Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 9 * Utandagskrárumræða um starfsemi Ibúðalánasjóðs Stj órnarandstæðingar gagnrýna nýtt greiðslumat JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- flokki Samfyikingarinnar, sem og aðrir stjórnarandstæðingar gagn- rýndu framkvæmd nýju húsnæðislaganna í utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær og töldu m.a. að nýtt greiðslumat gæti leitt til mikilla greiðsluerfiðleika í nýja húsnæðislánakerfinu. Jóhanna vitnaði í gögn frá Þjóðhagsstofnun og sagði að þar kæmi m.a. fram að nýja greiðslumatið opnaði fyrir þann möguleika að einstaklingar eða fjöl- skyldur notuðu allt frá þrjátíu til fimmtíu prósent af heildarlaunum sínum í húsnæðisgi'eiðslur. Áður hefði greiðslumatið miðast við átján prósent af heildarlaunum. „Fjögurra manna fjölskylda með 250 þúsund króna mánaðartekjur gat í eldra greiðslumati ráðstafað 45 þúsund krónum í afborganir og vexti af lánum en í nýja greiðslumati félagsmálaráðherra getur hún ráðstafað 95 þúsund krónum,“ sagði Jóhanna m.a. Hún taldi að félags- málaráðherra yrði að gera sér það ljóst að með rýmra greiðslumati væri verið að kalla mikla greiðsluerf- iðleika yfir heimilin í landinu og verulega áhættu fyrir hinn ný- stofnaða íbúðalánasjóð og þar með skattgreiðendur. Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, ítrekaði að starfsemi Ibúðalána- sjóðs væri nú komin yfir ákveðna byrjunarörðugleika. Alkunna væri að þeir örðugleikar tengdust tækni- legum vandamálum og öðrum erfið- leikum sem sköpuðust fyrstu starfs- daga sjóðsins. Þá fullyrti hann að það greiðslumat sem nú væri við lýði væri miklu áreiðanlegra og raun- hæfai-a heldur en fyrra greiðslumat- ið. Utreikningar miðuðust við að um- sækjandi ætti fyrir afborgunum í hverjum mánuði að frádregnum kostnaðarliðum. „Mér er það Ijóst að neysluviðmiðunin í þessu greiðslu- mati er mjög þröng. En þó er það spor í rétta átt að taka hana inn í matið. Og það er ekki verið að miða við ákveðna hlutfallstölu launa eins og áður var heldur miðað við þá fjár- hæð sem raunverulega er eftir þegar tekið hefur verið tillit til kostnaðar við brýnustu framfærslu fjölskyld- unnar,“ sagði ráðheira og benti síð- an á að við vinnu starfshóps um nýtt greiðslumat hefði verið leitað eftir samstarfi við Félag fasteignasala, lánastofnanir og húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks tóku upp hanskann „ Morgunblaðið/Ásdís RÆTT var um nýja viðmiðun fyrir greiðslumat hjá Ibúðalánasjóði utan dagskrár á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðu töldu nýja kerfið gallað en stjórnarþingmenn sögðu hafa verið nauðsynleg að breyta því. fyrir ráðherra í þessum umræð- um og sögðu m.a. að nauðsynlegt hefði verið að breyta hinu félagslega húsnæðiskerfi. í upphafi utan- dagskrárum- ræðunnar sagði málshefjandinn, Jóhanna, m.a.: „Hæstvirtui- ráðherra verður auðvitað að svai’a því undanbragða- laust hvað hefur breyst svo í um- hverfinu að skyndilega sé hægt að hækka viðmiðunarmörkin í greiðslu- matinu [...]