Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 1

Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 1
67. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tímamót í sögu flugsins Genf. Reuters. SVISSLENDINGURINN Bertrand Piccard og Bretinn Brian Jones eru fyrstir manna til að fljúga umhverfis jörðina í Ioftbelg. Tví- menningarnir flugu laust fyrir klukkan tíu á laugardagsmorgun yfír marklínuna, sem liggur á ní- undu gráðu vestlægrar lengdar, norður af Máritaníu á vestur- strönd Afríku. Höfðu þeir þá ver- ið nítján sólarhringa á lofti í Breitling Orbiter 3-loftbelgnum og lagt að baki 42.400 km. Héldu þeir áfram för sinni og áætla að lenda í Egyptalandi snemma í dag, sunnudag. I sam- tali við loftferðaeftirlitið í Senegal í gær sagðist Piccard ekki ætla að lenda í Máritaníu eða Malí eins og menn höfðu ætlað. Aðspurður sagði hann: „Nei. Við ætlum ekki að lenda. Við ætlum að halda til Egyptalands. Við er- um loftbelgsfarar á leið umhverf- is jörðu." Ferðin hófst í Sviss fyrsta þessa mánaðar og fóru þeir Piccard og Jones sem leið lá yfir eyðimerkur Norður-Afríku og Miðaustur- landa, yfir Indland og Suðaustur- Asíu. Félagarnir töfðust á leið sinni yfir Kyrrahafið en náðu að vinna upp tíma þegar hagstæðir loftstraumar báru þá yfir Atlants- hafið á 200 km hraða á klukku- stund. Piecard sagði í samtali um gervihnött við AP-fréttastofuna í gær: „Við sitjum hér meðal engla og erum ólýsanlega hamingju- samir. Við verðum ævinlega þakklátir hinni ósýnilegu hendi sem hefur vísað okkur veginn í þessari stórkostlegu ferð.“ Jones sagðist mundu hafa næg- an tíma til að fagna metinu, fyrst ætlaði hann að hringja í eigin- konu sína, sem er í stjórnstöðinni í Genf, og segjast elska hana. „Síðan mun ég, eins og allir sann- ir Bretar, fá mér góðan bolla af tei.“ Reuters SAMSTARFSMENN loftbelgsfaranna Bertrands Piccards og Brians Jones fögnuðu innilega þegar ljóst varð að tvímenningarnir eru fyrstu menn sem flogið hafa umhverfis jörðina í loftbelg. Alþjóðlegir eftirlitsmenn ÖSE hafa allir yfírgefíð Kosovo Lech Walesa, fyrrver- andi forseti Póllands Starfsfólk vestrænna sendiráða yfírgefur Belgrad Reuters EFTIRLITSMENN ÖSE á leið til Makedóníu. Pristina. Reuters. FJÓRTÁN hundruð alþjóðlegir eftir- litsmenn á vegum Öryggis- og sam- vinnustofhunar Evrópu (ÖSE) í Kosovo hófu brottflutning til ná- grannaríkisins Makedóníu þegar i dögun i gær. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá ÖSE, sagði í samtali við Morgunblaðið, að allir eft- irlitsmenniniir hefðu verið komnir yf- ir landamærin um hádegisbilið í gær og að ferðir þeirra hefðu gengið áfallalaust. Vegabréfsáritanir eftir- litsmanna hefðu hins vegar verið aft- urkallaðar við landamærin, sem gæti torveldað endurkomu þeirra. Loft- árásir á vegum NATO eru taldar yfir- vofandi eftir að friðarviðræður fóru út um þúfur á fóstudag. Friðarsamning- urinn, sem kveður á um sjálfstjóm Kosovo-Albana í héraðinu, undir al- þjóðlegu eftirliti, hefur þegar verið undirritaður af Kosovo-Albönum. Blendnar tilfinningar hafa verið meðal eftirlitsmanna vegna brott- flutningsins, þar sem um 1.700 Serb- ar og Albanar starfa fyrir ÖSE í Kosovo og munu þeir verða eftir. Hafa áhyggjur manna beinst að því að brottförin