Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 40
Aukin þjónusta Stóraukið vöruval Áfram lágt verð Opnunartímar kl. 8 -18 virka daga kl. 10 -14 laugardaga MRbúöin Lynghálsi 3 Sími: 5401125 «Fax: 5401120 / Avallt í leiðinni ogferðarvirði 40 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Algengt að hafa brúk- unarhross úti allt árið Framleiðnisjóður styrkir hrossarækt Rúmar 8 milljónir til rannsókna á sumarexemi AKVEÐIÐ var á fundi framleiðni- sjóðs í vikunni að veita 8.250.000 króna styrk til samstarfsverkefnis yf- irdýralæknisembættisins, Tilrauna- stöðvarinnar á Keldum, Félags hrossabænda og ónæmisfræðideildar dýralæknaháskólans í Hannover um rannsóknir á sumarexemi í íslenskum hrossum. Jón Guðbjömsson framkvæmda- stjóri framleiðnisjóðs sagði að sum- arexem væri það vandamál sem brennur helst á íslenskum hrossa- bændum og útflytjendum nú og hefði því verið ákveðið að styrkja þessar rannsóknir. Hann sagði að styrknum fylgdi fyi-irheit um hliðstæðan stuðn- ing næstu tvö ár að uppfylltum vissum skiiyrðum, svo sem framvindu verk- efnisins. Einnig var samþykktur styrkur til Félags hrossabænda að upphæð 1.500.000 krónur vegna átaks til kynn- ingar á íslenska hestinum og hesta- mennsku innanlands. Að sögn Huldu G. Geirsdóttur mai'kaðsfulltrúa Félags hrossabænda sótti félagið um 6 milljóna ki-óna styi’k vegna þríþætts verkefnis tii kynning; ar á hestinum og hestamennsku. I fyrsta lagi er um að ræða kynningu á hestamennsku í grunnskólum í sam- starfi við skóla- og fræðsluyfii-völd og hestamannafélög. I öðru lagi að kynna hestamennsku sérstaklega sem val- kost fyrir fjölskyldur sem vilja verja frítíma sínum saman. Og í þriðja lagi yrði um almenna kynningu á hestin- um og hestamennsku að ræða í sem víðustum skilningi, þai- sem hesturinn verður gerður sýnilegur og eftirsókn- arverður í þjóðlífinu. Hulda sagði að líklega verði áhersia iögð á að ná til skólabarna til að byrja með en reynt að sinna hinum mark- miðunum eins og hægt er. Ljóst sé að reynt verði að vekja athygli á hestin- um hvenær sem tækifæri gefst. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir AÐ LOKNUM útreiðartúr á Vindhólum var breitt yfir hestinn og hon- um gefið kjarnfóður. Síðan var honum sleppt út í gerði til liinna hrossanna. Umgjörð hestamennskunnar hefur þróast með ólíkum hætti hér á landi og 1 öðrum löndum. A ferð hóps áhugamanna um -' hrossarækt til Pýskalands í síðasta mánuði — — ■ — komst Asdís Haraldsdóttir að því að á fá- um stöðum búa íslenskir hestar við önnur eins þægindi og flottheit og í heimalandinu. SÚ venja sem skapast hefur hér á landi í gegnum tíðina að hafa brúkun- arhross á húsi er mjög föst í sessi og varla að nokkrum Islendingi dytti í hug að hafa hross úti en brúka þau samt yfir vetrartímann. Hross sem á annað borð eru á húsi eru yfirleitt í vel byggðum og vel einangruðum húsum. Sífellt er verið að finna nýjar leiðir til að auka þægindi bæði fyrir menn og hesta í hesthúsunum og ný reglugerð um aðbúnað hrossa gerir miklar kröfur til þeirra sem halda hross í þessum efnum. Hesthúsahverfí þekkjast ekki í Þýskalandi er venjan sú að hesta- mennskan sé stunduð á búgörðum þar sem fólk fær leigða aðstöðu fyrir hesta sína hjá einstaklingum sem þar búa. Hesthúsahverfi eins og hér hafa byggst upp við alla þéttbýliskjarna þekkjast ekki. Þrátt fyrir að hross séu á járnum _^og brúkuð á veturna er algengt að þau séu höfð úti þar sem þeim er gef- ið. Eftir notkun er venjulega sett á þau ábreiða og þeim leyft að þorna um hríð og oft er þá tækifærið notað og þeim gefið kjarnfóður á meðan. Síðan er ábreiðan tekin af eftir mis- jafnlega langan tíma og þau ýmist sett í þaga eða hólf. A Islandi er talið að þetta skapi hættu á hósta og heymæði. Þegar forvitnast var um þetta í Þýskalandi taldi fólk svo ekki vera. Þeir sem undirrituð spjallaði við töldu að ef hross fengju hósta stafaði það frekar af smitsjúkdómum en ofkælingu. Aðstaða fyrir hross sem hópurinn skoðaði var mjög misjöfn eftir stöð- um. Sums staðar voru þau í stíum í hesthúsum, sem þó virtust yfirleitt óeinangruð. Ýmist voru þetta eins eða tveggja hesta stíur. Þar sem hross voru höfð úti voru þau sums staðar í eins eða tveggja hesta gerð- um, sem að hluta til voru yfirbyggð og annars staðar í venjulegum girð- ingum eins og við þekkjum, þó yfir- leitt í smærri kantinum. Þó sáust stórar girðingar eða stór svæði þar sem girðingahólf voru vel skipulögð svo sem á Kronshof og Wiesenhof. Algengt