Morgunblaðið - 12.03.1999, Page 23

Morgunblaðið - 12.03.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 23 VIÐSKIPTI aaaa palio weekend Öryggl, rými, styrkur og afbragðsgóðir aksturselglnleikar Stórskemmtilegur skutbíll fyrir fjölskylduna eða athafnamanninn á hreint frábæru verði. Engu er til sparað í öryggisbúnaði. ABS hemlalæsivörn, loftpúðar fyrir ökumann og farþega, bílbeltastrekkjarar, 8 ára gegnumtæringarábyrgð. Farangursrými er mikið eða 460/1540 lítrar. Komdu í reynsluakstur. Pallo Weekend Kostar aðeins kr. 1.260.000 Istraktor , BlLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 • GARÐABÆ • SÍMI 5 400 800 Víglundur Þorsteinsson, Lífeyrissjóði verslunarmanna Auka þarf hluthafa- lýðræði á Islandi VIGLUNDUR Þorsteinsson, stjómarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, gagnrýndi á aðal- fundi Eimskips samþykkt félagsins um að hvers konar tillögur hluthafa þurfí að leggja fram viku fyrir aðal- fund. Hann segir að auka þurfi hlut- hafalýðræði í almenningshlutafélög- um á Islandi á þann hátt að hluthaf- ar hafi meira um stefnu og markmið félagsins að segja. Víglundur segir að sjóðurinn vilji vera leiðandi afl í umræðu um hlutafélög á íslandi, hluthafastefnu og um að virkja hluthafa í starfi hlutafélaga. „Við viljum gjarna leggja okkar af mörkum til að fylgja íslenskum hlutafélögum á markaði inn á nýja öld.“ Hann segir að jafn stór hluta- bréfamarkaður og sá íslenski er orð- inn krefjist öðruvísi hugsunar og annarra vinnubragða á nýrri öld heldur en hefur verið. „Breytt vinnu- brögð hafa verið að eiga sér stað og þau verða að halda áfram að eiga sér stað. Lífeyrissjóðurinn bindui; vonir við það að Eimskipafélag íslands sem öflugasta og stærsta og elsta al- menningshlutafélag á landinu sé sí- ungt félag sem muni taka þátt í því.“ Virkja þarf hluthafa- fundi betur Víglundur vill sjá fleiri hluthafa- fundi í féiaginu þar sem fram fari lífleg og eðlileg umræða líkt og fram fari í Bandaríkjunum. „Að minnsta kosti þarf að byrja á því á Morgunblaðið/Ásdís VIGLUNDUR Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslun- arnianna, segir að aðalfundir eigi ekki að vera haldnir í djúpi þagn- arinnar. Þar eigi skoðanaskipti að fara fram. hluthafafundum og aðalfundum í ís- lenskum hlutafélögum að víkka og opna þessi skoðanaskipti." Að sögn Vígiundai' þurfa hlut- hafafundir ekki eingöngu að vera aðalfundir einu sinni á ári. „Það má vel hugsa sér hluthafafund á móti aðalfundi að hausti og fjalla þar um þætti sem ekki gefst tækifæri til á aðalfundi. Ný stefnumið og mark- mið sem féiagið er að vinna að. Aherslubreytingar sem verið er að hugsa um má ræða við hluthafa og er sjálfsagt að gera. I ijósi þess viljum við virkja aðal- fundi, hluthafafundi, betur til skoð- anaskipta. Okkur finnst það ekki Meiriháttar fjármála- samruni í Danmörku London. Reuters. SAMÞJÖPPUN heldur áfram í evrópska fjármálageiranum eftir 37 milljarða dollara tilboð BNP- bankans í tvo franska keppinauta. Danska bankafyrirtækið Unidan- mark hefur samþykkt að taka við stjóm tryggingafélagsins Tryg- Baltica fyrir 1,2 milljarða dollara. Þetta er annar mesti fjármála- samningur, sem sögur fara af í Dan- mörku, og með samrunanum verður komið á fót fjánnálaþjónustu með eignir upp á 525 milljarða danskra króna. Samruninn mun treysta stöðu Unidanmark sem einnar fremstu fjármálaþjónustu Danmerkur á eftir Danske Bank, sem á eignir upp á 700 milljarða danskra