu fengið eins mikla yfir- vinnu og þeir vildu. Félagið réði því hjúkrunarfræðingum eindregið frá því að ráða sig á þessum kjörum. Hún benti jafnframt á að félagið hefði gert verktakasamning fyrir hjúkrunarfræðinga við Trygginga- stofnun og þar væru taxtarnir helm- ingi hærri en þetta. : IM QUARTZ HefúBbúkomið Takmarkaður sýningafjöldi: í dag mið. 3/3 : fím. 4/3 fös. 3/3 : mið. 10/3 : fím. 11/3 : fös. 12/3 : lau. 13/3 „Mikið var skemmtilegt... að fara niður í Iðnó í hádeginu, borða súpu og horfa á leikrit” S.A. DV 22/2 „Samskipti persónanna eru tekin föstum dramatískum tökum og vel er unnið úr efninu” s.H. mbl 19/2 „Það var gaman að koma ... og sjá einþáttung Kristjáns Þórðar Hrafnssonar” G.S. Dagur 23/2 „Sýningin er skemmtileg” S.H. MBL 19/2 Einróma dómar „Hádegisstundin í Iðnó er hugguleg og ... vel heppnuð” A.E. DV 19/2 „Verk Kristjáns er skýrt og skemmtilegt” m.þ.1>. rúv 1/3 ‘ í 6fi( „Hlý og góðlátleg kímni .Utar textann. Slíkur eiginleiki er dýrmætur” g.s. Dagur 32/2 „Magnús Geir Þórðarson leikstýrir verkinu bráðvel og er sérstaklega útsjónasamur” SJt. mbl 19/2 Borðhald hefst kl. 12:00. Sýningin hefst kl. 12:20 og lýkur um k!.12:50. V ferðaskrifstofa stúdenta Miðaverð kr.1.300,- Innifalið er rjómalöguð sveppasúpa með heitu brauði. Höfúndur. Kristján Þórður Hraíhsson Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson Leikendur. Gunnar Hansson og Linda Ásgeirsdóttir YAK/VHacAFELL Pœntaðu tímanlega ísíma 5303030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.