Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir DANSKA skáldkonan Pia Tafdrup er 46 ára og hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók sína „Dronningeporten", sem er áttunda ljóðabók hennar. Fyrsta ljóðabók hennar kom út 1981. Auk þess hefur hún gefíð út leikrit og bók um skáldskap. „Ljóð eru tungu- málið, holdi klætt“ EIGINLEGA átti ég næst- um íslenska æsku,“ segir hún glaðlega, en bætir svo við að það hafí reyndar verið á sveitabæ á Norður-Sjálandi, svo náttúrureynsla hennar hafí kannski verið önnur, en frjálsræðið líkt. Hin lágvaxna, kvika Pia Tafdr- up er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir skáldskap sinn í heimalandinu, en með bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs hefur hróður hennar borist tryggilega út fyrir landsteinana. Hún er ekki með öllu sátt við að vera flokkuð sem níunda áratugar skáld, eins og danskir gagnrýnendur gera gjaman, gagn- rýnendur hafí einfaldlega þessa áráttu að flokka allt og alla. Dökkt yfirbragð og svört föt hennar, þröngar, svartar loðbuxur, háhæluð leðurstígvél, peysa með v-hálsmáli og leðurjakki leiða hugann ögn að pönkárunum, þótt ljóð hennar þró- ist og breytist. „Svo lengi sem skáldið er á lífi getur allt gerst,“ hefur hún eftir öðru dönsku skáldi og tilhugsunin hugnast henni greinilega vel. Orðmörg æska „Það var mikið lesið í fjölskyldu minni. Pabbi las og sagði mér sögur á hverju kvöldi, líka þó að það væru gestir og það langt fram eftir aldri,“ segir Tafdrup, þegar talið berst að því hvers vegna hún hafi lagt fyrir sig orðsins list. „Það voru mörg orð í kringum mig alveg frá því í fyrstu og ég man ekki eftir mér öðruvísi en ég væri eitthvað að fást við orð.“ Hún rifjar upp að í æsku bjó hún til sitt eigið stafróf og lék sér að því að skrifa á því. Hún var heilluð af samheitaorða- bókinni og í skólanum leit hún ekki á stfla og aðrar skriftir sem verk- efni, heldur sem ánægju. í mennta- skóla skrifaði hún ljóð, sem lentu jafnharðan í ruslakörfunni. I há- skólanum lagði hún stund á bók- menntir og skrifaði sjálf. Eftir á sá hún að ljóð hennar á þessum árum voru undarlega óþroskuð og barna- leg. Það var ekki fyrr en að námi loknu að ljóðin fóru að taka á sig einhverja mynd. „Það lá allt annað í Ijóðum mínum þá en það gerir nú, allt önnur merking." Efnin velja sig sjálf En hvaða merkingu leggur hún þá í Ijóðagerðina nú? „Ég verð æ uppteknari að því að ljóð mín beri með sér að vera verk. Að hvert ljóð sé lokið verk, en einnig að sérhver ljóðabók sé lokið verk,“ segir Tafdrup. „Mörg skáld skrifa margar útgáfur sama ljóðs- ins. Ég kýs fremur að leitast við að ljúka hverju ljóði.“ Tafdrup vitnar í franska málarann Cezanne, sem sagði um uppstillingar, „Nature morte", að einstakir hlutar ættu helst að senda frá sér leynda strauma. „Ég vildi gjaman ná því sama. Einstök ljóð eiga ekki aðeins að geta staðið fyrir sínu, heldur einnig að varpa ljósi hvert á ann- að.