króna, og Kapital Holding með eignir upp á 535 milljarða danskra króna. Almennt hafði verið búizt við samrunanum og hefur orðrómur verið á kreiki um hann í eitt og hálft ár. Fyrirtækin ráðgerðu bandalag snemma á þessum ára- tug, en hættu við það þegar syrti í álinn í dönskum fjármálum. Stærra skrefi spáð Þar með hefur enn eitt skref verið stigið í átt til samþjöppunar norrænna fjármálastofnana. Nú er Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLT~Af= G/TTH\SA£> NÝTT~ Daimler slítur við- ræðum við Nissan Frankfurt. Reuters. DAIMLERChrysler AG hefur hætt tilraunum sínum til að eignast hlut í Nissan Motor Co í Japan og því gefst Renault SA í Frakklandi færi á að bjóða í japanska risann. I yfirlýsingu frá Daim- lerChrysler sagði að þriggja mán- aða viðræður við Nissan hefðu ver- ið erfiðari en búizt hefði verið við fyrirfram og fyrirtækið hefði einnig gefið upp á bátinn vonir um að eignast hlut í vörubíladeildinni Nissan Diesel. Talsmaður Nissans sagði að fyr- irtækið reyndi enn að fá Renault til samstarfs, en sérfræðingar efast um að franska fyrirtækið sé nógu öflugt til að ráða fram úr stórfelld- um vandamálum Nissans. Þeir telja þó litla hættu á hruni Nissans án erlends samstarfs. Viðbrögð Renault lýstu gætni. Louis Sehweitzer stjómarformað- ur sagði á bílasýningunni í Genf að fyrirtækið kannaði enn hvort það ætti að eignast hlut í Nissan, en bætti því að engrar tilkynningar væri að vænta í bráð. „Við höfum alltaf sagt að þetta sé álitlegur kostur, en ekki auð- veldur,“ sagði hann. „Ég hef lagt áherzlu á að þetta geti veitt tæki- færi, en falið í sér áhættu vegna stöðu Nissans og ólíkrar menning- ar. Við höldum því ítarlegri rann- sókn okkar áfram.“ Starfsmenn Renault hafa gefið til kynna að ákvörðun sé líkleg fyr- ir marzlok. Sérfræðingar telja að skulda- súpa Nissans hafi komið í veg fyrir eignaraðild DaimlerChrysler. DaimlerChrysler og Nissan Diesel hafa um skeið unnið saman að smíði vörubfls fyrir Suður-Amer- íkumarkað. hæfa að aðalfundir í stórum mark- aðsfélögum á Islandi séu haldnir í djúpi þagnarinnar. í tómi. Aðal- fundir eiga að vera haldnir til skoð- anaskipta. Samskipta stjórnenda og hluthafa. Þannig fá stjómir félag- anna að kynnast viðhorfum hlut- hafa,“ segir Víglundur. Hann segir að hluthafalýðræði eigi ekki að birtast í því að upp spretti einhver átök á hluthafafund- um milli hluthafa í félagi án þess að meirihluti hluthafa hafi minnstu hugmynd um hvað átökin snúast raunverulega um. Dæmi um slíkt hafi átt sér stað á aðalfundi fyrr í vikunni. búizt við að á næstu tveimur áram verði stigið skrefi lengra. Spáð er að komið verði á fót risastóram fjármálafyrirtækjum, sem muni ná til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar og verði undir forystu sænskra banka. AÐALFUNDUR 1999 Aðalfundur Vaka hf. verður haldinn í húsnæði félagsins að Ármúla 44 í Reykjavík, föstudaginn 19. mars 1999 og hefst kl. 12.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingará samþykktum félagsins. 3. Önnur mál löglega upp borin. Reikningar félagsins ásamt dagskrá fundarins og endanlegum tillögum liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, viku fyriraðalfund. Áfundinum verða bornarfram léttarveitingar og í lok hans verður starfsemi félagsins kynnt nánar. VAKI HF. ÁRMÚLI 44 - 108 REYKJAVÍK - ÍSLAND SÍMI: 568 0855 - FAX: 568 6930 - VAKI@VAKUS - WWW.VAKUS Skeljungurhf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.