Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ERLENT FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 25 SR-mjöl lokar tveimur mjölverksmiðjum Vilja hætta veiðum strax SR-MJÖL hf. lokaði í gær físki- mjölsverksmiðjum sínum á Raufar- höfn og Reyðarfirði. Sólveig Samú- elsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækis- ins segir ástandið á mörkuðunum orðið þannig að ekki svari lengur kostnaði að halda mjölframleiðslu áfram, því útlit sé fyrir að afurða- verð lækki enn frekar og ljóst sé að útgerðir loðnuskipa sætti sig ekki við lægra hráefnisverð en orðið er. Birgðasöfnun hafi verið gífurleg og nokkrir framleiðendur gripið til þess ráðs að flytja út óselt mjöl í geymslur erlendis. Hún segist þeirrar skoðunar að skynsamlegast sé að hætta veiðum þegar í stað. Eins og áður hefur verið gi'eint frá hefur afurðaverð á mjöli og lýsi lækkað hratt frá því íyrir áramót og er nú svo komið að fískimjölsverk- smiðjur sjá sér ekki hag í því að taka Iengur við hráefni. I dag fást um 250 pund eða um 29 þúsund krónur fyrir mjöltonnið og um 290 dollarar eða um 21 þúsund krónur fyrir tonnið af lýsi og hefur verð á þessum afurðum lækkað um nálega helming tveimur mánuðum. Reynd- ar er lítið magn er á bak við þær sölur sem átt hafa sér stað eftir ára- mót. Ef svo heldur fram sem horfir mun mjöltonnið verða komið niður í um 200 pund eða um 23 þúsund krónur í lok vikunnar. Að sögn Sólveigar hefur verð á mjöli og lýsi í raun verið í frjálsu falli sfðan í janúar. „Vegna þessa erfiða ástands á mörkuðunum og þess að vart er gerlegt að lækka hráefnisverð meira en komið er, hefur SR-mjöl hf. ákveðið að loka verksmiðjum sínum á Raufarhöfn og Reyðarfirði. Verksmiðjunum á Siglufirði, Seyðisfirði og í Helguvik verður haldið opnum um sinn þar sem framleiðsla þeirra hefur aðal- lega verið í verðmætara mjöli. Astandið á þeim mörkuðum er þó lítið betra og verður það skoðað í næstu viku hvort að unnt verði að halda þessum verksmiðjum áfram opnum. Perúmenn bcðið um framlengingu veiðibanns Margt hefur valdið því að afurða- verð á mjöh og lýsi hefur hríðlækk- að allt frá þvf fyrir síðustu áramót. Aflabrestur varð í S-Ameríku vegna E1 Nino frá maí 1997 fram í nóvem- ber 1998, þegar veiðar hófust aftur í Perú. Þetta varð til þess að verð á lýsi og mjöli náði sögulegu hámarki um mitt sl. ár. Notendur á mjöli og lýsi fóru að nota annað og ódýrara hráefni í sína framleiðslu. Fisk- mjölsverksmiðjurnar í Perú höfðu nýlega verið einkavæddar þegar þessir erfiðleikar hófust í S- Ámer- íku og settu nýja eigendur í mikil fjárhagsleg vandræði. Þegar veiðar hófust á ný í nóvember 1998, var mikill þrýstingur frá lánadrottnum þessara nýju eigenda að framleiða og selja strax. Þetta setti verðhrun- ið á stað. Astandið á mjöl og lýsis- mörkuðum er orðið svo slæmt að framleiðendur í Perú hafa farið fram á það við Sjávarútvegsráðu- neytið í Perú að það framlengi veiði- bannið á ansjósu. En veiðibannið átti að ljúka 15. mars n.k. Framleið- endur í Perú fara fram á þessa seinkun þó svo að þeir séu í miklum fjárhagslegum þrengingum. Ennfremur hefur orðið mikið verðfall á soya-afurðum á svipuðum tíma og hefur verð á þeim afurðum ekki verið lægra í 23 ár. Þessar af- urðir eru aðalkeppinautar mjöls og lýsis á fóðurmarkaðinum. Kenna má verðfalli á soya-afurðum slæmu efnahagsástandi í Brasilíu. Eins hefur efnahagsástandið í Asíu