“ Þrjár síðustu ljóðabækur Tafdr- up, „Dronningeporten" 1998, „Ter- ritorialsang" 1994 og „Krystalskoven" 1992 hafa ein- kennst af að hafa hver um sig eitt efni. I þeirri fyrstnefndu er það vatnið, síðan borgin, öllu heldur Jerúsalem og í þeirri þriðju er það skógurinn. „Ég ætla kannski ekki að halda þessum vinnubrögðum að eilífu, en það eru í raun ekki mörg dönsk skáld, sem vinna tematískt. Mér hefur hins vegar orðið það ljóst eftir á að þetta er algengt í breskri og bandarískri ljóðagerð,“ og bætir við að næsta bók muni þó sprengja alla fyrri ramma, án þess hún fáist til að ræða það frekar. Þegar kemur að efnisvali er hún snögg að undirstrika að hún velji ekki efni, heldur komi þau af sjálfu sér. „Meðan ég skrifaði bók um skáldskap og hvemig ég vinn, „poetik", bjó ég á Fjóni og gekk mikið í skógunum þar. I ljóðunum þar á eftir skaut skóginum upp af sjálfsdáðum. Ég var upptekin af skógi, sem þú gengur inn í og kem- ur ekki samur út og þú fórst inn.“ Þráðurinn spannst áfram, því í þessum ljóðum vom einnig minni úr gyðingdómi, en Tafdrup var um þetta leyti upptekin af að hún er gyðingur, en alin upp án þess að nokkuð væri gert úr þessum upp- runa. „Það var talað um allt milli himins og jarðar heima,“ segir hún, „en þetta var aldrei nefnt og það sótti á mig að takast á við þetta.“ Upp úr því fór hún til Jer- úsalem og meðal annars af þeirri reynslu spratt bókin „Territori- alsang“. „Þegar ég kom til baka frá Jer- úsalem fann ég að ég gat ekki hugs- að mér að flytja aftur til Fjóns. Ég gat ekki lengur hugsað mér að búa í sveit. Það er nógu einmanalegt að skrifa þótt maður búi ekki líka langt frá öðrum. Þá flutti ég til Kaup- mannahafnar. Það tekur ekki alltaf svona á að skrifa, en þarna gripu skriftimar inn í líf mitt. Ég varð fyrir áhrifum af því sem ég skrif- aði,“ segir Tafdmp. Én fleira spratt upp í Jerúsalem. „í Jerúsalem dreymdi mig drauma um vatn, sem er kannski ekki und- arlegt, því Jerúsalem er borg í eyði- mörkinni og kemst ekki af án brannanna, sem sjá henni fyrir vatni. Eftir Jerúsalemferðina fór ég að skrifa um vatn. Vatn, sem stend- ur kyrrt í tjöminni, bmnninn, regn- ið. Sjáðu til, það var ekki þannig að ég tæki vatn og færi að skrifa um það. Efnin rekja sig sjálf,“ undir- strikar skáldkonan. Dagleg snerting við málið „Ég reyni að vera í daglegri snertingu við tungumálið, rétt eins og tónlistarmaður snertir hljóðfæri sitt daglega,“ segir Pia Tafdrup. Ekki svo að skilja að hún skrifi endilega á hverjum degi, en hún les helst eitthvað fallegt og vel unnið á hverjum degi. í „Over vandet jeg gár“, drögum að skáldskaparfræði, sem kom út 1991 segir á einum stað: „Ljóð em tungumálið, holdi klætt“. „Ég á við að ef ég skrifa ástarljóð þá verður ljóðið, tökin á því og takt- urinn, að bregða ljósi á hið ást- leitna. Hið ástleitna verður að felast í ljóðinu. Ef ég skrifa um snjó verð- ur að vera eitthvað þungt og hamið í setningaskipuninni," segir hún. „Form og innihald verður að grípa hvað inn í annað. Ljóð geta verið loftkennd og óhlutbundin, en um leið verður að vera eitthvað líkam- lega áþreifanlegt í þeim.“ ísland: Sköpun og ragnarök Hér verður Piu Tafdrap hugsað til þess að á upplestrarferðum sín- um hefur hún iðulega hitt íslenskar Þótt sumir gagn- rýnendur haldi því fram að ljóð dönsku verðlaunaskáldkonunn- ar Piu Tafdrup séu ögrandi og kvenræn, vill hún ekki viður- kenna að svo sé, eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að er hún ræddi við hana nýlega. skáldkonur, sem henni finnst ein- staklega áhrifamiklar. Skáldkonur eins og Elísabetu Jökulsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur og Lindu Vil- hjálmsdóttur. „Þetta em konur með kraft og þama er eitthvað mikið og