Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters „Járnfrúin“ tilbeðin Tveggja daga heimsókn Madeleine Albright til Kína lokið Stormasamar viðræður um stöðu mannréttinda í Kína Reuters MADELEINE Albright svarar spurningum fréttamanna við lok heimsóknar sinnar í gær. NÝR rússneskur stjórnmála- flokkur „Thatcher-sinnar Rúss- lands“ efndi í gær til síns fyrsta flokksþings en flokkurinn var formlega stofnaður í siðustu viku. Liðsmenn þessa nýja flokks aðhyllast stefnu Margaretar Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, í efnahags- málum og líta svo á að allt myndi horfa til betri vegar í Rússlandi yrðu kenningar Thatchers tekn- ar upp þar. Taka hinir rússnesku Thatchersinnar aðdáun sína á ,járnfrúnni“ svo alvarlega að vopnaðir verðir stóðu heið- ursvörð um málverk af Thatcher við upphaf flokksþingsins í gær. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að samskipti Bandaríkjamanna og Kínverja mjökuðust í rétta átt jafnvel þótt hart hefði verið deilt um mannréttindi, viðskiptamál og stöðu Taívans í tveggja daga opin- berri heimsókn hennar til Kína, sem lauk í gær. Albright ítrekaði eftir fund sinn með Jiang Zemin, forseta Kína, að stjórnvöld í Washington væru stað- ráðin í að efna til uppbyggilegrar samvinnu við Kína. „Samband okk- ar, sem þó er enn nokkuð langt frá því að ná þessu takmarki, er komið á það stig að geta þolað jafnvel harðar deilur,“ sagði AJbright. Hún var hins vegar harðorð í garð kínverskra stjórnvalda vegna frammistöðu þeirra í mannréttinda- málum og sagði að Bandaríkjamenn myndu aldrei skirrast við að brydda upp á þessu viðkvæma máli í sam- skiptum ríkjanna. „Þegar allt kem- ur til alls þá eru samskipti okkar við Kínverja um þessar mundir hvorki með besta né versta móti,“ sagði Al- bright hins vegar einnig. Rætt um inngöngu Kína í Heimsviðskiptastofnunina Mannréttindamál voru efst á baugi í viðræðum Albright og Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, í heimsókn utanríkisráðherrans bandaríska en sjálfur mun Zhu heimsækja Bandaríkin í apríl. Lýsti Albright þeirri skoðun sinni í við- ræðunum að stjómvöld í Peking yrðu að auka mál- og ritfrelsi í land- inu og byggja upp fjölflokka lýð- ræðisríki. Kínverjar sátu hins vegar við sinn keip, sögðu sjónarmið til mannréttindamála afstæð og að stefna ætti að samráði í þeim mál- um, en ekki að átökum vegna þeirra. Spenna í samskiptum ríkjanna vegna viðskiptamála var einnig á dagskrá í ferð Albright enda hafa Bandaríkjamenn nú áhyggjur af halla á viðskiptum við erlend ríki, auk þess sem hart er deilt um með hvaða hætti inngöngu Kína í Heimsviðskiptastofnunina (WTO) skuli bera að. Kínverjar vilja ganga í WTO á sömu skilmálum og þróun- arríki en Bandaríkjamenn, sem urðu að horfa upp á 57 milljarða dollara halla á viðskiptum sínum við Kína á síðasta ári, segja Kína of mikið stórveldi til að hægt sé að hugsa sér að Kínverjar fái að ganga í WTO sem eitt af fátækustu ríkjum veraldar væri. Leiðtogi skæruliðasveita Austur-Tímor Sakar leyniþjónustu hersins um að kynda undir átökum Jakarta. Reuters. Réttarhöld yfír andófs- mönnum sæta gagnrýni XANANA Gusmao, leiðtogi skæru- liðasveita Austur-Tímor, sakaði í gær leyniþjónustu indónesíska hersins um að kynda undir átökum í A-Tímor þar sem mikil spenna hefur ríkt undanfamar vikur og mánuði. Fór Gusmao fram á það að leyniþjónusta hersins(SGI) yrði kölluð heim frá A-Tímor. Gusmao hrósaði hernum fyrir varnarhlutverk hans í A-Tímor en sagði að SGI-menn hefðu önnur áform og ættu þess vegna ekkert erindi í landinu. A svo að heita að SGI lúti stjórn indónesískra hern- aðaryfírvalda í Dili, höfuðborg A- Tímor, en Gusmao fullyrti á fréttamannafundi í gær að stjórn- andi hersins í Dili hefði ekki fulla stjóm á starfsemi SGI á A-Tímor. Gusmao, sem setið hefur í fang- elsi í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, síðan árið 1992, var ný- lega færður í stofufangelsi. Hann var á sínum tíma dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að stýra and- spyrnuhreyfingu A-Tímorbúa gegn indónesískum yfirráðum. Stjórnvöld í Jakarta buðu A- Tímor í síðasta mánuði sjálfstjórn- arréttindi en sögðu að þau myndu hugleiða að veita landinu sjálf- stæði höfnuðu A-Tímorbúar boð- inu. Mikil spenna hefur hins vegar verið á A-Tímor enda býr þar fjöldi fólks sem ekki vill segja skil- ið við