Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞÁTTASKIL í UMRÆÐUM UM FISKVEIÐISTJÓRNUN RÆÐA Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins, við setningu landsfundar flokksins síðdegis í gær markar ákveðin þáttaskil í umræðum og deilum um fiskveiði- stjórnarkerfið. í landsfundarræðu sinni kom Davíð Oddsson að kjarna þessa máls, þegar hann sagði: „Pað blasir við, að ekki er sátt um kerfið ... Það væri mjög óskynsamlegt að gera lítið úr slíkum athugasemdum og sízt þeirri stærstu, að verið sé að hafa hina sameiginlegu auðlind af þjóðinni. Við eigum að viðurkenna að ósátt er í landinu um sjávarútveginn og fiskveiðistjórnarkerfið. Þess vegna eigum við að taka opnum örmum en einkum þó opnum huga, öllum athugasemdum, allri gagnrýni, svo að ég tali nú ekki um nýjum hugmyndum einstaklinga eða hópa, sem telja sig hafa fundið leiðir til úrbóta." Deilurnar um fiskveiðistjórnarkerfið hafa fyrst og fremst snúizt um það lykilatriði, sem Davíð Oddsson gerir hér að umtalsefni. Þjóðin hefur upplifað þetta kerfi á þann veg, að með því sé verið að hafa af henni sameiginlega auðlind, sem er eign fólksins í þessu landi. Það er sérstakt fagnaðarefni, að formaður Sjálfstæðisflokks- ins leggur áherzlu á þetta grundvallaratriði. Um leið og almenn við- urkenning er fengin á því verður auðveldara að finna leið til sátta. í landsfundarræðu sinni sagði Davíð Oddsson einnig: „En þar sem vandinn hefur verið skilgreindur svo, að óþolandi sé að slík ósátt ríki um fiskveiðistjómarkerfið hljótum við að gera eina kröfu til allra þeirra, sem telja sig hafa fundið lausn á vandanum. Þá meg- inkröfu verða allar tillögur að standast. Þessi meginkrafa liggur í raun í augum uppi. Hinar nýju tillögur verða að vera líklegar til þess að um þær muni ríkja meiri sátt meðal þjóðarinnar en um núverandi kerfi og að þær geti skilað álíka og helzt meiri afrakstri í þágu þjóð- arinnar allrar en núverandi kerfi gerir.“ Þetta er rétt. Sú málamiðlun, sem leitað er að, þarf að vera lausn, sem útgerðin er sátt við ekki síður en þjóðin að öðru leyti. Á þetta hefur Morgunblaðið raunar alltaf lagt ríka áherzlu í skrifum blaðs- ins um þetta mál í á annan áratug. Þær yfirlýsingar, sem formaður Sjálfstæðisflokksins gaf í lands- fundarræðu sinni um þetta efni era hinar mikilvægustu, sem komið hafa frá forystumanni í íslenzkum stjórnmálum í mörg ár. Eftir þessa ræðu þarf enginn að efast um að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins vilja af heilum hug vinna að lausn þessa mikla deilumáls á þann veg, að hagsmunir þjóðarinnar allrar verði tryggðir og réttlæti ríki. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir, að afstaða Sjálfstæðisflokksins mundi skipta sköpum í þessu máli. Með ræðu Davíðs Oddssonar á landsfundinum í gær er ljóst, að stefna Sjálfstæðisflokksins er að beinast í þann farveg að ráðið getur úrslitum um lausn málsins. SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN OG MIÐJA STJÓRNMÁLANNA AÐ ÖÐRU leyti vakti landsfundarræða Davíðs Oddssonar at- hygli fyrir þá sök ekki sízt að í henni er fólginn markviss við- leitni til þess að færa Sjálfstæðisflokkinn nær miðju stjórnmál- anna. Þetta hefur sérstaka pólitíska þýðingu í þeirri nýju stöðu, sem upp er komin á hinum pólitíska vettvangi. Mikið fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf byggzt á því, að flokkurinn hefur spannað skoðanasviðið frá hægri yfir á miðju. Það hefur svo verið undir aðstæðum komið á hverjum tíma, hvort áherzlur hafa verið meiri á hægri kantinum eða miðjunni. Nú legg- ur Framsóknarflokkurinn vaxandi áherzlu á, að hann sé miðju- flokkur, en þó leggur Samfylkingin mest upp úr því, að þar sé komin fram á sjónarsviðið stjórnmálahreyfing, sem nánast eigi miðju stjórnmálanna. Það er meginforsendan fyrir því, að Sam- fylkingin ætlar sér stóran hlut í stjórnmálunum. Landsfundarræða formanns Sjálfstæðisflokksins einkenndist hins vegar af ítarlegri umfjöllun um þá málaflokka, sem taldir eru höfða einna mest til kjósenda á miðju stjórnmálanna. Auk þess að boða breytta tíma í umræðum um fiskveiðistjórnun, sem höfðar tvímælalaust til þessa kjósendahóps, lagði Davíð Oddsson sérstaka áherzlu á fjölskyldustefnu, málefni öryrkja, stöðu aldraðra, félags- lega þjónustu og umhverfismál. Um síðastnefnda málaflokkinn sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótað þá stefnu að sátt þurfi að skapast á milli umhverfísverndar annars vegar og at- vinnuþróunar hins vegar ... Við eigum að sameinast um stefnu, sem felst í að nýta og njóta til fulls afls og fegurðar íslenzkrar náttúra.