Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 1
*fgmiH*Mto STOFNAÐ 1913 67. TBL. 87. ARG. SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tímamót í sögu flugsins Genf. Reuters. SVISSLENDINGURINN Bertrand Piccard og Bretinn Brian Jones eru fyrstir manna til að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg. Tví- menningarnir flugu laust fyrir klukkan tíu á laugardagsmorgun yfir marklínuna, sem liggur á ní- undu gráðu vestlægrar lengdar, norður af Máritaníu á vestur- strönd Afríku. Höfðu þeir þá ver- ið iiítján sólarhringa á lofti í Breitling Orbiter 3-loftbelgnum og lagt að baki 42.400 km. Héldu þeir áfram för sinni og áætla að lenda í Egyptalandi snemma í dag, sunnudag. I sam- tali við loftferðaeftirlitið í Senegal í gær sagðist Piccard ekki ætla að lenda í Máritaníu eða Malí eins og menn höfðu ætlað. Aðspurður sagði hann: „Nei. Við ætlum ekki að lenda. Við ætlum að halda til Egyptalands. Við er- um loftbelgsfarar á leið umhverf- is jörðu." Ferðin hófst í Sviss fyrsta þessa mánaðar og fóru þeir Piccard og Jones sem leið lá yfir eyðimerkur Norður-Afríku og Miðaustur- landa, yfir Indland og Suðaustur- Asíu. Félagarnir töfðust á leið sinni yfir Kyrrahafið en náðu að vinna upp tíma þegar hagstæðir loftstraiimar báru þá yfir Atlants- hafið á 200 km hraða á klukku- stund. Piccard sagði í samtali um gervihnött við AP-fréttastofuna í gær: „Við sitjum hér meðal engla og erum ólýsanlega hamingju- samir. Við verðum ævinlega þakklátir hinni dsýnilegu hendi sem hefur vísað okkur veginn í þessari stórkostlegu ferð." Jones sagðist mundu hafa næg- an tíma til að fagna metinu, fyrst ætlaði hann að hringja í eigin- konu súia, sem er í sljórasl öðinni í Genf, og segjast elska hana. „Síðan mun ég, eins og allir sann- ir Bretar, fá mér góðan bolla af tei." Reuters SAMSTARFSMENN loftbelgsfaranna Bertrands Piccards og Brians Jones fögnuðu innilega þegar Ijóst varð að tvúnenningarnir eru fyrstu menn sem fiogið hafa umhverfis jörðina í loftbelg. Alþjóðlegir eftirlitsmenn OSE hafa allir yfírgefíð Kosovo Starfsfólk vestrænna sendiráða yfirgefur Belgrad Pristina. Reuters. FJÓRTÁN hundruð alþjóðlegir eftir- litsmenn á vegum Öiyggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Kosovo hófu brottflutning tíl ná- grannaríkisins Makedóníu þegar í dögun í gær. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá ÖSE, sagði í samtali við Morgunblaðið, að allir eft- irlitsmennirnir hefðu verið komnir yf- ir landamærin um hádegisbilið í gær og að ferðir þeirra hefðu gengið áfallalaust. Vegabréfsáritanir eftir- litsmanna hefðu hins vegar verið aft- urkallaðar við landamærin, sem gæti torveldað endurkomu þeirra. Loft- árásir á vegum NATO eru taldar yfír- vofandi eftir að friðarviðræður fóru út um þúfur á fóstudag. Friðarsamning- urinn, sem kveður á um sjálfstjórn Kosovo-Albana í héraðinu, undir al- þjóðlegu eftirliti, hefur þegar verið undirritaður af Kosovo-Albönum. Blendnar tilfinningar hafa verið meðal eftirlitsmanna vegna brott- flutningsins, þar sem um 1.700 Serb- ar og Albanar starfa fyrir ÖSE í Kosovo og munu þeir verða eftir. Hafa áhyggjur manna beinst að því að brottförin kunni að valda ótta meðal íbúa héraðsins og koma af stað nýjum flótta- mannastraumi. Sagði Urður að á