Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 48 + Guðríður Bára Magnúsdóttir fæddist 7. mars 1931. Hún lést á Landspítalanum 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Magn- ússon, fæddur á Hvanneyri 22. okt. 1876, d. 3. nóv. 1975, og Kristín Guðmundsdóttir frá Hvassahrauni, fædd 29. júlí 1888, d. 1. okt 1972. Bára var næstyngst 10 systk- ina, þijár systur og sjö bræður. Fjögur systkina hennar eru nú látin en þau voru Einara, Guð- mundur Stefán, Ingvar og Skúli, eftirlifandi maki er Unn- ur Pétursdóttir. Eftirlifandi systkini eru: Guðmundur Þórir, maki Sigríður Kristínsdóttir en hún er látin. Magnús Aðal- steinn, maki Anna Margrét Vestmann, Valtýr Eysteinn, maki Ritta Nancy Jensen, Gunnsteinn, maki Hjördís Pét- Nú þegar styttist í vorið og dagsbirtan tekur völdin dregur fyrir sólu um hríð. Amma Bára er dáin. I rétt fimmtán ár hef ég ver- ið þess láns aðnjótandi að þekkja Báru og því við hæfi að minnast hennar með nokkrum orðum. Slík kona verður ekki oft á vegi manns. Strax við fyrstu kynni mín af Báru og fjöldskyldu hennar sá maður hvar þræðir þessarar fjöld- skyldu liggja. Hún var konan með prjónana, húsmóðirin á heimilinu og skynjaði ég sterkt hvaða þræðir voru hennar burðarásar. Fjöl- ursdóttir og Einara Karla, maki Einar Asgeirsson. Bára giftist 12. september 1953 Frímanni Frímannssyni, f. 6. janúar 1930. For- eldrar hans voru Frímann Frímanns- son frá Eyrarbakka og Margrét Run- ólfsdóttir frá Norð- tungu í Borgarfirði. Börn Báru og Frímanns eru: 1) Margrét Kristín, f. 12. janúar 1954, í sambúð með Jóni Kr. Friðgeirssyni. Eiga þau einn son, Jón Frímann. 2) Elísabet, f. 2. nóvember 1958, í sambúð með Valdimar Leó Friðrikssyni. 3) Ingveldur Bára, f. 18. september 1966, maki Ingvar Bjarnason. Eiga þau þrjú börn, Frímann, Ingigerði og Katrínu Báru. Utför Báru fer fram frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. skyldan. Bára lagði mikið upp úr samverustundum við sína nánustu og fjölskyldan var henni allt. Fylgdi hún dætrum sýnum vel eftir inn í lífið, fjölskyldum þeirra og börnum. Barnabömin voru hennar gersemar og engar fjarlægðir voru nógu langar til að amma Bára kæmist ekki í afmæli barnabama sinna. Ogleymanleg er afmælis- veisla Ingigerðar á Majorka þegar Bára mætti í heimsókn með af- mæliskertin í pússi sínu og bauð upp á vöfflur og rjóma í tileftii dagsins. Eða þegar fjölskyldan mín dvaldist í vikutíma austur á Egils- MINNINGAR stöðum í upphafi .síðasta sumars. Enn átti Ingigerður afmæli og að sjálfsögðu mætti amma í afmælið og munaði ekki um að keyra hring- inn í kringum landið, svona rétt til að líta við og vera með bamaböm- um sínum á gleðistundu. Bára var ávallt tilbúin að rétta fram hjálpar- hönd og reyndist fjölskyldu minni svo sannarlega betur en enginn á okkar allt of stutta en ánægjulega samferðatíma. Ung að áram eign- uðumst við Inga okkar fyrsta bam, Frímann. Eg rétt að byrja mína háskólagöngu og við að koma upp okkar fyrsta þaki yfir höfuðið. Frímann dvaldist því daglangt hjá ömmu sinni fyrstu árin. I ömggri umsjón ömmu sinnar nam hann visku hennar og góðvild og mun sá lærdómur fylgja honum alla lífstíð. Orðaforði og málfar hans, réttlæt- iskennd og góðmennska verða ekki síst þökkuð þessum samvemstund- um sem hann átti einn með ömmu sinni í Fremristekknum. Dætur mínar nutu sömu góðvildar og ekki stóð á ömmu að passa þegar þurfti og meira en það. I vetur byrjaði Ingigerður í skóla og eftir heima sat Katrín Bára sem alltaf er að reyna að vera eins og stóra systir, afar ósátt við sitt hlutskipti. Enn kom amma Bára til aðstoðar. Hún stofnaði einfaldlega eitt stykki ömmuskóla svo