Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 15
LANDIÐ
Brydebúð í Vík
gerð upp
Fagradal - Brydebúðarhúsið er
orðin staðarprýði í Vík í Mýrdal
og enn fallegra á það eftir að
verða í sumar.
Húsið hefur verið mikið end-
urnýjað og fært nær því sem
það var upphaflega. Það var
upphaflega byggt í Vestmanna-
eyjum árið 1831 sem verslunar-
hús en tekið niður og flutt til
Víkur árið 1895. Brydeverslun
var fyrst opnuð 1895 og í húsinu
var síðan rekin verslun allt til
1981. Þá hófst þar rekstur
prjónastofu sem stóð til 1994.
Síðan keypti Mýrdalshreppur
húsið og stofnað var Menningar-
félag um Brydebúð sem síðan
hefur aflað fjár til þess að end-
urbyggja húsið.
Nú er verið að vinna í húsinu
innanverðu og er búið að rífa
alla innveggi og einangra húsið
að nýju. Þegar verið var að rífa
klæðninguna innan úr húsinu
fannst heilmikið af gömlum
sendibréfum og dagblöðum sem
einhvernveginn hafa lent á milli
þilja. Meðal þess sem fannst var
Morgunblað frá 1914, en blaðið
var stofnað árið áður.
Sveinn Pálsson formaður
Menningarfélagsins vonar að
hægt verði að opna húsið í sumar
og hægt verði að taka á móti
ferðamönnum. Hugmyndir eru
uppi um að setja upp einhvers-
konar safn þar, t.d. Kötlusafn.
Sveinn segir að félagið hafi feng-
ið þrjár milljónir króna af fjár-
lögum yfirstandandi árs og það
sýni að eftir verkefninu sé tekið.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
SVEINN Pálsson með Morgunblaðið frá þriðjudeginum 26. maí 1914
fyrir framan endurgerða Brydebúð.
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir.
SKURÐGRAFA og vörubíll að störfum við skólahúsið.
Endurbætur í fullum
gangi í Reykholti
Reykholti - Nú gengur mikið á
við gamla Héraðsskólann í Reyk-
holti og veggir sem alltaf sneru inn,
farnir að snúa út. Á aðra hönd eru
stórvirkar vinnuvélar að rífa niður
gömul hús og á hina sést afgirt
svæði fornleifauppgraftarins þar
sem sérfræðingar voru sl. sumar
með sín fínlegu tæki að rannsaka
fortíðina.
Guðjón Samúelsson arkitekt
teiknaði Héraðsskólann í Reykholti
en byggingin var stórvirki á sínum
tíma, með sundlaug innanhúss. Og
strax í kjölfarið var byggt leikfímis-
hús á baklóðinni, þvert yfir fornan
arf í jörðu, þar sem göng Snorra
liggja upp að bæ hans. Bætt var svo
enn við og byggt smíðahús austur
úr leikfimishúsinu. Ekki var þó gert
ráð fyrir búnings- og hreinlætisað-
stöðu í samræmi við þessi nútíma-
þægindi. Menn brugðust fljótlega
við þeirri kröfu með þvi að byggja
afhýsi aftan við skólann, samhliða
sundlaugarálmunni, íþróttafólki til
ánægju þótt mörgum fagurkeran-
um hafí þótt lítil prýði af. Nú er ver-
ið að rífa þessi hús, enda ekkert
skóla- eða íþróttastarf á staðnum og
sundlaugin löngu tæmd. En upp-
runalegur hluti hússins fær engu
síður að halda sínum fallega arki-
tektúr.
Þjóðarbókhlaðan
fær afnot af húsinu
Þjóðarbókhlaðan mun fá afnot af
stórum hluta skólans og hefur látið
rifa allt tréverk innan úr austurálm-
unni. Þar verður fljótlega hafín end-
urbygging innanhúss. Liðin eru um
70 ár frá því húsið var upphaflega
tekið í notkun og vitna gamlar
myndir um þann uppbyggingar-
kraft sem ríkti í sveitinni þegar hér-
aðsbúar reistu húsið á svo til einu
sumri, úr steypumöl sem sótt var
niður í á.
