Morgunblaðið - 12.03.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 12.03.1999, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ A T V I l\l N U A u G L Ý 5 I N G A R Starfskraftur óskast Áhugasamur starfskraftur óskast í verslun okk- ar og kaffihús á Laugavegi. Vinnutími e.h. Skriflegar umsóknir óskast sendar afgreiðslu Mbl. merkt „T — 7752" fyrir 16. mars. Sölumaður óskast Óskum eftir að ráða ungan, duglegan, áræðinn og framagjarnan sölumann. Undirstöðuþekking í tölvum nauðsynleg. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 13. mars, merktar: „B — 7726". Bílasala Selfoss. Eigin herra eða frú Draumastarf sem þú sníður eftir eigin hentugleika. Bónusar, ferðalög. Upplýsingar gefur Díana í síma 897 6304. Háseta / netamenn / vinnslumenn Vana menn vantar á rækjufrystitogarann Rauðanúp ÞH-160 frá Raufarhöfn. Ráðning miðast við að viðkomandi geti byrjað að starfa sem fyrst. Upplýsingar í símum 465 1200 / 465 1296 / 894 5757/464 1552 Matreiðslumaður óskast Við leitum að ábyrgum og metnaðarfullum, aðila til starfa á vinsælu veitingahúsi. Viðkom- andi þarf að vera sjálfstæður og geta unnið undir álagi. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merkt „M — 7748" fyrir miðvikudaginn 17. mars. Akureyrarbær Héraðsskjalasafnið á Akureyri Laus ertil umsóknar 1/2 staða skjalavarðarfrá 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í sagnfræði, bókasafnsfræði eða sambærilegri menntun, einnig er tölvukunnáttu krafist. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK/kjara- deildar Félags bókasafnsfræðinga og launa- nefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefur héraðsskjala- vörður í síma 461 1052. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyrarbæjar í Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk. Starfsmannastjóri. AUGLVSINGA TILKYNNINGAR Lumene snyrtivörukynning í Reykjavíkurapóteki í dag kl. 14.00-18.00. 20% kynningarafsláttur. Lumene snyrtivörur. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkishólmi þriðjudaginn 16. mars 1999 kl. 10.00 á eftir- farandi eignum: Aðalgata 8, Stykkishólmi, ásamt lóðarréttindum, vélum, tækjum og öð'um iðnaðaráhöldum sem starfseminni fylgja, þingl. eig. Stykkis- hólmsbær, gerðarbeiðandi Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. Austurgata 6, Stykkishólmi, þingl. eig. Bergsveinn Gestsson, gerðarbeið- andi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Ennisbraut 33, hluti, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurjón Eðvarðsson, gerðarbeiðendur Innheimtumaður ríkissjóðs og Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjav. Fiskverkunarhús við Dalbraut, Snæfellsbæ, þingl. eig. Auðbergur ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Innheimtumaður ríkissjóðs og Snæ- fellsbær. Grundargata 47, Grundarfirði, þingl. eig. Kjartan Jeremíasson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Húsbréfadeild Húsnæðisstofnun- ar. Hafrún, skskrnr. 1919, þingl. eig. Hólmur hf„ gerðarbeiðandi Fjárfesting- arbanki atvinnul. hf. Háarif 13, 2. hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jón Bjarni Andrésson, gerð- arbeiðendur Innheimtumaður ríkissjóðs og Ríkisútvarpið. Hábrekka 10, Snæfellsbæ, þingl. eig. Guðmundur Ómar Jónsson, gerðarbeiðandi Snæfellsbær. Hraunás 11, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þröstur Kristófersson og Sigurbjörg Erla Þráinsdóttir, gerðarbeiðendur Ríkisútvarpið, Snæfellsbær og Vá- tryggingafélag (slands hf. Munaðarhóll 15, Snæfellsbæ, þingl. eig. Snæfellsbær, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sigurbjörg SH-48, sknr. 1129, þingl. eig. Auðbergur ehf., gerðarbeiðend- ur Gjaldtökusjóður/ólögm. sjávarafl og Veiðarfærasalan Dímon ehf. Skólastigur 24, Stykkishólmi, þingl. eig. Björn Sigurjónsson og Guðný Vilborg Gísladóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Skúlagata 