Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ STUTT Ummæli Karls vekja reiði RÆÐA sem Karl Bretaprins hélt í opinberu kvöldverðar- boði í Buenos Aires á þriðju- dagskvöld, og sem rituð var af fulltrúum breska utanríkis- ráðuneytisins eins og venja er, hefur vakið mikla reiði Argent- ínubúa, en í ræðunni sagði Karl sjálfstæði Falklandseyja ekki koma til greina, heldur yrðu þær áfram undir stjórn Breta. Bæði almenningur og ráðamenn hafa brugðist ókvæða við ummælunum og sagði Carlos Ruckauf, forsæt- isráðherra, þau „algjörlega óviðeigandi og dæmigerð fyrir breska stórveldið sem rændi eyjunni af Argentínu." Heim- sóknin, sem marka átti upphaf betri samskipta og aukinna viðskipta milli landanna, virðist nú ekki ætla að bera tilætlaðan árangur. Clinton biður íbúa Gvatemala afsökunar BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, bað íbúa Gvatemala afsökunar á því í gær að Bandaríkin hefðu stutt hægri stjóm Gvatemala, sem strá- felldi borgara í tugþúsunda tali í 36 ára borgarastyrjöld í land- inu. Clinton viðurkenndi einnig hlutdeild Bandarfkjanna í borgarastyrjöldum á áttunda og níunda áratugnum í öðrum löndum Mið-Ameríku og sagði Bandaríkin vilja stuðla að auknum og bættum samskipt- um ríkjanna í milli og aðstoða við uppbyggingu á svæðinu. 2 konur í ríkis- stjórn Sviss SVISSNESKA þingið kaus í gær Ruth Metzler til að sitja í ríkisstjóm, en þetta er í fyrsta skipti sem tvær konur gegna embætti ráðherra. Metzler var kjörin til að taka við af Amold Koller dómsmálaráðherra en Joseph Deiss mun skipa sæti Flavio Cotti, utanríkisráð- herra. Metzler, sem er 34 ára, er lögfræðingur og fjármála- fræðingur að mennt. Vilja halda ríkisþing- hússnafni FLESTIR Þjóðverjar vilja halda í nafnið „Reichstag“ á þinghúsinu í Berlín, sem reist var á keisaratímanum en gagn- gerar endurbætur hafa nú ver- ið gerðar á, áður en Sambands- þingið („Bundestag") flytur þangað frá Bonn. 59% að- spurðra í skoðanakönnun sem gerð var á vegum Forsa-stofn- unarinnar fyrir sjónvarpsstöð- ina RTL kusu að byggingin héldi sínu gamla nafni - ríkis- þing - þrátt fyrir að sumum nútímaþjóðverjum þyki það vekja óþægilegar minningar um keisara- og nazistatímann, þ.e. „annað“ og „þriðja“ þýzka ríkið, og kjósi frekar að bygg- ingin beri nafn Sambands- þingsins. I könnuninni lýstu þó aðeins 29% sig hlynnt slíkri nafnbreytingu á byggingunni, sem er ein sú þekktasta sem þýzka höfuðborgin státar af. Oskar Lafontaine segir af sér embættum fjármálaráðherra og formanns SPD Lyktir langvinnrar valda- og hugmyndafræðibaráttu Ákvörðun Lafontaines kom í kjölfar mikils átakafundar ríkisstjórnarinnar Reuters OSKAR Lafontaine (t.h.) og líklegur arftaki hans í embætti fjármála- ráðherra, Hans Eichel, sem er fráfarandi forsætisráðherra Hessen. GERHARD Schröder eftir að hann tilkynnti fréttamönnum í gær að hann hefði samþykkt afsögn Lafontaines. MEÐ AFSÖGN sinni í gær lét Oskar Lafontaine loks undan í löngu stríði sem hann og Gerhard Schröder hafa háð bæði innan flokksins og ríkisstjórnarinnar, það tæpa hálfa ár sem liðið er frá því hún tók við völdum eftir 16 ára valdatíma miðju-hægristjómar Helmuts Kohls. Schröder hefur lengi verið álit- inn einn helzti málsvari viðskipta- lífsvinsamlegrar stefnu innan Jafnaðarmannaílokksins (SPD) og hann var öðrum fremur holdgei’v- ingur þeirrar „nýju miðju“ sem of- urkapp var lagt á í kosningaáróðri SPD