Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 25 Af gullnum blöðum SVALA Þórisdóttir (1945-1998). FIÐRILDIÐ, máluð klippimynd, 1996. MYIMPLIST Listasafn Kópavogs MYNDVERK MINNINGARSÝNING SVALA ÞÓRISDÓTTIR SALMAN (1945-1998) Opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Til 7. mars. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 100 krónur. ÞAÐ getur verið erfitt hlutverk að rýna í minningarsýningar, eink- um ef um er að ræða fólk sem hverfur af sjónarsviðinu langt fyrir aldur fram og hefur í afmarkaðan tíma lifað og hrærst í nágrenni við- komandi. Og þótt langt sé um liðið frá því að Svala Þórisdóttir var nemandi í Myndlista- og nandíða- skóla íslands 1962-’64 er tíma- skeiðið fyrir margra hluta sakir ljóslifandi í huga þess sem hér fest- ir orð á blað. Fyrir hið fyrsta voru þetta ár uppgangs og uppstokkun- ar innan skólans sem aldrei fyrr, nýr skólastjóri, Kurt Zier, var að ryðja ferskum hugmyndum um fornám braut og nýjar deildir í mótun. Mikið skipulagsverk framundan og sérstök lög yfir skól- ann í smíðum, en þessi milrilvæga og eina sjónmenntastofnun lands- ins hafði alla tíð verið án laga og reglugerða, svifið í lausu lofti, og lítils skilnings notið í menntakerf- inu, - umtalsvert kraftaverk að hún skyldi lifa ýmis þrenginga- tímabil. Skólinn var eins og eitt stórt heimili þar sem allir þekktu alla, eða í öllu falli könnuðust við alla, og félagslífið á þann veg að kennarar jafnt sem nemendur lögðu til dagskrárliði á skemmtun- um. Gerðist einnig að kennaramir, landsþekktir listamenn, skreyttu heilu stofurnar á árshátíðum, og var fyrir hvorutveggja löng hefð. Sérstaða skólans í skólakerfinu aldrei meiri og líkast til var það ástæðan ásamt hugsjónaeldi sem hélt honum gangandi, því enginn fjölskyldumaður gat með nokkru móti lifað af laununum og almenn- ustu mannréttindi kennara enn við fjarlæga sjónarrönd. Þegar litið er til baka held ég þó, að það sem öðru fremur hélt kennurunum við efnið hafi verið gæfuleg, frama- gjöm og áhugasöm ungmenni sem þyrsti í þekkingu, sem hvergi ann- ars staðar var að fá nema á ófull- komnum námskeiðum og þeir einir höfðu sumir hverjir kunnáttu til að miðla. Það var mikið hlutverk og drjúg ábyrgð að vera virkur innan skólans á þeim áram og álagið á þann veg að mönnum hætti til að týna sjálfum sér og sinni eigin sköpunargáfu. Eðlilega vill fara svo, að einstak- ir nemendur verði lærimeisturun- um öðram kærari og minnisstæð- ari fyrir margra hluta sakir og svo er ótvírætt um Svölu Þórisdóttur, er var gædd góðum hæfileikum og sérstæðum þokka, sem bar allt í senn í sér glaðværð, mýkt og hlýju. Hávaxin lipurtá, sem flögraði á milli herbergja, var allt í einu hér og allt í einu þar, þannig að samlík- ing við fiðrildi er í góðu jafnvægi. Það var því að vonum, að margir söknuðu Svölu er hún ákvað að halda ekki áfram í skólanum eftir fornámið, en ástæðan mun hafa verið sú að kennarar lágu sumir hverjir undir gran um takmarkaða hlutlægni þegar stjómmál vora annars vegar, og hér vora ein- hverjir viðkvæmir. Persónulega tel ég engan vafa á því, að hún hefði haft mun meira gagn en ógagn af áframhaldandi námi, hvað sem rót- tækum skoðunum kennara leið, að auk var úrvalslið nemenda í skól- anum á þessum tíma, sem engan veginn skal vanmetið til búdrýg- inda. En Svala Þórisdóttir hélt áfram námi, fyrst einn vetur í London en síðan þrjá vetur í Ruskin School of Art, sem er deild í Oxford, þannig að hún hafði drjúga listmenntun í lífsmalnum. Þessi skólun leynir sér ekki á handbragði og útfærslu myndverka hennar, þjálfun og aga. Um það er til vitnis öll sýningin á Gerðarsafni, sem er í öllu húsinu og afar margþætt en þó nokkuð brotin, sem sem má rekja til þess hve víða listakonan dvaldi í lengri eða skemmri tíma, og að það komu tímabil er hún málaði lítið og stundum ekkert. Alltaf er erfitt að taka upp þráðinn aftur ef rof verð- ur á reglulegri vinnu, því málara- listin er strangur