Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVTKUDAGUR 3. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur VISA íslands 134 milljarða velta HAGNAÐUR af rekstri VISA ís- lands á síðasta ári nam rúmum 172 milljónum króna eftir skatta en var 121 milljón króna árið á undan. Heildarviðskipti með VISA-kortum árið 1998 námu 134,3 milljörðum króna samanborið við 110,7 millj- arða árið 1997 sem er 21,3% aukn- ing á milli ára. Þar af námu kredit- kortaviðskipti 70,8 milljörðum, sem er 8,8 milljarða króna eða 14,28% aukning frá fyrra ári. Árið 1998 námu debetkortaviðskipti 63,5 millj- örðum króna sem er um 14,8 millj- arða eða 22,5% auknmg frá 1997. Síðasta ár hagstætt I fréttatilkynningu kemur fram að aðalfundur VISA var haldinn föstudaginn 26. febrúar sl. í árs- skýrslu stjórnar og reikningum fé- lagsins kemur fram að árið 1998 var fyrirtækinu mjög hagstætt á flesta lund. „Stjóm Visa íslands telur að starfsemi fyrirtækisins falli undir lög um lánastofnanir aðrar en banka og sparisjóði og mun verða sótt um starfsleyfí til viðskiptaráðu- neytisins á þeim grundvelli á næst- unni. Dóms Hæstaréttar í máli fé- lagsins gegn Samkeppnisstofnun vegna álagsgreiðslna á kreditkorta- viðskipti er að vænta um eða eftir páska,“ að því er fram kemur í til- kynningu. Hafinn er undirbúningur að út- 1998 gáfu greiðslukorta með örgjörva, snjallkorta öðru nafni. Sérstök greiðslugátt fyrir trygg viðskipti á veraldarvefnum með SET-öryggis- staðli verður opnuð í mars. Utgáfa skjáveskja fyrir VISA-kortnúmer hefst fljótlega í samvinnu við banka og sparisjóði. Fram kom á fundinum að fjöldi greiðslukorta á íslandi er með því mesta sem þekkist miðað við íbúa- fjölda og velta á mann heimsmet. Utgefín kort í heild hér á landi eru orðin yfir 400 þúsund. Þar af eru um 241 þúsund debetkort og um 168 þúsund kreditkort. Heildarvið- skipti með greiðslukortum í landinu námu í fyrra um 183 milljörðum króna. Kreditkortavelta var um 95 milljarðar króna og debekortavelta um 88 milljarðar króna. Þá eru ekki taldar með greiðslur með debet- kortum innan bankakerfísins um 130 milljarðar króna, vegna greiðslna á margvíslegum inn- heimtu- og lánakröfum, kredit- kortareikningum o.fl. Styttist í snjallkortaútgáfu „Hlutfall koi-taviðskipta af einka- neyslu er mun hærra hér en í öðr- um löndum eða um 60%, sbr. við 14% í Bretlandi, 12% á Spáni, 11% í Frakklandi og 10% í Bandaríkjun- um. Rætt er um að Island geti orðið fyrsta mynt- og seðlalausa samfé- lagið í heiminum ef svo heldur fram sem horfir. Tilkoma myntkorta (raf- silfurs/rafbuddu) og vefviðskipta á ef til vill eftir að fullkomna þessa þróun á næstu 5 árum,“ segir í fréttatilkynningu. Mikil aukning í úttekt reiðufjár Þar kemur fram að markaðshlut- deild VISA er sem næst 75% af kreditkortaviðskiptum og 72% af debetkortaveltu. Kortaviðskipti inn- anlands námu 59,4 milljörðum með kreditkortum og 62 milljörðum með debetkortum. Boðgreiðslur námu alls 7,7 milljörðum og raðgreiðslur 4,5 milljörðum af kreditkortavið- skiptum. Mikil aukning varð í úttekt reiðufjár, einkum úr hraðbönkum, sem nam 10,6 milljörðum með debetkortum og 4,4 milljörðum kr. með kreditkortum hér innanlands. Kortaviðskipti erlendis námu 11,4 milljörðum króna. Stjórn VISA íslands var endur- kjörin, en hana skipa: Sólon