fyrir þingkosningarnar í sept- ember sl. Lafontaine aftur á móti hefur staðið fyrir „eldri“ gildi hefð- bundinnar vinstristefnu, og í krafti þess að meirihluti almennra flokks- manna SPD hefur hingað til meira hneigzt til fylgis við slíkar hug- myndir var Lafontaine kjörinn í formannsstólinn haustið 1995. Nú þegar Lafontaine hefur vikið af sviðinu er talið víst að Schröder taki við sem flokksformaður; þess má geta, að hann er fyrsti kanzlar- inn í sögu sambandslýðveldisins sem ekki er jafnframt leiðtogi síns flokks. Átök allt frá fyrsta degi „rauð-grænu“ stjórnarinnar Allt frá fyrsta degi hinnar nýju ríkisstjórnar SPD og gi’æningja, sem tók til starfa í lok október, bar mikið á misvísandi skilaboðum frá stjómarherrunum og ágreiningi um áherzlur, m.a. í skatta- og pen- ingamálum. Pessi ágreiningur var reyndar mest áberandi milli kanz- larans og fjármálaráðherrans. í þessum deilum kom skýrt í Ijós að innan forystu SPD hafa tekizt á tvenns konar hagstjómarhug- myndakerfi - í einfaldaðri mynd er þar um að ræða „Keynes-isma“ sem Lafontaine og fylgismenn hans aðhyllast og hins vegar meiri markaðshyggjumenn, sem Schröd- er er talinn til. Átökin á milli þessara tveggja fylkinga innan stjómarinnar náðu hámarki á ríkisstjómarfundi í fyrradag, þar sem kanzlarinn sagði hinum vinstrisinnaðri ráðherrum sínum til syndanna. Talsmaður Schröders, sagði það reyndar ranghermt í gær að kanzlarinn hefði óbeint hótað að segja af sér ef vissir liðsmenn stjómarinnar héldu áfram að þrýsta á um að fram- fylgja stefnu sem viðskiptalífið teldi sér fjandsamlega, en afsögn Lafontaines sannar að harkalega hafi verið tekizt á og þá ekki sízt milli þeirra Lafontaines og Schröders. Dagblöðin Die Welt og Bild höfðu haldið því fram að Schröder hefði látið svo um mælt að hann sæi sér ekki lengur fært að axla ábyrgðina á slíkri stjómarstefnu. Schröder vai- sagður hafa varað eindregið við hættunni á því að þýzkt viðskiptalíf í heild sinni héldi að sér höndum í fjárfestingum og skapaði engin fleiri störf. Slíkt væri einsdæmi í heiminum. Stjóm- in ætti ennfremur í vandræmum í samskiptum sínum við verkalýðsfé- lögin; mótmælaaðgerðir verka- manna í orkugeiranum gegn lokun kjamorkuvera taki hann mjög al- varlega. Talsmaðurinn, Uwe-Karsten Heye, tjáði fréttamönnum áður en fréttist af afsagnarákvörðun Lafontaines, að möguleikinn á af- sögn kanzlarans hefði alls ekki borist í tal. Schröder hefði hins vegar gefið stjórninni fyrirmæli um að forðast að leggja frekari byrðar á atvinnulíf og skattgreið- endur Þýzkalands. Málamiðlun í ríkisborgara- réttarmálinu Yfir 60% þýzks almennings hafa reynzt mótfallin tillögum græn- ingja, sem eiga tvo ráðherra í stjóminni, um breytingar á lögum um ríkisborgararétt, og fleiri bar- áttumál þeirra hafa fallið í grýttan jarðveg hjá meirihluta fólks, svo sem ofurskattar á eldsneyti og áform um lokun hinna 19 kjarn- orkuvera landsins. I gær skýrði innanríkisráðherr- ann Otto Schily, sem er í SPD þótt hann hafi á sínum tíma átt þátt í stofnun Græningjaflokksins, frá því að stjómin hefði náð samkomu- lagi við Frjálsa demókrata (FDP) um málamiðlun í ríkisborgararétt- armálinu, í því skyni að auðvelda afgreiðslu fmmvarpsins í báðum deildum þingsins. Samkomulag um umbætur á landbúnaðarsjóðakerfí ESB Brusscl. Rcuters. EFTIR átján tíma lokalotu samn- ingaviðræðna, sem staðið höfðu í þrjár vikur, tókst landbúnaðarráð- herrum Evrópusambandsins (ESB) í fyrrinótt að ná samkomu- lagi um umbætur á sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins. Fögnuðu þeir flestir niðurstöð- unni sem róttækustu endurskoðun stefnunnar frá því hún varð til fyrir 40 árum, en að mati sumra er ekki gengið nógu langt í umbótaátt og ekki þykir útilokað að leiðtogar ESB, sem koma saman til að reyna að ganga frá heildarsamkomulagi um endurskoðun fjármála sam- bandsins á aukafundar í Berlín 24.