Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 27 Háskólar á landsbyggðinni Á SÍÐUM þessa blaðs hef ég áður tjáð mig um byggðastefnu tuttugustu aldai'innai', sem oft hef- ur falist í því að styðja við bakið á gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtækj- um. Það hefur skapað fjölda láglaunastarfa á landsbyggðinni, sem í dag nýtast helst pólsku verkafólki. íslenskt menntafólk flýr lands- byggðina og sest að á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það fínnur störf við hæfí. Þetta hefur auðvitað vakið athygli heima- manna og ráðamanna og nú keppist hver um annan þveran að tala um hve mikið af opinberum störfum hafí orðið til í Reykjavík undanfarin ár, eins og lausnin felist í því að flytja andlausai- ríkisstofnanir sem víðast út um landið. Þarna er ráðist að einkennum vandans, en ekki rót hans. Rótin er auðvitað það los sem kemst á fólk þegar það ungt að árum þarf að flytja til Reykjavíkur tii að afla sér menntunar. Það hefur án efa vakið athygli ís- lendinga, sem hafa numið við erlenda háskóla, að þeir eru oft staðsettir úti í sveit, í kyrrlátu friðsælu umhverfí, þar sem gott er að hugsa og stunda fræðastörf. Margfeldisáhrif þessara háskóla geta svo verið ófyrirsjáanleg. Fyrir rúmri öld ákvað maður nokkur, Leland Stanford að nafni, að koma fyrir háskóla á landspildu sinni sunnan við San Francisco. Það vai- þá úti í sveit. í dag er þessi háskóli einn besti háskóli í heimi. Enn er talað um hann sem „the farm“ eða býlið, þótt umhverfís hann hafi nú vaxið einhver eftirsóttasti þéttbýliskjami á Vestur- löndum, Palo Alto. Þar er í dag vagga hugbúnaðar- og tölvuiðnaðai’ins, oft kennd við Kísildal, en það kemur til af því að nokkrir strákar í Stanford- háskóla, sem voru að fikta við að búa til tölvur í byrjun áttunda áratugar- ins, ílengdust á þessu svæði og stofn- uðu þar sín fyrirtæki, sem nú eru þau öflugustu í heimi í þessujn geira. í ljósi þessa má hverfa aftur heim til Islands. Hvað er það sem við erum stoltust af í okkar menningu? Jú, það að hér á landi á miðöldum voru að störfum öflugir fræðimenn, sem skrifuðu einhverjar helstu perlur vestrænna miðaldabók- mennta. Islendingar voru þekktir fyrh- vand- aða fræðimennsku og urðu sagnaritarar alh-a Norðurlanda. Þá erum við komin að kjama málsins, þama er arf- leið sem við eigum að nýta okkur til hins ýtrasta. Þetta getum við gert með því að koma okkur upp há- skólum tengdum þess- um menningarafrekum og á grunni fomra fræðasetra. I þessu sambandi má nefna þrjá staði helsta. Skálholt, Hóla og Reyk- holt. I Skálholti var komið á fót skóla uppúr miðri elleftu öldinni. Þar hélst skólahald með nokki-um hléum allt til ársins 1785 að ákveðið var með kon- ungsúrskurði að flytja skólann til Háskólar Háskóli hefur mikil margfeldisáhrif, segir Magnús Arni Magnús- son, út í atvinnulífíð. Reykjavíkur. Skóli vai’ stoftiaður á Hólum 1106 og þai- var reist fyi’sta skólahús sem vitað er um á Islandi. Skólahald hélst á Hólum með svipuð- um formerkjum og í Skálholti til árs- ins 1802 þegai’ hann var sameinaður Latínuskólanum í Reykjavík. Þeir era ekki margir skólarnir í heiminum sem eiga sér jafn langa arfleifð og djúpar rætur og þessir skólastaðir. Reykholt er staður Snoma Sturlu- sonar, hins nafntogaða í’ithöfundar og stjórnmálamanns. Þai’ hefur verið skólahald bróðurpart þessarar aldar og er staðurinn kjörinn fyrir há- skóla-“campus“. Nafn Snoma er vel þekkt á Norðurlöndum og væri án efa margur Norðmaðurinn til í að nema bókmenntir eða sagnfræði á þessum fræga stað. Einn stað vil ég nefna til viðbótar, þótt nafn hans tengist ekki mér vit- andi sagnaritun eða skólahaldi til foma. Það eru Eiðar í hinu