enginn þyrfti að vera útundan. I vetur mætti Katrín því til ömmu sinnar á hverjum morgni með skólatösku og heima- lærdóm og skipti engu þó Bára væri þá þegar orðin veralega lasin. Umhyggjusemi hennar gagnvart börnum okkar og ekki síður í garð okkar hjóna var einlæg allt fram á síðustu stundu. Börnin munu sárt sakna þess að komast ekki í uppá- halds hádegisverðinn sinn, soðinn fisk með bræddu smjöri og þykkan grjónagraut með rúsínum á eftir. Góð kona er fallin frá og eftir sitja ótal minningar sem við munum varðveita um ókomna tíð. Hvíl þú í friði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þinn tengdasonur. Ingvar Bjarnason. Elsku hjartans mamma. Okkur langar til að kveðja þig með þessu ljóði. Hafðu hjartans þökk fyrir allan þann kærleik sem þú gafst okkur. Þótt augun séu rök og röddin klökk er rekja vil ég minninganna stig. Eg minnist þess í bljúgri bæn og þökk hve bjart var, elsku mamma, kringum þig. En orð og tár þau eru líkt og hjóm. Þú allt það besta vildir gefa mér. 0 móðir kær, ég bind i sveiginn blóm og bænir mínar helga vil ég þér. Þínar dætur. Elskuleg vinkona mín og næsti nágranni hér á Fremristekk, Bára Magnúsdóttir, kvaddi okkar jarðlíf aðfaranótt miðvikudagsins 3. mars, nokki’um dögum fyrir afmælið sitt 7. mars, sami afmælisdagur og mannsins míns, sem lést 1994. Mig setti hljóða, spennti greipar með tár í augum og hljóða þökk fyrir að við skyldum kynnast. Eg var á leið upp í Breiðholts- kirkju í kyrrðar- og fyrirbæna- stund, en þar höfum við Bára fylgst að undanfarin ár svo til hvem mið- vikudag í hádegi, stutt hvor aðra og lagt sál okkar í fyrirbænir ásamt því góða fólki sem þar mætir. Viku áður er við vorum þar sam- an var hún ákveðin að koma með næst þótt sýnt væri að þrekið var orðið lítið, en krabbameinið sem hún hefur barist við árum saman, alltaf með bjartsýni og von að leið- arljósi, vann sitt verk miskunnar- laust og hún náði ekki næstu kyrrð- arstund. Þótt við Bára höfum ekki þekkst um langan aldur, skilur hún eftir hjá mér hlýjar minningar, góðleika og umhyggjusemi sem okkur er raunar öllum svo mikils virði og ég minnist með þakklæti morgunsins þegar hún hringdi dyrabjöllunni hjá mér til að vita hvernig mér liði, nokkra eftir að maðurinn minn lést. Eg var á leið upp í kirkjuna okkar, Breiðholtskirkju, í kyrrðar- og fyr- ^ irbænastund og ég bauð henni með mér. Síðan höfum við fylgst að. Stundum settumst við inn hjá annarri hvorri með kaffi, súkkulaði og sherryglas, hlustuðum á klass- íska músík, Stefán Islandi eða Kar- lakórinn Heimi, og spjölluðum sam- an. Það var notaleg og Ijúf samvera og stundum vorum við fleiri. Minnisstætt er mér er ég var handleggsbrotin, allt var á kafi í snjó. Þá kom ungur piltur, Frím- ann, dóttursonur Bára og Frímanns, og mokaði stéttina fyrh’ mig frábærlega vel. Við sem höfum sótt fyrirbæna- stundir í Breiðholtskirkju ásamt ( Bára á miðvikudögum undanfai-in ár þökkum henni samverustundirn- ar og hugur okkar fylgir henni til æðri heima með þakklæti og fyrir- bæn. Hennar verður sárt saknað. Frímanni, dætranum þremur og fjölskyldum þeima sendum við inni- legar samúðarkveðjur, einnig öðr- um vandamönnum og sérstaklega systur hennar og fjölskyldu sem búsett er í Bandaríkjunum skammt frá Washington DC og biðjum þeim öllum guðs blessunar og varðveislu. Guð blessi minningu Bára Magn- >■ úsdóttur. Ingibjörg Gunnarsdóttir. BARA MAGNÚSDÓTTIR HUGRÚN STEINÞÓRSDÓTTIR + Hugrún Stein- þói-sdóttir fæddist á Akureyri 24.5. 1939. Hún lést á sjúkrahúsinu i Norrköping í Sví- þjóð 26. febrúar síð- astliðinn. Faðir hennar var Stein- þór Helgason, út- gerðarmaður, f. 12.6. 1909, d. 5.4. 