Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Franska bókmennta-
tímaritið L’Atelier
Sérhefti um
íslenskar
skáldsögur
FRANSKA bókmenntatímaritið
L’Atelier du roman (Smiðja skáld-
sögunnar) helgar nýjasta hefti sitt,
sem kemur út í dag 3. mars, íslensk-
um skáldsögum síðari ára.
Þar birtast meðal annars nýjar
greinar eftir franska, ítalska, ís-
lenska og gríska höfunda undir yfir-
skriftinni „Island eða eyja skáld-
sögugensins“. Franski skáldsagna-
höfundurinn og háskólakennarinn
Frank Lanot skrifar þar grein um
skáldsöguna Svanurinn eftir Guð-
berg Bergsson, franski leikarinn og
gagnrýnandinn Denis Wetterwald
skrifar grein um skáldsöguna Grá-
mosinn glóir eftir Thor Vilhjálms-
son, ítalski háskólakennarinn og
þýðandinn Fulvio Ferrari ritar grein
um það að þýða úr íslensku yfir á
ítölsku, franski háskólaprófessorinn
Régis Boyer ritar grein um fjórar
skáldsögur, Punktur, punktur,
komma, strik, eftir Pétur Gunnars-
son, Tímaþjófurinn eftir Steinunni
Sigurðardóttur, Hringsól eftir Al-
frúnu Gunnlaugsdóttur og Gunnlað-
ar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur og
loks ritar ítalski háskólakennarinn
Massimo Rizzante hugleiðingu um
sögumar Aðventu eftir Gunnar
Gunnarsson, Grámosinn glóir eftir
Thor Vilhjálmsson og Engla al-
heimsins eftir Einai- Má Guðmunds-
son.
En raddh- Islendinga fá líka að
heyrast í þessu sérhefti um skáld-
söguna á Isiandi nú í aldarlok. Rit-
stjóri tímaritsins, Lakis Proguidis,
tekur viðtal við Steinunni Sigurðar-
dóttur og birtar eru greinar eftir
Thor Vilhjálmsson, Pétur Gunnars-
son, Guðberg Bergsson og Sigurð
Pálsson þar sem þeir skilgreina hver
á sinn hátt bókmenntaformið skáld-
saga út frá sínum bæjai’dyrum sem
starfandi rithöfundar. Auk þess ritai’
Friðrik Rafnsson, bókmenntafræð-
ingur og ritstjóri Tímarits Máls og
menningar, yfirlitsgrein um íslensk-
ar skáldsögur síðustu ára og Torfi H.
Tulinius, dósent í frönsku við Há-
skóla íslands, ritar grein um franska
rithöfundinn Alain Robbe-Grillet.
Tímaritið L’Atelier du roman var
stofnað í París árið 1993. Það er gefið
út af bókaútgáfunni La Table Ronde
í París. Þetta sérhefti um íslenskar
skáldsögur er unnið í samvinnu við
Tímarit Máls og menningar.
Vaka-Helgafell kaupir
bókaútgáfuna Lögberg
BÓKAÚTGÁFAN Vaka-Helgafell
hefur fest kaup á forlaginu Lögbergi
sem hefur gefið út menningarsögu-
leg rit á borð við Guðbrandsbiblíu,
Skarðsbók, Helgastaðabók og Kon-
ungsbók Eddukvæða, auk þýðingar
Odds Gottskálkssonar á Nýja testa-
mentinu frá 1540. Mun Vaka-Helga-
fell halda því starfi áfram. Lögberg
hefur á undanfórnum árum verið í
eigp bókaforlagsins Iðunnar.
Ólafm- Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Vöku-Helgafells, segir að Lög-
berg hafi á sínum tíma unnið einstakt
starf við að gera mikil menningai’-
verðmæti aðgengileg almenningi.
