Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVTKUDAGUR 3. MARZ 1999 33 ÞORSTEINN V. SNÆDAL + Þorsteinn V. Snædal, Skjöld- ólfsstöðum á Jökul- dal, fæddist 8. ágúst 1914. Hann lést 28. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru: Elín Péturs- dóttir Maack og Vil- hjálmur Gunnlaugs- son Snædal, búend- ur á Eiríksstöðum á Jökuldal. Systkinin voru þijú, auk Þor- steins: Gunnlaugur, f. 21. mars 1911, og Steinunn, f. 17. september 1916. Eiginkona Þorsteins er Elín Margrét Þorkelsdóttir frá Arn- órsstöðum á Jökuldal, f. 4. nóv- ember 1909. Böm þeirra: 1) Vil- hjábnur Jón Snædal, f. 31. októ- ber 1945, kvæntur Ástu Sigurð- ardóttur og eiga þau fjögur böm og þrjú barnaböm. 2) Elín Þ. Snædal, f. 8. nóvember 1946, fé- lagsráðgjafi í Reykjavík. 3) Anna Sign'ður Snædal, f. 9. sept- ember 1948, kennari í Árósum í Danmörku og á hún eina dóttur. 4) Þorkell Þ. Snædal, f. I5. janú- ar 1950, búsettur í Árósum í Danmörku og á hann eina dótt- ur. 5) Þorsteinn Þ. Snædal, f. 11. febrú- ar 1953, sambýlis- kona hans er Ágústa Axelsdóttir og eiga þau einn son. Með fyrri manni súium, Lúðvíg Þorgríms- syni, sparisjóðs- stjóra úr Keflavík, átti Margrét eina dóttur, Jóhönnu Andreu, f. 10. sept- ember 1934. Hún var gift Sveini Hauki Valdimars- syni hrl. í Reykjavík og eiga þau þijú börn. Jóhanna á einnig dótturina Kötlu Mar- gréti Þorgeirsdóttur. Jóhanna á sex barnaböm. Dóttir Margrét- ar fyrir hjónaband er Bergþóra Sigríður Sölvadóttir, f. 28. sept- ember 1932. Maður hennar er Jón Víkingur Guðmundsson og búa þau á Grænhóli við Akur- eyri. Þau eiga átta böm og tutt- ugu og eitt bamabam. Dóttir Bergþóm fyrir hjónaband er Laufey Bjömsdóttir í Reykjavík. Utför Þorsteins fór fram frá Egilsstaðakirkju 5. janúar síðast- liðinn. Jarðsett var í Hofteigs- kirkjugarði. „Þó að lífið þraut sé oft að kveðja, þá eru eftir minningar sem gleðja." Mig langar að skrifa fáein, fátæk- leg og síðbúin kveðjuorð nú þegar Þorsteinn mágur minn hefur kvatt þetta jarðneska líf. Það er í sjálfu sér ekki mikill sorgaratburður þótt gamall, veikur og þreyttur maður fái langþráða hvíld en einhvem veg- inn er það svo að hjá okkur sem eft- ir lifum verður alltaf eitthvert tóma- rúm, einhver söknuður og umfram allt margt gott, sem er að minnast og þakka. Ég hef þekkt Þorstein svo lengi sem ég man eftir mér, frá því að ég var smábarn. Ég minnist fyrst þessara glæsi- legu ungu systkina frá Eiríksstöð- um. Þau vom bömin hennar Elínar „ljósu minnar“, eins og stundum var sagt, því Elín móðir Þorsteins var ljósmóðir í sveitinni og tók á móti mér, eins og mörgum öðmm Jök- uldalsbömum um fjölda ára við mikinn og góðan orðstír. Ég minnist Þorsteins sem ungs og glæsilegs manns þegar hann og tveir elstu bræður mínir komu út- skrifaðir búfræðingar frá Hvann- eyri. Við krakkarnir litum aldeilis upp til þessara lærðu manna því að þetta þótti heilmikill lærdómur í þá daga. Fyrst kynntist ég Þorsteini að ráði þegar ég var komin undir ferm- ingu. Þá var ég í farskóla á Eiríks- stöðum en þannig var barnaskóla- göngu háttað í sveitinni á þessum ámm. Eiríksstaðir voru annálað myndar- og höfðingsheimili. Þar var tvíbýli, þeir höfðu búið þar bræð- urnir Jón og Vilhjálmur Snædal, faðir Þorsteins, en Jón var látinn fyrir mörgum árum og Stefanía Carlsdóttir, ekkja hans, bjó á öðru búinu ásamt sambýlismanni sínum Jakobi Jónassyni og þeim börnum hennar sem ekki voru við nám ann- ars staðar. Á hinu búinu bjuggu Gunnlaugur bróðir