Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hagnaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 16 mkr. eftir skatta
Slök afkoma
dótturfélaga
Bjartara útlit á þessu ári
SJP2S Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. Úr ársreikningi 1998 - Samstæða
Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting
Heildartekjur Milljónir króna 33.616,8 29.513,6 +14%
Rekstrargjöld -3.850.4 -3.869.4 +0%
Afskriftir -319,5 -307,9 +4%
Fjármagnsliðir -382,0 -285,9 +34%
Hagnaður fyrir tekju- og eignaskatt 96,6 396,8 ■76%
Hagnaður af reglulegri starfsemi 13,4 221,0 -94%
Hlutdeild minnihluta í hagnaði 44,8 -13,0
Hagnaður tímabilsins 16,3 277,2 -94%
Efnahagsreikningur 31. des. 1998 1997 Breyting
I Eignir: | Milljónir króna
Veltufjármunir 13.995,4 14.791,8 -6,0%
Fastafjármunir 4.571,1 4.004,0 +18,5%
Eignir samtals 18.355,1 18.795,8 -2,3%
| Skuidir og eigið fé: \
Skammtímaskuldir 12.366,9 12.328,0 0%
Langtímaskuldir 3.128,7 3.215,7 -3%
Eigið fé 3.070,8 3.252,2 -6%
Skuldir og eigið fá samtals 18.566,5 18.795,8 -1%
Kennitölur 1998 1997
Eiginfjárhlutfall 16,54% 17,30%
Veltufjárhlutfall 1,13 1,20
Ávöxtun eigin fjár 0,53% 8,52%
HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og dótturfélaga
fyrir skatta á síðasta ári nam 97
milljónum króna samanborið við
tæplega 400 mkr. árið 1997. Að
teknu tilliti tU áhrifa dótturfélaga,
óreglulegra liða og reiknaðra
skatta, nam hagnaður síðasta árs
16 milljónum króna en var 227
milljónir króna árið á undan.
Friðrik Pálsson forstjóri segir
ljóst að árið hafí ekki verið félaginu
hagstætt en bendir jafnframt á að
niðurstaðan komi engum á óvart
enda í samræmi við endurskoðaða
afkomuáætlun sem gefin var út um
mitt síðasta ár. „Við gerðum þar
ráð fyrir því að hagnaður ársins
yrði nálægt 40 milljónum króna og
erum vel innan skekkjumarka í
þeim efnum.“
Mikið tap
í Bretlandi
Friðrik segir rekstrarerfiðleika
síðasta árs aðallega stafa af
tvennu. Annarsvegar hafí fiskverð
farið hækkandi og það sé býsna al-
gengur misskilningur að afkoma
útflutningsfyrirtækja líkt og SH
fari batnandi eftir því sem fisk-
verð hækkar. „Þetta er í raun ekki
svo því stór hluti af okkar rekstri
eru fiskréttarverksmiðjur í Bret-
landi og Bandaríkjunum. Með
hækkandi heimsmarkaðsverði á
fiski þá þurfa þær að koma því
verði áfram út í unnum vörum til
neytenda. Við svona aðstæður
virðist sem veitingahús og mötu-
neytamarkaðurinn séu mun
viljugri til að taka við verðhækk-
unum en smásölumarkaðurinn. I
Bandaríkjunum sinnum við fyrst
og fremst þjónustu við fyrr-
greindu aðilana á meðan
langstærsti hluti viðskiptavina
okkar í Bretlandi eru smásölu-
keðjur. Reksturinn í Bandaríkjun-
um gekk nokkuð vel á árinu en
hins vegar varð mikið tap af
rekstrinum í Bretlandi."