„Guðbrandsbiblía er ein merkasta bók
sem hér hefur verið prentuð og
Skarðsbók, Helgastaðabók og Kon-
ÓLAFUR Ragnarsson, framkvæmdasijóri
Vöku-Helgafells, og Pétur Már Ólafsson, út-
gáfustjóri, með Skarðsbók og Guðbrands-
biblíu í útgáfu Lögbergs.
ungsbók Eddukvæða era
meðal homsteina ís-
lenskrar menningar. Við
munum halda áft’am út-
gáfu þessara rita og veita
þannig fólki aðgang að ís-
lenskum miðaldahandrit-
um í nákvæmum endur-
gerðum. Lögberg gaf
einnig út ýmis önnur
menningarsöguleg rit,
svo sem hina þekktu þýð-
ingu Odds Gottskálksson-
ar á Nýja testameningu
frá 1540 og bækur um ís-
lenska myndlistarmenn."
Bækurnar munu
áfram verða á forlags-
nafni Lögbergs.
fírrðarinnar
Form
MYI\DLIST
II o r n i ð
MÁLVERK ALAN JAMES
Opið alla daga frá 14-18, og á tíma
veitingastofunnar. Til 3 mars. Að-
gangur ókeypis.
FYRIR stuttu sýndi Englendingur-
inn Alan James myndii- sínar í lista-
miðstöðinni að Gerðubergi, og nú er
hann kominn aftm' með sýningu á
Hominu í Hafnai’stræti. Nokkuð mik-
il sýningargleði það, og okkur sem
ski-ifum í blaðið takmörk sett þegar
hún gengur jafn langt, þótt shkt sé á
engan hátt ámælisvert í sjálfu sér.
Verður þó gjaman til að fram-
kvæmdagleðin mæti afgangi í þessu
mikla og óskipulega kraðaki sýninga á
höfuðborgarsvæðinu. Ekki fékk skrif-
ari tækifæri til að skoða framtakið í
Gerðubergi, en honum hefur verið
tjáð að ekki sé um sömu verk að ræða.
Alan James er Englendingur,
fæddur í London, en hefur verið bú-
settur hérlendis í nokkur ár, stundaði
myndlistarnám við listaskólann á
Akureyri, og útskrifaðist úr málunar-
deild 1997. Alan er rétt að hefja feril
sinn á opinberum vettvangi sem mun
sennilega: vera ástæða fyrfr sýning-
argleðmhi; en helst man ég eftir
drjúgum hlut hans á síðustu haust-
sýningu listaskálans í Hveragerði.
Af ýmsu má marka að full alvara
er að baki vinnubrögðunum, mynd-
imar yfirleitt unnar á afar rólegan og
yfirvegaðan hátt, þai- sem áhrif frá
sjálfri ffrrðinni og allífinu virðist vera
helsti vaki athafnanna. Myndverkin
eru að hluta byggð upp af ótal eining-
um, sem á stundum eru endurtekn-
ingar smán-a og fíngerðra formanna
sem endurtaka sig um allan mynd-
flötinn, en þó með nokkrum rofum til
að auðga og styrkja bygginguna og
heildarhrynið. Má vera ljóst að mjög
mikfl þrautseigja liggur að baki þess-
um hreinu og kláru vinnubrögðum og
nær Alan ótvfrætt heildstæðustum
árangri þegar yfirlegmmar eru mest-
ar eins og berlega kemur fram í
myndunum Titringur (1), og Svört án
titils (3), en þær marka tvímælalaust
hápunkt sýningarinnar. Þessar
myndir ásamt öllum á veggnum and-
spænis eru unnar í blandaðri tækni á
striga og þar vekur sú sem stirnir í
mesta athygli, Blátt (9), er þó nokkur
spurn hvort tæknin sé ekki full yfir-
borðskennd og að áhrifin byggist á
ljóskastaranum. Gvassmyndirnar á
endavegg, sem unnar era með aðstoð
vaxlita og blýants eru áferðarfalleg-
asti hluti sýningarinnar en hér er
einnig tfl efs hvort þessi óformlegu
vinnubrögð falli að upplagi gerand-
ans, þótt þau séu fullgild til að stokka
upp í hugarfluginu.
Bragi Ásgeirsson.
V ampýran o g vinir hennar
ÚLFHILDUR Dagsdóttir bókmenntafræðing-
ur segir að nú á þessum dómsdagstíma, rétt
fyrir árþúsundaskiptin, eigi vampýran endur-
vöktum eða uppvöktum vinsældum að fagna.
