Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skáldsagan Englar alheimsins hlýtur jákvæða gagnrýni í ítölskum fjölmiðlum HRÓÐUR Engla alheimsins, skáldsögu Einars Más Guð- mundssonar, hefur víða borist og er bókin nú komin eða væntanleg á markað í þrettán löndum. ítölsk þýðing, Angeli dell’universo, kom út árið 1997 hjá forlaginu Iper- borea í Mílanó og var enn á sölu- listum í lok síðasta árs. Fékk bók- in töluverða umfjöllun í ítölskum prentmiðlum og féllu um hana lof- samlegir dómar. Hittir í hjartastað Stuttar útgáfutilkynningar í blöðm og tímaritum voru flestar af sama meiði. Þar var bókinni lýst sem harmrænni og fallegri upplifun af sjálfsævisögulegri rót og höfundi hrósað fyrir næmi og léttleikandi stíl. Itölsk útgáfa tískutímaritsins Marie Ciaire reið á vaðið í september 1997 með þeim orðum að saga geðklofans Páls væri „ein af þeim sem hittir mann í hjartastað". í janúarhefti Elle 1998 var eintal aðalpersón- unnar sagt ná „fullkominni ljóð- rænu á köflum“ og bókmennta- tímaritið Letture í júní/júlí 1998 sagði Einar Má hafa „alla burði til þess að komast í raðir hinna stóru“. I ferðatímaritinu Itinerari e Luoghi var andrúmslofti sög- unnar líkt við Gauks- hreiðrið en vikublaðið L’Espresso sagði tón- inn í senn „mystískan og ofurraunsæjan“ og líkti honum við sum lög Bjarkar Guðmunds- dóttur. Itarlegri umsagnir mátti og lesa um Engla alheimsins í ítölskum blöðum og var þar fjallað um efni bókar- innar frá ýmsum sjón- arhomum. Ahugi gagnrýnenda á hinu fjarlæga heimalandi höfundar skein í gegn- um skrifin og lögðu margir áherslu á tengsl milli skáldsögunnar og ímyndar Islands. I umfjöllun hins útbreidda dagblaðs Corriere delia Sera var bókin sögð nýjasta afurð nor- rænu bókmennta- bylgjunnar sem náð hefði alla leið suður til Italíu og voru „heimskautaein- kenni“ sögunnar dregin fram. „Það gerist ekki vitfirrt- ara eða norrænna,“ sagði í upphafi um- fjöllunarinnar. Rýn- irinn fullyrti að geð- veiki í íslensku umhverfi væri vart með því ánægjulegasta sem hægt væri að hugsa sér, því við einsemd hins sjúka bættist ein- stök einangrun eyjunnar, hraunið, þokan, myrkrið og veturinn. Var kraftur Einars Más sagður felast í því að kalla fram tvöfalt ,jaðará- stand“, landfræðilegt og geðrænt, í bók sem bundin væri lífshlaupi geðklofa bróður og mótsagna- kenndri þjóðarsál íslands. Lauk umsögninni á tengingum við Strindberg, Munch og Laxness. Gagnrýnandi dagblaðsins La Regione Ticino furðaði sig á birt- unni í skáldsögu sem gerist „á landi sem líklega er með köldustu og dimmustu stöðum veraldar". I bókadómi blaðsins sagði m.a: „Þetta er bók sem glitrar eins og miðnæt- ursól. Orðið „ljós“ birtist oft og næstum hver setning hneigist til að breyta frostinu í hvítglóandi hlýju.