Indónesíu, og hefur komið til átaka milli þeirra og sjálfstæð- issinna að undanförnu. Abilio Soares, landsstjóri A- Tímor, reyndi í gær að róa taugar þeirra Indónesa sem búa á A- Tímor og sagði að engin ástæða væri fyrir þá að flýja landið vegna hættunnar á óeirðum, öryggis- sveitir í landinu myndu hafa hemil á átökum sem hugsanlega myndu blossa upp. Havana. Reuters. STJÓRNVÖLD á Kúbu leiddu fjóra þekktustu andófsmenn landsins fyr- ir rétt á mánudag en mennirnir hafa nú þegar setið í nítján mánuði í fangelsi án dóms og laga. Mál þetta hefur vakið athygli meðal ráða- manna og mannréttindasamtaka um heim allan, og þykir bera þess merki að mannréttindi á Kúbu séu enn fótum troðin þrátt fyrir að teikn hafí verið á lofti um umbætur í þeim efnum eftir heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Kúbu fyrir rúmu ári. Sakbomingarnir, Vladimir Roca, Marta Beatriz Roque, Felix Bonne og Rene Gomez Manzano eru öll á sextugsaldri og bíður þeirra fimm til sex ára fangelsisvist verði þau sakfelld. Þau voru handtekin árið 1997 fyrir undirróður, en þau gagnrýndu einflokkakerfið í land- inu og hvöttu til lýðræðislegra um- bóta. Erlendum fréttamönnum og stjómarerindrekum var meinaður aðgangur að réttarhöldunum, sem og baráttufólki fyrir mannréttind- um er hugðist íylgjast með þeim. Tugir andófsmanna, sem höfðu lýst því yfir að þeir hygðust vera viðstaddir réttarhöldin, voru fang- elsaðir við upphaf þeirra. Öðmm stuðningsmönnum sakborninganna var ráðlagt af yfirvöldum að vera ekki viðstaddir réttarhöldin. Mál andófsmannanna hefur dreg- ið athygli manna að bágri stöðu mannréttinda á Kúbu og hafa beiðnir, þess efnis að andófsmenn- imir fái að fara frjálsir ferða sinna, borist víðsvegar að frá ríkisstjóm- um og mannréttindasamtökum. Forsetakosningar í Argentínu Menem segist ekki ætla fram Buenos Aires. Reuters. ^NOHA Brunaslöngur frá Noregi Viðurkeimd brunavöm Fáanlegar með og án skáps „ÞETTA er síðasta kjörtímabil mitt,“ sagði Carlos Menem, forseti Argentínu, við fréttamenn á mánu- dag og batt þar með enda á vanga- veltur um það hvort hann ætlaði sér að knýja fram stjórnarskrár- breytingu svo að hann gæti boðið sig fram til forseta þriðja kjörtíma- bilið í röð. Forsetakosningar verða haldnar í Argentínu í október á þessu ári. Menem notaði tækifærið og greindi frá ákvörðun sinni eftir að hann setti argentínska þingið í fyrradag. Deilur og vangaveltur um framtíð Menems hafa sett svip sinn á argentínsk stjórnmál á liðnu ári. Þær hafa meðal annars valdið því að Perónistaflokkurinn hefur enn ekki valið frambjóðanda til for- setakosninganna í haust. Fram- bjóðandi Alianza, sem er bandalag tveggja stjómarandstöðuflokka, Fernando de la Rua, borgarstjóri Buenos Aires, nýtur mestrar hylli kjósenda samkvæmt skoðanakönn- unum. Stjómarskrá Argentínu leyfir ekki að forseti sitji lengur en tvö kjörtímabil samfleytt. Þrátt fyrir það hefur Carlos Menem unnið að því á bak við tjöldin á liðnum miss- emm að stjómarskránni verði breytt svo að hann geti boðið sig fram til forseta í þriðja sinn. Menem var fyrst kosinn forseti Ar- gentínu árið 1989. A mánudag sagði Menem að stjórnarskránni Reuters CARLOS Menem, forseti Ar- gentínu, yfirgefur þinghúsið í Buenos Aires. yrði ekki breytt en bætti við að ekki væm allir sammála þeirri nið- urstöðu. Stjórnarandstæðingar höfðu hótað því fyrir þingsetninguna að ganga á dyr gæfi forsetinn því undir fótinn í ræðu sinni að hann hygðist reyna að bjóða sig fram þriðja sinni. Að lokmni þingsetn- ingu var haft eftir Gracielu Fern- andez Meijide, einum helsta leið- toga stjórnarandstöðunnar, að nú hefði Menem flutt sína kveðju- ræðu. Helsti keppinautur og andstæð- ingur Menems innan Perónista- flokksins er Eduardo Duhalde, héraðsstjóri Buenos Aires-héraðs. Þær raddir hafa heyrst innan flokksins að Duhalde hygðist kljúfa hann léti Menem ekki af tilburðum til þess að bjóða sig fram í þriðja sinn. Stuðningsmenn segja ekki fullreynt Stuðningsmenn Carlosar Menems era ekki allir sáttir við yf- irlýsingu leiðtoga síns. Verkalýðs- leiðtoginn Antonio Cassia sagðist mundu halda ótrauður áfram bar- áttu fyrir því að Menem bjóði sig fram enn á ný. Lítill hópur stuðn- ingsfólks hafði safnast saman fyrir framan þinghúsið á mánudag og hélt á loft spjöldum með áletmn- inni: Menem ‘99.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.