FÉLAG íslenskra fræða boðar til
fundar í Skólabæ í kvöid, miðviku-
dagskvöld 3. mars 1999, með Úlf-
hildi Dagsdóttur bókmenntafræð-
ingi og hefst fundurinn klukkan
20.30. Úlfhildur nefnir erindi sitt
„Blóðþyrstur berserkur: Vampýr-
an, vinir og ættingjar". I því mun
hún fjalla um hin mörgu andlit
vampýrunnar í sögu og menningu.
Vampýran er ekki aðeins ódauðleg
heldur líka heimsborgari. Úlfhildur
mun fjalla um birtingarmyndir
hennar í þjóðsögum, goðsögum,
bókmenntum og kvikmyndum og
ræða um þetta lífseiga fyrirbæri út
frá ýmsum kenningum samtímans.
„Vampýran hefur í gegnum tíðina
verið einn helsti merkisberi ódauð-
leikaþrár mannskepnunnar,“ segir
Úlfhildur. „Nú á þessum dómsdags-
tíma, rétt fyrir árþúsundaskiptin,
hefur vampýran átt að fagna endur-
vöktum eða uppvöktum vinsældum,
sem eru að sjálfsögðu til merkis um
ódauðleika þessarar þjóðsagna- og
goðsagnaveru. Því vampýran er ann-
að og meira en aðalsmaður í kvöld-
klæðnaði, vampýran á sér mörg and-
lit og margar birtingarmyndir og
það eftirtektarverða er hvað þetta
forna íyrirbæri nær stöðugt að að-
laga sig nýjum tímum. Þannig mætti
kannski ímynda sér að vampýran sé
einskonar skuggi mannsins, hvert
sem maðurinn fer, þar
fylgir vampýran, en
skugginn er einmitt ein
af birtingarmyndum
vampýrunnar."
Úlfhildur segist
munu byrja á því að
kynna til sögunnar
frægustu vampýru allra
tíma, Drakúla greifa.
„En ég held svo áfram
að fjalla almennt um
sögu og birtingarmynd-
ir vampýrunnar, jafn-
framt því að ræða
hverníg vampýran fellur
að nútímanum og nú-
tímafræðum. Slavneska
þjóðsagnavampýran er
frægasta þjóðsagnavampýran og
það er í gegnum hana eða af henn-
ar völdum sem áhugi á vampýrum
gaus upp í Evrópu, áhugi sem á
endanum fann sér leið inn í bók-
menntir og listir. Snemma á 18. öld
upphófst hin svokallaða vampýru-
plága í Austur-Evrópu, en þá fóru
að berast fréttir af undarlegu
hegðunarmynstri líka og grafara.
Drakúla , skáldsaga írans Abra-
hams Stokers um greifann frá
Transylvaníu sem þyrsti í enskt
blóð en tók of mikið upp í sig, var
gefin út árið 1897, fyrir rétt rúm-
um 100 árum. Með þessari skáld-
sögu skýst vampýran upp á
stjörnuhimininn fyrir alvöru og
gerist hálfgerður heimilisvinur.
Drakúla hefur orðið að einskonar
biblíu vampýrumenningar, og er
óspart notuð sem heimild um
vampýrufræði, hversu „rétt“ sem
hún hefur síðar reynst. Skáldsagan
varð strax feikivinsæl og hefur ver-
ið alla tíð síðan, og breiddist hróð-
ur hennar enn víðar því hún var
strax leikgerð og leikin um alla
Evrópu og Bandaríkin. Síðar meir
var Drakúla kvikmynduð, og eftir
það voru eilífar vinsældir tryggð-
ar.“
Úlfhildur segir að íslenska aftur-
gangan sé um margt lík þjóð-
sagnavampýrunni. „En líkt og ís-
lenska afturgangan er vampýran lif-
andi lík sem rís upp úr gröf sinni til
að ásækja hina lifandi. I Islendinga-
sögunum eru líka vampýruminni.