14, Stykkishólmi, þingl. eig. Katrín Oddsteinsdóttir, gerðar- beiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Siáturhús v/Reitarveg 3, hluti, Stykkishólmi, þingl. eig. Sláturfélag Snæfellsness ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag íslands hf. Snæfellsás 13, hluti, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sævar Örn Sveinbjörnsson, gerðarbeiðendur Innheimtumaður ríkissjóðs og Tryggingamiðstöðin hf. Stekkjarholt 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þórunn Bjðrg Einarsdóttir og Kristján Björn Ríkharðsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands, Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Snæfellsbær og Vátryggingafélag íslands hf. Túnbrekka 19, hluti, Snæfellsbæ, þingl. eig. Harvin S. Vigfússon, gerð- arbeiðandi Innheimtumaður ríkissjóðs. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 11. mars 1999. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum miðvikudaginn 17. mars 1999 kl. 13.00. Nesvegur 13, hluti A, Stykkishólmi, þingl. eig. Nes ehf. trésmiðja, þrota- bú, gerðarbeiðendur Fjárfestingarbanki atvinnul. hf og Innheimtumaður ríkissjóðs. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 11. mars 1999. TILBOÐ/ ÚTBOÐ C Landsvirkjun ÚTBOÐ Vatnsfellsvirkjun Vélar og rafbúnaður Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í framleiðslu og uppsetningu á vélum og raf- búnaði fyrir 90 MW Vatnsfellsvirkjun í veitu- farvegi Þórisvatnsmiðlunar ofan Sigöldulóns, í samræmi við útboðsgögn VAF-30. Verkið nær til hverfla, rafala, spenna, rofabú- naðar, stjómbúnaðar og annars tilheyrandi bú- naðar fyrir virkjunina. Verklok í febrúar árið 2002. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með föstudeginum 12. mars 1999 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.00 fyrir fyrsta eintak og kr. 4.000 fyrir hvert viðbóta- reintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir klukkan 12.00 þriðjudaginn 18. maí 1999. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Lands- virkjunar að Bústaðavegi 7, Reykjavík, 18. maí 1999, klukkan 14.00 að viðstöddum þeim fulltrúum bjóðenda sem þess óska. B Landsvirkjun ÚTBOÐ V atnsfellsvirkjun Byggingarframkvæmdir Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu fyrir 90 MW Vatnsfellsvirkjunar, í veitufar- vegi Þórisvatnsmiðlunar ofan Sigöldulóns, í samræmi við útboðsgögn VAT-01. Verkinu er skipt í þrjá hluta sem hér segir: Hluti 1. Grafa um 700 m langan aðrennslis- skurð. Byggja þrjár stíflur um 1.000 m langar alls, botnrás undir aðalstíflu, yfirfall og vegi að mannvirkjunum. Alls er gröftur um 380.000 m3, fyllingar um 380.000 m3, steinsteypa um 13.000 m3 og steypumót um 12.000 m2. Hluti 2. Grafa fyrir stöðvarhúsi, tengivirkis- húsi, aðrennslispípum og inntaki. Byggja og fullgera stöðvarhús, tengivirkishús, inntak, inntaksstíflur og vegi að mannvirkjunum, en steypa með aðrennslispípum og fylla yfir þær. Alls er gröftur um 550.000 m3, fyllingar um 90.000 m3, steinsteypa um 24.000 m3 og steyp- umót um 38.000 m2. Hluti 3. Grafa um 2.400 m langan frárennslis- skurð frá stöðvarhúsi að Sigöldulóni og byggja um 45 m langa einbreiða brú yfir skurðinn ásamt aðkomuvegi. Alls er gröftur um 1.100.000 m3 og fyllingar um 24.000 m3. Heimilt er að bjóða í hvern hluta fyrir sig eða fleiri saman. Verklok í febrúar árið 2002. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með föstudeginum 12. mars 1999 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 fyrir fyrsta eintak og kr. 4.000 fyrir hvert viðbóta- reintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 11. maí 1999. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkj- unar að Bústaðavegi 7, Reykjavík 11. maí 1999, klukkan 14.00 að viðstöddum fulltrúum bjóðenda sem þess óska.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.