Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 47. störf, en hann var verslunarstjóri í matvöruverslun Lónsins á Þórs- höfn. Ég held ég geti fullyrt að hann hafi verið mjög samviskusam- ur starfsmaður og haft mikla ábyrgðai’tilfinningu gagnvart starfi sínu. Vinnudagur hans var yfírleitt æði langur. Oft fónim við félagar hans niður í verslun til hans í I íþróttagallanum, en alltaf sagði 1 Halldór: „Ég kem ekki núna, það er Isvo mikið að gera hjá mér, en ég kem kannski næst.“ Halldór var um tíma félagi í Lionsklúbbi Þórshafnar. Það var sama með lionsfundina og Heilsu- ræktina, það var orðið jafnerfitt að draga hann frá skrifborðinu til að fara á fund eins og í Heilsuræktina. Undir það síðasta sagði Halldór alltaf þegar hann var boðaður á i fundi: „Eg kem aðeins ef Stefán ] Már mætir á fundinn," en að Stefán ÍMár kæmi á fund þýddi það sem við Lionsmenn á Þórshöfn skiljum ein- ir, en það voru fundir sem voru af léttara taginu. Þess má einnig geta að Halldór og Sigríður, sambýlis- kona hans, voru stofnfélagar í Hattafélagi Þórshafnar og nágrenn- is, en sá félagsskapur átti mikla framtíð fyrir sér. Svona glensi var Halldór alltaf tilbúinn að taka þátt í. Ég hafði mjög mikil samskipti við Halldór í gegnum okkar störf á Þórshöfn, ég sem bókari, alltaf að skammast út í einhver smáatriði í reikningunum frá Lóninu. I fyrstu var ég búinn að safna upp heilmikl- um skömmum til hans um hver mánaðamót og ákvað að hringja þegar ég var búinn að safna kjarki og nú skyldi Halldór fá að finna fyr- ir því. Alltaf bræddi hann mig, enda hafði hann alltaf svör á reiðum höndum, sem ég tók sem gild rök. Kvöddumst við iðulega hlæjandi, enda ekki hægt að vera reiður við Halldór, þetta mikla ljúfmenni. Einn af mörgum góðum eiginleik- um Halldórs var hve hann var sér- staklega bóngóður og hjálpfús. Ég hygg að fáir hafi farið bónleiðir til búðar af hans fundi. Alltaf var hann tilbúinn að koma að athuga ef ég var í vandræðum með tölvuna mína. Oftar en einu sinni kom hann ak- andi með heimilistæki af vöruaf- greiðslunni sem við Elsa höfðum verið að kaupa og ekki þurfti einu sinni að biðja hann um það í þau skiptin. Fyrir þetta erum við Hall- dóri afar þakklát. Að lokum kveð ég Halldór Axel Halldórsson með virðingu og þakka honum ánægjulegar samverustund- ir, sem gjarnan hefðu mátt vera fleiri. Sigríði, sambýliskonu Hall- dórs, svo og öðrum aðstandendum flytjum við Elsa okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa minninguna um góðan dreng. Páll Brynjarsson. Hann Halldór er farinn. Eftir erf- iða baráttu við óvæginn sjúkdóm varð hann að lúta í lægra haldi. Upphafs þeirrar baráttu má leita fimm ár aftur í tímann er annað lunga hans féll saman og átti hann þó nokkurn tíma í glímu við þann | sjúkdóm. Það var svo fyrir ári síðan " að fyi-st varð vart við sjúkdóm þann sem varð honum að lokum að ald- urtila. í upphafi þeirrar baráttu var Halldór mjög ákveðinn, hann ætlaði sko ekki að láta einhvern sjúkdóm fara að buga sig, nei, hann ætlaði sér að ná fullum bata. Hann fór suð- ur til Reykjavíkur í meðferð og við samstarfsfólk hans trúðum því að ef einhverjar líkur væru á því að yfir- vinna slíkan andstæðing þá myndi | Halldóri takast það. Og þegar hann kom aftur til Þórshafnar í fyrra- sumar eftir læknismeðferðina töld- um við að hann hefði haft sigur. En meinið tók sig upp að nýju og þó Halldór væri jafn ákveðinn í því og fyrr að hafa andstæðinginn undir þá var þrekið orðið skert og baráttan því ekki eins öflug og áður. Við Halldór kynntumst fyrst þeg- ar ég flutti til Þórshafnar sumarið 1995 og tók við starfi sem kaupfé- lagsstjóri en Halldór var verslunar- ’* stjóri matvörudeildar. Samstarf okkar varð fljótt náið og það var ómetanlegt að hafa hann við hlið sér í því starfi sem í hönd fór við upp- byggingu nýs verslunarfyrirtækis, Lónsins, á Þórshöfn. Fljótlega komumst við að því að við vorum báðir fyrrum starfsmenn Kaupfé- lags Árnesinga þó við hefðum ekki starfað þar á