En skyldleiki íslendinga við
vampýrur nær lengra, því greifinn
sjálfur, Drakúla, rekur ættir sínar
til íslenskra berserkja, og segir að í
æðum sínum renni blóð þjóðflokks
sem hafi flutt með sér baráttuanda
Þórs og Óðins frá íslandi, líkt og
berserkirnir séu til vitnis um, en
baráttugleði þeirra hafi verið slík að
fólk hafi haldið að um varúlfa væri
að ræða. Þess má geta að varúlfa-
minnið er náskylt vampýruminn-
inu.“
Úlfhildur Dagsdóttir lauk BA-
prófi í almennri bókmenntafræði
frá Háskóla íslands árið 1991. Árin
1992-1996 stundaði hún doktorsnám
í bókmenntum og menningarfræð-
um við Trinity College í Dublin. Um
þessar mundir vinnur hún við ýmis
ritstörf við ýmsa fjölmiðla, sem
kvikmyndagagnrýnandi, bók-
menntagagnrýnandi og stunda-
kennari við Háskóla Islands og
Námsflokka Reykjavíkur.
Eftir framsögu Úlfhildar verða
almennar umræður. Fundurinn er
opinn öllum.
Nýjasta skáldsaga
Pauls Austers
Kemur
fyrst út á
íslensku
NÝJASTA skáldsaga banda-
ríska rithöfundarins Pauls Au-
sters, Timbuktu, kemur út hjá
bókaútgáfunni -
Bjarti í sumar.
Sætir þetta tíð-
indum fyrir
þær sakir að
bókin kemur
ekki út í Banda-
ríkjunum fyrr
en í haust.
„Það náðist
samkomulag
milli okkar og höfundar um að
bókin kæmi fyrst út á ís-
lensku,“ segir Snæbjörn Arn-
grímsson hjá Bjarti sem jafn-
framt er þýðandi skáldsögunn-
ar. „Raunar var Auster ekkert
alltof hrifinn af þessu í fyrstu
en þegar ég sagði honum að
Milan Kundera kæmi fyrst út á
íslensku ákvað hann að slá til.
Vildi endilega vera í söniu
sporum og hann.“
Snæbjörn vinnur að þýðing-
unni þessa dagana. Fyrst fékk
hann í hendur handrit, útkrotað
í leiðréttingum höfúndar. „Það
var mjög skemmtilegt að glíma
við það en nú er ég kominn með
heillegra handrit."
Bjartur hefur ekki í annan
tíma staðið að frumútgáfu er-
lendrar skáldsögu. Reyndar
stóð til að síðasta bók Kazuo Is-
liiguro kæmi fyrst út á íslensku
en þar sem hún var svo stór í
sniðum, um 400 blaðsíður, tókst
ekki að ljúka við þýðinguna áð-
ur en hún var gefin út á frum-
málinu.
Snæbjörn kveðst ekki óttast
að þetta gerist aftur nú enda sé
Timbuktu mun viðráðanlegri í
þýðingu, aðeins um 150 blaðsíð-
ur. Vonast hann til að framhald
verði á útgáfu af þessum toga
hjá Bjarti.
Timbuktu gerist að stórum
hluta í Baltimore í Bandaríkj-
unum sem Snæbjörn segir að
sögumanni þyki heldur volaður
staður. „Þetta er saga um mann
og hund. Maðurinn er að dauða
kominn og verkefni hans er að
koma hundinum í fóstur áður
en það er um seinan. Þá hefur
hann verið að skrifa í þijátíu ár
og reynir að ná fundum gamals
kennara síns til að fá hann til
að fóstra handrit sem hann hef-
ur lokið við.“
Myndir
frá
Grænlandi
í KVÖLD efnir Grænlensk-ís-
lenska félagið Kalak til
myndasýningar frá Græn-
landi. Þar mun Leifur Örn
Svavarsson jarðfræðingur
segja frá gönguskíðaferð milli
þorpa á Ammassalik-svæðinu
sem hópur íslendinga fór um
síðastliðna páska. Einnig segir
Þór Þorbergsson tilrauna-
stjóri frá kynnum sínum af
Grænlandi og Grænlendingum
en hann starfaði um árabil á
Suður-Grænlandi.
Sýningin verður í sal Nor-
ræna hússins og hefst kl.
20.30. Aðgangur er ókeypis og
eru allir velkomnir.