Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Forvitnilegar bækur
Forvitnilegar bækur
KAPPFLUGID
>f|| ' ÆViNTYRI
I IL TOM SWIFT
TUmSIN
frW
Mrs
MOmnes <rfa 'NnrtiMe CkúMmeL
Binjahin Wilkomirski
T*A*ÍÝiA?(t5l ?*»$ c** C**<*x 8*OSVH
Hc v*r:tes vsiih a pocts vúQti. * tiáís statc of grace
'- k»l« Salakon. NtwY&k ftam Book ífe»«w
Hrindiafl,
hrindar og
hrindigeislar
Kappflaugið til Tunglsins eftir
Viktor Appleton. Bókaútgáfan
Snæfell í Hafnarfirði gaf út 1966.
Fæst í Bókavörðunni
eða í Kolaportinu.
Á SJÖTTA og sjöunda áratugn-
um var eitt helsta lesefni ungra
pilta sögumar um vísindamanninn
unga Tom Swift og ævintvri hans.
Höfundur bókanna var sagður
Viktor Appleton, en líkt og með
Alistair McLean voru höfundarnir
fleirí en einn og hét reyndar enginn
Viktor hvað þá Appleton; hryggja
verður vini Tom Swift með því að
höfundur flestra bókanna um Tom
Swift var stúlka, Hamiet S. Adams.
Bækurnar sem komu út á ís-
lensku hér á landi á sjöunda ára-
tugnum voru úr annarri röð Tom
Swift-bóka, sú fyrri fjallaði um
Tom Swift eldri og kom fyrsta bók-
in 1910. Önnur ævintýraröð kom
síðan út frá 1954 og loks sú þriðja
frá 1991.
Allar eiga bækurnar það sameig-
inlegt að segja frá ævintýrum hug;
vitsmanna sem heita Tom Swift. I
fyrstu röðini snýst allt um Tom
Swift eldri, en í þeirri sem hér kom
út hefur sonur hans tekið við ævin-
týrunum. Vísindin ei-u fyrirferðai--
meiri í röðinni um Tom Swift yngri,
og sögurnar í henni gegnsýrðar
barnslegri bjartsýni á mátt vísind-
anna og ofsóknarhyggjunni sem
einkenndi bandarískt þjóðlíf á
samningstímanum. Tom Swift er
sannkallaður þjóðarlaukur og ekki
þarf að leita lengi að fyrirmyndinni
að þrjótunum, hinum illu Brungar-
íumönnum, sem svífast einskis.
Tom Swift og Bud Barclay, vinur
hans og samstarfsmaður, standast
þeim þó snúning og vel það.
Hver bók um vísindamanninn
unga fjallar meira og minna um
einhverja af uppgötvunum hans og
sú sem hér er til umfjöllunar segir
frá hrindivélinni hans sem byggist
á einfóldu lögmáli sem Tom ungi
hefur uppgötvað: Áður óþekktri
rafsegulmagnsgeislun sem hvert
frumefni og samsætur þess gefa
frá sér. I sögunni hefur hann búið
til tæki sem framleitt getur þessa
geisla og með því að hafa þá úr fasa
við eðlilega geislun frumeindarinn-
ar myndaðist „fráhrindiafi“. Upp
frá því er allt upp flutt með hrindi-
afli, hrindum, hrindigeisla, - fiug-
vélar og flaugar.
I glímunni við hina ófrýnilegu
Brungaríumenn, en leiðtogi þeirra
heitir Otto Jantree, lenda þeii' fé-
lagar oft í hættum og hafa lítinn
tíma til að sinna stúlkunum sínum.
Samband þeirra er reyndar svo ná-
ið að menn hafa gert því skóna að
þar sé komið fyrsta samkyn-
hneigða parið í bandarískum ung-
lingabókmenntum. Hernig sem því
er farið er Bud ævinlega reiðubú-
inn að fylgja Tom vini sínum og víl-
ar ekkert fyrir sér: Bud rak upp
hrifningaróp: „Hverju skiptir eitt
líf í framþróun vísindanna?“
Árni Matthíasson
Þögnin
í gas-
klefanum
„Fragments" eftir Binjamin
Wilkomirski. 155 bls. Schocken
Books, New York, árið 1995.
Eymundsson. 1.195 krónur.
BARNIÐ þagði í mörg ár.
Enginn vildi hlusta á sögu þess,
enginn vildi skilja. Enginn gat
skilið. Hann var lítið barn sem
vissi hvorki hvað orðið mamma
þýddi, né hvað brauð var. En
hann vissi að sum börnin komu
aldrei aftur. Börnin sem sett voru
í gasklefann.