“ Ekki fer á milli mála, að í landsfundarræðu Davíðs Oddssonar felst skýr yfirlýsing um, að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki eftir- láta öðrum stjórnmálaflokkum miðjufylgið í íslenzkum stjórnmál- um. Er það raunar í samræmi við 17. júní ræðu forsætisráðherra fyrir nokkram misserum, sem vakti athygli af þessum sömu ástæð- um. Davíð Oddsson sagði við setningu landsfundar Sjálfstæí óskynsamlegt væri að gera lítið úr athugasemdum um fískve Síst þeirri að sameij auðlind sé höfð af þj Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að þrátt fyrir kosti núverandi fískveiðistjórnun- arkerfís blasti það við að ekki væri sátt um kerfíð. Mjög óskynsamlegt væri að gera lítið úr athugasemdum sem gerðar væru, síst þeirri stærstu að verið sé að hafa hina sam- eiginlegu auðlind af þjóðinni. Ef gera ætti breytingar á kerfínu yrði að tryggja að betri sátt tækist um nýtt kerfí. Hann sagðist telja góðar líkur á að sátt gæti skapast í auðlinda- nefnd um breytingar á kerfinu. DAVÍÐ Oddsson við setningu Iandsfundar Sjálfstæðisflokksins. HÉR FER á eftir í heild kafli ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem fjallað er um sjávarútvegsmál. „Eitt umtalaðasta málið á Islandi um þessar mundir er nýting auðæfa hafsins og það stjórnkerfi sem beitt hefur verið. Því miður hefur sú um- ræða stundum verið þannig að jafn- vel þeir sem þykjast kunnugir eiga erfitt með að fóta sig á henni, hvað þá aðrir sem ekki geta gefið sér nema takmarkaðan tíma til að kafa ofan í þau mál. En hvað er vanda- málið sem snýr að fiskveiðistjóm- kerfi okkar? Það er naumast um það deilt að okkar kerfi hefur það fram yfir þau fiskveiðikerfi sem aðrar þjóðir nota, að sjávarútvegur skilar góðum arði en er ekki á framfæri annarra atvinnugreina. Vandi fiskveiðistjómunarkerfisins getur því ekki verið sá að það skili ekki arði og árangri, né sá að þjóðar- búið njóti ekki til fulls afraksturs þess þegar vel gengur í þeim grein. Dæmin undanfarin ár sanna að síð- ari þátturinn er í góðu lagi, svo ekki er það vandinn. Og þetta stjómunar- kerfi hefur leitt til hagræðingar og ýtt undir ný sóknarfæri, bæði í fiski- stofna hér við land sem áður vora ónýttir og ekki síður í nýtingu og rekstur á nálægum og fjarlægum miðum, svo ekki liggur vandinn þar. Áður var útgerð einatt höfð í flimt- ingum fyrir það hversu oft fyrirtæki í þeirri grein fóra á höfuðið og reglu- bundið varð að fella gengið og skekkja samkeppnisstöðu annarra atvinnugreina til að koma sjávarút- vegnum upp fyrir núllið sem kallað var. Forystumennirnir sátu eins og beiningamenn í biðstofum stjórn- málamannana, sjóðanna og bank- anna. Þá var ekki að neinu fundið í þeim dúr sem gert er í dag. Það var ekki fyrr en skikkan komst á rekst- urinn sem óánægjan byrjaði. Hið ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfi hefur nú skapað öfluga útgerð með vax- andi eigið fé. Burðug fyrirtæki til að takast á við nýja tækni, með bol- magn til að ráðast í rekstur sem skil- ar ekki strax arði og til að veiða það sem hagstæðast er á hverjum tíma, greina reksturinn upp eftir afla og nýtingu o.s.frv. Kerfið hefur leitt til hæstu sjómannalauna sem nokkurs staðar þekkjast og betri nýtingu afla en áður var, svo ekki er það þá vand- inn. Hver er þá þessi vandi sem kemur fólki í slíkt uppnám og verður til að menn taka að uppnefna útgerðar- menn til þess að ná sér niður á þeim og styrkja stöðu sína í þjóðmálaumræðunni, eins og það er nú gæfulegt fyr- ir góða umræðu? Svar flestra er að ekki hefur tekist að fá sátt um kerfið. Vissulega hefur nokkuð verið reynt til að fá fram ósátt um kerfið og margir lagt ómælt