Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 23 VIÐSKIPTI aaaa palio weekend Öryggl, rými, styrkur og afbragðsgóðir aksturselglnleikar Stórskemmtilegur skutbíll fyrir fjölskylduna eða athafnamanninn á hreint frábæru verði. Engu er til sparað í öryggisbúnaði. ABS hemlalæsivörn, loftpúðar fyrir ökumann og farþega, bílbeltastrekkjarar, 8 ára gegnumtæringarábyrgð. Farangursrými er mikið eða 460/1540 lítrar. Komdu í reynsluakstur. Pallo Weekend Kostar aðeins kr. 1.260.000 Istraktor , BlLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 • GARÐABÆ • SÍMI 5 400 800 Víglundur Þorsteinsson, Lífeyrissjóði verslunarmanna Auka þarf hluthafa- lýðræði á Islandi VIGLUNDUR Þorsteinsson, stjómarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, gagnrýndi á aðal- fundi Eimskips samþykkt félagsins um að hvers konar tillögur hluthafa þurfí að leggja fram viku fyrir aðal- fund. Hann segir að auka þurfi hlut- hafalýðræði í almenningshlutafélög- um á Islandi á þann hátt að hluthaf- ar hafi meira um stefnu og markmið félagsins að segja. Víglundur segir að sjóðurinn vilji vera leiðandi afl í umræðu um hlutafélög á íslandi, hluthafastefnu og um að virkja hluthafa í starfi hlutafélaga. „Við viljum gjarna leggja okkar af mörkum til að fylgja íslenskum hlutafélögum á markaði inn á nýja öld.“ Hann segir að jafn stór hluta- bréfamarkaður og sá íslenski er orð- inn krefjist öðruvísi hugsunar og annarra vinnubragða á nýrri öld heldur en hefur verið. „Breytt vinnu- brögð hafa verið að eiga sér stað og þau verða að halda áfram að eiga sér stað. Lífeyrissjóðurinn bindui; vonir við það að Eimskipafélag íslands sem öflugasta og stærsta og elsta al- menningshlutafélag á landinu sé sí- ungt félag sem muni taka þátt í því.“ Virkja þarf hluthafa- fundi betur Víglundur vill sjá fleiri hluthafa- fundi í féiaginu þar sem fram fari lífleg og eðlileg umræða líkt og fram fari í Bandaríkjunum. „Að minnsta kosti þarf að byrja á því á Morgunblaðið/Ásdís VIGLUNDUR Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslun- arnianna, segir að aðalfundir eigi ekki að vera haldnir í djúpi þagn- arinnar. Þar eigi skoðanaskipti að fara fram. hluthafafundum og aðalfundum í ís- lenskum hlutafélögum að víkka og opna þessi skoðanaskipti." Að sögn Vígiundai' þurfa hlut- hafafundir ekki eingöngu að vera aðalfundir einu sinni á ári. „Það má vel hugsa sér hluthafafund á móti aðalfundi að hausti og fjalla þar um þætti sem ekki gefst tækifæri til á aðalfundi. Ný stefnumið og mark- mið sem féiagið er að vinna að. Aherslubreytingar sem verið er að hugsa um má ræða við hluthafa og er sjálfsagt að gera. I ijósi þess viljum við virkja aðal- fundi, hluthafafundi, betur til skoð- anaskipta. Okkur finnst það ekki Meiriháttar fjármála- samruni í Danmörku London. Reuters. SAMÞJÖPPUN heldur áfram í evrópska fjármálageiranum eftir 37 milljarða dollara tilboð BNP- bankans í tvo franska keppinauta. Danska bankafyrirtækið Unidan- mark hefur samþykkt að taka við stjóm tryggingafélagsins Tryg- Baltica fyrir 1,2 milljarða dollara. Þetta er annar mesti fjármála- samningur, sem sögur fara af í Dan- mörku, og með samrunanum verður komið á fót fjánnálaþjónustu með eignir upp á 525 milljarða danskra króna. Samruninn mun treysta stöðu Unidanmark sem einnar fremstu fjármálaþjónustu Danmerkur á eftir Danske Bank, sem á eignir upp á 700 milljarða danskra króna, og Kapital Holding með