Morgunblaðið - 03.03.1999, Side 18

Morgunblaðið - 03.03.1999, Side 18
18 MIÐVTKUDAGUR 3. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur VISA íslands 134 milljarða velta HAGNAÐUR af rekstri VISA ís- lands á síðasta ári nam rúmum 172 milljónum króna eftir skatta en var 121 milljón króna árið á undan. Heildarviðskipti með VISA-kortum árið 1998 námu 134,3 milljörðum króna samanborið við 110,7 millj- arða árið 1997 sem er 21,3% aukn- ing á milli ára. Þar af námu kredit- kortaviðskipti 70,8 milljörðum, sem er 8,8 milljarða króna eða 14,28% aukning frá fyrra ári. Árið 1998 námu debetkortaviðskipti 63,5 millj- örðum króna sem er um 14,8 millj- arða eða 22,5% auknmg frá 1997. Síðasta ár hagstætt I fréttatilkynningu kemur fram að aðalfundur VISA var haldinn föstudaginn 26. febrúar sl. í árs- skýrslu stjórnar og reikningum fé- lagsins kemur fram að árið 1998 var fyrirtækinu mjög hagstætt á flesta lund. „Stjóm Visa íslands telur að starfsemi fyrirtækisins falli undir lög um lánastofnanir aðrar en banka og sparisjóði og mun verða sótt um starfsleyfí til viðskiptaráðu- neytisins á þeim grundvelli á næst- unni. Dóms Hæstaréttar í máli fé- lagsins gegn Samkeppnisstofnun vegna álagsgreiðslna á kreditkorta- viðskipti er að vænta um eða eftir páska,“ að því er fram kemur í til- kynningu. Hafinn er undirbúningur að út- 1998 gáfu greiðslukorta með örgjörva, snjallkorta öðru nafni. Sérstök greiðslugátt fyrir trygg viðskipti á veraldarvefnum með SET-öryggis- staðli verður opnuð í mars. Utgáfa skjáveskja fyrir VISA-kortnúmer hefst fljótlega í samvinnu við banka og sparisjóði. Fram kom á fundinum að fjöldi greiðslukorta á íslandi er með því mesta sem þekkist miðað við íbúa- fjölda og velta á mann heimsmet. Utgefín kort í heild hér á landi eru orðin yfir 400 þúsund. Þar af eru um 241 þúsund debetkort og um 168 þúsund kreditkort. Heildarvið- skipti með greiðslukortum í landinu námu í fyrra um 183 milljörðum króna. Kreditkortavelta var um 95 milljarðar króna og debekortavelta um 88 milljarðar króna. Þá eru ekki taldar með greiðslur með debet- kortum innan bankakerfísins um 130 milljarðar króna, vegna greiðslna á margvíslegum inn- heimtu- og lánakröfum, kredit- kortareikningum o.fl. Styttist í snjallkortaútgáfu „Hlutfall koi-taviðskipta af einka- neyslu er mun hærra hér en í öðr- um löndum eða um 60%, sbr. við 14% í Bretlandi, 12% á Spáni, 11% í Frakklandi og 10% í Bandaríkjun- um. Rætt er um að Island geti orðið fyrsta mynt- og seðlalausa samfé- lagið í heiminum ef svo heldur fram sem horfir. Tilkoma myntkorta (raf- silfurs/rafbuddu) og vefviðskipta á ef til vill eftir að fullkomna þessa þróun á næstu 5 árum,“ segir í fréttatilkynningu. Mikil aukning í úttekt reiðufjár Þar kemur fram að markaðshlut- deild VISA er sem næst 75% af kreditkortaviðskiptum og 72% af debetkortaveltu. Kortaviðskipti inn- anlands námu 59,4 milljörðum með kreditkortum og 62 milljörðum með debetkortum. Boðgreiðslur námu alls 7,7 milljörðum og raðgreiðslur 4,5 milljörðum af kreditkortavið- skiptum. Mikil aukning varð í úttekt reiðufjár, einkum úr hraðbönkum, sem nam 10,6 milljörðum með debetkortum og 4,4 milljörðum kr. með kreditkortum hér innanlands. Kortaviðskipti erlendis námu 11,4 milljörðum króna. Stjórn VISA íslands var endur- kjörin, en hana