“ Einar Már Guðmundsson var í flestum blaðanna kynntur sem einn af þýðingarmestu rithöfund- um sinnar kynslóðar á Islandi og til þess tekið að hann skrifaði handritið að kvikmyndinni Börn náttúrunnar sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 1991, fyrst íslenskra mynda, en það ár bar ítalska myndin Mediterraneo einmitt sigur úr býtum. Bók sem glitrar eins og miðnætursól Einar Már Guðmundsson Tónleikar í tilefni flygilkaupa Hrunamannahreppi. Morgtinblaðið. NÝR flygill hefur verið keyptur í Félagsheimilið á Flúðum. Af því tilefni verða haldnir tónleikar í Félagsheimilinu sunnudaginn 14. mars kl. 15. Fram koma Karlakór Hreppamanna, Kirkjukór Hi-una- prestakalls, Barnakór Flúðaskóla og 30 manna sönghópur úr Flúðakórnum sem starfaði frá 1973 til 1983. Stjórnandi kórsins var Sigurður Agústsson, tónskáld í Birtingaholti. Þessir fyrrver- andi söngfélagar Flúðakórsins ætla að syngja nokkur lög eftir Sigurð sem hafa verið rifjuð upp að undanförnu. Allir fjórir kór- amir syngja saman Fagnaðaróð eftir Joseph Haydn við texta sem séra Eiríkur Jóhannsson hefur gert af þessu tilefni. Stjómandi kóranna er Edit Molnár tónlistar- kennari. Miklós Dalmay píanó- leikari leikur fyrsta og þriðja kafla úr Tunglskinssónötunni eft- ir Ludwig von Beethoven. Miklós er einnig undirleikari hjá öllum kómnum. Þessi nýi flygill er af gerðini Yamaha S 6, talinn mjög fullkom- ið hljóðfæri og mun aðeins vera til einn sömu gerðar á landinu. Flygillinn kemur í stað þess er Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson KÓRFÉLAGAR úr Flúðakórnum á æfingu. keyptur var árið 1961 og er löngu kominn úr takt við tímann. Kaupverð þessa hljóðfæris er um 2,7 miljónir króna. Kiwanisklúbb- urinn Gullfoss sem starfar í sveit- inni gaf fyrir rúmu ári 100 þús- und krónur í sjóð til að fjár- magna þessi hljóðfærakaup. Nú liafa safnast 1.700 þúsund krónur í sjóðinn með frjálsum framlög- um. Munar þar mest um 850 þús- und krónur sem Flúðakórinn átti síðan hann starfaði. Með tilkomu þessa nýja og full- komna hljóðfæris er vonast til að tónlistarfólk komi að Flúðum, enn frekar en verið hefur, enda er hljómburður í Félagsheimilinu talinn einn sá besti sem gerist í slíkum húsum á landsbyggðinni. Ef burtfluttir sveitungar eða aðrir vildu leggja sjóðnum lið er þeim bent á útibú Búnaðarbank- ans á Flúðum. Allir eru hjartanlega velkomn- ir, kaffiveitingar verða á boðstól- um eftir tónleikana. Gríma 99 í Stöðla- koti JÓN Adólf Steinólfsson opnar sýn- ingu sem hann nefnir Gríma 99 í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, á morg- un, laugardag, kl. 14. Sýnd verða verk unnin úr tré. Jón Adólf stundaði nám í tré- skurði í skurðlistaskóla Hannesar Flosasonar á árunum 1986-95. Sl. fjögur ár hefur Jón lært og starfað hjá tréskurðarmeistaranum Ina Norbury í Cheltenham í Englandi. Einnig hefur hann sótt námskeið í trélist í Elbigenalp í Austurríki. Jón hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er hans fyrsta einkasýning. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur 28. mars. LOSTI, ein gríma Jóns Adólfs sem sýnd er í Stöðlakoti. Masterklass í píanó- Gerðubergi Sigríður Anna Guðný Peter Einarsdóttir Guðinundsdóttir Máté leik í ÍSLANDS-DEILD EPTA, Evrópusam- bands píanókennara, stendur fyrir ma- sterklassnámskeiði í pí- anóleik fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi um helgina. Leiðbeinendur verða pí- anóleikararnir Sigríður Einarsdóttir, Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Peter Máté. Námskeiðin verða þríþætt. A morgun, laugardag, kl. 10-13 mun Sigríður Einarsdóttir leiðbeina nemum á I.