Gíengistap
í Rússlandi
Að sögn Friðriks varð félagið
einnig fyrir miklu gengistapi vegna
efnahagserfiðleikanna í Rússlandi
á liðnu ári. Hann segir þó engin
áform uppi um breytingar á eign-
arhaldi erlendis og ekki á döfinni
að selja einingar samstæðunnar úti
að svo stöddu. „Tapið í Bretlandi
átti sér fyrst og fremst stað yfir
sumar og haustmánuði í fyrra sem
við teljum okkur hafa náð að snúa í
hagnað á ný. Sömu sögu er að
segja af Rússlandi þó að þar ríki
ennþá gengisáhætta. Við höfum
reynt að takmarka þann áhættu-
þátt þar ytra og höfum áhuga á að
eiga þar viðskipti áfram.“
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
félaginu er gert ráð fyrir betri af-
komu hjá SH í rekstraráætlunum
þessa árs og benda líkur til þess að
rekstur verði viðunandi fyiir hlut-
hafa félagsins. Stjóm SH leggur til
að hluthöfum verði greiddur 5%
arður.
Svanur Guðmundsson, sérfræð-
ingur sjávarútvegsgreiningar
Landsbréfa, telur afkomu SH
óviðunandi og segir ljóst að félagið
þurfi að taka til hendinni bæði í
Evrópu og Rússlandi. Þá telur
hann sýnt að umboðslaunafyrir-
komulag sölusamtakanna sé óvið-
unandi og því beri að breyta og
nefnir í því sambandi kaupsölufyr-
irkomulag sem mun vænlegri
kost. „I stað þess að menn séu að
velta sér upp úr samlegðaráhrif-
um af sameiningu sölusamtak-
anna, þá þarf fyrst að laga og end-
urskipuleggja reksturinn sem fyr-
ir er.“
Svanur segir ljóst að yfirstand-
andi rekstrarár verði tími mikilla
breytinga hjá SH og telur hann
ekki ólíklegt að þar verði einhver
breyting á bæði stjómun og eigna-
samsetningu. Hann ráðleggur fjár-
festum að halda að sér höndum að
svo stöddu en segir að til lengri
tíma litið felist veruleg tækifæri í
SH fyrir fjárfesta og nefnir t.a.m.
góðan árangur félagsins í gæða-
málum sem aðrar þjóðir hafa horft
til.
Viðsnúningur í rekstri
Verðbréfaþings
Hagnaður
nam 12,4
milljónum
króna
TEKJUR Verðbréfaþings íslands
(VÞÍ) umfram gjöld urðu 12,4 millj-
ónir króna á síðastliðnu ári. Til sam-
anburðar vom gjöld 8,6 milljónum
umfram tekjur árið áður. Mikil
aukning varð á umsvifum þingsins í
fyrra og jafnframt var gjaldskrá
þess hækkuð í kjölfar þess að árið
áður höfðu gjöld verið 8,6 milljónum
meiri en tekjur. Rekstrartekjur
námu 103 milljónum króna og juk-
ust um 94% á milli ára en rekstrar-
gjöld 91 milljón og jukust um 44% á
milli ára.
Ársreikningur Verðbréfaþings ís-
lands íyrir síðasta ár var samþykkt-
ur á stjómarfundi í gær. í fréttatil-
kynningu frá VÞI kemur íram að
mikil uppbygging hafi staðið yfir að
undanfömu, m.a. á viðskipta- og
upplýsingakerfum, reglum og starfs-
háttum þingsins og hefur vemlegum
fjármunum verið varið til þeirra
verkefna. Slík útgjöld em að mestu
leyti gjaldfærð en ekki eignfærð.
Verðbréfaþing var sjálfseignar-
stofnun til loka síðasta árs en um
áramótin tók nýstofnað hlutafélag,
Verðbréfaþing Islands hf., við
rekstri þingsins og eignum, skyld-
um þess og réttindum, samkvæmt
ákvæðum laga um starfsemi kaup-
halla og skipulegra tilboðsmarkaða,
sem gildi tóku í apríl 1998.