“ Síðar sagði hún að það væri engu líkara en að nýtt greiðslu- mat byggðist á því að framfærslu- kostnaður heimilanna hefði frá síð- ustu áramótum lækkað um meira en helming. Og því væri allt í lagi að þrjátíu til allt að 50% af heildarlaun- um rynnu nú til afborgana á vaxtalánum í stað 18% áður. Hún vitnaði auk þess áfram í gögn Þjóðhagsstofnunar og sagði að þar kæmi m.a. fram að nýtt greiðslu- mat gæti leitt til þess að margir myndu reisa sér hurðarás um öxl. Rýmkun greiðslumats væri ennfremur ekki skynsamleg ráðstöfun við núverandi efna- hagsskilyrði. Undir það hefði Seðlabanki Islands líka tekið. Nýja greiðslumatið myndi leiða til aukins þrýstings á vaxtastig í landinu og hækka verð á íbúðar- húsnæði verulega. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fullyrti að mjög mikilvægt hefði verið að endurmeta reglurnar um greiðslumat og Krist- ján Pálsson, flokksbróðir hennar, minnti á að félagslega íbúðakerfið, sem lagt hefði verið niður um áramót, hefði verið að gera sveit- arfélög úti á landi gjaldþrota. Þing- menn stjórnarandstæðinga voru ekki á sama máli og fullyrti Ög- mundur Jónasson, þingflokki óháðra, m.a. að biðraðir eftii- leigu- húsnæði hefðu aldrei verið lengri. Rannveig Guðmundstóttir, þing- flokki Samfylkingarinnar, tók í sama streng og Sigríður Jóhannesdóttir, þingflokki Samfylkingarinnar, sagði að hún hefði aldrei tekið á móti jafn mörgum símtölum frá fólki sem væri í neyð og í síðasta mánuði. Fólki sem væri „hreinlega á götunni". Stein- gn'mur J. Sigfússon, þingflokki óháðra, gagm-ýndi einnig nýja húsnæðislánakerfið og sagði að það hefði verið óheillaspor að leggja nið- ur félagslega húsnæðislánakerfið. Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi á hinn bóginn málflutning stjórnarand- stæðinga og sagði hann einungis til þess gerðan að skapa úlfúð og óróa. „Ég tel að það sé mikill ábyrgðar- hluti, þegar verið er að koma af stað nýju húsnæðiskerfi, að strax á fyrstu dögum þess að kerfið er að virka, skuli háttvirtir þingmenn og fyrrver- andi ráðherrar koma hingað [í pontu] og dæma kerfið ónýtt,“ sagði hann meðal annars. ALÞINGI Vilja lang- tímaáætlun í jarð- gangagerð ÁTTA stjórnarþingmenn, með Magnús Stefánsson, þingmann Framsóknarflokks, í broddi fylkingar, hafa lagt fram á Álþingi þingsályktunai'tillögu þess efnis að samgöng- uráðherra verði falið að vinna langtímaáætlun um gerð jarð- ganga á Islandi. „Áætlunin feli í sér úttekt á kostum sem tald- ir eru á jarðgangagerð í land- inu, kostnaðarmat og arðsem- ismat einstakra framkvæmda og forgangsröðun verkefna," segir í tillögunni og þess vænst að umrædd áætlun liggi fyrir áður en lokið verði við næstu reglulegu endurskoðun vegaáætlunar. Auk Magnúsar ski'ifa undir tillöguna þeir Jón Kristjánsson, Isólfur Gylfi Pálmason, Kristinn H. Gunn- arsson og Valgerður Sverris- dóttir, þingmenn Framsóknar- flokks, og Árni Johnsen, Einar Oddur Kristjánsson og Sturla Böðvarsson, þingmenn Sjálf- stæðisflokks. Frumvarp um verndun Þingvallavatns LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess en í síðustu viku vai' frumvarpi til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum dreift á þinginu. í fyrrnefnda frumvarpinu er lagt til að allt svæðið frá vatnaskilum í Hengli inn í Langjökul verði sérstakt vatnsverndarsvæði og „fellur þannig Þingvallavatn og mestur hluti vatnasviðs þess saman í órofa heild með hinum menningarlegu og náttúrufræðilegu minjum. Frumvarpið var samið undir forsjá Þingvallanefndar og er með því og frumvarpi til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum leitast við að móta verndar- stefnu á þessu svæði til fram- búðar,“ segir m.a. í athuga- semdum við frumvarpið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ólíklegt