sama tíma. Margt fleira áttum við sameiginlegt eins og áhuga á réttindamálum verka- fólks, áhuga á þjóðmálum og síðast en ekki síst áhuga beggja á bílum en Halldór var mikill áhugamaður um þá og hafði á yngri árum keppt í rallakstri. Það er ekki alltaf auðvelt að stýra matvöruverslun á litlum stað úti á landi. Og hann er ekki alltaf sann- gjarn samanburðurinn sem gerður er á vöruúrvali og verði sem ætlast er til að sé sambærilegt við það sem best gerist á höfuðborgarsvæðinu. Halldóri tókst þó einstaklega vel að hafa vöruúrval og verðlag þannig að það þjónaði sem flestum og alltaf var hann boðinn og búinn að leysa úr þörfum sérhvers manns hvenær sem var og útvega þá hluti sem ekki voru lagervara. Þá má ekki gleyma því að á loðnu- og síldarvertíð þurfti að afgreiða bátana þegar þeir komu inn, sama á hvaða degi og hvaða tíma sólarhrings var. Halldór var einnig einstaklega laghentur mað- ur, Joað var alveg sama hvað bar upp á. A flestum hlutum kunni hann skil og gat gert við ef þeir biluðu. Slíka eiginleika starfsmanns er aldrei hægt að meta til fjár og oft komu þeir sér vel hjá litlu fyrirtæki í byggðarlagi þar sem viðgerðar- menn eru ekki á hverju strái. Það er orðið skarð fyrir skildi á Þórshöfn og tómlegra verður að koma í matvörubúðina, en minning- in lifir um mætan dreng. Nú þegar komið er að kveðjustund er svo ótal margt sem hægt væri að skrifa um Halldór en það sem fer á blaðið eru bara nokkur fátækleg orð. Eftirlif- andi konu Halldórs, Sigríði Árna- dóttur, dætrum og barnabörnum viljum við Ásta flytja okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur á þessari stundu. Steini Þorvaldsson. Miðvikudaginn 3. mars síðastlið- inn hringdi til mín Rósa Helgadóttir og tjáði mér að Halldór frændi hennar væri látinn. Vegna tengsla Rósu og Halldórs sem Rósa kallaði frænda æxlaðist það þannig að ég og Halldór unnum saman um nokk- urra ára skeið. Mér er sá tími minn- isstæður. Það var góður tími. Eins og ég sé Halldór var hann dulur og ekki allra, en okkur kom vel saman og má kalla við höfum verið gott teymi saman. Halldór var snillingur í höndum og huga, laginn með afbrigðum, ég myndi vilja segja snillingur. Ég minnist t.d. bil- aðs bíls sem ekki fór í gang. Þá sagði Halldór: „Lánaðu mér lyklana," og eftir smá stund var bíl- inn kominn í gang. Hlutum svo sem saumavélum, rafmagnstöflum, og hlutum sem ég hef aldrei skilið í, var ekkert mál fyrir hann að koma í lag. Skilningur á flóknum mekan- isma var sérgrein Halldórs. Fyrir utan vinnu áttum við saman frítíma, t.d. við veiðar í Grænalæk, Soginu og fleiri stöðum. Halldór hafði gaman af útiveru við veiðar en ómögulega get ég sagt að hann hafi verið veiðisnillingur. Snemma í okk- ar kynnum gerðist sá atburður, að ég varð umboðsmaður fyrir sænskt fyrirtæki, sem seldi sænskar, franskar, grískar og amerískar vör- ur, allar undir sama vörumerki. Þar sem Halldór hafði unnið og verið búsettur í Svíþjóð um tíma ákvað ég að bjóða Halldóri með mér til Gautaborgar. Þar var hann kunnug- ur og talaði einnig málið, svo hann var góður félagsskapur. Það kom einnig seinna í ljós að Halldór var góður mannþekkjari því fyrir tveimur árum kom í ljós að vara sú sem ég flutti frá Svíþjóð og ég hafði umboðssamning fyrir var bara tóm vitleysa. Svíarnir höfðu enga heim- ild amerísku, frönsku né grísku framleiðandanna til að gefa mér umboðssamning. En þetta fyi’irtæki var þekkt fyrir að gefa Islendingum einkasölusamning og hefur skipt um umboðsmenn á Islandi, eins og sumir tala um að 'skipta um nær- buxur. Halldór sagði strax: „Mér finnst einhver skítalykt af þessu, Ragnar." Eftir dvöl okkar í Gautaborg fór- um við til Kaupmannahafnar, þar sem Halldór var einnig kunnugur. Ég hafði aldrei komið í Tivolí í Kaupmannahöfn en þar var Halldór á heimaslóðum, svo ákveðið var að hann yrði leiðsögumaður um garð- inn. Nú við innganginn sagði Hall- dór: „Hér fáum við okkur kort af garðinum og armband um úlnliðinn, sem veitir okkur aðgang að