Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 37 HJÁLMAR RAGNAR HJÁLMARSSON + Hjálmar Ragnar Hjálmars- son var fæddur á Kambi í Deildardal í Skagafirði 3. mars 1931. Hann lést 10. janúar 1998 og fór útför hans fram frá Víði- staðakirkju 19. janúar 1998. A sumarskrúð um Skagafjörð skugga slær í þetta sinn er þú ferð á fund við jörð fallni byggðavinur minn. Sárt ég hlýt að sakna þín svo var okkar kynning góð. Alla tíð hún skært mér skín. Það skeflir ekki í þína slóð. (Hannes Pétursson) Ástæða þess að ég skrifa nokkur kveðjuorð til Ragnars tengdaföður míns fyrrverandi núna, rúmu ári frá andláti hans, er sú að ég átti til minningargreinina og mér fannst ég knúin til að birta hana og þakka mínum góða og trygga vini sam- fylgdina í gegnum árin. Mér fannst því vel við hæfi að birta hana á af- mælisdegi Ragnars, sem er í dag, 3. mars. í>ó að rúmt ár sé liðið frá andláti þínu elsku Ragnar minn er það ennþá hálfskrítin tilhugsun að þú skulir ekki lengur vera meðal okk- ar. Þú ætlaðir þér nefnilega að verða allra karla elstur og þannig gat ég vel séð þig fyrir mér. Norður í Skagafirði á Kambi, sælureitnum, milli tignarlegra fjalla með fagurt útsýni til allra átta og þá ekki sist sýnin út í Drangey á fallegu kvöldi. Þegar ég hugsa til þín sé ég þig fyr- ir mér við ótal tilefni. Minningarnar hrannast upp, t.d. hvernig þú stríddir mér er við hittumst í fyrsta sinn árið 1983 er Hössi kynnti mig fyrir þér sem tilvonandi tengda- dóttur. Um þig með vindilinn í munninum að glettast við vinnufé- lagana og segja þeim brandara eða jafnvel að segja einhverjum til syndanna! Þig á hestbaki á Röski þínum, jafnvel á „dönskum“, því hvaða máli skipti hvernig maður var klæddur. Sambúð okkar til þriggja ára er ég og Hössi fengum að búa hjá ykkur Ragga yngsta syni þinum meðan við vorum að byggja. Það verður aldrei fullþakk- að, Ragnar minn. Svo ekki sé minnst á umhyggju þína fyrir son- um þínum, tengdadætrum og barnabörnum sem sakna öll föður, tengdaföður og afa sárlega. Þú varst alltaf boðinn og búinn að að- stoða okkur öll og fleiri til ef þörf var á, sannkallaður vinur vina þinna. Það sýndi sig vel er ég og Hössi slitum samvistir fyrir tæpum fjórum árum. Þá komst þú í heim- sókn til mín á nýja heimilið mitt og bamanna og færðir mér innflutn- ingsgjöf. Sagðir mér að fara út á svalir til að taka á móti gjöfinni sem var borð og stólar á svalirnar svo ég gæti notið veðurblíðunnar og haft það huggulegt. Já, svona varst þú Ragnar minn, og ég gæti endalaust talið upp öll þín góðverk og manngæsku í gegn- um tíðina en kannski er það ekki að þínu skapi svo ég læt hér staðar numið. Eg og ótal, ótal margir aðrir sem þótti vænt um þig geymum þau með okkur og tökum fram úr hugskoti okkar þegar sorgin sverf- ur að og leitum huggunar og svöl- unar í myndum yndislegra minn- inga um góðan og mætan mann. Með sorg í hjarta og tár á kinn vil ég kveðja þig elsku Ragnar minn og þakka þér samfylgdina í gegnum tíðina. Þín Hanna G. Kristinsdóttir. ÓLAFUR JÓNSSON + Ólafur Jóhann Jónsson fæddist á Húmstöðum í Fljótum hinn 5. maí 1932. Hann lést af slysförum 13. febrú- ar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólum í Hjalta- dal 22. febrúar. Kveðja frá íbúum Svalbarðsstrandar- hrepps Ibúa Svalbarðs- strandar setti hljóða þegar sú harmafegn barst um sveitina að Olafur Jónsson, fyrr- verandi skólastjóri hér, hefði látist af