Eigið fé þingsins nam í árslok
51,2 milljónum króna. Innborgað
hlutafé nýja félagsins nemur 35
milljónum og í ársbyrjun 1999 nam
eigið fé nýja félagsins því 86,2 millj-
ónum króna.
Aðalfundur VÞÍ verður haldinn
þriðjudaginn 16. mars nk. á Grand
hóteli Reykjavík og þar verður árs-
skýrsla þingsins lögð fram.
Búnaðarbanki íslands hf.
Aðalfundur 1999
Súlnasal Hótel Sögu 10. mars kl. 14:00
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi
bankans sl. starfsár
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt
skýrslu endurskoðanda lagður fram
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð
hagnaðar á síðastliðnu reikningsári
4. Tillögur til breytinga á samþykktum
5. Kosning bankaráðs
6. Kosning endurskoðanda
7. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna
8. Stofnun menningarsjóðs og tillaga um framlag
9. Önnurmál
ffi BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF
" É&é' hiMá '
s
Mastur ehf. seldi Ishafí hf. tæplega 6%
í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur
Ár leið þar til
viðskiptin voru
tilkynnt VÞÍ
FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hf.
hefur tilkynnt Verðbréfaþingi ís-
lands að Mastur ehf. hafi selt Hluta-
bréfasjóðnum Ishafi hf. hlutabréf í
Fiskiðjusamlaginu að nafnvirði rúm-
lega 35,7 milljónir króna og þannig
hafi eignarhlutur Masturs farið úr
um 10% í um 4,2 og Hlutabréfasjóðs-
ins Ishafs úr um 9% í um 14,8%. Við-
skipti þessi áttu sér stað í janúar í
fyrra en þau voru ekki tilkynnt
Verðbréfaþingi og Fiskiðjusamlag-
inu var ekki tilkynnt um þau fyrr en
í febrúar síðastliðnum.
„Þetta snýst um svokallaða flögg-
unarreglu sem kveður á um að ef
eignarhlutur fer yfir eða undir
ákveðin mörk í félagi sé það skylda
þeirra sem viðskiptin eiga að til-
kynna þau Verðbréfaþingi. í þessu
tilfelli hefur misfarist að tilkynna um
þessi viðskipti þannig að við vissum
ekki um þau fyrr en í byrjun febrúar
síðastliðins þegar Fjárvangur til-
kynnti okkur um þetta,“ sagði Einar
Svansson, framkvæmdastjóri Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur, í samtali við
Morgunblaðið.
Heldur þú að g
Hvítlaukur sé nóg ? §
NATEN I
________-ernógl_____5
Hann sagði að í framhaldi af því
að staðfesting hefði fengist á því að
viðskiptin hefðu átt sér stað í janúar
1998 hefði Fiskiðjusamlag Húsavík-
ur tilkynnt Verðbréfaþingi um við-
skiptin eins og félaginu bæri skylda
til. Hann sagði að dagsetning við-
skiptanna hefði komið á óvart þar
sem Fiskiðjusamlagið væri búið að
birta árshlutauppgjör og ársupp-
gjör án þess að nokkur athugasemd
hefði komið fram við hluthafa-
skrána sem hefði reglulega verið
birt opinberlega.
Drátturinn
hefur litil áhrif
Aðspurður sagði Einar að þessi
dráttur á tilkynningunni hefði í
sjálfu sér sennilega lítil áhrif þar
sem eigendur Masturs ehf. og
Hlutabréfasjóðsins íshafs hf. væru
nánast sömu aðilarnir og því í raun
verið að færa hlutabréfin úr einum
vasanum í annan.
Fjárvangur hf. kom því á fram-
færi við Verðbréfaþing í gær að fé-
lagið hefði ekki átt aðild að um-
ræddum viðskiptum og því ekki
borið neina tilkynningarskyldu
gagnvart hluthafaskrá Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur á þeim. Sú stað-
reynd að Fjárvangur sjái um bók-
hald Ishafs breyti þar engu um.