öllum tækjunum án greiðslu aukalega." Auðvitað samþykkti ég að hann væri leiðsögumaðurinn. Nú síðan fóram við úr einu tækinu í annað eftir því sem Halldór sagði fyrir um án þess að ég spyrði hvað hvert tæki gerði. En eftir að hafa farið einn hring í rússíbananum, þai’ sem ég hélt ég fengi hjartaslag enda þótt ég sé ekki hjartveikur, spurði ég Halldór hvað næsta tæki gerði. Nú í spilasalnum gekk okkur vel og unnum við að mig minnir tvo fulla poka af 25 aura peningum og geng- um við eftir það um Tivolí garðinn eins og Jóakim frændi, með fulla poka af peningum. Yið fóram oftar til Svíþjóðar, Danmerkur og Frakklands, en það er of langt mál fyrir það takmark- aða pláss sem ég má nota hér í Morgunublaðinu, svo ég tala ekki meira um það. Eftir að við Halldór hættum að vinna saman var Halldór við störf í Miklagarði, K.Á. í Hveragerði, Kaupf. Langnesinga og nú síðast í Lóninu á Þórshöfn. Vegna ferðalaga minna um landið hitti ég Halldór þar síðustu árin. Síðast er ég hitti hann sagði hann mér frá krabbameininu, sem hann hafði verið til meðferðar við í Reykjavík, en nú væri allt klappað og klárt og allt búið. En svo var svo sannalega ekki. Ungur maður hefur nú kvatt og vil ég votta dóttur hans og föður ásamt öllum hans skyldmennum samúð mína. Ragnar Guðmundsson. Útfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aöstandendur. - Fiytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aöstoða við val á kistu og líkklæöum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Ðánarvottorð. - Staö og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organlsta, sönghópa. einsöngvara, einleikara og/eöa annað listafólk. - Kistuskreyfingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Likbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR HILMARSSON verkfræðingur, Engihjalla 11 Kópavogi, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur að morgni fimmtudagsins 4. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. mars ki. 13.30. Þórhildur Helgadóttir, Kolbrún Þórisdóttir, Jón B. Guðlaugsson, Stefán Arnar Þórisson, Ragnhildur B. Traustadóttir, Helga Þórisdóttir, Kristinn Ó. Ólafsson, Halla Þórisdóttir, Björgvin Bjarnason, Snorri Arnar Þórisson og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR M. KJERÚLF, Sauðhaga 1, Vallahreppi, fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 13. mars, kl. 14.00. Jarðsett verður í Valla- neskirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Páll H. Sigurðsson, Guðrún Magnea Pálsdóttir, Guðmundur Hjálmars, Pálína Aðalbjörg Pálsdóttir, Örn Friðriksson, Sigríður Pálsdóttir, Einar Birkir Árnason, Þórhildur Pálsdóttir, Skúli Hannesson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN STEINSDÓTTIR, Reynistað, Skagafirði, sem lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki að morgni 7. mars, verður jarðsungin frá Reynistaðarkirkju laugardaginn 13. mars kl. 16.00. Sigurður Jónsson, Jón Sigurðsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Steinn L. Sigurðsson, Salmína S. Tavsen, Hallur Sigurðsson, Sigríður Svavarsdóttir, Helgi J. Sigurðsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ JÓNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja Bakka, Ólafsfirði, er andaðist á dvalarheimilinu Hombrekku mánu- daginn 8. mars, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 17. mars kl. 13.30. Guðlaug Steinsdóttir, Guðmundur Finnsson, Kristinn Steinsson, Auðbjörg Sigursteinsdóttir, Garðar Steinsson, Erla Ágústsdóttir, Sigríður Þórðardóttir og aðrir vandamenn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, GRÉTA VILBORG ILLUGADÓTTIR frá Akri, Vestmannaeyjum, sem lést mánudaginn 1. mars, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 12. mars, kl. 15.00. Guðmundur Lárusson, Aðalheiður Auðunsdóttir, Gréta Vilborg Guðmundsdóttir, Úlfar Snær Arnarson, Lárus Steinþór Guðmundsson, Ragnheiður Snorradóttir, Jóhann Ragnar Guðmundsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.