Morgunblaðið - 10.04.1999, Page 2
2 LAU GARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Víkingaskip-
in voru alnet
ársins 1000
HILLARY Clinton, forsetafrú
Bandaríkjanna, sagði á blaða-
mannafundi í fyrradag, þar sem fyr-
irhuguð víkingasýning Smithsoni-
an-safnsins var kynnt, að víkingarn-
ir hefðu flutt menningu og reynslu
frá einum heimi til annars, og því
hefðu víkingaskipin í raun verið al-
net ársins 1000. „Þau komu á sam-
bandi milli staða og fólks sem sjálft
Klámspólur
fundust við
húsleit
LÖGREGLAN í Reykjavík
lagði í gærmorgun hald á
hundruð klámspólna sem fund-
ust við húsleit. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu hafa
áður fundist klámspólur hjá
sama aðila og er hann grunað-
ur um að hafa fjölfaldað og selt
spólur.
Maðurinn var tekinn til yfir-
heyrslu en sleppt að henni lok-
inni. Sala og dreifíng á klám-
efni getur varðað sektum eða
fangelsisvist.
gat ekki einu sinni ímyndað sér
hvað væri að fínna handan hafsins
eða fjallgarðsins,“ sagði forsetafrú-
in meðal annars.
„Mér þótti gaman að heyra um
það, að í samfélagi víkinga höfðu
konur töluvert frelsi til að stunda
viðskipti og til að taka virkan þátt í
stjórnmálalífi í samfélögum sínum.
Við höfum einnig verið að læra um
það hvernig landkönnuðir víkinga
reyndu að varðveita sögu sína og af-
rek með nýrri tegund bókmennta
sem festi rætur á þessum tíma.“
Víkingarnir fyrstir með þing-
ræði fyrir þúsund árum
Forsetafrúin sagði ennfremur að
víkingarnir kynnu að hafa verið
fyi'stu Evrópubúarnir til að líta Am-
eríku augum og einnig verið þeir
fyrstu sem komu á fót þingræði fyr-
ir 1000 árum. Hún sagði að ísland,
föðurland sæfaranna, hefði sett á
stofn Alþingi árið 1000 og þar væru
enn sett lög.
„Ef þið komið til Martha’s Viney-
ard getið þið séð ummerki um bú-
setu víkinga," sagði forsetafrúin, en
forsetahjónin hafa oft dvalið á þess-
ari eyju við Þorskhöfða í sumarleyf-
um sínum.
Reuters
HILLARY Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, kynnir víkingasýningu
Smithsonian-safnsins í fyrrakvöld.
Heimssýning EXPO 2000
Nöfn allra
Islendinga
á veggjum
SKIPULEGGJENDUR íslenska
sýningarskálans á heimssýningunni
EXPO 2000, sem haldin verður í
Hannover í Þýskalandi á tiæsta ári,
ætla að hafa nöfn allra íslendinga
frá upphafí íslandsbyggðar, 700
þúsund talsins, á veggjum skálans
og jafnframt verður óskað eftir því
að fólk sendi inn myndir úr daglega
lífinu sem verða hengdar þar upp.
Ríkisstjóm íslands hefur sam-
þykkt að verja 200 milljónum króna
til kynningar á sýningunni en heild-
arkostnaður er áætlaður um 260
milljónir ki-óna.
■ Einstakt/16
--------------
SH missir við-
skipti við MHF
TVÖ stærstu útgerðarfyrirtæki
Þýskalands, Deutsche Fischfang
Union (DFFU), sem er dótturfyrir-
tæki Samherja hf., og Mecklen-
burger Hochseefíscherei (MHF),
hafa stofnað sameiginlegt sölu- og
markaðsfyrirtæki.
MHF hefur undanfarin fimm ár
selt afurðir sínar í gegnum Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna, en SH mun
nú tapa þeim viðskiptum.
■ Vilji til aukins/24
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Brúartorg í Borgarnesi
Fyllt upp fyrir
tvær
GERT er ráð fyrir tveimur stórum
lóðum fyrir þjónustu við vegfarend-
ur á uppfyllingu við Brúartorg í
Borgamesi, samkvæmt nýrri tillögu
að deiliskipulagi sem er til umfjöll-
unar í nefndum bæjarstjórnar.