R. Sig- urðsson, bankastjóri Búnaðarbank- ans, formaður; Sigurður Hafstein, bankastjóri Sparisjóðabankans, varaformaður; Björn Bjömsson, framkvæmdastjóri Islandsbanka, ritari; Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Fram- kvæmdastjóri er Einar S. Einars- son. Plastprent hf. gefur út afkomuviðvörun Ekki tókst að stöðva taprekstur félagsins HP skipt í tvennt? HEWLETT Packard íhugar endurskipulagningu, sem gæti leitt til þess að tæknirisanum yrði skipt í að minnsta kosti tvö aðskilin fyrirtæki. Að sögn Wall Street Journal gæti skiptingin orðið ein sú mesta í fyrirtækjasögunni. HP var talið eitt athyglis- verðasta tæknifyrirtækið í byrjun áratugarins, en hagn- aður þess hefur dalað vegna lækkandi verðs á einkatölvum. HP hefur einnig farið halloka á miðlaramarkaði, þar sem hlut- deild Sun Microsystmens og IBM hefur aukizt. Orðrómur um hugsanlega skiptingu komst á kreik þegar fyrirtækið fékk ráðgjafafyrir- tækið McKinsey & Co. í lið með sér að kanna leiðir til að auka hagnað. PLASTPRENT hf. hefur gefið út afkomuviðvörun og greint frá því að tap hafi orðið af rekstri fyrirtækis- ins í fyrra. Ekki tókst að stöðva tap- rekstur á seinni hluta ársins eins og vonast var eftir þegar milliuppgjör fyrirtækisins var birt í ágúst sl. Greint verður frá afkomu fyrirtæk- isins í fyrra 19. mars næstkomandi. Viðsnúningur á rekstrinum I upphaflegum rekstraráætlunum Plastprents fyrir síðastliðið ár var gert ráð fyrir 35 milljóna króna hagnaði á árinu. I ágúst sl. var greint frá því að afkoman yrði mun iakari, og nam tapið 39 milljónum króna fyrstu sex mánuðina. For- ráðamenn fyiirtækisins reiknuðu þá með að takast myndi að stöðva tap- reksturinn seinni hluta ársins. I til- kynningu, sem Plastprent sendi frá sér í gær, segir að nú sé Ijóst að það hafi ekki tekist. Viðsnúningur hefur því orðið í rekstri Plastprents en fyrirtækið skilaði 96 milljóna króna hagnaði árið 1996 og 118 milljónum árið 1995 en reyndar greiddi fyrirtækið engan tekjuskatt síðarnefnda árið. Erfítt á umbúðamarkaði Forráðamenn Plastprents röktu tap fyrirtækisins á fyrri hluta sl. árs til mikillar verðsamkeppni á um- búðamarkaðnum, jafnt við innlenda sem erlenda plastframleiðendur. Bent var á að sterk staða íslensku krónunnar og innlendar kostnaðar- hækkanir, einkum launa, hefðu skekkt samkeppnisstöðuna gagn- vart erlendum framleiðendum. Spenna á vinnumarkaði hefði valdið fyrirtækinu áframhaldandi kostnað- arauka í formi meiri þjálfunarkostn- aðar, minni framleiðni og aukins launaskriðs. Þá hefði samsetning vörusölu fyrirtækisins einnig verið fyrirtækinu óhagstæð síðustu miss- eri og hlutur virðismeiri sölu hefði t.d. minnkað. Engin viðskipti urðu með hluta- bréf Plastprents á Verðbréfaþingi íslands í gær 1969-1999 30 ára revnsla Einangrunárgler GLERVERKSMIÐJAN Savnvet'k Eyjasandur 2 • 8SO Hella » 487 5888 • Fax 487 5907 Fjárfestingarsjóður stórkaupmanna Auknar fjárfest- ingar í verðbréfum HAGNAÐUR Fjárfestingarsjóðs stórkaupmanna nam rúmum 30 milljónum króna árið 1998 en 37 milljónum króna eftir óreglulega liði. Arið áður nam hagnaður sjóðs- ins 31 milljón króna. Eigið fé sjóðs- ins nam um síðustu áramót 300 milljónum króna. Raunávöxtun inn- eigna sjóðsfélaga á síðasta ári nam 10,1% en 13,1% eftir óreglulega liði. Undanfarin ár hefur sjóðurinn