slysfórum. Þessi dugnaðarfork- ur sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna og hellti sér af Mlum krafti út í þau verk sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var ekki einung- is góður stjórnandi heldur reyndist nem- endum sínum traustur félagi og bar hag þeirra ávallt fyrst og fremst fyrir brjósti. Hann var mikill áhugamaður um skák, skíðaiðkun og leiklist og hvatti nemendur sína óspart áfram á þeim vettvangi. Þá var hann einn af frum- kvöðlum um byggingu skólahúss- ins sem er okkur svo mikilvægt í dag. Nú þegar Ölafur er kvaddur hinstu kveðju er okkur ofarlega í huga þakklæti til hans fyrir allt það góða sem hann lét af sér leiða. SIGRÍÐUR ERLA JÓNSDÓTTIR + Sigríður Erla Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 12. mars 1933. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. febrúar. í dag kveð ég í hinsta sinn vin- konu mína, hana Sigríði Erlu Jóns- dóttur. Ég kynntist Siggu fyrst þegar ég hóf störf á Landakotsspít- ala á árinu 1972. Mér líkaði strax vel við hana. Hún var skemmtileg og vingjarnleg, fljót að koma auga á verk sem þurfti að vinna og vann þau vel. Hún beið alltaf þolinmóð meðan ég reyndi að koma frá mér setningum á íslensku á þessum fystu árum, og hún kenndi mér margt hagkvæmt sem ég hef notað gegnum árin við hjúkrunarstörf. En lánið lék ekki við Siggu. Á þessum árum missti hún tvo syni og eigin- mann, en eftir hvern harmleik virt- ist mér sem hún risi upp sem sterk- ari og betri manneskja. Einhver sagði: „Eftir sorgarviðburð getum við orðið annað hvort bitur eða betri“. Sigga varð betri. Bæði sjúk- lingum og starfsmönnum þótti vænt um Siggu. Ég sá hana aldrei í slæmu skapi, jafnvel þegar hún vann langar tvöfaldar vaktir. Alltaf gat hún séð það góða í mönnum. Hún hlustaði vel, og hafði ánægju af að hjálpa fólki. Sigga hjálpaði mig og huggaði á þeirri erfiðu stundu þegar ég missti manninn minn fyrir nokkrum árum. Einnig hvatti hún mig þegar sonur minn þurfti að ganga í gegnum lyfjameðferð eftir krabbamein síðasta vetur. Ég veit ekki hvernig ég hefði getað komist gegnum þessa erfiðleika án vinkonu eins og Siggu. Við áttum líka margar ánægju- stundir saman, bjuggum til jóla- konfekt og páskaegg fyrir barna- bömin, strekktum dúka, saumuðum gluggatjöld og sængurver, skipu- lögðum veislur, skiptumst á upp- skriftum, og margt fleira. Á síðasta ári hjálpaði hún mér við að sauma og ganga frá skírnarkjól fyrir bamaböm mín. Það var oft gaman hjá okkur, og við hlógum mikið þeg- ar við vorum saman. Ég hitti aldrei fjölskyldu hennar Siggu, en mér finnst eins og ég þekki hana vel eftir allt sem Sigga sagði mér frá henni. Börnin hennar og barnabörnin voru það mikilvægasta í lífi hennar, og hún elskaði þau af öllu hjarta. Mér fannst sérstakiega heillandi sam- band Siggu við dóttur sína, hana Öddu. Þær voru bestu vinkonur. Að lokum vildi ég koma því að, hversu þakklát ég er að Sigga þurfti ekki að þjást lengi, og að nú er hún hjá Guði, og sonum sínum tveimur og eiginmanni aftur. Ég bið þess að Guð huggi alla vini og ættingja, og þá sérstaklega Öddu og barnaböm- in. Esther Gunnarsson. Þórveigu og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd íbúa Svalbarðs- strandarhrepps, Hringur Hreinsson oddviti. Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér, hann Ólaf skólastjóra, hann hafði þetta sérstaka bjarta, trausta yfir- bragð. Ég sé fyrir mér fjörleg glett- in augun og góðlátlegt brosið. Bros- ið, sem svo auðveldlega læddist fram á varimar og náði á svipstundu til augnanna. Ég sé hann fyrir mér, Mlan atorku, áhuga og kátínu, með velferð okkar krakkanna í huga. Hann gekk meira að segja á hönd- um fyrir okkur, skólastjórinn sjálf- ur, það var nú varið í það. Og eitt var það sem skipti miklu máli, hann hrósaði. Því hann Ólafur skynjaði og vissi að hrós gat skipt sköpum fyrir litla, óstyrka sál. Að þegar maður er bara tíu ára getur eitt hrós og klapp á koHinn gert gæfumuninn. Þetta vissi hann svo vel. Ég sé þetta allt svo ljóslifandi fyrir mér. Þessar minningar á ég. Elsku Þórveig, böm, tengdaböm og bamaböm. Við þetta hörmulega slys hefur nú tilvera ykkar allra kúvenst á einni örskotsstundu. Hjá ykkur er hugur minn nú. Ég færi ykkur innilegar samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni. Guð styrki ykkur í sorginni. Kristín S. Bjarnadóttir. UTFARARSTO FA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI4B • 101 REYKJAVfK LfKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ANDRÉS KRISTJÁN GUÐLAUGSSON húsasmíðameistari, Langholtsvegi 48, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi mánu- dagsins 1. mars 1999. Pálína Júlíusdóttir, Júlíus Hafsteinsson, Ingibjörg Richter, Rannveig Andrésdóttir, Sveinn Finnbogason, Björg Andrésdóttir, Einar H. Einarsson, Þorleifur Andrésson, Ragnheiður Valgarðsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, fóstur- faðir, bróðir, tengdasonur og afi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON læknir, Stigahlíð 41, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, fimmtudaginn 4. mars, kl. 13.30. Birna Þ. Vilhjálmsdóttir. Þóra Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Lára M. Jónsdóttir, Þórarinn G. Guðmundsson, Svanhvít Gunnarsdóttir, Guðleif Þórunn Stefánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Vilhjálmur Sigurðsson, Guðrún Benný Svansdóttir, Hjördis Sóley Sigurðardóttir, Kári Gunnarsson, Ottó Ólafsson, Arnheiður Björnsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA BALDVINSDÓTTIR, Hörpugötu 9, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 27. febrú- ar, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju við Hraunbrún, Hafnarfirði, föstudaginn 5. mars kl. 10.30. Anna Gréta Arngrímsdóttir, Snorri L. Kristinsson, Kristín A. Linfeldt, Guðrún Arngrímsdóttir, Baldvin Arngrímsson, Margrét Arngrímsdóttir, Jóhannes Arngrímsson, Stefán S. Arngrímsson, Kristján S. Arngrímsson, Arngrímur Arngrímsson, James Diecker, Þórður Kárason, Gunnþór Hákonarson, Anna Radwanska, Jóhanna Steingrímsdóttir, Arnfríður Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir viljum við færa öllum, sem sýndu okkur hlýhug og stuðning vegna and- láts og útfarar elskulegs sonar okkar, bróður, mágs, barnabarns og frænda, HELGA LEÓS KRISTJÁNSSONAR, Bakkahlíð 19, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Kristján Snorrason, Anna Lísa Óskarsdóttir, Snorri Kristjánsson, Helena Antikainen, Óskar Kristjánsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Snorri Kristjánsson, Heba B. Helgadóttir, Ásta S. Hannesdóttir og frændsystkini. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, GUÐBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR kennara, Kambsvegi 31. Systkini hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.