Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGLÝ5INGAR ATVINNU- AUGLÝBINGAR Landverðir Þjóðgarðurinn á Þingvöllum óskar eftir að ráða landverði til starfa sumarið 1999. Umsækjendurskulu hafa lokið námskeiði í landvörslu eða hafa reynslu á líku sviði. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra Þing- vallanefndar, Hverfisgötu 4a, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 482 2660 frá kl. 9.00-14.00. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Ertu góður penni? Hefurðu áhuga á fólki, mannlegum samskipt- um og ýmsu öðru, sem hæfir fjölbreyttu og vönduðu kvennablaði? Nýtt Líf leitar að blaðamanni í fullt starf. Lifandi og skemmtilegt starf fyrir hugmynda- ríkan blaðamann, sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt. Umsóknirskulu merktar „Nýtt líf - Sjálfstæði". Umsóknarfrestur er til 15. mars. NýttLíf, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. £k BREIÐABLIK Starfsmaður í íþróttahús Starfsmaðuróskast strax til almennra starfa, s.s. baðvörslu í búningsklefum kvenna o.fl., í íþróttahúsi Breiðabliks. Hlutastarf. Nánari upplýsingar veita Ólafurog Kristján í síma 564 1990 milli kl. 10 og 15 virka daga. Tölvuverkstæði Laust er til umsóknar starf verkstæðisformanns hjá tölvufyrirtæki á stór-Reykjavíkursvæðinu. Leitað er eftir manni, sem er rafeinda- eða kerf- isfræðingur, með mikla starfsreynslu af vél- og hugbúnaði, m.a. Windows og NT. Farið verður með allar upplýsingar sem trún- aðarmál. Laun samkvæmt samkomulagi. Vinsamlegast sendið skriflegar upplýsingar til afgreiðslu Mbl. fyrir 10. mars, merktar: „T - 1795". ÝMISLEGT FYRSTA FLOKKS FJÁRMÖGNUN Áhættufjármagn í boði fyrir verkefni og fyrirtæki á vegum stjómvalda, sem eru til söu. Stór verkefni og fyrirtæki okkar sérsvið. Einnig langtímafjármögnun fyrir stór og smá fyrirtæki. Engin umboðslaun fyrr en fjármagn fæst. FULLTRÚI óskast til að vera milliliður. Vinsamlegast sendið upplýsingar á ensku. VENTURE CAPITAL CONSULTANTS Investment Bankers 16311 Ventura Blvd., Suite 999 Encino, Califomia 91436 U.S.A. Fax: 001 818 905 1698 Sími: 001 818 789 0422 EINKAMÁL Kirsten Elsliger Vinsamlegast hafðu samband við mig í síma 0049 251 24351. Janine Kayser, Þýskalandi. Wanted Kirsten Elsliger! Please œntact me underthefollowing phone-no.: 0049 251 24351. Janine Kayser, Germany. HÚSNÆÐI ÓSKAST 3ja herb. íbúð óskast Kattspyrnudeild KR óskar eftir að leigja 3ja herb. íbúð, sem fyrst, í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi, fyrir leikmann félagsins. Lysthafendur hafi samband í síma 511 5515 eða 511 5516. TILKYNNINGAR BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Reykjavíkurflugvöllur - breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og breyting á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Breytingin varðar Reykjavíkurflugvöll: 1. Sett er inn tengibraut með helgunar- svæði, frá Hringbraut að fyrirhugaðri flugstöð, innan flugvallarsvæðis í framhaldi af tengibraut þeirri sem sýnd er frá Flugvallarvegi á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Við það breytist landnotkun úr almennu útivistarsvæði í helgunarsvæði meðfram stofn- og flugbrautum. 2. Bæjarstæði Nauthóls, sem er innan flugvallarsvæðis, færist út fyrir svæðið og við það breytist landnotkun hluta svæðis suðaustan flugvallar úr athafna- svæði í útivistarsvæði til sérstakra nota. 3. Helgunarsvæði suðurenda flugbraut- ar 02-20 stækkar til suðvesturs og við það flyst stofngöngustígur skv. aðal- skipulagi út fyrir öryggissvæði flugbraut- ar á uppfyllingu í sjó. Jafnframt er, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, auglýst til- laga að breyttu deiliskipulagi Reykja- víkurflugvallar. Tillögurnar eru til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 frá 3. til 31. mars 1999. Ábendingum og athugasemdum vegna ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 14. apríl 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillög- una. Þá er á sama stað og tíma til kynningar mat á umhverfisáhrifum endurbóta Reykjavíkurflugvallar Skipulags stofnun Endurbætur á Reykjavíkurflugvelli Mat á umhverfisáhrifum — frumathugun Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 3. mars til 7. apríl 1999 á eftirtöldum stöðum: Hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Allirhafa rétttil að kynna sérframkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 7. apríl 1999 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166,150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nán- ari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Á sama tíma verða auglýstar tillögur að breyt- ingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallarog liggja þærframmi til kynningar hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3 í Reykjavík. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Breyting á deiliskipulagi Kringlusvæðis Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 12. janúar og 9. febrúar 1999 breytingu á deiliskipulagi Kringlusvæðis. Breytingin nær til svæðis sem markast af Kringl- unni, Listabraut og Miklubraut. Reist verður bílageymsluhús og tengibygging milli Borgarleikhúss og verslunarhúss Kringlunnar. Breytingin var auglýst samkv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 23. október til 20. nóvember. Athugasemdir bárust og hafa umsagnir um þær verið sendar þeim sem þær gerðu. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga og hefur deiliskipulagið verið sent Skiplagsstofnun til yfirferðar. Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til Borgarskipulags Reykjavíkur. TIL SÖLU Fallgryfjur lýðræðis eru sakamálarannsóknirfyrir luktum dyrum, samningar um refsingar, Hólmavíkurhótun og þögn og aðgerðarleysi embættis-, fjöl- miðla- og stjórnmálamanna. Skýrsla um samfélag fæst í Leshúsi, Reykjavík. FÉLAGSSTARF Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum Fundarboð Aukafundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sem frestað var vegna veðurs þann 20. febrúar sl., verður haldinn í Stjórn sýsluhúsinu á (safirði sunnudaginn 7. mars 1999 og hefst kl. 13.00. Dagskrá: Stillt upp á framboðslista Sjálfstæðisflokkins í Vestfjarðakjördæmi til alþingiskosninga þann 8. maí 1999. Stjórri kjördæmisráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.