fjár- fest í innlendum og erlendum verð- bréfum í vaxandi mæli og er verð- bréfaeign hans nú rúmar 50 milljón- ir króna. Nýlega var haldinn aðalfundur sjóðsins sem er starfræktur af Sam- tökum verslunarinnar - Félagi ís- lenskra stórkaupmanna. I sjóðnum eni nú 85 fyrirtæki sem öll eru með- limir í Samtökum verslunarinnar. Lánar til allra verslunarfyrirtækja Fjárfestingarsjóður stórkaup- manna lánar til allra verlsunarfyrir- tækja, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, og eru flest lánin langtíma fjárfestingarlán. Sjóður- inn veitir einnig styttri lán, s.s. vörukaupalán. A fundinum var kjörin ný stjóm en hana skipa: Gunnar Þór Gíslason formaður, Halldór Jóhannsson varaformaður, Kristján Einarsson, Guðmundur Ingason og Pjetur N. Pjetursson. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Stefán S. Guðjónsson. Vísitala neysluverðs Spáð 0,2-0,35% hækkun í mars ÍSLANDSBANKI hefur sent frá sér verðbólguspá þar sem gert er ráð fyrir 0,2% hækkun á vísitölu neysluverðs í mars og að verðbólga næstu 12 mánuði verði 2,2%. Segir í spánni að sem fyrr felist helsta óvissan í gengisþróun, þróun erlends verðlags og þróun fram- leiðni. Afram megi búast við launa- skriði umfram samningsbundnar launahækkanir þar sem eftirspurn eftir vinnuafli aukist, en á móti gætu minni sveiflur í atvinnuleysi bent til betri nýtingar framleiðslu- þáttanna og þar með meiri fram- leiðni. Sérfræðingar Búnaðarbankans telja að vísitala neysluverðs í mars hækki um 3,7-4,3% á ársgrundvelli eða um 0,30-0,35% á mánaðar- grundvelli. -----♦♦♦----- Fram- kvæmda- stjóraskipti hjá Jökli hf. JÓHANN Magnús Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufar- höfn, hefur sagt starfi sínu lausu. Við starfi hans mun taka Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson, sem verið hef- ur fjármálastjóri Jökuls hf. frá því í apríl 1996. Að sögn Jóhanns Magn- úsar valdi hann að hætta störfum hjá Jökli hf. þar sem hann hefur starfað síðan í ágúst 1994, enda tel- ur hann kominn tíma til að breyta til. Óráðið er í hvaða starf hann fer. Jóhann Magnús mun starfa við fyr- irtækið fram í apríl við að setja Ás- björn inn í nýja starfið. -------------- Alcatel kaup- ir Xylan París. Reuters. FRANSKA fjarskiptafyrirtækið Alcatel ætlar að kaupa netbúnaðar- framleiðandann Xylan Corp. í Cala- basas í Kaliforníu fyrir um 2 millj- arða dollara til að færa út kvíarnar. Alcatel hyggst kaupa öll útistandandi hlutabréf Xylan og mun bjóða 37 dollara á bréf. Hluta- bréf í Xylan seldust á 25 dollara í Wall Street. Að sögn Alcatel mælir stjórn Xylan með því að gengið verði að tilboðinu. Tilboðið þarf samþykki 90% hluthafa til að hljóta staðfest- ingu eftirlitsyfirvalda. -----♦♦♦------ VWskilar góðum hagnaði Frankfurt. Reuters. HAGNAÐUR Volkswagen eftir skatta jókst um 65% í fyrra, en fyrirtækið telur að erfitt geti reynzt að skila sama árangri í ár vegna kreppu á bílamarkaði heims. Hagnaðurinn jókst í 2,24 milljarða marka úr 1,36 milljörðum marka. Sala jókst um 18,5% í 134.243 milljarða marka. Frá þessu er skýrt nokkrum mánuðum eftir VW setti nýja „bjöllu“ á markað í Bandaríkjunum. Sérfræðingur Merrill Lynch í London kvaðst telja að VW þættu horfurnar á þessu ári dekkri en ástæða væri til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.