Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 19 ERLENT Hafnar tillögum um breytingar á stj ór narskránni Moskvu. Reuters. TILRAUNIR fulltrúa Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, ríkis- stjómar og rússneska þingsins til þess að ná pólitísku samkomulagi um yfirlýsingu um valdsvið þings og forseta runnu út í sandinn í gær. Leiðtogar Dúmunnar vilja minnka völd forsetans til þess að reka ráð- herra og rjúfa þing en til þess þarf að breyta stjómarskrá landsins. Dúman heitir því hins vegar að styðja stjóm og forseta. I Kreml hefur öllum tillögum um stjómar- skrárbreytingu hins vegar verið hafnað. Oleg Morozov, leiðtogi miðju- manna í Dúmunni, sagði að enn bæri nokkuð í milli, þótt samkomu- lag væri um sex atriði af átta í drög- um að yfirlýsingu forsetans og þingsins. Kremlverjar hefðu ekki léð máls á því að minnka völd for- setaembættisins þannig að hægt væri að mynda ríkisstjórn sem hefði meirihluta þingsins á bak við sig, því að það þætti auka völd Komm- únistaflokksins, sem er stærstur í Dúmunni. Andrei Bysigin, einn ráð- gjafa Jeltsíns, sagði enga leið fyrir forsetann að ganga að sumum til- lögum þingmannanna. Tilraunir til þess að ná sam- komulagi um skiptingu valds milli forsetaembættisins og þingsins hófust í ágúst síðastliðnum er gíf- urleg efnahags- og stjóm- málakreppa reið yfir Rússland. Þá var látið að því liggja í Kreml að forsetinn hygðist leggja sitt af mörkum til að sjá til þess að stjórnar- og forsetaskipti færu fram með eðlilegum hætti árið 2000. Samningaviðræður hafa legið niðri nokkra hríð en Jevgení Prímakov forsætisráðherra tók þær upp að nýju fyrr á þessu ári. Telja fréttaskýrendur að það hafi hann m.a. gert í því augnamiði að styrkja stöðu sína byði hann sig fram til forseta á næsta ári. ■( ifM 1 m Jasin. í* ||| ÉSSBH iltai ; V MS Reuters Alda mótmæla gengur yfir Haítí HUNDRUÐ haítískra stúdenta hafa mótmælt kennaraverkfalli á Haíti með því að kveikja í hjól- börðum og bifreiðum í Port-Au- Prince, höfuðborg landsins. Kennaramir hafa krafist 32% kauphækkunar sem yfirvöld segjast ekki geta greitt. Lög- reglusveitir hafa stórefit gæslu í borginni, handtekið mótmælend- ur og skotið að mannfjöldanum með táragasbyssum. Sljórnmálaástand í landinu er talið ótryggt um þessar mundir og var öldungardeildarþingmað- ur sem gagnrýnt hafði stjórnvöld harðlega, myrtur fyrir utan heimili sitt á mánudag. Átta ferðamenn drepnir í Uganda Kampala. Reuters. MANNRANIUGANDA Átök Kúrda og Israela í Berlín Tveir voru með skotsár á höfði Berlín. Reuters. SKÆRULIÐAR urðu átta ferða- mönnum að bana í gær eftir að hafa tekið fjórtán ferðamenn í gíslingu í þjóðgarði við landamæri Úganda og Kongó. Hersveitum tókst að bjarga sex þeirra, er til harðra átaka kom við skæruliðana. AIls voru ferða- mennimir 31 sem gistu í tjaldbúð- um þjóðgarðsins, en sautján voru ýmist látnir lausir eða náðu að flýja. Mannræningjarnir eru Hútú- menn úr hópi Interahamwe-skæru- liða, sem sagðir eru hafa tekið þátt í þjóðarmorði á allt að einni milljón Tútsa árið 1994. Eftir að núverandi ríkisstjóm Rúanda tók við völdum, hefur hluti liðsmanna Interhamwe haft aðsetur sitt í Kongó. Skæruliðamir eru sagðir með ódæðinu hafa viljað koma boðum til alþjóðar um að láta stjómmál í Rú- anda afskiptalaus. Drepnir á hrottalegan hátt Mark Ross er Bandaríkjamaður og einn þeirra sem komst lífs af. Hann sagði fréttamönnum í Kampala að skæraliðamir hefðu drepið mennina á hrottalegan hátt með sveðjum og öðrum bareflum auk þess sem einni konunni var nauðgað áður en hún var drepin. „Sá sem ég sá var afmyndaður í framan og með djúp sár eftir sveðj- umar,“ sagði Ross. Hann hafði eftir skæraliðunum að honum, ásamt hinum fimm sem komust lífs af, hafi verið sleppt svo þau gætu farið með þau boð til alþjóðasamfélagsins, að það ætti að hætta að skipta sér af innanlandsmálum í Rúanda. Ross sagði hina látnu hafa verið fjórar konur og jafnmargir karlar, frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Nýja- Sjálandi. Vildu breska og bandaríska fanga Ferðamennirnir voru sofandi í tjöldum sínum í Bwindi-þjóðgarðin- um, sem hýsir helming allra górilla í heimi, er skæruliðarnir, um 150 talsins, þustu inn í tjaldbúðimar þrjár. Þeir