Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVTKUDAGUR 3. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sigurbjörn Björns- son sigrar á Meist- aramóti Hellis SKAK ilcllisheimilið, Þiinglabakka 1 MEISTARAMÓT HELLIS 1999 15. feb. - 1. mars SIGURBJÖRN Bjömsson sigr- aði á Meistaramóti Hellis 1999 sem lauk á mánudaginn. Hann fékk 6‘A vinning af 7 mögulegum og gerði einungis jafntefli við Bjöm Þorfinnsson sem lenti í öðra sæti með 6 vinninga. Þetta er annað árið í röð sem Sigurbjöm sigrar á þessu móti. Sigurbjöm tók þátt í Meist- aramóti Hellis í beinu framhaldi af Skákþingi Reykjavíkur þar sem hann náði mjög góðum árangri og deildi efsta sætinu með Jóni Viktori Gunnarssyni. Jón Viktor varð í þriðja sæti að þessu sinni með 5 vinninga. Þar sem Sigurbjörn er ekki í Taflfélaginu Helli hlaut Bjöm Þorfinnsson titilinn Skákmeistari Hellis 1999. Bjöm hefur þar með unnið þennan titil þrjú ár í röð, eða oftar en nokkur annar skákmaður. Með þessum árangri íylgir Bjöm eftir frábæram árangri sínum á Guðmundar Arasonar mótinu sem haldið var í desember sl. Fyrir þann árangur og önnur afrek á síð- asta ári var Bjöm valinn efnileg- asti skákmaður Taflfélagsins Hellis 1998. Þetta var í áttunda skipti sem Meistaramót Hellis var haldið. Þátttakendur vora fleiri en nokkra sinni fyrr, eða 27. Þá var mótið mjög sterkt og einungis einn þátt- takandi var stigalaus. Þetta var fyrsta mótið í hinni nýju Bikar- keppni í skák, en næsta mót er Skákþing Hafnarfjarðar sem hald- ið verður í vor. Úrslit í sjöundu og síðustu um- ferð urðu sem hér segir: Sigurbjöm Bjömss. - Vigfus Vigfusson 1-0 Siguröur Steindórss. - Bjöm Þorfinnss. 0-1 Stefán Kristjánss. - JónV.Gunnarss. 'k-'k. Davíð Kjartanss. - Guðjón H. Valgarðss. 1-0 AmarÞorsteinss.-01afurí.Haimess. 1-0 Einar Kr. Einarss. - Bjami Magnúss. 1-0 GústafSmáriBjömss.-Helgi Jónatanss. 0-1 Jóhann H. Ragnarss. - Kjartan Guðmundss. 1-0 KristjánÖmElíass.-ElíB.Frímannss. 1-0* Jóhann Ingvason - Valdimar Leifsson 1-0 Hjörtur I. Jóhannss. - Eiríkur G. Einarss. 1-0 Amþór Hreinsson - Torfi Leósson 0-1 Benedikt Egilsson - Harpa Ingólfsd. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Sigurbjöm Bjömsson 6‘A v. 2. Bjöm Þorfinnsson 6 v. 3. Jón Viktor Gunnarsson 5v. 4. -7. Stefán Kristjánsson 4 V4v. Amar Þorsteinsson Vk v. Vigfús Óðinn Vigfússon 4!4 v. Davíö Kjartansson i'k v. 8.-12. Einar Kristinn Einarsson, Sigurður Páll Steindórs- son, Guðjón Heíðar Valgarösson, Jóhann H. Ragnarsson, HelgiJónatansson _ 4v. 13.-14. Ólafur ísberg Hanness, Kristján Öm Elias. Z'k v. 15.-21. Bjami Magnússon, Gústaf Smári Bjömsson, Torfi Leósson, Benedikt Egilsson, Kjartan Guómundsson, Jó- hannIngvason,HjörturIngviJóhannsson 3v. 22.-23. ValdimarLeifsson,EiríkurGarðarEinarsson 2v. 24. Amj)órHreinsson 1 'Av. 25. -26. Eh’ B. Prímannsson, Harpa Ingólfsdóttir 1 v. Ýmsar fjörlegar skákir litu dagsins ljós á mótinu, en einna mesta athygli vakti þó viðureign þeirra Sigurbjöms Björnssonar og Jóns Viktors. Eins og áður segir urðu þeir jafnir og efstir á Skákþingi Reykjavíkur og eina tapskák Sigurbjöms á því móti var einmitt gegn Jóni Viktori. A Meistaramóti Hellis snérist dæm- ið hins vegar við og Sigurbjörn náði að hefna fyrir tapið á Skák- þinginu með sigri í vel tefldri skák. Hannes Hlífar Stefánsson hefur skoðað þessa skák: Sigurbjöm Bjömss. - Jón Viktor l.e4 e5 2.RÍ3 RfB 3.Rxe5 d6 4.RÍ3 Rxe4 5.d4 d5 6.Bd3 Bd6 7.0-0 0-0 8. c4 c6 9.Rc3 Beittara framhald er 9. cxd5 cxd5 10.Rc3. 