1994. Eftirlifandi móðir hennar er Guðríður G. BrynjÓlfsdóttir, húsfreyja, f. 15.3. 1911. Hugrún átti fjögur systk- in, þau eru: Skúli Brynjólfur, flugstjóri, f. 9.8.1934; Aðalheið- ur, f. 24.12. 1941, d. 1.3. 1979; Helgi Hólmsteinn, húsasmiður, f. 14.2. 1946; Hrafnkell Sigur- bjöm stýrimaður f. 25.9.1947. Hugrún giftist Birger Nils- son tæknifræðingi árið 1963. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Annika, ritari, f. 5.3. 1964. Með Robert Maglica verkfræðingi, f. 1.3. 1965, á hún börnin Daníel, f. 22.5. 1991, Poulo, f. 4.9. 1992, og Hönnu, f. 26.5. 1995. 2) Gunn- ar, verkfræðingur, f. 4.10. 1965, maki Anna Nilsson, sölu- maður, f. 8.11. 1968. Hugrún útskrif- aðist með Ijds- mæðrapróf frá Ljósmæðraskóla ís- lands árið 1960 og lauk sænsku Ijós- mæðraprófi í Sví- þóð árið 1965. Hug- rún vann ljósmóð- urstörf á Sjúkrahúsi Selfoss 1960-1961 og á Landspitalan- um í Reykjavík 1961-1962. Ár- ið 1962 flutti Hugrún til Sví- þjóðar og stundaði Ijósmóður- störf fram að 1980 bæði í Vesterás, Finspáng og í Norrköping. Síðar vann hún við stjórnunarstörf við heilsu- gæsluna í Norrköping. Hugrún verður jarðsungin í Matteusar-kapellunni í Norrköping í dag, föstudaginn 12. maí. Mig langar með nokkram orðum að minnast móðursystur minnar Hugi’únar Steinþórsdóttur sem lést í Svíþjóð 26. febrúar síðastlið- inn. Allt frá barnæsku á ég bjartar og góðar minningar um heimsóknir þessarar fallegu og hjartahlýju frænku til íslands. Ættjarðarást hennar var alltaf mikil og jafnvel eftir nær 40 ára dvöl í Svíþjóð var íslenskan hennar óaðfinnanleg. Hugulsemi Hugrúnar og gjafmildi var aðdáunarverð. Ég man enn eft- ir öllum fallegu gjöfunum sem hún sendi okkur systkinunum þegar við voram börn. Gjafir sem glöddu okkur svo mjög. Síðar þegar ég bjó ásamt fjölskyldu minni um nokk- urra ára skeið í Svíþjóð gafst mér tækifæri til að umgangast Hug- rúnu meira. Frá þessum tíma í Sví- þjóð eigum við fjölskyldan margar góðar minningar frá samvera- stundum með Hugrúnu og fjöl- skyldu hennar. Fallega heimilið hennar í Norrköping bar vott um smekkvísi hennar og listræna hæfi- leika en síðasta hluta ævinnar mál- aði Hugrún margar fallegar mynd- ir. Hugrún var alltaf með faðminn opinn fyrir þá sem þurftu þess með og var öragglega mörgum sálu- sorgari og styrkur. Hún var mikil baráttukona sem sigraðist á þeim þrautum sem lagðar vora fyrir hana á lífsgöngunni. Hugrún var alltaf mjög náin börnunum sínum, þeim Anniku og Gunnari, og bar gæfu til að eignast þrjú barnabörn sem hún dáði mjög. Hugur Hug- rúnar var oft á Islandi og kom hún reglulega í heimsókn. Það brást heldur aldrei að jólakveðja bærist frá Hugrúnu til vina og vanda- manna á Islandi ásamt sendingu sem oft innihélt fallega hluti gerða af henni sjálfri. Nú lifir aðeins fal- leg minning um Hugrúnu í hjört- um okkar og sendum við Anniku og Gunnari ásamt fjölskyldum þeima samúðarkveðjur til Svíþjóð- ar. Megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Sveinbjörg Pálmarsdóttir og fjölskylda. Elsku frænka. Mig langai- til að kveðja þig um sinn með nokkram orðum. Ætíð höfum við átt talsvert hvor í annarri þótt á stundum hafi liðið langur tími á milli þess að við hitt- umst augliti til auglitis. Þú tókst á móti mér inn í þennan heim og hélst mér undir skím. Ég er skírð „Rún“ eftir þér og á stunaum hefur mér verið líkt við ykkur föðursyst- ur mínar í fasi og háttum og það er ekki leiðum að líkjast. Þótt þú hafir búið í Svíþjóð í áratugi hafa tengsl- in við ættjörðina og fóllöð þitt verið sterk. AJltaf hefur verið svo hlýtt og gott að fá kveðju frá Huggu. Ég sakna þess að geta ekki rætt við þig um lífið og