- 25. marz, hafni landbúnaðarsam- komulaginu. Öðrum þykir hins vegar hugsanlegt að samkomulagið opni leið að sáttum um heildar- umbætur fjármálanna. Þótt ráðamenn margra aðildar- ríkja sambandsins hefðu í gær lýst yfir ánægju sinni með að sam- komulag skyldi yfirleitt hafa náðst var Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fljótur að láta í Ijósi óá- nægju, sem vakti ótta um að hann kynni að varpa því fyrir róða þegar á hólminn kemur í Berlín, ef fast verður þrýst á Breta að gefa eftir þær sjálfvirku endurgreiðslur sem þeir fá úr sameiginlegum sjóðum sambandsins og Margaret Thatcher samdi um fyrir 14 ár- um. Sumir frétta- skýrendur líta á landbúnaðarsam- komulagið sem vísbendingu um þá tegund málamiðlunar sem líkur bentu til að komið gæti út úr Berlín- arfundinum, en einkennandi fyrir það er að ákvarðanir í málum sem mestur ágreiningur er um - svo sem brezku endurgreiðslumar - er slegið á frest, jafnvel til margra ára. Lækkun á viðtniðunarverði korns, kjöts og mjólkur Umbæturnar á fjármálakerfi ESB eru nauðsynlegar vegna fyrir- hugaðrar fjölgunar aðildarríkja, en allt að 12 lönd í Mið- og Austur- Evrópu munu væntanlega fá inn- göngu á næsta áratug. Mestu breyt- ingamar sem fólust í því sem ráðherramir 15 sömdu um á næturfundinum í Bmssel er lækkun á viðmiðunai'- verði koms (-20%), nautakjöts (- 20%) og mjólkurafurða (-15%) nið- ur að því sem næst því marki sem telst heimsmarkaðsverð. Þannig er ætlunin að gera evrópska landbún- aðarframleiðslu samkeppnishæfari og koma að einhverju leyti til móts við kröfur um að ESB dragi úr nið- urgreiðslum til að uppfylla reglur Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um sanngjarna samkeppni í alþjóðaviðskiptum. En samkomulagið, sem var ákveðið í atkvæðagreiðslu með auknum meirihluta (Portúgal var á móti), mun að öðru óbreyttu sprengja fjárlagarammann, sem ætlunin hafði verið að landbúnað- arútgjöld færu ekki yfir, um allt að 560 milljarða króna á tímabilinu 2000-2006. Og umsamin lækkun niðurgreiðslna til mjólkurvöru- framleiðslu gengur ekki í gildi fyrr en árið 2003. „Þetta er framfór, en er ekki fullnægjandi að okkar mati,“ sagði talsmaður Tony Blairs, og tók fram að samkomulagið heimilaði enn hækkun á heildarútgjöldum til landbúnaðarmála. Starfinu ólokið „Að mínu viti er þessu starfi ólokið. Það er viss hætta á að sam- komulagið muni stranda á hinum fjárhagslegu forsendum," tjáði franski landbúnaðarráðherrann Je- an Glavany fréttamönnum. Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmda- stjórn ESB, viðurkenndi að sam- komulagið væri ekki eins metnað- arfullt og tillögumar sem lagt var upp með, en hann sagðist vona að það auðveldaði leiðtogum ESB að sameinast um lausn á hinni svoköll- uðu „Dagskrá 2000“, nýjum heild- arfjármögnunar- og útgjalda- ramma sambandsins. Opnar hugsan- lega leið að heildarumbótum i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.