Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Halldór Ásgrímsson utanríkisrád- herra. Skrifimi eldd imdir i Ríkisstjómin ákvað f gær að skrífa ekki undir Kyoto-bókunina fyrir 15. mars REYKMERKIN okkar koma til með að sjást víða að. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fákar á ferð HESTAMENN hafa notið kosta gæðinga sinna í veðurblíðunni síðustu daga. Hér fer flokkur mosfellskra manna og hesta með Móskarðshnúka og Mosfellið í bakgrunni, sem skarta súiu fegursta í vetrarskrúða. Vegagerðin Sjö tilboð í efnisvinnslu SJÖ tilboð bárust Vegagerðinni í efnisvinnslu á Vestfjörðum. Lægsta boð átti Sigurþór Þóris- son, Patreksfírði, sem bauð rúmar 28 milljónir, en kostnaðaráætlun er rúmar 40,6 milljónir. Aðrir sem buðu voru Tak ehf., Borgamesi, sem bauð tæpar 29 millj., Possvélar ehf., Selfossi, sem bauð rúmar 30,3 millj., Myll- an ehf., Egilsstöðum, sem bauð rúmar 30,7 millj., Gunnar Karl Þórðarsson og Jón Már Snorra- son, sem buðu rúmar 31,6 millj., Arnarfell ehf., Akureyri, sem bauð rúmar 33,4 millj., og Krókverk ehf., Sauðárkróki, sem bauð rúmar 36 millj. Sálfræði aldraðra á stofnunum Mikilvægt að aldraðir ráði sér sem lengst SJALFRÆÐI aldr- aðra á stofnunum er heitið á málþingi sem siðanefnd Sjúkra- húss Reykjavíkur stend- ur fyrir á morgun, fimmtudaginn 4. mars. Ástríður Stefánsdóttir situr í siðanefnd Sjúkra- húss Reykjavíkur og er fundarstjóri málþingsins. „Siðanefndin hefur reynt að taka fyrir ákveð: ið efni á hverju ári. í fyrra var það umföllun um þagnarskyldu sjúkra- húsanna sem var á dag- skrá. í ár var ákveðið að taka fyrir sjálfræði aldr- aðra á stofnunum. Það er efni sem tengist sjúkra- húsinu og við finnum að það brennur á fólki. Á málþinginu leggjum við út frá sjálfræði aldraðra sem siðferði- legu gildi.“ Ástríður bendir á að samfélag- ið geri í æ ríkari mæli kröfur um aukin mannréttindi og sjáifræðis- hugmyndin er sterk. „Aldraðir hafa orðið útundan í þessari um- ræðu. Það eru ákveðin gæði að fá að ráða sér og sínum högum sem lengst. Við það að fara á stofnun þarf fólk oft að lúta forræði stofnunarinnar sem kemur til með að hafa áhrif á daglegt líf þess. Hlutir sem hafa verið sjálf- sagðir fram að þessu verða nú allt í einu í höndum annarra. Þetta eru hversdagslegar ákvarðanir eins og hvað á að vera í matinn, hvemig liturinn er á gluggatjöldunum eða hvenær á að fara að sofa. Það er geysilega mikilvægt að geta tekið ákvarð- anir um eigið líf og ráða sínum málum áfram sem lengst. Jafnvel þótt starfsfólkið sé allt af vilja gert til að gefa þeim sem búa á stofnunum færi á að ráða meira sínu daglega lífi þá geta það verið þættir eins og knappur fjárhagur stofnunar sem kallar á ákveðinn rekstur og hönnun bygginga get- ur hamlað því að hægt er standa undir þessum viðhorfum. Það er mikilvægt að sýna öldruðum virðingu og það er áleitin spurning hvort við höfum staðið okkur nægilega vel í því.“ Hún segir að reynt verði á málþinginu að skoða sérstaklega stöðu aldraða á stofnunum og hvaða möguleikar eru á að auka sjálfræði aldraðra sem þar búa eða dvelja. „Það er nauðsynlegt að stofn- anir búi yfir þeim sveigjanleika að hægt sé að standa vörð um sjálfræði. Við teljum að umræðan sé mikilvæg til að kanna mögu- leikana á að auka sjálfræði aldr- aðra á stofnunum. Við uppbygg- ingu og skipulag stofnana þarf að hafa þá grundvallarkröfu til hlið- sjónar að fólk ráði sér sem lengst. Á stofnunum þurfa vist- menn oft að borða all- ir á sama tíma, sama matinn og fara í rúmið á sama tíma. Hvaða möguleikar eru á að breyta þessu?“ __________ - Verður eitthvað komið inn á lagalegt sjálfræði aldraðra? „Fyrst og fremst skoðum við hugtakið sjálfræði útfrá siðferði- • legu sjónarmiði. En siðferðilega hliðin snertir líka þá lagalegu. Lögin eiga að standa vörð um hið Ástríður Stefánsdóttir ► Ástríður Stefánsdóttir er fædd í Reykjavík 10. febrúar árið 1961. Hún lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands árið 1987 og hlaut almennt lækn- ingaleyfí árið 1989. Hún lauk BA-námi í heimspeki frá Háskóla íslands árið 1992 og MA-námi í sama fagi frá Dal- housie-háskólanum í Halifax árið 1993. Ástríður er lektor við Kenn- araháskóla íslands og starfar auk þess sem læknir á lungna- og berkladeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. Eiginmaður hennar er Jón Ás- geir Kalmansson, starfsmaður Siðfræðistofnunar Háskóla fs- lands, og eiga þau tvo syni. Stefán Eiríksson lögfræðingur og deildarstjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Hann mun kynna þær breytingar sem urðu á lögræðis- lögunum þegar þau voru endur- skoðuð síðast. Þá var gefinn möguleiki á skipan sérstaks fjár- gæslumanns án þess að grípa þurfi til þess að svipta viðkom- andi sjálfræði. Þetta er ákveðin réttarbót fyrir aldraða." - Aðrir sem halda fyrirlestra á máiþinginu? „Vilhjálmur Árnason, prófess- or í heimspeki við Háskóla Is- lands, verður með fyrirlestur og fjallar um merkingu sjálfræðis- hugtaksins og hvenær sé rétt að skerða sjálfræði. Hann mun einnig minnast á þá þætti sem hugsanlega geta ógnað sjálfræði aldraðra á stofnunum. Jón Snæ- dal öldrunarlæknir verður með inniegg um aðstæður aldraðra á stofnunum og Bryndís Víglunds- dóttir sérkennari og fyrrverandi skólastjóri lýsir sjónarhorni að- standenda aldraðra á stofnunum og hugmyndum sínum um hvern- ig ástandið er í dag og hvaða möguleika við eigum til að styðja betur við sjálfræði en gert er í dag. í framhaldi af erindunum verða pallborðsum- ræður og þar situr lfka Þóra Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri Dvalar- og hjúkrun- arheimilisins Klaust- urhóla á Klrkjubæj- arklaustri. Hún hefur í sínu starfi kynnt nýjar hugmyndir þar sem fólki á stofnunum er gefinn möguleiki á að ráða sínu daglega lífi meira en gengur og gerist." Málþingið verður haldið í safn- aðárheimli Háteigskirkju. Það Sjálfræði aldraðra frá siðferðilegu sjónarmiði siðferðilega sjálfræði. Einn af verður frá 14-17 og eru allir vel- fyrirlesurunum á málþinginu er komnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.