eignir upp á 535 milljarða danskra króna. Almennt hafði verið búizt við samrunanum og hefur orðrómur verið á kreiki um hann í eitt og hálft ár. Fyrirtækin ráðgerðu bandalag snemma á þessum ára- tug, en hættu við það þegar syrti í álinn í dönskum fjármálum. Stærra skrefi spáð Þar með hefur enn eitt skref verið stigið í átt til samþjöppunar norrænna fjármálastofnana. Nú er Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLT~Af= G/TTH\SA£> NÝTT~ Daimler slítur við- ræðum við Nissan Frankfurt. Reuters. DAIMLERChrysler AG hefur hætt tilraunum sínum til að eignast hlut í Nissan Motor Co í Japan og því gefst Renault SA í Frakklandi færi á að bjóða í japanska risann. I yfirlýsingu frá Daim- lerChrysler sagði að þriggja mán- aða viðræður við Nissan hefðu ver- ið erfiðari en búizt hefði verið við fyrirfram og fyrirtækið hefði einnig gefið upp á bátinn vonir um að eignast hlut í vörubíladeildinni Nissan Diesel. Talsmaður Nissans sagði að fyr- irtækið reyndi enn að fá Renault til samstarfs, en sérfræðingar efast um að franska fyrirtækið sé nógu öflugt til að ráða fram úr stórfelld- um vandamálum Nissans. Þeir telja þó litla hættu á hruni Nissans án erlends samstarfs. Viðbrögð Renault lýstu gætni. Louis Sehweitzer stjómarformað- ur sagði á bílasýningunni í Genf að fyrirtækið kannaði enn hvort það ætti að eignast hlut í Nissan, en bætti því að engrar tilkynningar væri að vænta í bráð. „Við höfum alltaf sagt að þetta sé álitlegur kostur, en ekki auð- veldur,“ sagði hann. „Ég hef lagt áherzlu á að þetta geti veitt tæki- færi, en falið í sér áhættu vegna stöðu Nissans og ólíkrar menning- ar. Við höldum því ítarlegri rann- sókn okkar áfram.“ Starfsmenn Renault hafa gefið til kynna að ákvörðun sé líkleg fyr- ir marzlok. Sérfræðingar telja að skulda- súpa Nissans hafi komið í veg fyrir eignaraðild DaimlerChrysler. DaimlerChrysler og Nissan Diesel hafa um skeið unnið saman að smíði vörubfls fyrir Suður-Amer- íkumarkað. hæfa að aðalfundir í stórum mark- aðsfélögum á Islandi séu haldnir í djúpi þagnarinnar. í tómi. Aðal- fundir eiga að vera haldnir til skoð- anaskipta. Samskipta stjórnenda og hluthafa. Þannig fá stjómir félag- anna að kynnast viðhorfum hlut- hafa,“ segir Víglundur. Hann segir að hluthafalýðræði eigi ekki að birtast í því að upp spretti einhver átök á hluthafafund- um milli hluthafa í félagi án þess að meirihluti hluthafa hafi minnstu hugmynd um hvað átökin snúast raunverulega um. Dæmi um slíkt hafi átt sér stað á aðalfundi fyrr í vikunni. búizt við að á næstu tveimur áram verði stigið skrefi lengra. Spáð er að komið verði á fót risastóram fjármálafyrirtækjum, sem muni ná til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar og verði undir forystu sænskra banka. AÐALFUNDUR 1999 Aðalfundur Vaka hf. verður haldinn í húsnæði félagsins að Ármúla 44 í Reykjavík, föstudaginn 19. mars 1999 og hefst kl. 12.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingará samþykktum félagsins. 3. Önnur mál löglega upp borin. Reikningar félagsins ásamt dagskrá fundarins og endanlegum tillögum liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, viku fyriraðalfund. Áfundinum verða bornarfram léttarveitingar og í lok hans verður starfsemi félagsins kynnt nánar. VAKI HF. ÁRMÚLI 44 - 108 REYKJAVÍK - ÍSLAND SÍMI: 568 0855 - FAX: 568 6930 - VAKI@VAKUS - WWW.VAKUS Skeljungurhf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.