þeirri stundu er fréttist að ÖSE hygðist flytja burt eftirlitssveitir sín- ar, hefðu innfæddir Al- banar þegar byrjað að flýja þcfrp og bæi á helstu átakasvæðum. Mikill óhugur væri í mönnum og búist væri við hinu versta. I við- tali við blaðamann AP- fréttastofunnar Reuters EFTIRLITSMENN ÖSE á leið til Makedóníu. ist William Walker, yfirmaður eftir- litssveita ÖSE, búast við „hættu- meiri tímum" framundan. Átök voru á milli serbneskra ör- yggissveita og vopnaðra sveita frels- ishers Kosovo (UCK) nálægt Prist- ina í gær. Lokuðu sveitir Serba veg- inum frá Pristina til Belgrad og komu i veg fyrir ferðir fréttamanna. Sögðu Serbar ástæðuna vera þá að sveitir UCK hefðu sprengt upp lög- reglustöð í Luzane, 18 km frá Prist- ina. Almennir borgarar sáust flýja heimili sín í kjölfar bardaga. Stanslaus liðsafnaður og vígvæð- ing Serba í Kosovo að undanfórnu hefur valdið áhyggjum um að stór- sókn Serba gegn UCK kunni að hefj- ast þá og þegar. Starfsfólk vestrænna sendiráða í Belgrad hóf brottflutning í gær í kjölfar harðnandi átaka í Kosovo og yfirvofandi ógnar af loftárásum NATO. Bandaríska sendiráðið hóf brottflutning síns fólks þegar á föstudag og hafa önnur vestræn sendiráð fylgt fordæmi þeirra. „Hér gæti ástand orðið mjög ótryggt, þannig að skynsamlegast er að færa starfsfólk og fjölskyldur þess til ör- uggari staða," sagði vestrænn sendi- ráðsfulltrúi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi á föstudag að loftárásir á serbnesk skotmörk kynnu að vera nauðsynlegar til að vernda innfædda Kosovo-Albana í héraðinu, tryggja trúverðugleika NATO og koma í veg fyrir útbreiðslu stríðsins á Balkanskaga. „Eitt er víst. Ef okkur og bandamenn okkar skortir vilja til aðgerða munu fjöldamorðin halda áfram," sagði Clinton, en bætti við: „Við verðum að vega og meta þá áhættu, gegn hætt- unni sem af aðgerðaleysi stafar. Ef við gerum ekkert mun stríðið breið- ast út." Lech Walesa, fyrrver- andi forseti Póllands Lýðræðið var í hættu LECH Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, segist hafa talið brýna nauðsyn á að bjóða sig fram til emb- ættis forseta árið 1990, þar sem hann hafi haft veður af samsæri kommúnista um að snúa við lýðræð- isþróun í Póllandi og öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Hafi jafnvel verið uppi áform um að beita vopnavaldi í því skyni. Þetta kemur fram í viðtali sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við hann í Varsjá fyrir viku. „Það var bara ein ástæða fyrir því að ég gerðist forseti. Eg skynjaði að á þeim tima lá gagnbylting í loftinu, og meira að segja gagnbylting með vopnavaldi. Ég fann það á mér að gömlu valdaöflin voru að safna liði á nýjan leik," segir Walesa í samtali við Morgunblaðið. Walesa kveðst einnig hafa haft upplýsingar um leynilegan fund æðstu fulltrúa fyrrverandi kommún- istaríkja á Krímskaga um svipað leyti. „Þeir voru líklega að hugsa um að gera árás. En þeir þurftu á Pól- landi að halda, og því miður fyrir þá var Lech Walesa yfirmaður pólska hersins og lögreglunnar," segir Wa- lesa. ¦ Ég er byltingarmaður/B12 Vinn hvergi en kem víða við 10 Skylda mín að benda á lausnir í Evrópu- málum 28 30 HASKOLIFYRIR HAPPDRÆTTISFÉ SUNNUDAGUR ÉG B BYLT1NGARHMIUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.