tilveruna yfir kaffi- bolla. I fjarlægðinni er á stundum þeg- ar upp er staðið auðveldara að greina hismið frá kjamanum. Þar hefui- þú gjaman gefið bróðurdótt- ur þinni góð ráð. Ef til viU heldur þú því áfram í annarri fjarlægð á þinn hægláta hátt. Hver veit? Enginn veit sinn næturstað né hvenær eða hvemig hann mætir skapara sínum. Við vitum það eitt að við fæðumst og að við deyjum og við tráum því mörg, að þá taki önnur tilvera við. Við vildum fá að hafa þig hjá okkur miklu lengur. Brottförm var ótíma- bær. Elsku Annika, Gunnar og fjöl- skyldur. Við sendum ykkur innileg- ar samúðarkveðjur. Elsku Hugga. Ég veit að þið systur hafið nú um margt að spjalla. Hafðu kæra þökk fyrir allt og allt. Sjáumst seinna. „Blóm era ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhvers staðar.“ (Atómstöðin. Organistinn.) Kær kveðja. Þín frænka, Ólöf Rún Skúladóttir. Elskuleg vinkona okkar Hugrán Steinþórsdóttir er látin. Hún var brottkvödd skyndilega frá þessum heimi föstudaginn 26. febráar sl. aðeins 59 ára að aldri. Hugránar er minnst allt frá ár- inu 1959 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þar gekk hún sín fyrstu spor innan þess vettvangs er hún valdi sér að ævistarfi, sem var að fylgjst með og taka á móti nýju lífi og ljósi í þennan heim. A námstímanum í Ijósmæðra- skólanum bundust Hugrán og skólasystir hennar Esther, síðar eiginkona mín, sterkum vináttu- böndum er héldust æ síðan. Að loknu námi og starfi hér um tíma stóð hugur hennar til að afla sér frekari þekkingar og reynslu og hélt hún til Svíþjóðar í því skyni. I Norrköping stofnaði hún heimili sitt með eiginmanni sínum Birgi, börnin ui’ðu tvö og uxu þar úr grasi við mikla hlýju og umönn- un. Á áranum 1966-1971 voru fjöl- skyldur okkar beggja búsettar í Svíþjóð. Enda þótt segja mætti að vík væri milli vina, við á vestur- ströndinni, en Hugrún og Birgir á þeirri eystri, héldust vináttubönd og gagnkvæmar heimsóknir allan tímann. Minnumst við sérstaklega vera okkar hjá þeim í sumarbú- stað þeirra skammt utan við Norrköping sumarið 1967 með börnum okkar, sem vora á líkum aldri. Þar var sól á lofti og sól í sinni dag eftir dag. Hugrán var hinn ágætasti stafs- kraftur, fagmaður góður og kom sér hvarvetna vel með skyldu- rækni sinni og ósérhlífni. Ekki hvað síst var hún góð móðir sem bar velferð barna sinna ofar öllu öðra. Kom það vel í ljós í þeirri miklu umhyggju og ástúð er hún sýndi í veikindum Gunnars sonar þeirra á uppvaxtaráram hans. Ekki er orðum aukið að segja megi að í henni hafi búið sá sann- leikur að þolinmæði þrautir vinnur allar. Laun hennar voru einnig ríkuleg í gáfuðum og góðum dreng. Hugrún var glæsileg kona, hæglát og stillt í fasi og bauð af sér mikinn þokka. Fyrir allmörg- um árum kenndi hún sérstaks og sjaldgæfs æðasjúkdóms er leiddi til aðgerðar á hjarta. Var hún heilsuveil æ síðan. Þrátt fyrir ára- tuga búsetu erlendis var hún innra með sér mikill íslendingur sem hafði hreint tungutak og náið samband við ættmenni sín hér heima. Kom hún síðari árin nær árlega í heimsókn og dvaldist í 2-3 vikur. Okkur hjónunum var það alltaf tilhlökkunarefni að vita að von væri á Hugrúnu í heimsókn. Á vori komanda hefði hún orðið sextug. Af því tilefni var ferð til Islands fyrirhuguð til að fagna með fjölskyldu og vinum. Hún hefir nú farið í aðra ferð, þá er^ sækir okkur öll heim að lokum. Henni fylgja miklar þakkir frá okkur hjónum fyrir áratuga vin- skap, kærleika og tryggð sem aldrei bar skugga á. Börnum hennar Anniku og Gunnari, bræðrum hennar og aldraðri móð- ur sendum við samúðarkveðjur. Esther og Stefán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.