9...Rxc3 10. bxc3 dxc4 ll.Bxc4 Bg4 12.Hbl Rd7!? 13.Hel 13.Hxb71? Rb6 14. Bg5! Dc8 (ekki 14...Dxg5 15. Rxg5 Bxdl 16.Bxf7+ og hvítur verður 2 peðum yfir; 14...Bxf3 15.Bxd8 Bxdl 16.Bxb6 og hvítur stendur betur) 15.Ba6 DÍ5 með óljósri stöðu. 13...b5 14.Bd3 Rb6 Svartur hefur náð að skorða peðin á drottningarvæng. Möguleikar hvíts liggja í því að sækja á kóngs- væng. 15.Be4 Hc8 16.h3 Bh5 17.BÍ5 Hb8 18.Dd3 Bg6 19.Rg5 Bxf5?! Hér veikir Jón Viktor kóngsstöðu sína að óþörfu. Sjálf- sagt var 19...Rd5 með jöfnum möguleikum. 20.Dxf5 g6 21.DÍ3 Rd5 22.Re4 22...f5 Hér hefði svartur átt að hugsa um eigið öryggi og leika 22...Be7. í framhaldinu nær Sigurbjöm að opna stöðuna og þá segja veikleik- amir í svörtu stöðunni til sín. 23.Rxd6 Dxd6 24.c4! bxc4 25.Ba3 Rb4 26.Dc3 a5 27.He5! Hvítur stendur nú mun betur. 27...Rd5 28.Hxb8 Dxb8 29.Dxc4 Hf6 30.Be7 Hf7 31.Bg5 Dd6 32. He8+?! 32.Bh6! 32...Kg7 33. De2 Rc7? Síðasti möguleikinn til að verjast var 33...RÍ6. Lokin teflir Sigurbjöm af öryggi. 34. Hd8 De6 35.Dd2 h5 36.Bf4 Re8 37.Be5+ Kh7 38.Dxa5 f4 39.Da8 He7 40.Dc8 g5 41.a4 Rg7 42.Db8 c5 43.Hh8+ Kg6 44.Bxg7 Hxg7 45.dxc5 Dc6 46.Dbl+ Kf7 47.Df5+ 1-0 Daði Örn Jónsson Hannes Hlifar Stefánsson Margeir Pétursson Kiwanisfélagar á Eddu- svæði safna fötum KIWANISKLÚBBARNIR í Eddusvæði, það er frá Snæfells- nesi til Reykjavíkur, safna föt- um fyrir fjölskyldur fanga í Lit- háen. Þetta er þriðja árið sem slík söfnun fer fram og í fyrra söfnuðust fot og skór í tvo gáma. „Kiwanisfélagar í Sostíne, sjá um úthlutun fatnaðarinns og Eimskip flytur gámana að kostnaðarlausu á leiðarenda. í ár mun Vöraflutningamiðstöðin í Reykjavík leggja Kiwanis lið með að taka á móti fötunum. Fötin sem komið er með eiga að vera í kassa merkt „karimanna- föt, kvenföt og bamaföt", fötin verða að vera hrein svo heil- brigðisvottorð fáist fyrir út- flutning. Laugardaginn 6. mars milli 10 og 16 verður móttaka á föt- um við Vöraflutningamiðstöð- ina við Sundagarða fyrir þá sem vilja leggja málefiiinu lið,“ segir í fréttatilkynningu. í DAG VELVAKAJ\PI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skógarhöggs- menn á Reynis- vatnsheiði Á laugardaginn var - á þorraþrælnum - gekk ég á skíðum úr Selási um Reynivatnshlíðar og um heiðina, eftir Langavatni og að Hafravatni. Skemmtileg leið, nægur snjór og ekki spillti að sjá árangur skógræktarfólks- ins og unglinganna í Vinnuskólanum. Grænir furutoppamir stinga koll- inum upp úr fonninni og lerkið er á fullri ferð, þrátt fyrir hrakspár. Á heimleiðinni nýtti ég mér brautina sem ég hafði troðið þar til ég kom að slóða tveggja vélsleða og ákvað að nýta mér braut þeirra eins og ég geri oft. Ég hafði notið hins fagra dags, skíðafærið frábært og kakóið og nestið smakkaðist vel í trjálundi skógræktarfólksins við Hafravatn. En er ég hafði gengið í slóð snjósleðamannanna í nokkra stund, varð skyndileg breyting á og það var sem öll fiól nátt- úrunnar þögnuðu. Sleða- menn þessir höfðu att tækjum sínum á varnar- lausar plöntumar á þann hátt að keyra yfir þær, þótt nóg pláss væri utan „skógar“. Fantar þessir höfðu haft erindi sem erf- iði. Fumtopparnir, sem höfðu boðið stórviðram heiðarinnar birginn, lágu afhöggnir á víð og dreif, lerkið 70-80 sm hátt var ýmist brotið undan belt- um sleðanna eða greinum flett, sum sluppu þó furð- anlega, birkið fékk líka sinn skammt, afrifnar greinar lágu um allt. Ekki veit ég