Þorsteins, kona hans Björg Sigvarðardóttir frá Brú og Þorsteinn, sem þá var ókvæntur, og svo voru þar auðvitað foreldrar þeirra bræðra. Ég var til heimilis hjá Stefaníu og Jakobi og þar var ljómandi gott að vera, en auðvitað var það svo að við skólakrakkarnir gengum á milli góðbúanna eins og okkur sýndist. Trúlega höfum við ekki verið sér- lega spennandi til umgengni fyrir skólagenginn mann á þrítugsaldri, en aldrei fann ég neitt fyrir því hjá Þorsteini að hann liti niður til okkar á nokkurn hátt, hann var einstakt ljúfmenni og taldi ekki eftir sér að gera að gamni sínu við okkur krakkana og jafnvel taka þátt í smá- brellum okkar. Nokkrum árum síð- ar kvæntist Þorsteinn Margréti systur minni sem þá var búin að vera ekkja í nokkur ár, hún hafði verið ráðskona hjá bræðrum okkar á Arnórsstöðum með tvær dætur sínar síðan maður hennar, Lúðvíg Þorgrímsson, drukknaði í Jök- ulsánni. Þorsteinn keypti hálfa jörð- ina Skjöidólfsstaði, sem talin var ein besta jörð í sveitinni. Þangað fór Margrét til hans með dætur sínar og reyndist Þorsteinn þeim vel, þannig að ekki fannst mikill munur á framkomu hans við þær eða hans eigin börn. Þau Þorsteinn og Mar- grét eignuðust fimm böm og eiga þau hóp myndarlegra afkomenda. Foreldrar Þorsteins dvöldu hjá þeim tíma og tíma þótt þau ættu orðið sitt heimili í Reykjavík. Þor- steinn og Margrét byggðu sér nýtt hús, stórt og myndarlegt á tveim hæðum, á efrí hæðinni bjó Vilhjálm- ur sonur þeirra og Ásta kona hans. Þau eldri hjónin nutu þeirra forrétt- inda að fá að umgangast bamaböm sín í návígi og sjá þau vaxa upp eins og blómstur í túni. Þau munu hafa veitt Þorsteini ómælda ánægju, því að hann var einstaklega barngóður maður. Aidrei gerði Þorsteinn upp á miili bamabarna sinna og bama stjúpdætra sinna. Oft vora systk- inabörn Margrétar í sumardvöl á Skjöldólfsstöðum og alltaf fengu þau ómælda alúð og hlýju, sem þau minnast með þakklæti enn í dag. Skjöldólfsstaðir vom í þjóðbraut og þess vegna eins og nokkurs kon- ar umferðarmiðstöð. Þau hjón höfðu þar greiðasölu í nokkur ár og önn- uðust meðal annars um mat og kaffi fyrir rúturnar sem gengu milli Akureyrar og Reyðarfjarðar. Þor- steinn sá um bensínafgreiðslu fram á síðustu ár og var þá ekki alltaf spurt hvort það var á nóttu eða degi. Póstur og sími fyrir efri dalinn var alla tíð í umsjón Skjöldólfsstaða og var það oft ærin fyrirhöfn. Þá em ótalin störf Þorsteins í þágu sveitar sinnar, hann var lengst af hreppsnéfndarmaður og oddviti var hann í fjöldamörg ár og rækti störf sín af skyldurækni og hollustu við íbúa Jökuldals. Þorsteinn var frem- ur fáskiptinn maður og ekki allra, eins og stundum er sagt, en hann kunni þó vel að gleðjast með glöðum og lyfta glasi í góðra vini hópi og var þá hrókur alls fagnaðar því hann kunni mjög vel að meta hinar gullnu veigar án þess að það bitnaði nokkurn tíma á störfum hans fyrir sveitina eða öðrum störfum sem á hann hlóðust og allra síst á forsjá hans fyrir heimilinu, sem alltaf var með höfðingsbrag, opið gestum og gangandi. Ég minnist sumarferða okkar hjónanna um landið, alltaf var sjálf- sagt að gista á Skjöldólfsstöðum, sofa í aðalstofunni og setja allt á annan endann, borða á Skjöidólfs- stöðum og jafnvel fara þaðan nest- uð, og við vomm ekki alltaf ein á ferð heldur með fleiri meðlimi úr fjölskyldunni með okkur. Alltaf var allt sjálfsagt og velkomið. Mig lang- ar að færa sérstakar þakkir fyrir foreldra mína, sem eftir að þau vom flutt hingað suður