veðursæla og fagi-a Fljótsdalshéraði. Egilsstaðir em sennilega einhver lífvænlegasti Magnús Árni Magnússon Hefðir og siðir, Ingibjörg Sólrún ODDVITI Reykja- víkurlistans afsakar lystireisu sína til Japans á reikning Heklu hf. með vísun til hefðarinn- ar. Svona hefur þetta alltaf verið, sagði borg- arstjóri í sjónvarps- fréttum. Vera má að venja Heklu hf. sé að liðka fyrir viðskiptum með gjöfum til kjörinna fulltrúa. Hitt er án vafa að Reykjavíkurlistinn var ekki settur saman til að viðhalda þessari hefð. „Hefð“ er tungutak Páll Vilhjálmsson valdastéttarinnar sem með fágun fær stund- um á sig yfirbragð virðuleika. Fyrir nokla’um dög- um opnaði borgarstjóri hljómplötubúð á Lauga- veginum. Eigandi búð- arinnar á viðskiptaferil að baki, sem fæstir myndu hreykja sér af. Fágun er ekki hugtak á sporbraut Jóns Ólafssonar. Rangar hefðir og vondir siðir, Ingibjörg Sólrún. Höfundur er fulltníi. Japansför Reykjavíkurlistinn, segir Páll Yilhjálms- son, var ekki settur saman til að viðhalda þessari hefð. byggðakjami á landinu utan höfuð- borgarsvæðisins. Til marks um það er hin ótrúlega fólksfjölgun þar’ á síðari helmingi þessarai’ aldar. Fljótsdals- hérað hefur upp á alla þá landkosti að bjóða til að geta keppt við Akureyri á næstu öld um þann sess að vera fjöl- mennasta þéttbýlið á landinu utan höfuðborgai-innai’. Á Eiðum standa ónotaðai’ skólabyggingar, sem menn virðast ekki hafa komið sér saman um hvemig á að nýta. Á Egilsstöðum er að auki alþjóðaflugvöllur og stutt er í góðar hafnir í nágrannabæjum. Á þessum fjómm stöðum mætti hugsa sér að komið yrði á fót háskól- um. Þessir háskólar þyrftu ekki að vera ríkisskólar, ef einhverjir aðrir, innlendir eða erlendir, fengjust til að taka að sér verkið. Þeir yrðu hins veg- ar að bjóða upp á háskólagreinar sem nemendur flykkjast í og færri komast að en vilja, eins og lögfræði, tölvunar- fræði, viðskiptafræði og jafnvel lækn- isft’æði. Þeir myndu innheimta skóla- gjöld fyrir rekstri, sem lánað yrði fyr- h’ á sama hátt og lánað er fyrir skóla- gjöldum erlendis (þetta þyrfti ekki að bitna á jafnrétti til náms, þar eð Há- skóli Islands yrði áfram til og sinnti sínu hlutverki). Einnig má hugsa sér að sveitarfélög í nágrenni háskólanna styrktu efnilega nemendur í gegnum þessa skóla til að freista þess að halda þeim í héraði. Þetta mætti tengja gagngem endurskoðun á námslána- kerfinu, þar sem komið yrði í ríkari mæli á styrkjakerfi og endurgreiðslu- byrði námslána yrði létt enn frekar. EkM er hægt að leggja þetta til öðruvísi en að lofa það sem vel er gert. I Bifröst er nú vinsæll viðskiptahá- skóli og á Akureyri hefur háskóli náð að dafna nokkuð vel undanfarin ár. Háskóli hefur mikil margfeldisá- hrif út í atvinnulífið. Við háskóla þarf hámenntað fólk til að halda úti kennslu, skrifstofufólk og stjómend- ur, garðyrkjumenn og smiði, ræst- ingafólk og bílstjóra. Þetta yrði verulegt átak í mennta- málum þjóðarinnai’ og talsverðan vilja þyrfti til að hrinda þessu í fram- kvæmd. En þetta yrði arðbært fram- tak. Framtak sem skapaði þjóð okk- ar enn meiri mannauð, sem skilar okkur aftur auðlegð til framtíðar. Þetta er önnur hugsun en sú sem hefur verið í byggðastefnu tuttug- ustu aldarinnar, þar sem reynt hefur verið að draga andlát dauðvona at- vinnugreina, dæla skattpeningum inn í gjaldþrota fyrirtæki og flytja til ríkisstofnanir. Auk þess sem þarna væri menningararfi okkar loks sá sómi sýndur sem hann á skilið, þá væri með þessu verið að skjóta niður frjóöngum, sem gætu vaxið og orðið að voldugum eikum, Islandi til heilla. Höfundur er 15. þing- mnður Reykvíkinga. MATARLITIR fyrir kökur, marsipan og skreytingar 15 mismunandi litir Einnii _*g 