skipa: Sólon R. Sig- urðsson, bankastjóri Búnaðarbank- ans, formaður; Sigurður Hafstein, bankastjóri Sparisjóðabankans, varaformaður; Björn Bjömsson, framkvæmdastjóri Islandsbanka, ritari; Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Fram- kvæmdastjóri er Einar S. Einars- son. Plastprent hf. gefur út afkomuviðvörun Ekki tókst að stöðva taprekstur félagsins HP skipt í tvennt? HEWLETT Packard íhugar endurskipulagningu, sem gæti leitt til þess að tæknirisanum yrði skipt í að minnsta kosti tvö aðskilin fyrirtæki. Að sögn Wall Street Journal gæti skiptingin orðið ein sú mesta í fyrirtækjasögunni. HP var talið eitt athyglis- verðasta tæknifyrirtækið í byrjun áratugarins, en hagn- aður þess hefur dalað vegna lækkandi verðs á einkatölvum. HP hefur einnig farið halloka á miðlaramarkaði, þar sem hlut- deild Sun Microsystmens og IBM hefur aukizt. Orðrómur um hugsanlega skiptingu komst á kreik þegar fyrirtækið fékk ráðgjafafyrir- tækið McKinsey & Co. í lið með sér að kanna leiðir til að auka hagnað. PLASTPRENT hf. hefur gefið út afkomuviðvörun og greint frá því að tap hafi orðið af rekstri fyrirtækis- ins í fyrra. Ekki tókst að stöðva tap- rekstur á seinni hluta ársins eins og vonast var eftir þegar milliuppgjör fyrirtækisins var birt í ágúst sl. Greint verður frá afkomu fyrirtæk- isins í fyrra 19. mars næstkomandi. Viðsnúningur á rekstrinum I upphaflegum rekstraráætlunum Plastprents fyrir síðastliðið ár var gert ráð fyrir 35 milljóna króna hagnaði á árinu. I ágúst sl. var greint frá því að afkoman yrði mun iakari, og nam tapið 39 milljónum króna fyrstu sex mánuðina. For- ráðamenn fyiirtækisins reiknuðu þá með að takast myndi að stöðva tap- reksturinn seinni hluta ársins. I til- kynningu, sem Plastprent sendi frá sér í gær, segir að nú sé Ijóst að það hafi ekki tekist. Viðsnúningur hefur því orðið í rekstri Plastprents en fyrirtækið skilaði 96 milljóna króna hagnaði árið 1996 og 118 milljónum árið 1995 en reyndar greiddi fyrirtækið engan tekjuskatt síðarnefnda árið. Erfítt á umbúðamarkaði Forráðamenn Plastprents röktu tap fyrirtækisins á fyrri hluta sl. árs til mikillar verðsamkeppni á um- búðamarkaðnum, jafnt við innlenda sem erlenda plastframleiðendur. Bent var á að sterk staða íslensku krónunnar og innlendar kostnaðar- hækkanir, einkum launa, hefðu skekkt samkeppnisstöðuna gagn- vart erlendum framleiðendum. Spenna á vinnumarkaði hefði valdið fyrirtækinu áframhaldandi kostnað- arauka í formi meiri þjálfunarkostn- aðar, minni framleiðni og aukins launaskriðs. Þá hefði samsetning vörusölu fyrirtækisins einnig verið fyrirtækinu óhagstæð síðustu miss- eri og hlutur virðismeiri sölu hefði t.d. minnkað. Engin viðskipti urðu með hluta- bréf Plastprents á Verðbréfaþingi íslands í gær 1969-1999 30 ára revnsla Einangrunárgler GLERVERKSMIÐJAN Savnvet'k Eyjasandur 2 • 8SO Hella » 487 5888 • Fax 487 5907 Fjárfestingarsjóður stórkaupmanna Auknar fjárfest- ingar í verðbréfum HAGNAÐUR Fjárfestingarsjóðs stórkaupmanna nam rúmum 30 milljónum króna árið 1998 en 37 milljónum króna eftir óreglulega liði. Arið áður nam hagnaður sjóðs- ins 31 milljón króna. Eigið fé sjóðs- ins nam um síðustu áramót 300 milljónum króna. Raunávöxtun inn- eigna sjóðsfélaga á síðasta ári nam 10,1% en 13,1% eftir óreglulega liði. Undanfarin ár hefur