-V. stigi. Eftir hádegi, kl. 14-17, verður Anna Guðný Guð- mundsdóttir með námskeið sem ber yfirskriftina „Píanó sem hluti af kammertónlist", fyrir öll stig. A sunnudag verður svo námskeið kl. 10-17 fyrir efri stig í píanóleik, en þar er leiðbeinandi Peter Máté. Þátttökugjald fyrir námskeiðin þrjú er 1.500 ki'. Hægt er að greiða þátttökugjald fyrir ein- staka hluta eða 1.000 kr. fyrir hvorn dag og eru allir velkomnir, að því er segir í fréttatilkynningu frá Gerðubergi. Margt býr í þokunni sýnt í Hveragerði Hveragerði. Morgunblaðið. LEIKRITIÐ Margt býr í þokunni eftir William Dinner og William Morum, í þýðingu Ásgerðar Ingimarsdóttur, verður frumsýnt hjá Leikfélagi Hveragerðis næstkomandi laugardagskvöld kl. 20.30. Að sögn Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, formanns leik- félagsins, en hún er jafnframt leikstjóri sýningarinnar, fjallar leikritið um þrjár konur sem strjúka af fátækraheimili, finna yfirgefið hús og ákveða að setj- ast þar að. Og þá fara ævintýr- in að gerast! „Margt býr í þokunni er spennandi en jafn- framt fyndið og því höfum við okkar á milli kallað það saka- málagamanleikrit." Níu leikar- ar koma fram í sýningunni en með helstu hlutverk fara Dag- björt Almarsdóttir, Sigríður Valgeirsdóttir og Svala Karls- dóttir. Alls koma um 30 manns að uppsetningu sýningarinnar með einum eða öðrum hætti. Sýningamar fara fram í gamla Hótelinu í Hveragerði og verða næstu sýningar sunnudaginn 14. mars kl. 16, föstudaginn 19. mars, laugar- daginn 20, mars og sunnudag- inn 28, mars, allar þessar sýn- ingar hefjast kl. 20.30. Ráðhús Reykjavíkur Sýning nýrra arkitekta og iðnhönnuða 99 VAXTARBRODDAR heitir sýning nýútskrifaðra arki- tekta, innanhússarkitekta og iðnhönnuða sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur í dag, fostudag, kl. 17. Þar sýna átta arkitektar, inn- anhúsarkitektai' og iðnhönnuð- ir verkefni sín en menntun sína hafa þau sótt í hina ýmsu skóla, vítt og breitt um heim- inn og er uppistaða sýningar- innar lokaverkefni þeirra úr skólunum. Sýnendum er frjálst að sýna önnur verk. Páll Skúla- son, rektor við Háskóla Is- lands, opnar sýninguna og Ein- ar Örn Jónsson leikur á píanó. Sýnendur eru Hafsteinn Is- leifsson innanhússhönnuður, íva Rut innanhússhönnuður, Laufey Agnarsdóttir arkitekt, Sigi-íður Anna Eggertsdóttir arkitekt, Steinþór Kái-i Kára- son arkitekt, Sverrir Ágústs- son arkitekt, Tinna Gunnars- dóttir iðnhönnuður, Valdís Víf- ilsdóttir innanhússhönnuður og Sigríður Halldórsdóttir innan- hússhönnuður. Á morgun, laugardag, eftir hádegi, munu sýnendur vera á sýningunni. Sýningin stendur til 21. mars. Nemendur Kvennó sýna í Galleríi Geysi NEMENDUR Kvennaskólans í Reykjavík, í myndmenntavali, opna myndverkasýningu á morgun, laugardag, kl. 14, í Galleríi Geysi við Ingólfstorg. Sýnd verða akríhnálverk og nokkur önnur verk. Sýningin er opin mánudaga til fimmtu- daga frá kl. 9-22, föstdaga til kl. 19, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13-18 og henni lýk- ur 28. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.