10. mism. gerðir afkonfektmótum PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 Sími 562 3614 ■/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. Framadagar - fyrir þig UNDANFARIN fjögur ár hafa Frama- dagar, atvinnulífsdag- ar Háskóla Islands, notið mikilla vinsælda meðal fyrirtækja og nemenda Háskóla ís- lands. Hinn 5. mars næstkomandi verða Framadagar haldnir í Þjóðarbókhlöðunni í fimmta sinn. Hug- myndin að stofnun Framadaga er sprottin af eríendri fyrirmynd. Víðast hvar í Evrópu njóta dagar sem þessir gríðarlega vinsælda. Nemendur líta á þetta sem gullið tækifæri til þess að nálg- ast áhugaverð fyrirtæki með það fyrir augum að leita að vinnu eða ýmiskonar verkefnavinnu í tengsl- um við námið. Tilgangurinn með þátttöku fyrirtækja er sá hinn sami, þ.e. að leita að hæfu og efni- legu námsfólki til vinnu og/eða til gerðar lokaverkefna. Þarna mynd- ast því nokkurs konar markaðstorg sem laðar saman fyrirtæki og nem- endur Háskólans. Nytsemi Framadaga ætti að vera fyrir löngu orðin kunn. Á þeim fjórum ámm sem Frama- dagar hafa verið haldnir hérlendis hafa þeir tekið miklum breyting- um. I fyrsta skipti sem dagarnir voru haldnir .var nemendum ekki orðið kunnugt um tilgang Frama- daga. Nemendur gengu á milli bása og kynntu sér fyrirtækin og starfsemi þeirra án þess að vera nógu duglegir með að koma sjálf- um sér á framfæri við fyrirtækin. Með tímanum hefur hins vegar orðið mikil breyting á og nú eru nemendur farnir að átta sig á því að á Framadögum koma saman 40 af stærstu og framsæknustu fyrir- tækjum landsins gagngert til þess að ná til hæfra og efnilegra náms- manna. I mörgum tilfellum eru það starfsmannastjórar viðkom- andi fyrirtækja sem mæta á stað- inn í leit að hæfu starfsfólki. Nem- endum gefst því gullið tækifæri til að setja sig í samband við fjölda fyrirtækja á einum og sama staðnum. Nú orðið eru nemendur farnir að undirbúa sig undir Framadaga með því að kynna sér fyrir- tækin í handbók Framadaga áður en þeir mæta á sjálfan daginn og setja sig þá í samband við þau fyr- irtæki sem áhugi er fyrir. Eg hvet alla nem- endur Háskólans til að mæta í Þjóðarbókhlöð- una þann 5. mars næstkomandi til þess að kynnast því sem þar fer fram. Aðstæður háskólastúd- enta til að fara út á vinnumarkað- Framadagar Víðast hvar í Evrópu, segir Hannes Frímann Hrólfsson, njóta dagar sem þessir gríðar- legra vinsælda. inn ættu að vera mjög góðar um þessar mundir þegar mikið heyrist talað um góðæri og mikla eftir- spurn eftir vel menntuðu starfs- fólki. Nemendur ættu því að gefa sér tíma í að undirbúa sig vel fyrir Framadaga. Að kynna sér handbók Framádaga og að útbúa sína eigin atvinnuumsókn gæti leitt til þess að þú fengir góða vinnu eftir starfsviðtal á Framadögum 1999. Eitt er víst, að flest þeirra fyi-ir- tækja sem koma saman á Frama- dögum em komin til að leita að starfsfólki. Því hvet ég alla nem- endur Háskólans að missa ekki af þessu einstaka tækifæri og gera sér því ferð í Þjóðarbókhlöðuna þann 5. mars næstkomandi. Munið að hik er sama og tap. Höfundur er nemandi á 3. ári við Háskóla Islands. Hannes Frímann Hrúlfsson Páskaferð til London t.á iu. 16.645 31. mars -11. apríl með Heimsferðum Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug til London um páskana, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Þú getur nú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða valið um eitthvert ágætis hótel Heimsferða í hjarta London. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið. Verð kr. 16.645 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flugsæti og skattar. Verð kr. 19.990 Flug og skattar. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.