hvort um skemmdarverkakeppni var að ræða en annar sleðamannanna hafði aug- sýnilega vinninginn. Eg gekk lengi í slóð ökuþór- anna í von um að sjá tO þeirra en áttaði mig um síðir að ég var kominn af leið, degi tekið að halla, kólgubakki var að mynd- ast yftr Esjunni og brátt myndi hann skella á með norðanátt og skafrenningi - íslenzkri veðráttu, sem plöturnar á heiðinni höfðu aðlagast. Þær geta hins vegar ekki varist fontum, sem stjórna vélsleðum með stómm nöfnum, svo sem Aric Cats, Snow Kings eða hvað þeir heita allir, kannski hafa þessir heitið Tree Cutters. Ég yfirgaf slóð sleðamann- anna en hélt heim dapur í bragði. Slóð þeirra lá hins vegar að næsta skógar- reit. Þegar mér hafði mnnið mesta reiðin, ákvað ég að skrifa þessa grein í þeirri von að umræða um þetta slys, því slys vil ég kalla þetta, verði til þess að slíkir atburðir verði óhugsandi. Tillaga mín er sú að fé- lög vélsleðamanna taki svona mál föstum tökum og uppræti þann hugsun- arhátt, sem leiðir til fram- angreindra athafna. Sniglamir, sem er félag mótorhjólamanna, tóku sín mál svo föstum tökum, já og svo góðum, að það að vera Snigill telst virðing- arheiti. Oll viljum við njóta okk- ar fagra lands, hvert á sinn hátt. Sameinumst um að gera það með virðingu og reisn. Einn á spýtum. Einstaklega góð þjónusta ÉG bý í Hamraborginni og lenti í því að þurfa að fara í stórar aðgerðir. Ég hef þurft á ýmiss konar þjónustu að halda eftir þetta þar sem ég á ekki heimangengt. Það er al- veg sama hvert maður leitar í þjónustu hér á Hamraborgarsvæðinu, sama hvort það er bóka- safn, heilsugæsla, hjúkr- un, sjúkraþjálfun, sem er alveg sérstök, heimilis- hjálp, verslunin Nóatún, Búnaðarbankinn, Apótek- ið Lyfja, ég fæ einstaka þjónustu og heimsendingu á stundinni. Ég hringi vikulega í Nóatún til að panta, og ef eitthvað vant- ar í pöntunina þá er hringt til baka og ég látin vita. Hafi ég gleymt ein- hverju þá veit ég að sú þjónusta væri alveg fyrir hendi. G.S. Tapað/fundið Leitað að veggteppi MAÐUR sem fékk vegg- teppi (teppi með ford- saumi, tveimur fuglum og geitum á) í Kolaportinu sl. laugardag er beðinn að hafa samband við Gunn- laug vegna sögu teppisins í síma 561 2187 og 698 9775. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL, Canon, fannst í Skálafelli sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 699 8244 eða 898 8750. Trefill úr minkaskinni týndist Trefill úr ljósu minka- skinni týndist á göngu í Elliðaárdalnum. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 5516719. Fundarlaun. Dýrahald Kettlingar fást gefins ÞRÍR óvenjulega fallegir, gráir, kassavanir kettling- ar fást gefins. Upplýsing- ar í síma 562 6979. Páfagaukur týndur frá Kaplaskjólsvegi PÁFAGAUKUR, hvítur og ljósgulur, með gráu og svörtu í, flaug út um glugga á Kaplaskjólsvegi sl. mánudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band við Margréti í síma 551 6986 eða 551 8041. SKÁK llmsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á stórmótinu í Linares á Spáni sem nú stendur yfir. Búlgarinn Veselin Topalov (2.700) hafði hvítt, en stigahæsti skákmaður heims, Gary Kasparov (2.810) var með svart og átti leik. 50. - Hxd4! 51. cxd4 - c3 52. g6 - c2 53. g7 - cl=D 54. g8=D (Þótt hvítur eigi peði meira er drottningaendataf- lið unnið á svart) 54. - Dc4+ 55. Ke3 - Kc3 56. Dd8 - Dd3+ 57. Kf4 - Dd2+ 58. Kf3 - Ddl + 59. Ke3 - Dgl+ 60. Ke2 - Dg2+ 61. Ke3 - f4+! og hvítur gafst upp. Að hálfnuðu Linares mótinu er staðan þessi: 1. Kasparov 5 v., 2.