af mörkum til þess. Um það tjáir ekki að tala úr því sem komið er. Það blasir við að ekki er sátt um kerfið. Flestir viðurkenna að margt hafi gott af því leitt en tala um það eins og heilladrjúgt lyf, sem verkað hafi vel á ýmsa þætti, en jafnframt haft óþægileg og jafnvel óþolandi hliðaráhrif. Sumir segja að það ýti undir öryggisleysi í byggðum lands- ins umfram það sem var, meðan fjöldi útgerða átti ekki fyrir skuld- um. Aðrir benda á að erfitt sé fyrir nýja menn að komast að í kerfinu. Áður var haft á orði að þeir einir kæmust inn í kerfið sem hefðu sér- stakan og beinan aðgang að lána- stofnunum ríkisins fyrir meðalgöngu stjórnmálanna. Enn segja menn að kvótinn hafi safnast á fárra manna hendur. Hitt er þó viðurkennt að aldrei í sögunni hafi fleiri einstak- lingar átt beinan eignarhlut í ís- lenskum sjávarútvegi en nú gerist. Tugþúsundir manna í staðinn fyrir nokkur hundrað á áram fyrr. En samt er ósátt um kerfið og fleira er tínt til en það sem ég hef dregið fram. Það væri mjög óskyn- samlegt að gera lítið úr slíkum at- hugasemdum og síst þeirri stærstu að verið sé að hafa hina sameigin- legu auðlind af þjóðinni. Við eigum að viðurkenna að ósátt er í landinu um sjávarútveginn og fiskveiði- stjómunarkerfið. Þess vegna eigum við að taka opnum örmum, en eink- um þó opnum huga, öllum athuga- semdum, allri gagnrýni, svo að ég tali nú ekki um nýjum hugmyndum einstaklinga eða hópa, sem telja sig hafa fundið leiðir til úrbóta. En þar sem vandinn hefur verið skilgreindur svo að óþol- andi sé að slík ósátt ríki um fiskveiðistjómarkerf- ið, hljótum við að gera eina kröfu til allra þeirra sem telja sig hafa fundið lausn á vandanum. Þá meginkröfu verða allar tillögur að standast. Þessi meginkrafa liggur í raun í augum uppi. Hinar nýju til- lögur verða að vera líklegar til þess að um þær muni ríkja meiri sátt meðal þjóðarinnar en um núverandi kerfi og að þær geti skilað álíka og helst meiri afrakstri í þágu þjóðar- innar allrar en núverandi kerfi gerir. Séu þessar tvær forsendur ekki fyrir hendi, þá er auðvitað verr farið af stað en heima setið. Mjög margar þeima hugmynda sem kynntar hafa verið, stundum af nokkra offorsi, en oftast af góðum hug, hafa ekki uppfyllt framangreind skilyrði. Sjálfstæðisflokkminn og reyndar stjómarflokkamir báðir, sýndu með ótvíræðum og óvæntum hætti, vilja sinn til að ná samstöðu meðal þjóðarinnar um þessi mál. Stjómarflokkamir samþykktu tillög- ur stjómarandstöðunnar um að leita ætti sameiginlegrar lausnar með skipun sérstakrar auðlindanefndar. Því miður virðist sem stjómarand- staðan hafi eklri átt von á því og jafn- vel tekið því verklagi af nokkra fá- læti. Það breytir ekki hinu að stjórn- arflokkarnir hafa gengið til þessa verks af miklum áhuga og einlægni, vegna þess að þeir sem fara með stjóm landsmála, telja fátt brýnna en að ná ásættanlegri niðurstöðu um þetta mikla mál. Sú nefnd sem falið var verkefnið hefur farið vel af stað. Hún hefur staðið þannig að málum að bersýnilegt er að fagmannleg vinna, byggð á upplýsingum úr ís- lensku þjóðlífi, hugmynd- ___________ um virtustu fræðimanna p^^j. sem fjallað hafa um þetta « álitaefni og málefnalegri athugun verður í fyrir- an*®9rl_ rúmi. Þessi nefnd hefur nú sto skilað áfangaskýrslu til ” forsætisráðherra. Það var ekki til þess stofnað að slík skýrsla skyldi fela í sér niðurstöðu eða bein- ar tillögur á þessu stigi máls. Það var augljóst að aðdragandi alþingiskosn- inga var ekki heppilegasti jarðvegur- inn til þess að finna lausn í málinu. Þeir fulltrúar sem Alþingi tilnefndi úr öllum stjómmálaflokkum, hafa enn sem komið er verið sáttir við þann farveg sem vinna nefndarinnar hefur fallið í. Það eitt og sér gefur mér góðar vonir. Því er fráleitt að reyna að spilla því starfi með ómerki- legum upphrópunum og jafnvel sví- virðingum í garð þeirra sjómanna og útvegsmanna sem stundað hafa mið- in á undanförnum áram og áratug- um. Slíkur málatilbúnaður gerir störf hinnar sameiginlegu nefndar tor- veldari. Aldrei hafa fleiri átt eign- arhlut í sjávar- útvegi en nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.