gott á ferðinni," segir hún full hrifn- ingar. „Það er svo gaman að hitta íslendinga, því Danir em svo þjak- aðir af jantalögmálinu um að enginn eigi að halda að hann sé eitthvað, meðan Islendingar stika áfram glaðir og stoltir yfir sér og sínu. Is- lendingar hafa hæfileikann til að varðveita hefðina en um leið að mæta því sem kemur að utan. Nátt- úran ber þetta einnig í sér, enda PIA TAFDRUP LACRIMA Igrátnum er engin undankomuleið og ekki færðu Iengi dulist bak við litlausa blæju. Ég held utan um þig, faðma þig að mér, hlusta á regnið í auga þínu, það fellur alveg af sjálfu sér. Það voru þau tár semvökvuðujörðina, en þau eru sölt oguppafþeim sprettur ekkert Jóhann Hjálmarsson þýddi Ljóðið er úr verðlaunabókinni, Dronningeporten, útg. Gyldendal 1998. mætast evrópski og bandaríski jarðflekinn á Islandi." Tafdrap hefur komið nokkram sinnum til íslands og ferðast um landið. „Ég hrífst af andstæðun- um,“ segir hún. „Þar lýstur saman sköpun annars vegar og ragnarök- um hins vegar, lífi og tortímingu.“ íslandsminningar hafa einnig sett spor í ljóð hennar, því í verðlauna- bókinni er kvæðið „Nordisk graalys", þar sem bregður lyrir lýs- ingu á sundferð á köldum íslenskum vetrarmorgni. Hún á líka góðar minningar frá upplestri í dönsku- deildinni í Háskóla íslands, en svo vildi til að einmitt þar var eitt af fyrstu sldptunum, sem hún Ias upp kvæði, er síðan birtust í „Dronn- ingeporten“. Lífsvessar og hið áþreifanlega Ijóð Piu Tafdrap er ríkt í minni hve gaman var að lesa upp fyrir dönsku- nemana á Islandi, sem reyndar vora eingöngu kvenfólk. Þótt hún sé oft talin mjög kvensinnuð í verkum sín- um segir hún lesendur sína jafnt konur sem karla og á öllum aldri, þótt það viljí liggja í hlutarins eðli að flestir lesendur skálda séu á svipuðum aldri og þau sjálf. I verðlaunabókinni bregður blóði fyrir og í kaflanum „Livsvæsker" er kvæðið „Blodsekunder", þar sem segir meðal annars: Tvær eru gerðir kvenna: Þær sem kyngja sæðinu og þær sem skyrpa því út úr sér - Og tvær eru gerðir karla: Þeir sem sleikja blæðandi konu, og þeir sem ekki gera það - „Blóðið virtist ögra nokkrum gagnrýnendum," hefur hún hlæj- andi á orði, en í þessu kvæði er það hin gyðinglega trú á að blóð sé óhreint og blæðandi kona því einnig óhrein, sem hún segist vera að snú- ast gegn. „Hreint sem óskrifuð örk“ segir hún um blóðið í áðumefndu Ijóði. „Þetta er mitt andóf gegn þessari trú, en í mótorhjólagengjum eins og Vítisenglum er það mann- dómspróf að sleikja blæðandi konu. Það má kannski segja að ég hafi prófað karlkyns gagnrýnendur," bæti hún við með gáska. Ljóð: Ekki lausnir en ný sýn „Þótt ég reyni að vera í snertingu við tungumálið daglega þá skrifa ég ekki daglega," segir Pia Tafdrap, þegar talið berst að vinnulagi henn- ar. „Ég var með „Dronningeporten“ í smíðum í fjögur ár. A fyrsta árinu skrifaði ég sjö ljóðanna, en það sem gerist þegar ég er ekki að skrifa er jafn mikilvægt og sjálfar skriftirn- ar,“ segir hún, en í síðasta ljóðinu það árið fann hún þráð, sem vísaði henni veginn á að efnið í bókinni yrði vatn í ýmsum myndum. Óreglulegt skriftaferli vekur henni engan ótta. „Ég tek eftir að margir skáldbræðra minna þjást, ef þeir skrifa ekkert lengi, svo kannski hefur þetta eitthvað að gera með að konum sé ekki eins mikilvægt að standa sig, að vera alltaf að.