Hann slapp við klefann. Og nú
segir hann okkur sögu sína. Okk-
ur sem viljum heyra, okkur sem
viljum skilja. Við þekkjum sög-
una vel. Helfór. För til heljar. En
skiljum við í raun hvaða ólýsan-
legu kvalir fólk leið? Við í okkar
indæla lífi - hvernig eigum við að
geta skilið? Ulskan og viðbjóður-
inn, allt svo fjarlægt. Hryllingúr-
inn færist nær þegar lítið barn
segir frá. Lítið barn sem ólst upp
í útrýmingarbúðum.
Barnið er fullorðinn maður í
dag. En minningarnar eru sár-
beittar. Minningar um skordýr-
in, rotturnar, líkin. Ofbeldið.
Minningar um ungabörn sem
reyna að borða sína eigin fingur.
Bæði tárin og ógleðin eru ekki
langt undan við lesturinn. Lýs-
ingarnar eru kaldranalega
barnslegar á hinni ómennsku
meðferð og á misþyrmingum
sem allir verða að vita af. Og
læra af. Ulskan er yfirgengileg,
en ef enginn vill vita af henni og
enginn vill segja frá, hvernig
eigum við þá að læra af reynsl-
unni?
Hér er okkur sögð saga sem er
nístandi og sönn. Eini gallinn er
að hún er ... ekki sönn! Eftir að
hafa grátið blóðugum tárum er
lesandinn illa svikinn - nýlega
kom í ljós að sagan er uppspuni!
Æviminningamar lygi og höfund-
urinn kom aldrei nálægt útrým-
ingarbúðum. Hann blekkir
heimsbyggðina, vinnur sér inn
hatur fjölmargra og græðir fullt
af peningum. Allt á kostnað
þeirra sem upplifðu eymdina.
Hann hefur alla að fifli.
Þessi litla frásögn nær þó
ákveðnu markmiði. Hún vekur
lesandann til umhugsunar og
auðveldar honum að setja sig í
spor hinna þjáðu. En það er sár-
ast, að þó að þetta sé lygasaga, þá
tóku önnur börn þátt í þessum
ljóta leik. Mörg þeirra lifðu ekki
af. Og hin bara þögðu.
Silja Björk Baldursdóttir
FÓLK í FRÉTTUM
ANITA LOBEL SKRÁÐI MINNINGAR SÍNAR ÚR BARNÆSKU
Varð að segja
sögu sína
RISHÆÐ á besta stað í Soho á
Manhattan er langur vegur frá
barnæsku í Póllandi sem ein-
kenndist af flótta undan nasist-
um. En minningarnar eru enn-
þá svo sterkar að barnabóka-
teiknarinn Anita Lobel ákvað
að skrá niður endurminningar
sínar úr æsku. Hún rifjaði því
upp árin sem hún og yngri
bróðir hennar voru undir
verndarvæng kaþólskrar barn-
fóstru sinnar sem var á móti
gyðingum en hafði bundist
bömunum sterkum böndum og
bjargaði þeim frá klóm nasista
allt þar til stríðinu var nánast
lokið.
Ofagrar myndir - Barn
stríðsins eða No Pretty Pictures
- A Child of War heitir endur-
minningabók Lobel sem hefur
hlotið mikið lof vestanhafs í
flokki unglingabóka. „Bókin
var í huga mér alla tíð,“ segir
Lobel, sem er 64 ára gömul.
Byijaði að mynd-
skreyta bækur
Þegar Lobel fluttist til
Bandaríkjanna árið 1951 gekk
hún í Washington Irving High
School í New York og lagði
stund á listnám í Pratt-stofnun-
inni. Þar hitti hún Arnold Lobel
sem varð eiginmaður hennar,
en hann er þekktur rithöfundur
og teiknari barnabóka. Meðan
börn þeirra voru ung hannaði
Anita textílmunstur og vann
Þegar útgefandi Arnolds,
Susan Hirschman, sá þrjá klúta
sem Anita hafði gert leist henni
svo vel á að hún stakk upp á því
að Anita myndi búa til mynda-
bók. Sven’s Bride eftir Anitu
Lobel var gefin út árið 1965 og
komst á lista NY Times yfir
best myndskreyttu bækur árs-
ins. Hins vegar sýnir nýja bók
Anitu engar fallegar myndir
eins og titillinn gefur til kynna.