kunni að valda óttá meðal íbúa héraðsins og koma af stað nýjum flótta- mannastraumi. Sagði Urður að á þeirri stundu er fréttist að ÖSE hygðist flytja burt eftirlitssveitir sín- ar, hefðu innfæddir Al- banar þegar byijað að flýja þörp og bæi á helstu átakasvæðum. Mikill óhugur væri í mönnum og búist væri við hinu versta. I við- tali við blaðamann AP- fréttastofunnar sagð- ist William Walker, yfirmaður eftir- litssveita ÖSE, búast við „hættu- meiri tímum“ framundan. Atök voru á milli serbneski’a ör- yggissveita og vopnaðra sveita frels- ishers Kosovo (UCK) nálægt Prist- ina í gær. Lokuðu sveitir Serba veg- inum frá Pristina til Belgrad og komu i veg fyrir ferðir fréttamanna. Sögðu Serbar ástæðuna vera þá að sveitir UCK hefðu sprengt upp lög- reglustöð í Luzane, 18 km frá Prist- ina. Almennir borgarar sáust flýja heimili sín í kjölfar bardaga. Stanslaus liðsafnaður og vígvæð- ing Serba í Kosovo að undanfórnu hefur valdið áhyggjum um að stór- sókn Serba gegn UCK kunni að hefj- ast þá og þegar. Starfsfólk vestrænna sendiráða í Belgrad hóf brottflutning í gær í kjölfar harðnandi átaka í Kosovo og yfirvofandi ógnar af loftárásum NATO. Bandaríska sendiráðið hóf brottflutning síns fólks þegar á föstudag og hafa önnur vestræn sendiráð fylgt fordæmi þeirra. „Hér gæti ástand orðið mjög ótryggt, þannig að skynsamlegast er að færa starfsfólk og fjölskyldur þess til ör- uggari staða,“ sagði vestrænn sendi- ráðsfulltrúi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi á fóstudag að loftárásir á serbnesk skotmörk kynnu að vera nauðsynlegar til að vernda innfædda Kosovo-Albana í héraðinu, tryggja trúverðugleika NATO og koma í veg fyrir útbreiðslu stríðsins á Balkanskaga. „Eitt er víst. Ef okkur og bandamenn okkai’ skortir vilja til aðgerða munu fjöldamorðin halda áfram,“ sagði Clinton, en bætti við: „Við verðum að vega og meta þá áhættu, gegn hætt- unni sem af aðgerðaleysi stafar. Ef við gerum ekkert mun stríðið breið- ast út.“ Lýðræðið var í hættu LECH Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, segist hafa talið brýna nauðsyn á að bjóða sig fram til emb- ættis forseta árið 1990, þar sem hann hafi haft veður af samsæri kommúnista um að snúa við lýðræð- isþróun í Póllandi og öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Hafi jafnvel verið uppi áform um að beita vopnavaldi í því skyni. Þetta kemur fram í viðtali sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við hann í Varsjá fyrir viku. „Það var bara ein ástæða fyrir því að ég gerðist forseti. Ég skynjaði að á þeim tíma lá gagnbylting í loftinu, og meira að segja gagnbylting með vopnavaldi. Ég fann það á mér að gömlu valdaöflin voru að safna liði á nýjan leik,“ segir Walesa í samtali við Morgunblaðið. Walesa kveðst einnig hafa haft upplýsingar um leynilegan fund æðstu fulltrúa fyrrverandi kommún- istaríkja á Krímskaga um svipað leyti. „Þeir voru h'klega að hugsa um að gera árás. En þeir þurftu á Pól- Iandi að halda, og því miður fyrir þá var Lech Walesa yfirmaður pólska hersins og lögreglunnar," segir Wa- lesa. ■ Ég er byItingarmaður/B12 Vimi hverg'i Skylda mín að benda á lausnir í Evrópu- málum HASKOLIFYRIR HAPPDRÆTTISFÉ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.