sjóðurinn fjár- fest í innlendum og erlendum verð- bréfum í vaxandi mæli og er verð- bréfaeign hans nú rúmar 50 milljón- ir króna. Nýlega var haldinn aðalfundur sjóðsins sem er starfræktur af Sam- tökum verslunarinnar - Félagi ís- lenskra stórkaupmanna. I sjóðnum eni nú 85 fyrirtæki sem öll eru með- limir í Samtökum verslunarinnar. Lánar til allra verslunarfyrirtækja Fjárfestingarsjóður stórkaup- manna lánar til allra verlsunarfyrir- tækja, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, og eru flest lánin langtíma fjárfestingarlán. Sjóður- inn veitir einnig styttri lán, s.s. vörukaupalán. A fundinum var kjörin ný stjóm en hana skipa: Gunnar Þór Gíslason formaður, Halldór Jóhannsson varaformaður, Kristján Einarsson, Guðmundur Ingason og Pjetur N. Pjetursson. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Stefán S. Guðjónsson. Vísitala neysluverðs Spáð 0,2-0,35% hækkun í mars ÍSLANDSBANKI hefur sent frá sér verðbólguspá þar sem gert er ráð fyrir 0,2% hækkun á vísitölu neysluverðs í mars og að verðbólga næstu 12 mánuði verði 2,2%. Segir í spánni að sem fyrr felist helsta óvissan í gengisþróun, þróun erlends verðlags og þróun fram- leiðni. Afram megi búast við launa- skriði umfram samningsbundnar launahækkanir þar sem eftirspurn eftir vinnuafli aukist, en á móti gætu minni sveiflur í atvinnuleysi bent til betri nýtingar framleiðslu- þáttanna og þar með meiri fram- leiðni. Sérfræðingar Búnaðarbankans telja að vísitala neysluverðs í mars hækki um 3,7-4,3% á ársgrundvelli eða um 0,30-0,35% á mánaðar- grundvelli. -----♦♦♦----- Fram- kvæmda- stjóraskipti hjá Jökli hf. JÓHANN Magnús Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufar- höfn, hefur sagt starfi sínu lausu. Við starfi hans mun taka Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson, sem verið hef- ur fjármálastjóri Jökuls hf. frá því í apríl 1996. Að sögn Jóhanns Magn- úsar valdi hann að hætta störfum hjá Jökli hf. þar sem hann hefur starfað síðan í ágúst 1994, enda tel- ur hann kominn tíma til að breyta til. Óráðið er í hvaða starf hann fer. Jóhann Magnús mun starfa við fyr- irtækið fram í apríl við að setja Ás- björn inn í nýja starfið. -------------- Alcatel kaup- ir Xylan París. Reuters. FRANSKA fjarskiptafyrirtækið Alcatel ætlar að kaupa netbúnaðar- framleiðandann Xylan Corp. í Cala- basas í Kaliforníu fyrir um 2 millj- arða dollara til að færa út kvíarnar. Alcatel hyggst kaupa öll útistandandi hlutabréf Xylan og mun bjóða 37 dollara á bréf. Hluta- bréf í Xylan seldust á 25 dollara í Wall Street. Að sögn Alcatel mælir stjórn Xylan með því að gengið verði að tilboðinu. Tilboðið þarf samþykki 90% hluthafa til að hljóta staðfest- ingu eftirlitsyfirvalda. -----♦♦♦------ VWskilar góðum hagnaði Frankfurt. Reuters. HAGNAÐUR Volkswagen eftir skatta jókst um 65% í fyrra, en fyrirtækið telur að erfitt geti reynzt að skila sama árangri í ár vegna kreppu á bílamarkaði heims. Hagnaðurinn jókst í 2,24 milljarða marka úr 1,36 milljörðum marka. Sala jókst um 18,5% í 134.243 milljarða marka. Frá þessu er skýrt nokkrum mánuðum eftir VW setti nýja „bjöllu“ á markað í Bandaríkjunum. Sérfræðingur Merrill Lynch í London kvaðst telja að VW þættu horfurnar á þessu ári dekkri en ástæða væri til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.