-3. Kramnik og Anand 4 v., 4. Adams 3'A v., 5.-7. Svidler, Leko og Topalov 3 v., 8. Ivant- sjúk 2,'A v. SVARTUR leikur og vinnur Víkveiji skrifar... SÚ var tíðin, að menn gerðu það að sérstöku umtalsefni þegar ferðir á vegum Flugleiða hófust á áætluðum tíma og þeim lauk á áætluðum tíma. Nú er öldin önnur og hefur verið um langt skeið. Reynsla Víkverja af flugi með Flugleiðum í mörgum undanförn- um ferðum sem hann hefur átt með félaginu, er sú, að Flugleiðir eru undrastundvíst félag, þar sem oft má stilla klukkuna sína eftir því hvenær flugtak er. Þetta era mjög ánægjuleg umskipti til hins betra. Víkverji hefur á undanföm- um mánuðum flogið nokkrum sinnum með Flugleiðum, bæði til Norðurlandanna og meginlands Evrópu og ávallt verið mjög ánægður með þjónustu og viður- gjöming. Víkverji sér sig eigin- lega knúinn til þessara yfirlýs- inga, því hann hefur jafnan verið ófeiminn við að gagnrýna, þegar honum hefur eitthvað þótt skorta á þjónustu og gæði hjá Flugleið- um. xxx AÐ ríkti einskonar þjóðhátíð- arstemmning hjá fjölmörgum í veitinga- og ferðaþjónustu í íyrra- dag, þar sem haldið var upp á 10 ára afmæli frjálsrar bjórsölu hér á landi. Fjölmargir veitingamenn, bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, sameinast nú und- ir því merki í eina viku sem þeir nefna Góugleði, þar sem þeir beina því til landsmanna, að þeir minnist tímamótanna og Góunnar líklega líka, með því að njóta þess sem þeir hafa upp á að bjóða í mat og drykk. Ef að líkum lætur, verða lítil vand- kvæði á því fyrir veitingamennina að laða landsmenn til sín þessa dagana og fá þá til þess að eyða nokkurri fjárhæð í mat og drykk. Það þarf venjulega ekki lengi að brýna Islendinga til þess að skemmta sér, og Víkverja granar, að Góugleði verði endurtekin að ári, og þá verði markaðssetningin með þeim hætti, að sökum þess hversu frábærlega vel hafi tekist til með Góugleði árið 1999 hafi verið ákveðið að endurtaka gleðina árið 2000. Svo verða ekki mörg ár liðin, áður en Góugleði verður jafnsjálf- sagt fyrirbæri og þorrablót, eða hvað? xxx ANNARS er Víkverji ekkert sérstaklega að agnúast út í svona nýjar tegundir af hátíðahöld- um, þegar tilefnið er jafn rammís- lenskt og það, að 10 ár séu liðin frá því að sala og drykkja áfengs öls var á ný heimiluð á Islandi. Það gekk nú ekki svo lítið á fyrir rétt- um tíu árum, þegar Island eins og það lagði sig komst í heimspress- una, vegna þess að erlendir fjöl- miðlar gerðu ráð fyrir að hér færi allt á annan endann við það að sala og neysla áfengs öls væri heimil á ný. Fjöldi erlendra fjölmiðla, þar á meðal erlendar sjónvarpsstöðvar, sendu hingað heilu fréttaliðin, sem skyldu sjá áhorfendum þeirra og lesendum fyrir góðri skemmtun, en ekkert gerðist. Þvílík vonbrigði sem þessi rólegheit landans hljóta að hafa kallað fram! xxx UTSKÝRINGAR á því hvers vegna ekki var leyft að selja og drekka bjór á íslandi voru fyrir 1989 fastur liður á dagskrá, þegar verið var að skýra land og þjóð fyr- ir útlendingum, hvort sem var hér eða erlendis. Það var svolítið erfitt að gefa trúverðuga skýringu á því að hér mætti selja létt vín og sterkt áfengi, allar gerðir - bara ekki bjór. Nú era flestir lausir við að þurfa að gefa þessar útskýringar og er það vel, því þær vora orðnar ærið leiðigjamar, útþynntar og klisjukenndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.