húsbóndi. Auð- sætt er hve mikla þörf og ánægju Svala hafði af að halda á pensli og öðrum verkfæram, að hún bjó yfir meðfæddri þörf til að tjá sig í rissi, litum og formi. Einnig að sköpun- arathöfnin var henni oftar en ekki leikur hugarflugsins frekar en yfir- legur og átök við lífæðar myndflat- arins. Við bættist að myndirnar fengu með tímanum dulrænt og trúarlegt inntak og þá vill sjálf frá- sögnin og tjáhitinn á stundum verða fullríkjandi þáttur á kostnað myndheildarinnar. Mjög eðlilega gætir áhrifa frá listamönnum er stóðu Svölu nær, svo sem Barböra Arnason, náinnar vinkonu móður hennar, einkum hvað snertir til- hneigingu til skreytikenndra vinnubragða og kemur einna greinilegast fram í myndinni Núb- íuskógur frá 1975, sem ber þó einnig skýr einkenni listakonunn- ar. Ef hugmyndafræðin ein og sér upphefur og helgar vinnubrögð listamanna, líkt og margur heldur fram á síðmódemískum tímum, þá hlýtur trúarlegt inntak engu að síður að gera það að áliti annarra, því trúarbrögð era í sjálfu sér hug- myndafræði. En í þessari rýni minni geng ég út frá sjálfum eðlis- og grannþáttum málverksins og þeim lögmálum sem þeir fela í sér. Svala hafði hæfileika til margra átta í teikningunni og málverkinu, sem hefðu án efa skilað sér til úr- skerandi afreka með samfelldri vinnu, hún reyndi meira að segja fyrir sér í andlitsmyndagerð, por- trettum, og þar nær hún mynd- rænasta, malerískasta árangrinum í myndinni af Þorsteini Gylfasyni, en svipmestu teikningunni og per- sónueinkennunum í þeirri af Geir Hallgrímssyni. Það kemur líka fram, að kröftugustu átökin við sjálfan myndflötinn áttu sér stað eftir að Svala varð veik og helgaði sig málverkinu í ríkara mæli en áð- ur, og henni virðist vaxa ásmegin alveg fram í það síðasta. Leiðir hugann að því að Frida Kahlo mál- aði sínar bestu myndir rúmliggj- andi og helsjúk og að Renoir lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hann væri sárþjáður af gigt og skorða yrði pensilinn með ýmsum tilfæringum á milli fingurgóma hans. I síðustu myndum Svölu er það allur myndflöturinn í heild sinni sem höfuðmáli skiptir og þótt eitthvað dulmagnað og trúarlegt eigi að vera að baki er það þó hinn skynjaði formræni sköpunarkraft- ur og djúpa lifun sem telst megin- veigurinn í myndferlinu. Hér er Svala að komast að sömu niður- stöðu og ýmsir bógar huglæga mál- verksins, til að mynda Richard Mortensen, sem hneigðust að aust- urlenskri dulhyggju, eins og raun- ar fleiri óhlutlægir málarar. Þetta kemur skýrast fram í austursal þar sem upphengingin er einnig lífræn- ust og má vera gefið að þeir sem unnu að sýningunni hafi skynjað hér hápunkt hennar og lagt sig alla fram. Nefni hér sérstaklega til áréttingar máli mínu myndverkin; ,Án titils", 1995, „Fiðrildið“, 1996, „Hið eina“, 1997, „Guðs hönd“, 1998, „Gullna hliðið“, 1997, „Lík- aminn látinn", 1997, „Alheimur", 1998, og loks „Dansari", 1996, sem er sér á báti, en þar koma fram bestu eiginleikar listakonunnar í hugarflugsmyndum. I tilefni sýningarinnar hefur ver- ið gefin út handhæg og fagurlega hönnuð sýningarskrá, prýdd nokkram litmyndum, og ritar Bjöm Bjarnason inngang en Þor- steinn Gylfason formála og kemur þar víða við. Þessa framkvæmd var gott að fá og er hún gilt innlegg í samræðu dagsins. Bragi Ásgeirsson SPARAÐU ÞÚSUNDIR^A EINU GÓLFI DÆMI: ARMSTRONG gólfdúkun Teg. GALLERI áðurkR 1.140 m2 nú kr. 798 m2 DÆMI: Norsk Teg. áðurkr. nú kr. 3. DÆMI: GÓLFFLÍSAR Stærð 30X30 áðurkr. 1.995 m2 núkr. 1.396 m2 DÆMI: GÓLFTEPPI Teg. FANCY 4m á breidd áðurkr. 1.395 m2 nú kr. 837 m2 TTUR polypropoleme RUBY 601(110 .294 pr.stk. stærð 120x160 kr. 3.760 pr.stk. DÆMI: VEGGFLÍSAR Stærð 15X20 MARGAR GERÐIR alltað E2E5 afsl. verð frá kr. 1.169 mz G&ð grelðilukjöri Raðgrelðtlur tll allt að 36mánaða * AFGANGAR: TEPPI, DÚKAR, FLÍSAR ALLT AD 70% AFSL. OPniUNARTÍMl: 9-18 vlrka daga 10-16 laugardaga TEPPABUDIN Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.