“ Og það er ekki hægt að reikna út hvenær best gefur til skrifta. „Ég fór til New York í desember til að skrifa, en skrifaði ekki orð, því áhrifin af því að vera í borginni vora svo sterk.“ Ljóðin gera vart við sig við ýmsar aðstæður. Stundum koma hug- myndimar í skyndingu, svo rétt er hægt að ná þeim á blað. Stundum koma brot, en síðan líða ár og dagar áður en þau verða að endanlegu ljóði. Vinnufriðurinn er mismikill. „Það koma löng tímabil, þegar eng- inn spyr eftir mér, en svo kemur bók og þá vaknar athyglin. Ég kann þessum takti vel,“ segir Pia Tafdr- up. „Ég hef enga þörf fyrir stöðuga athygli." Eins og mörg dönsk skáld af hennar kynslóð gerir Pia Tafdrap mikið af því að lesa upp. í fyrra fór hún í upplestrarferð til Islands, Lúxemborgar, Slóvakíu, Finnlands, Slóveníu, Þýskalands og Svíþjóðar. „Líklega ferðast skáld meira en rit- höfundar gera. Skáldum er oft boð- ið áð lesa upp. Skáldskapurinn teygir sig yfir landamæri," segir hún. .Auðvitað fá skáld eitthvað allt annað út úr að ferðast og hitta ann- arra þjóða fólk en stjómmálamenn, en það er mikilvægt að listamenn fái tækifæri til að ferðast. Ferðalög bæta við lagi í list okkar, sem bera með sér innsýn í og skilning á menningu annarra. Ljóð fela ekki í sér neinar stjómmálalegar lausnir, en góð ljóð efla ábyrgð okkar og gera okkur að ábyrgari einstakling- um.“ Sjálf segist Pia Tafdrap fyrst og fremst skrifa til að koma sjálfri sér á óvart. „Ég skrifa til að komast að einhverju, sem ég hef ekki vitað áð- ur og sem ég hef ekki séð áður. Það er þetta sem rekur mig áfram við skriftimar.“ Náttúruumbrot í mannskepnunni Þótt Tafdrap hafi alist upp í ná- vígi við náttúrana segir hún að það sé þó frekar náttúran í manninum, sem hún heillist af. „Danmörk er einn stór garður og við lifum svo siðfáguðu lífi að okkur hættir til að gleyma að við erum sjálf hluti af náttúranni,“ segir hún. „Við kunn- um ekki að taka á reiði og öðram umbrotum í líkamanum og líkaminn verður okkur framandlegur. Ég held það sé auðveldara að takast á við umbrot innra með sér, þegar maður hefur alist upp við umbrot hið ytra.“ „Ljóð mín verða ekki til í jafn- vægisástandi,“ hefur Tafdrup sagt um ljóð sín. Hún segist þó ekki eiga við að sér þurfi að líða illa til að skrifa. „En eftir á sé ég að ljóðin verða til þegar ég er í spennuá- standi. Á undan skriftatímabili fer oft órólegt tímabil, ég get ekki sofið og það tekur líkamlega á. Það deyr einhver hluti af mér við skriftir. Æth það sé ekki spuming hversu margar bækur líkaminn getur bor- ið ..Sama segir hún vera með upplestur. „Það skiptir ekki máli hvort ég er að lesa upp fyrir 20 eða 200. Álagið er það sama og það er mikið." Þótt Pia Tafdrap hafi skrifað leikrit lítur hún fyrst og fremst á sig sem ljóðskáld. „Ég er ljóðskáld og sem shk kemur fyrir að ég reyni fyrir mér í leikritun." Og skáldsög- ur segist hún ekki vita hvemig eigi að skrifa. En annað en skriftir sér hún ekki fyrir sér. „Það er tilhneig- ing til að tengja ljóðagerð við ungt fólk, við fyrstu ljóðabók hvers höf- undar, en ég verð alltaf glöð þegar ég sé skáld vera að langt fram eftir aldri. Mér finnst það gleðileg til- hugsun að ég eigi eftir að verða gömul kona, sem skrifi viturleg ljóð - vona að svo verði, en ég á langt í land með það ennþá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.