Fjögur fyrirtæki hafa sótt um að-
stöðu á svæðinu, meðal annars
Kaupfélag Borgfirðinga og Baugur,
en ekki hefur verið ákveðið hvernig
staðið verður að úthlutun lóða.
I vetur var byrjað á uppfyllingu í
krikanum sunnan við bensínstöð
Skeljungs, milli vegarins út á Borg-
arfjarðarbrú og klettanna Borgar-
nesmegin. Gert hefur verið ráð fyrir
að þar yrði úthlutað lóð fyrir „veg-
sækna starfsemi" og sótti Kaupfé-
lag Borgfírðinga um hana fyrir
rámu ári. Nú hafa Baugur hf. sem
rekur Hraðkaupsbúð í Borgarnesi
og verktakafyrirtækið Borgarverk
hf. einnig sótt um lóðina og Skelj-
ungur hf. sótt um stækkun á at-
hafnasvæði sínu út á umrædda lóð.
Ágreiningur hefur verið um
framkvæmdina í bæjarstjórn Borg-
arbyggðar og var felldur samningur
storar
sem bæjarstjórinn hafði, samkvæmt
ákvörðun bæjarráðs, gert við Borg-
arverk hf. um að fylla í krikann.
Rætt við umsækjendur
Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri
segir að unnið hafí verið að gerð
deiliskipulags fyrir Bráartorg að
undanförnu. Tillaga Vinnustofu
arkitekta hf. hefur nú verið lögð
fram í skipulagsnefnd og bæjarráði.
Tillagan gerir ráð fýrir mun meiri
uppfyllingu en í upphafi, það er að
segja að fyllt verði í umræddan
krika og áfram meðfram þjóðvegin-
um og út fyrir gamla íþróttavöllinn,
þó þannig að vík verði látin halda
sér þar vestast. Á þessu svæði er
hægt að koma fyrir tveimur stórum
lóðum eða fleiri minni. Jafnframt
eru settar fram hugmyndir um
menningarhús fremst á uppfylling-
unni og yrði það andlit bæjarins
gagnvart vegfarendum sem koma
yfir Borgarfjarðarbrána.
Óli Jón telur að tillögumar geti
orðið grundvöllur að lausn málsins
og með útfærslu þeirra ætti að nást
loðir
ágætis nýting á svæðinu. Hann seg-
ir hins vegar ekki ákveðið hvernig
staðið verði að úthlutun lóða.
Deiliskipulagstillagan verður lögð
fram í bæjarstjórn næstkomandi
fimmtudag og býst Óli Jón við því
að eftir það verði rætt við alla um-
sækjendur um lóð á svæðinu og
kannaðar hugmyndir þeima um
byggingar.
Tillaga Vinnustofu arkitekta hf.
gerir ráð fyrir mun meiri uppfyll-
ingu en áður var reiknað með,
þannig að hægt verði að koma þar
fyrir tveimur stóram lóðum fyrir
þjónustu við vegfarendur. Á loft-
ljósmyndinni sést hluti af því svæði
sem fyllt verður upp og á ljósmynd
af skipulagsuppdrættinum sést
hvernig svæðið mun líta út verði
hún niðurstaðan. Fyllt er í krikann
sem er við Shellstöðina og Hyrn-
una, vel út fyrir klettana og íþrótta-
völlinn, þó þannig að vík verður lát-
in halda sér þar. Tvær stórar lóðir
verða á uppfyllingunni, auk þess
sem varpað er fram hugmynd um
staðsetningu menningarhúss.
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
AÐ OFAN er tillaga Vinnustofu arkitekta hf. að deiliskipuiagi Brúar-
torgs í Borgarnesi og fyrir neðan er loftmynd af svæðinu.
Sérblöð í dag
ALAUGARDÖGUM
LLoDl>i\
Ríkharður Daðason verður
áfram hjá Viking/B1
• •••••••• • • • • • • •,• ••••••••••
Kolbrún Yr með Islandsmet
í Lúxemborg/Bi
www.mbl.is