vom alltaf vel- komin að vera á Skjöldólfsstöðum á sumrin eins og þau vildu eða höfðu tök á. Það var þeim mjög mikils virði að geta dvalið tíma og tíma í sveitinni sinni. Lífið hefur alltaf sína erfiðleika og sleppa fáir við þá. Heilsu Þorsteins hrakaði stöðugt með aldri og var þar mest um að kenna asma, sem hann glímdi við um árabil, og fór svo að lokum að hann varð að dvelja á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum nokkur síðustu árin. Fyrir tveimur ámm fluttist Margrét til Egilsstaða til þess að geta aðstoð- að mann sinn þegar hann þurfti á að halda. Margrét er ein af hetjum hversdagslífsins og bið ég henni blessunar Guðs á ævikvöldinu. Mig langar að þakka öllu starfs- fólki sjúkrahússins, sem af einstakri alúð annaðist Þorstein í veikindum hans. Megi blessun fylgja störfum þeirra. Margréti systur minni, bömum hennar, barnabömum og öðmm aðstandendum votta ég sam- úð. Megi Þorsteinn hvíla í friði. Ragna S. Gunnarsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA JÓNSDÓTTIR, Stóru-Ökrum, Skagafirði, lést á Landspítalanum mánudaginn 1. mars síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Jóelsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, GRÉTA VILBORG ILLUGADÓTTIR frá Akri, Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu- daginn 1. mars. Guðmundur Lárusson, Gréta Vilborg Guðmundsdóttir, Lárus Steinþór Guðmundsson, Jóhann Ragnar Guðmundsson og barnabarnabörn. Aðalheiður Auðunsdóttir, Úlfar Snær Arnarson, Ragnheiður Snorradóttir, + Móðir okkar, AÐALBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist á Eskifirði mánudaginn 1. mars. Ragnhildur Kristjánsdóttir, Ásrún Johanson, Vésteinn Ólason, Guðgeir Ólason, Rannveig Óladóttir. + Fósturfaðir okkar, afi og langafi, RAGNARJÓNSSON fyrrum bóndi, Bollakoti, Fljótshlfð, síðast til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 28. febrúar. Vilmunda Guðbjartsdóttir, Árni Ólafsson, Ólafur Þorri Gunnarsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Ragnar Björn Egilsson, Þórir Már Ólafsson, Ólína Dröfn Ólafsdóttir. + Elsku móðir okkar, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 20. febrúar, verður jarðsung- in frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. mars kl. 13.30. Anna Hatlemark, Hulda Hatlemark, Lyndís Hatlemark, Erla Hatlemark. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, NÖNNU JÓNSDÓTTUR frá Hofgörðum f Staðarsveit, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. mars kl. 15.00. Gunnar Kristófersson, Guðríður Austmann, Ólafur Kristófersson, Unna Svandís Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + BJÖRN EGILSSON fyrrverandi oddviti, Sveinsstöðum, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, að morgni þriðjudagsins 2. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Borgar Símonarson. + Vinur okkar, ODDGEIR AXELSSON, Rauðarárstíg 7, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 13. febrúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vinir og vandamenn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUNNÞÓRUNN EGILSDÓTTIR, Borgarási 10, Garðabæ, sem andaðist fimmtudaginn 25. febrúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, fimmtudaginn 4. mars, kl. 13.30. Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Geir Magnússon, Örlygur Sigurbjörnsson, Lilja Óskarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. X <U r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.