Hugmyndin að endurminn-
ingabókinni kviknaði á nám-
skeiði um skapandi skrif. „Þetta
var góður hópur. Við vorum
fijálsleg og Iásum upp það sem
við höfðum skrifað og ræddum
á fundum. Margt var skrifað á
námskeiðinu um margbreytileg
efni. I eitt skipti kom ég með
smásögu um æsku mína og allir
sperrtust upp í sætunum og
hlustuðu af athygli," segir Lo-
bel. „Síðan skrifaði ég um
ferðalög, um misheppnað ástar-
ævintýri og síðan aftur um
stríðið. Og aftur gerðist það
sama. Eg fékk athygli þeirra
óskipta."
Smám saman var grindin að
endurminningabók komin, þótt
lausleg yæri. Þegar útgáfufyr-
irtækið Gréenwillow Books gaf
grænt ljós á útgáfu hafði Lobel
tengt öll brotin saman í eina
heild.
Á röngum stað
röngum tíma
Það sem er sérstaklega áber-
andi við endurminningabók Lo-
bel er hversu hráar og nötur-
legar minningarnar eru. Lobel
gefur skýrt til kynna reiði sína í
æsku yfír að vera gyðingur.
Hún þráði að vera „réttu meg-
in“ og lærði fljótt að gyðingar í
Póllandi ættu erfitt uppdráttar.
„Ég fæddist í Krakow í Pól-
landi, á röngum stað á röngum
tíma,“ eru upphafsorð bókar-
innar. Heimsstyrjöldin síðari
hófst þegar Lobel var aðeins
fímm ára gömul. Faðir hennar
fór fyrstur af heimilinu. Síðan
móðir hennar sem var með
pappíra sem „sönnuðu" að hún
væri ekki gyðingur. Þegar hún
fór vom börnin send út í sveit í
umsjá barnfóstru þeirra.
Hvorki Anita né bróðir henn-
ar gengu í skóla á meðan á
stríðinu stóð. Þau léku ekki við
önnur börn af hræðslu um að
óvarleg orð gætu uppljóstrað
leyndarmálinu að þau væru
gyðingar.
Þrátt fyrir að Anita og bróðir
hennar hafi náðst rétt áður en
stríðinu var lokið og send í
fangabúðir, komust þau af.
„Það var ekkert sem benti til
þess að við myndum lifa stríðið
af. Líf okkar var ætíð á ystu nöf
og við komumst alltaf naum-
lega undan.“
Þegar systkinin voni frelsuð
úr fangabúðunum eftir stríðið
voru þau send til Svíþjóðar á
berklahæli. I Svíþjóð fór hún í
skóla í fyrsta skipti á ævinni.
Skólasystkini hennar sáu hana
sem framandi en spennandi fé-
laga sem var algjörlega ný
reynsla.
„Manneskja í fyrsta skipti
í Svíþjóð uppgötvaði ég í fyrsta
skipti hvernig tilfinning það var
að vera manneskja, fara í skóla
og eignast vini,“ segir Lobel.
Þegar foreldrar hennar komu
til Svíþjóðar biðu þau eftir
vegabréfsleyfi til að fara til
Bandaríkjanna. Anita var afar
reið yfir að þau litu á Svíþjóð
sem áfangastað á vesturleið en
ekki sem heimili.
„Við lifðum hörmungar
stríðsins af og það fór í taug-
arnar á mér þegar fólk spurði
mig saklausra spurninga um
Pólland. Bandaríkjamenn eru
að sumu leytir einfaldir. Þeir
héldu að fyrst ég fæddist í Pól-
landi væri ég pólsk. Þeir skilja
ekki að í Póllandi er ég gyðing-
ur, en ekki Pólveiji. En það tók
Anitu langan tíma að sætta sig
við gyðinglegan bakgi-unn sinn.
„I sex ár höfðum við barn-
fóstru sem var strangtrúaður
kaþólikki og siðan áttum við að
verða gyðingar á ný,“ segir
hún. „Ég sagði foreldrum mín-
um að ég vildi það ekki. Það
hljómar hörkulega en ég hugs-
aði: Hvað hefur það að vera
gyðingur gert fyrir mig?“
Þegar til Bandaríkjanna var
komið tengdist Ijölskyldan sam-
félagi gyðinga í New York og
faðir Anitu hjálpaði til að afla
fjár fyrir nýstofnað Israelsríki.
„Það var mikilvægt fyrir hann
að finna til samkenndar með
sínu fólki og upplifa að þurfa
ekki að vera í felum lengur."
Þegar Anita Lobel hafði búið
þrisvar sinnum lengur í Banda-
ríkjunum en hún bjó í Evrópu
var hún loksins tilbúin til að
horfast í augu við æsku sína.
„Ég vissi að ég gæti ekki dáið
án þess að segja sögu mína.“