haft áhrif á mjöl- og lýsismarkaðinn, en helsti markaður íyrir mjöl hefur verið þar. Sólveg segir að það sem hafi gert framleiðendum erfitt fyrir héma heima sé hversu seint endanlegur loðnukvóti var ákveðinn, en rann- sóknarleiðangrar gengu mjög erfið- lega vegna slæms veðurs. „Þó svo að búist hefði verið við stærri kvóta, þá var erfitt að gera stóra sölu- samninga sem menn voru öryggir með að geta uppfyllt. Þegar verðfall verður eins hratt og nú er raunin, er erfitt að fá kaupendur til að kaupa mikið magn í einu þar sem þeir búast við enn lægra verði á næstu dögum. Þá hefur birgðasöfn- un verið gífurleg og margir flutt óseldar birgðir í geymslur erlendis. Líklega eru nú um 15 þúsund tonn af óseldu mjöli í erlendum birgða- geymslu og nokkur þúsund tonn af lýsi.“ Hráefnisverð verið of hátt Sólveig segir hráefnisverð á þess- ari vetrarvertíð hafa verið alltof hátt miðað við verðþróun á mjöl- og lýsismörkuðunum. Þó svo að hrá- efnisverð hafi verið lækkað á vertíð- inni, þá hafi það ekki verið nóg, þar sem að íslenskir framleiðendur hafi ekki gert marga fyrirframsamn- inga. „Það hráefnisverð sem greitt hefur verið undanfarna daga miðast í raun við verð á mjöli sé ekki lægra en 300 pund eða um 35 þúsund krónur, en á þessum árstíma er lýs- isnýtingin sáralítil." Sólveig segir útlitið fyrir kolmunnavertíð í apríl og síldarver- tíð í maí vera vægast sagt mjög slæmt þar sem búast megi við að birgðageymslur framleiðenda hér á landi verði enn fullar eftir loðnuver- tíðina og enn verði til óseldar birgð- ir erlendis. „Gera má ráð fyrir að hráefnisverð fyrir kolmunna og síld verði á svipuðum nótum og verið er að borga í dag fyrir loðnu eða jafn- vel enn lægra, ef verksmiðjueigend- ur treysta sér yfirleitt í að halda verksmiðjum sínum í framleiðslu," segir Sólveig. Viðar Karlsson skipstjóri á Víkingi AK Of heitur sjór fyrir loðnuna LOÐNUVEIÐIN var dræm í gær og loðnan smá sem fyrr en skipin voru að veiðum í svonefndri þriðju göngu við Hrollaugseyjar og Tvísker. Tæplega 150.000 tonn eru eftir af kvótanum og illa horfir með frystingu en um 8.000 tonn hafa ver- ið fryst til þessa. Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, landaði um 1.300 tonnum á Akra- nesi í íyrradag og var aftur á austur- leið í gær. „Bátamir sem voru við Vestmannaeyjar eru líka á austurleið þó þar sé líka h'tið um að vera,“ sagði hann. „Við verðum að dudda við þetta eins og hægt er þó leiðindaástand sé á þessu en svona heitur sjór er ekki fyrir loðnu. Hún leggst svo fljótt til lu-ygningar um leið og hún kemur í svona heitan sjó. Þetta hefur svo sem komið íyrir áður en maður leyfir sér ennþá að gera sér vonir um að ein- hver sleikja komi vestan að efth- átta til níu daga. En það er bara von.“ Reuters. Sögulegur fundur tveggja trúarleiðtoga JÓHANNES Páll páfi annar og Mohammad Khatami, forseti Irans, hittust í gær í Páfagarði. Páfi lýsti viðræðum þeirra Khata- mis sem „mikilvægum". Italíuferð Khatamis er fyrsta opinbera heimsókn forseta Irans til Vestur- landa, eftir byltinguna í Iran árið 1979. Khatami lýsti því yfir f gær, lokadag ferðar sinnar, að hann væri vongóður um „sigur eingyð- istníar, siðferðis og siðgæðis". Fundur trúarleiðtoganna stóð í 25 nu'nútur og ræddust þeir við með aðstoð túlka. „I dag er fagur dagur. Eg sný til heimalands míns, fullur vonar um framtíð- ina“, sagði Khatami við páfa. Á sama tíma og