talið að frumvörpin verði tekin til fyrstu umræðu á yfirstand- andi þingi. Stefna í byggðamálum rædd á Alþingi Frumvarp frá þingmönnum Samfylkingarinnar Allsherjarnefnd þrí- klofín í afstöðu sinni SÍÐARI umræða um þingsálykt- unartillögu ríkisstjórnarinnar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001 fór fram á Alþingi í gær. Allsherjamefnd Alþingis, sem fékk tillöguna til umfjöllunar eftir fyrstu umræðu, er þríklofin í afstöðu sinni til tillögunnar. Meiri- hluti nefndarinnar, sem skipaður er framsóknarmönnum og sjálf- stæðismönnum, kveðst taka undir þau sjónarmið og markmið sem fram koma í tillögunni og mælir með því að hún verði samþykkt óbreytt. Fyrsti minnihluti nefnd- arinnar, sem skipaður er þing- mönnum þingflokks óháðra, tekur undir margt af því sem fram kem- ur í tillögunni en gagnrýnir „lausa- tök og skort á markvissri áætlana- gerð“. Hann getur því ekki fallist á að um trúverðuga lausn sé að ræða og mun sitja hjá við afgreiðslu málsins. Jóhanna Sigurðardóttir, þingflokki Samfylkingarinnar, skipar ein annan minnihluta nefndarinnar, og segir hún í nefndaráliti að þótt ýmsar tillögur í stefnumörkuninni miði í rétta átt vanti mikið á að brugðist sé við „nauðsynlegum aðgerðum sem þegar væri hægt að hrinda í fram- kvæmd til að jafna lífskjörin og treysta búsetuskilyrði á lands- byggðinni". Hún nefnir þar á meðal átak til að jafna nú þegar húshitunarköstnað og aðgerðir til að jafna námskostnað. Fyrsti og annar minnihluti nefndarinnar eru sammála um ýmis gagnrýnisatriði f stefn- umörkuninni. Til að mynda sjá þeir ástæðu til að efast um að það markmið náist sem stefnt er að í tillögunni að fólksfjölgun verði ekki undir landsmeðaltali og nemi 10% til ársins 2010. „Með tilliti til þróunar síðustu ára eru engin lík- indi til þess að þetta markmið náist nema ráðist verði í róttækar aðgerðir, vörn snúið í sókn eftir markvissri áætlun og varið til þess verulegum fjármunum," segir m.a. í nefndaráliti íyrsta minnihlutans. Aflaheimildir í þorski auknar um 15 þús. tonn TVEIR þingmenn þingflokks Sam- fylkingarinnar, þeir Sighvatur Björgvinsson og Lúðvík Bergvins- son, hafa lagt fram á Alþingi laga- frumvarp þess efnis að aflaheimildir í þorski verði auknar um 15 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Þeirri aukningu verði ráðstafað á markaði til strandveiðiflotans ein- vörðungu. „Oðrum útgerðum verði ekki heimilað að leigja sér fisk- veiðikvóta af þeim aflaheimildum. Jafnframt verði lagt bann við að umræddar aflaheimildir, sem þannig verði leigðar, verði framselj- anlegar,“ segir í greinargerð frum- varpsins. Þar kemur einnig fram að flutningsmenn telji nauðsynlegt að bregðast við vanda strandveiðiflot- ans og landvinnslunnar vegna at- vinnuhagsmuna og að teknu tilliti til óvenjumikillar þorskgengdar á grunnslóð. „Mörg skip [strandveiðiflotans] hafa yfir mjög litlum aflaheimildum að ráða en hafa getað bjargað sér á undanförnum árum með því að leigja til sín heimildir frá öðrum út- gerðum. Eftir tilkomu Kvótaþings hefur framboð á aflaheimildum til leigu stórlega dregist saman og með minnkandi framboði hefur leiguverð jafnframt hækkað svo mjög, að nær útilokað er að veið- arnar geti staðið undir sér. Útgerð- ir margra þessara skipa eru því komnar á heljarþröm," segii' einnig í greinargerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.