urðu fjóram þjóðgarðs- vörðum að bana sem reyndu að hindra áhlaup þeirra áður en þeir tóku tjaldbúðirnar herskildi og hófu að safna ferðamönnunum saman. Ferðamönnunum, sem komu frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Nýja- Sjálandi, Ástralíu, Kanada og Frakklandi, var skipað að standa í röð, þar sem allt verðmætt var tekið af þeim og þau spurð af hvaða þjóð- emi þau væra. Vitni segja að mann- ræningjarnir hafi sérstaklega verið að leita eftir Bretum og Bandaríkja- mönnum, en þeim var safnað saman í fjórtán manna hóp sem þeir héldu svo með upp í fjallshlíðamar. Sautján komust undan Fimmtán ferðamönnum, aðallega konum og bömum, frá Frakklandi, Skotlandi, Bandaríkjunum, Dan- mörku og Ástralíu, var sleppt og era ómeidd en urðu þó fyrir tölu- verðu áfalli, að því er Michael Cook, sendiherra Bretlands í Úganda, sagði í samtali við The Times í gær. Tveir bandarískir karlmenn komust undan með því að fela sig í skógin- um. Lögreglan í Úganda hóf strax víðtæka leit að ferðamönnunum og kom til vopnaðra átaka er hún hafði hendur í hári mannræningjanna og frelsaði sex gísla úr prísundinni. I ágúst sl. var sex ferðamönnum rænt af Hútú-skæraliðum, er þeir vora á ferð frá Úganda til Kongó. Þriggja þeirra er enn saknað en Skæruliðar Hútúa myrtu átta ferðamenn, sem þeir höfðu rænt í Bwindi-þjóðgarðinum í Úganda. Sex ferðamenn sluppu lifandi úr haldi mannræningjanna. Alls voai 31 ferðamaður tekinn i gislingu snemma á mánudagsmorgun. Fimmtán var fljótlega sleppt úr haldi og tveimur , tókst að flýja. :ij stjórnvöld í Úganda sögðu í síðasta mánuði líklegt að þeir væra enn á lífi. TVEIR af þeim fjórum Kúrdum, sem skotnir voru til bana er þeir réðust inn í ræðismannsskrifstofu Israela í Berlín, voru skotnir í höf- uðið. Þýska dagblaðið Berliner Zeitung greindi frá þessu í frétt í gær, sem byggðist á krufnings- skýrslum þýskra lækna. Kúrdamir voru að mótmæla handtöku Abdullah Öcalans í Kenýa en þeir töldu víst að ísra- elska leyniþjónustan hefði aðstoðað Tyrki við handtökuna. Israelsk stjómvöld lýstu því yfir í síðustu viku að öryggissveitar- mennimir hefðu skotið ofan við höfuð Kúrdanna og í fætur þeirra. Krufningsskýrslumar benda hins vegar til að þrír Kúrdanna hafi lát- ist samstundis af skotsárum og að tveir þeirra hafi verið skotnir í höf- uðið, þar af 18 ára gömul stúlka. Fjórða fórnarlambið lést á sjúkra- húsi nokkru síðar. Af þeim 20 Kúrdum í hópnum sem réðst inn í ræðismannsskrif- stofuna lifðu 16 árásina af. í skýrsl- um lækna kemur fram að nokkrir hafi fengið skotsár í mjaðmir, maga og axlir. Talsmenn ísraelska sendiráðsins í Bonn sögðu í gær að þeir hefðu engu að bæta við fyrri yflrlýsingar, sem sögðu að öryggissveitarmenn- irnir hefðu hleypt af byssum sínum í sjálfsvörn og að þeir hefðu „farið eftir öllum tilætluðum leiðbeining- um“. Sendiráðsmenn vildu ekki tjá sig um hvers vegna hinir látnu höfðu verið skotnir í höfuðið. Samstarf lánardrottna Rússlands í upplausn London. Reuters. SUNDRUNG kom á samstöðu erlendra lánardrottna Rússlands en tvær bankasamstæður hafa ákveðið að ganga úr skaftinu og samþykkja tillögur rússneskra stjómvalda um það hvemig greiðslum á skuldum Rússa verði háttað. Heimildarmenn úr banka- heiminum sögðu framtíð sér- staks samstarfshóps lánar- drottnanna, sem í sitja fulltrúar nítján lánastofnana, óljósa eftir að Deutsche Bank, sem stýrt hefur nefndinni, og Chase Man- hattan-bankinn ákváðu að sam- þykkja að endurskipuleggja greiðslur Rússa með hætti sem aðrir meðlimir hópsins telja óviðunandi. Var gert ráð fyrir að fulltrúar Deutsche Bank byðust sjálfir til að láta af stjóm samstarfshóps- ins og jafnvel var búist við að tekin yrði ákvörðun um að leysa hópinn upp. /ANCASffR Zancaster kynning dag, fimmtudag, og föstudag ki. 13-18 Vlláf Ox) ®iipp b3emiímæk; Spennandi kaupauki HAGKAUP Kringlunni Útsölustaðin Líbía, Mjódd, Nana, Hólagarði, Snyrtistofa Sigríðar Guðjóns, Eiðistorgi, Snyrtistofan Mandý, Laugavegi 15, Snyrtistofan Ársól, Grímsbæ, Hagkaup, Smáratorgi, Snyrtistofan Rós, Engihjalla 8, Hagkaup, Akureyri, Apótek Vestmannaeyja, Rangár Apótek, Hellu, Rangár Apótek, Hvolsvelli, Akranes Apótek, Apótek Suðurnesja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.