fúnduriim átti sér stað hafði safnast saman á Pét- urstorginu hópur um 50 andstæð- inga klerkastjórnarinnar í Iran. Héldu þeir á kröfuspjöldum og hrópuðu slagorð að Kliatanú. Eftir fundinn áttu Khatami og Sodano kardínáli fund þar sem rætt var um ástand mannréttinda í Iran, pólitíska stöðu í Miðaustur- lönduni og aðstæður kaþólska minnihlutans í íran. I sögulegri ferð sinni til Italiu, fór Khatami þess á leit við vest- ræn ríki að koma fram við þjóð sína og önnur íslömsk ríki sem jafningja. Lagði forsetinn ríka áherslu á að Iranir væru móttæki- legir fyrir öllum skoðanaskiptum og að þeir vildu hefja samvinnu um hnattrænt öryggi. Kínverjar vilja fá aðild að WTO sem allra fyrst Ætla að fallast á „miklar tilslakanir“ Pekingf. Reuters. STJORNVÖLD í Kína sögðust í gær vilja ljúka samningaviðræðum um aðild landsins að Heimsviðskipta- stofnuninni (WTO) fyrir árslok. Dai Xianglong, seðlabankastjóri lands- ins, sagði að Kínverjar myndu fallast á „miklar tilslakanir“ til að leiða við- ræðumar til lykta sem fyrst efth- 13 ára samningaumleitanir. Seðlabankastjórinn sagði ekkert um hvers konar tilslakanh- Kínverjar hefðu í hyggju. Skömmu síðar sagði Zhu Bangzao, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, að stjórnin vonaðist til þess að samningaviðræð- unum lyki áður en næsta lota fjöl- þjóðlegra viðræðna um málefni WTO hefst í lok ársins. Bandaríkin og nokkur önnur mik- ilvæg aðildai-ríki WTO þurfa að sam- þykkja inngöngu Kína í stofnunina áður en formlegar viðræður um mál- ið geta hafist. Zhu sagði að Banda- ríkjamenn þyrftu einnig að vera sveigjanlegir í viðræðunum og mættu ekki leggja fram „óraunhæf- ar kröfur“. William Daley, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að verulegur árangur hefði náðst í viðræðunum við Kínverja. Hann bætti þó við að erfitt yrði að leiða þær til lykta áður en Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, fer í heim- sókn til Bandaríkjanna í byrjun næsta mánaðar. Charlene Barshef- sky, viðskiptafulltrúi Bandaríkj- anna, ræddi málið við kínverska ráðamenn í vikunni sem leið og sagði að „mikilvægur árangur" hefði náðst þótt mikið bæri enn á milli. Ríkin deila einkum um við- skipti með iðnvarning og landbún- aðarvörur og þjónustu erlendra fyr- irtækja í Kína. „Einstakt rit í íslenzkum bókmenntum“ —... .................... ' ' '■ Mattíiías Johannessen Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson Ein helsta og frægasta ævisaga íslenskra bókmennta og höfuðrit meistara Þórbergs. I þessari bók setur hann sig í spor skrásetjarans og lifir sig inn í viðburðaríka ævi hins aldna prófasts, sem Þórbergur kallaði „síðasta fulltrúa íslenskrar ffásagnarsnilli11. Séra Ami var fæddur árið 1860 og lést árið 1948, og er saga hans ómetanleg heimild um íslenskan hugmyndaheim og trúarlíf á þessum tíma. Halldór Laxness segir um Þórberg f einni minningabók sinni: „A efri árum samdi hann absúrdsögu í fimm bindum um absúrdmann, Ama prest á Stórahrauni, og á áreiðanlega eftir að verða heimsbók.“ Matthías Johannessen kallar bókina kraftaverk og segir: „Flestir munu vera sammála um að ævisagan sé einstakt rit í íslenzkum bókmenntum og eigi vart sinn líka meðal erlendra ritverka.11 Ný útgáfa í filefni af pví að 110 ár eru liðin frá fœðingu meistara Þórbergs. tíi*"' # #; ojm illjfc Mál IMI og menning Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.