Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 43 fltofgtiiiMtafeifr BRÉF TIL BLAÐSINS Grettir Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329 Fer fræðsla í skólum ekki til hagnýtra starfa? Frá Kristjáni Ottóssyni: AÐ UNDIRBÚA ráðstefnu eins og „Loftræsting í íbúðarhúsum" sem haldin verður 5. mars n.k./og fá menn til að ræða um og tjá sig um ástandið í reynd er meira en að segja það. Eg var að ræða við kennara í Háskólanum, og gagnrýna þekkifig- arleysi tækni- og verkfræðingá þeg- ar þeir koma út úr háskólunum inn á vinnumarkaðinn. Þá varð þessum ágæta kennara að orði: Stendur fyrir nokkrum banaslysum „Mér fínnst ekki ná nokkurri átt, að þú skulir ekki skilja að verkfræð- in er grein sem snýst um hinn eðlis- fræðOega grunn, og leggur ekki áherslu á sérsök hagnýtingartilfelli eins og loftræstingar, togaravélar, flökunarvélar; heldur fer í þann grunn sem á við öll þessi tæki. Þannig er hin hagnýta hlið aðeins tekin sem valgrein, og áhugi nem- enda á þessum fræðum er nánast enginn. Það er ekkert kennt um loft- ræstingar í Háskóla íslands, og hef- ur ekki verið í nokkur ár. Ástæðan er að greinin er ekki val- in af nemendum, og að við erum ekki að mennta loftræstiverkfræðinga eingöngu, heldur fólk, sem þarf á breiðum bakgrunni að halda. Geiri, sem eyðir einhverjum milljörðum í vatnstjón, og stendur fyrir nokkrum banaslysum á ári hverju er ekkert sérlega spennandi fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það fer frekar að nota grunnþekk- ingu sína við sölu á verðbréfum eða framleiðslu á pylsum“. Eg dreg þessi orð kennarans ekki í efa, vegna þess að þau endurspegl- ast úti í atvinnulífmu, í lélegri hönn- un og frágangi loftræstikerfa. Málið er í fáum orðum að ef við gerum kröfur um útsog frá eldhús- um, baði, klósettum og þvottahúsum, verðum við að gera grein fyrir því hvar loftið á að koma inn. Röng stað- setning á opnanlegum gluggum og afllitlum ofnum gerir okkur mun næmari fyrir trekk. Þessir þættir er varða okkur sjálf, fólkið í landinu inni á heimilunum, verða ræddir og krufnir til mergjar og reynt að §etja fram leiðir til úrbóta. Meðal efnis á ráðstefnunhi verður: Hvað ákvarðar lofttpágnsþörfina? Árifavaldar um loftstreymi. Hverjar eru helstu afleiðingar rangrar loft- ræstingar? Dreifing mengunar. Þéttleiki húsa og náttúruloftræsting. Mismunandi gerðii- loftræstikerfa. Samspil byggingar, loftræstingar og hitakerfis. Varmanýtni og endur- vinnsla. Hvað hentar best við ís- lenskar aðstæður, - og aðrar nýj- ungar í loftræstingu íbúðarhúsnæð- is. Framsögur flytja fulltrúar eftir- talinna aðila: Vinnueftirlits ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Há- skóla Islands, Tækniskóla íslands, Rannsóknarstofnunar byggingariðn- aðarins, Félags blikksmiðjueigenda, Ai-kitektafélags íslands, Verkfræð- ingafélags íslands, Tæknifræðinga- félags Islands, Byggingafræðingafé- lags Islands, Félags byggingarfull- trúa, Lagnafélags Islands og Kon- unglega tækniháskólans í Stokk- hólmi, Svíþjóð. KRISTJÁN OTTÓSSON, framkvæmdastjóri Lagnafélags íslands. Nú get ég ekki orða bundist £ s 1 ( 1 rv AND 1 E5PECIALLYN0 0065 ON 5KATE0OARP5 | v NO i ' y 0065 í N0 (r\ i 5KATE60ARP5 -- 1-30 Engir hundar. Engir hjólaskautar. Og einkum: Engir hundar á hjólaskautum. Frá Auðuni Braga. Sveinssyni: VIÐ BER, að ekki verður þagað yfir einhverju, sem lengi hefur blund- að í huga okkar. Það verður að fá út> rás, kjósum við þá ekki að láta sem ekkert sé. Eg er þeirrar skoðunar, að best sé að láta sannleikann koma í ljós, hversu óþægilegur sem hann kann að vera. Hinn 4. júlí 1997 birtist nýtt blað, sem nefndist Fjölnir, tímarit handa Islendingum, í dagblaðabroti, hvorld meira né minna en 100 blaðsíðúr. Pappírinn vai- örlitið vandaðri eh í venjulegum dagblöðum. 2. tölublaðið leit dagsins ljós 30. október sama ár, í sömu stærð og blaðsíðufjölda. Lofað var, að út kæmu fjögur hefti á ári, og þyrfti að greiða 3000 krónur fyrir. Ekki var það neitt voðalegt út af fyrir sig, því þama var um 400 blaðsíður lesmáls að ræða. En því miður komu aldrei nema þessi tvö fyrrnefndu hefti í mínar hendur, þrátt fyrir fjárútlátin. Sýnt er að út- gefendur, eða þeir sem að útgáfunni stóðu, hafa þama brugðist ásla-ifend- um. Skal nú gerð grein fyrir þeim, sem þama stóðu að verki, og hafa ekki einu sinni, mér vitanlega beðist afsök- unar á vanefndunum. Þetta fólk er til- greint á þriðju síðu 1. heftisins. Framkvæmdastjóri: Alda Lóa Leifs- dóttir. Ritstjóri: Gunnar Smári Egils- son. Ritnefnd: Alda Lóa Leifsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Hallgi’ímur Helgason, Huldar Breiðfjörð og Þor- valdur Þorsteinsson. Tekið var fram að aðeins væri tekið við áskriftargjöldum með greiðslu- kortum. Það var nú út af fyrir sig. Ég mun ekki hafa greitt með þeim gjald- miðli, heldur með reiðufé. Greiðslu- kort hef ég ekki notað enn, sem betur fer. Ég á í fórum mínum kvittun fyrir neftidri greiðslu. En um tvö tölublöð hef ég verið svikinn, það eitt er víst. Hvenær verður það leiðrétt? Ég vona að bréf þetta fái inni á síðum Morgun- blaðsins. Eru ef til vill einhverjir fleiri en ég sem eiga inni tvö tölublöð eða ígildi þeirra í peningum hjá Fjölni? AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þétta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.