Niðurrifið er því að hluta liður í
endurnýtingu hússins fyrir Þjóðar-
bókhlöðu og opnar um leið aðgengi
fyrir Þjóðminjasafn með fornleifa-
rannsóknir á þessum dýrmæta arfí
okkar Islendinga, en hafín var stór
rannsókn sl. sumar, sem standa
mun yfir í mörg ár.
Ferðaþjónusta í Hveragerði
Gríðarleg’ur fjöldi
ferðamanna sækir
staðinn heim
Hveragerði - Borgarafundur um
framtíðarmöguleika ferðaþjónustu í
Hveragerði var haldinn nýverið á
Hótel Ork.
Fundurinn var haldinn á vegum
atvinnu- og markaðsnefndar Hvera-
gerðisbæjar og var tilgangur hans
m.a. að gefa bæjarbúum, fyrirtækj-
um og stofnunum kost á að koma inn
í stefnumótunarvinnu í ferðamálum í
Hveragerði. Rögnvaldur Guðmunds-
son ferðamálafræðingur sem unnið
hefur að skýrslunni „Ferðaþjónusta í
Hveragerði 1997-’98“ kynnti skýrsl-
una en hún byggir á skoðanakönnun-
um sem fram fóru meðal heima-
manna, gesta og leiðsögumanna um
stöðu ferðamála í Hveragerði.
í máli Rögnvaldar kom meðal
annars fram að könnun sem Gallup
framkvæmdi sýndi að heimsóknir
íslendinga til Hveragerðis væru
um 800.000 á ári.
Um átta hundruð
milljónir á ári
Út frá því mætti áætla að útgjöld
innlendra ferðamanna væru um
800 milljónir króna miðað við að út-
gjöld í hverri heimsókn hafi verið
um 1.000 kr. á mann. Sama könnun
sýndi að um 72% íbúa á höfuðborg-
arsvæðinu heimsótti bæinn árið
1998, en um 68% íslendinga á aldr-
inum 16-74 ára komu í dagsferð til
Hveragerðis, að meðaltali 5,7 sinn-
um á árinu. Rögnvaldur taldi að
áætla mætti að um 50.000 erlendir
gestir hafi komið í Hveragerði árið
1998 og skilið eftir sig um 130
milljónir króna í tekjur. I þeim töl-
um er ekki tekið tillit til þeirra
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
BORGARAFUNDUR um málefni ferðaþjónustunnar í Hveragerði var haldinn að Hótel Örk.
gesta er koma til Hveragerðis af
skemmtiferðaskipum.
Á fundinum kynnti Magnús
Ágústsson, formaður atvinnu- og
marðaðsnefndar Hveragerðisbæjar,
markmið með stefnumótunarvinn-
unni og þá framtíðarsýn sem nefnd-
in hefur. I máli hans kom m.a. fram
að stefnumótunin er unnin innan
þess ramma sem bæjaryfirvöld hafa
markað sér í þeirri viðleitni að skil-
greina Hveragerði sem alþjóðlegan
heilsubæ. Einn af frummælendum
var Óli Rúnar Ástþórsson, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs
Suðurlands. Kynnti hann starfsemi
og uppbyggingu sjóðsins almennt
og hlutverk sjóðsins sem samstarfs-
aðila atvinnu og markaðsnefndar
Hveragerðis í stefnumótunarvinn-
unni.
Samstöðu vantar
Miklar umræður urðu um málið á
fundinum og kom þar meðal annars
fram að samstöðu vantaði milli
ferðaþjónustuaðila á staðnum og
stæði það greininni fyrir þrifum. I
lok fundarins voru stofnaðir fjórir
vinnuhópar meðal fundargesta og er
ætlunin að þeir komi með ábending-
ar sem nýst geta inn í stefnumótun-
aivinnuna.
Fundarstjóri var Olaf Forberg,
verkefnisstjóri atvinnu- og markaðs-
nefndar Hveragerðisbæjar. Hann
tilkynnti að lokaskýrslu um stefnu-
mótun í ferðamálum mætti vænta í
byrjun maí.
Við viljum fylgja bílnum sem við seljum þér úr hlaði.
Notfærðu þér ókeypis skoðun í fullkominni skoðunarstöð okkar.
ÁBYRGÐ
Qg> TOYOTA
Betri notaðir bflar