vai’ að sjá hross höfð í gerð- um, 10-20 saman og jafnvel fleiri. Sums staðar voru þau höfð úti allan sólarhringinn, annars staðar vora þau rekin inn í stór, óeinangruð og óinnréttuð hús yftr nótt og enn ann- ars staðar höfðu þau aðgang að slík- um húsum. Það vakti athygli að á fæstum bú- unum voru hross í það stórum gerð- um að þau gætu sprett úr spori og leikið sér. Og hvergi sá maður hesta vera að leika sér eða slást eins og húshestar og jafnvel útigangshestar gera gjarnan hér á landi. Kannski var það kuldinn og bara ekki komið vor í þá enn. Skítur var hreinsaður úr gerðun- um ýmist daglega eða honum safnað FLEST hrossin í Aegiedienberg eru höfð í svona gerðum þótt þar sé einnig boðið upp á einkastíur bæði úti og inni. Uthlutað úr útflutnings- og markaðssjóði Félag hrossabænda og LH fá 1.250 þúsund FÉLAG hrossabænda og Lands- samband hestamannafélaga fá hvort um sig 1.250 þúsund króna styrk úr útflutnings- og markaðssjóði ís- lenska hestsins. Alls bárust 11 um- sóknir en 5 hlutu styrki samtals að upphæð 3,9 milljónir króna. Þar af er 300.000 krónum úthlutað með ákveðnum skilyrðum. Að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar formanns útflutnings- og markaðs- nefndar fær Félag hrossabænda 1.250.000 króna styrk til að standa straum af kostnaði vegna starfs markaðsfulltrúa félagsins eins og undanfarin ár. Landssamband hestamannafélaga fær sömu upp- hæð vegna þátttöku í heimsmeist- aramótinu sem fram fer í Þýska- landi í sumar. Auk þeirra fá Krossaneshestar 400.000 krónur vegna Irlandsævin- týris og Bændasamtök Islands 500.000 krónur vegna tölvuforritsins Islandsfengs. Þá fær Islensk hrossakynning ehf. 500.000 króna styrk vegna heimasíðunnar Hrossabankinn þar sem eru skráð og kynnt söluhross hrossabænda í Skagafirði. Svein- björn sagði að 200.000 krónum yrði úthlutað strax en þegar Islensk hrossakynning getur sýnt fram á 300.000 króna tekjur af Hrossabank- anum fær hún sömu upphæð úr sjóðnum. Nú kostar 1.000 krónur að skrá hvert hross og þarf því að fá skráð 300 hross til viðbótar til að fá allan styrkinn. saman í nokkra daga og síðan fjar- lægður. Þetta þarf einnig að gera í smæiri girðingarhólfunum því ann- ars er hætta á að allt vaðist út í skít og sáum við reyndar dæmi um það. Hreinir og fínir á hálminum Hesthúsin eru yfirleitt ekki ein- angrað og þótti okkur stundum enn kaldara inni í þeim en úti, en frostið fór niður í 15° þegar við vorum þarna á ferðinni. Þennan kalda dag voru margir á útreiðum og virtust ekkert hlífa hrossunum. En inn á milli sá maður einnig hesta sem fóru ákaf- lega rólega og höfðu einhverjir á orði að líklega lærðu hrossin sem væru úti að fara sér hægt og hlífa sér til að svitna ekki. Það ber að hafa í huga að veturinn hefur verið óvenju langur og kaldur í Þýskalandi að þessu sinni. Inni í húsunum var eingöngu not- aður hálmur undir hestana og voru þeir hreinir og fínir og virtist fara vel um þá. Ýmist var heyið gefið á fóður- gang eða ofan á hálminn í stíunum. Á búgarðinum Ki’onshof var slíkur fóð- urgangur úti og lágu gerði að honum HROSSIN raða sér við yfirbyggða fóðurganginn á Kronshof. hvort sínum megin. Fóðurgangurinn var yfirbyggður og svo breiður að auðvelt var að aka dráttarvél með rúllu upp á hann. Gerðin voru einnig yfirbyggð að hluta og undir þakinu var hálmur. Þar voru einnig brynn- ingartæki. Annars staðar voru hross höfð í tveimur girðingarhólfum. Nokkuð mörg hross voru í hvorum haga fyrir sig og til þess að öll kæmust að í einu er notast við afrúll- ara sem er tengdur aftan við dráttar- vélina. Þannig er dreift úr rúllunni og hrossin raða sér eins og á garða. Þarf nýjar aðferðir við að ijalla um sumarexem Eins og búast mátti við bar sum- arexem oft á góma í ferðinni, enda viðurkennd staðreynd að stór hluti hrossa sem fædd eru hér á landi fá sumarexem þegar þau koma til ann- arra landa. Hér á landi hefur verið talað um að Þjóðverjar noti þessa staðreynd til markaðssetningar á sín- um eigin hrossum. Það kom því nokkuð á óvart að gestgjafarnir vildu ekki gera mjög mikið úr vandamálinu hvað þá sjálfa varðar. Meðal annars kom fram að staðsetning búgarðanna skipti miklu máli um hvort sumarex- em var mikið eða lítið vandamál. Einar Hermannsson á Vindhólum skammt frá Hamborg sagðist sleppa vel við sumarexem þó svolítið beri á því. Walter Feldman á Aegiedien- berg sagði það hins vegar vera þó nokkurt vandamál á heildina litið. Þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.