Morgunblaðið - 10.04.1999, Page 6

Morgunblaðið - 10.04.1999, Page 6
6 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vissi þegar bíilinn stöðvað ist að ég var hálsbrotinn Lömun eftir alvarlegt bílslys hefur ekki slegið Jón Sigurðsson svæfingalækni út af laginu því hann flutti fyrirlestra á þingi skurð- og svæfingalækna í gær. Jóhannes Tómasson hlýddi á og ræddi við Jón um tilveru hans síðustu mánuði. Morgunblaðið/Kristinn JÓN Sigurðsson gerir ráð íyrir að dvelja sex til átta mánuði á Grens- ásdeild. Hjá honum er dóttir hans, Þorbjörg, sem m.a. aðstoðaði hann við að útbúa tölvumyndir í fyrirlestur á fundi svæfingalækna í gær. SALURINN sprakk hvað eftir ann- að úr hlátri undir fyrirlestrunum þrátt fyrir að efnið væri háalvar- legt: Jón Sigurðsson, svæfinga- læknir á Landspítalanum, var að lýsa reynslu sinni sem sjúklingur á gjörgæsludeild, þar sem hann lá í nokkrar vikur, en hann hlaut alvar- iega áverka í bílslysi á Reykjanes- braut í desember síðastliðnum. Jón getur aðeins hreyft hendur og höfuð og er nú í stífum æfíngum á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. „En ég fékk frí í „skólanum“ eftir hádegi til að fara á fundinn,“ sagði hann við blaðamann, „enda sögðu þær að það að fara út og taka þátt í fundi væri á við nokkurra tíma æfingar.“ Þetta var í þriðja skipti sem Jón fer út og í fyrsta sinn sem hann hittir starfsbræður með því að taka þátt í formlegum fundi. „Eg ætlaði bara að hitta nokkra kollega hérna og segja þeim frá ýmsu sem ég hef reynt í þessari legu en það kom mér skemmtilega á óvart hversu margir sáu ástæðu til að koma, læknar úr öllum möguleg- um sérgreinum og margir hjúkrun- arfræðingar," sagði Jón og var ekki í vandræðum með að slá á létta strengi í umfjöllun sinni. „Mér líður ágætlega þótt ég geti ekki labbað mikið. Ég hef það ágætt í hjóla- stólnum og ræðustóllinn er líka ágætur, þetta eru góðir stólar báð- ir.“ Einfaldir hlutir flóknir í fyrirlestri sínum fjallaði Jón annars vegar um táknmálskerfi sem notað var á gjörgæsludeildinni til að sjúklingar og starfsfólkið gætu „tal- að saman“ og hins vegar sagði hann frá ofskynjunum sem hann varð fyr- ir á fyrstu dögum legunnar. Það voru einkum litaofskynjanir en alls lá Jón rúmar sjö vikur á gjörgæslu- deild eftir að hafa verið á Sjúkra- húsi Reykjavíkur fyrstu vikuna eftir slysið. Vandi Jóns var að hann var með fullri meðvitund en gat ekki hreyft hendur og var þar að auki barka- þræddur þannig að hann gat ekkert talað svo bimgðið var á það ráð að nota blað með stöfum til að hafa samband. Starfsfólkið benti á staf- ina og Jón kinkaði kolli þegar kom að rétta stafnum. Oft kom upp sá vandi að búið var að fara yfir blaðið án þess að rétti stafurinn kæmi upp og Jón hristi alltaf hausinn. „Ég var erfiður sjúklingur og móðgaði marga,“ sagði Jón. Um síðir upp- götvaðist að aftan á spjaldinu voru líka nokkrir stafir og þá var hægt að halda samræðunum áfram. Þá kom fyrir að stöfunum var haldið of nálægt Jóni þannig að allt var í móðu eða ljósið glampaði á það og ekkert sást eða að blaðið var beyglað þannig að ekki sást alltaf hvað var verið að benda á. Jón benti á þann einfalda lærdóm sem draga mætti af þessum vandamálum að búa til ný blöð, þ.e. að nota stíft spjald, hafa alla stafina á sömu hlið og að hafa spjaldið ekki glansandi. Jón bauðst til að sjá um þessa nýju hönnun. Og hann kvaðst hafa það fyrir satt að stafablöðin væru ekk- ert betri á Borgarspítalanum! og notaði yfirleitt það heiti um hann. Einnig benti Jón á þann vanda að þyrfti hann að segja mikið gátu menn verið búnir að gleyma fyrstu stöfunum eða orðunum þannig að best væri að skrifa jafnan niður það sem „sagt“ hafði verið, annars þurfti alltaf að byrja upp á nýtt. Lykilatriði í þessu öllu sagði hann því vera þolinmæði - bæði sjúklings og starfsfólks. Litaofskynjanir sagðist Jón hafa upplifað fyi-stu dagana á gjörgæslu- deild og væri það kannski ekki und- arlegt eftir margvíslegar lyfjagjafir, þreytu, áhrif frá áverkunum, óreglulegan svefn og svo framvegis. Hann sagðist hafa verið með af- brigðum ljósfælinn, notað sólgler- augu og helst viljað hafa ljósin slökkt. „Enda voru hjúkrunarfræð- ingarnir alltaf að ganga á veggi.“ Jón kvaðst hafa séð alls konar sýnir, púka og pöddur og það sem hann nefndi gulsýnir, séð gulan lit sem hann sagði hafa verið lítið gam- an. Hann hefði síðar uppgötvað að vondu kallarnir í hasarblöðunum væru yfirleitt með gul augu og jafn- vel gulir sjálfir og sýndi viðeigandi myndir. Ofan á allt þetta bættist að stofan var gul. Vildi hann koma því á framfæri að valinn yrði annar litur á stofur á gjörgæsludeild, að minnsta kosti á eina og að lýsing væri jafnan dempuð. Ekki alltaf hlustað nógu vel á sjúklinga Þessar lýsingar Jóns vöktu at- hygli fundarmanna og töldu þeir mikilvægt að heyra þannig sjónar- mið sjúklings og kannski væri ekki alltaf hlustað nægilega vel á sjúk- linga á gjörgæsludeild. „Nei, sem betur fer - eða kannski því miður - tala ekki allir sjúklingar jafn mikið og Jón,“ sagði Hjördís Smith fund- arstjóri, en hún er svæfingalæknir á Landspítala og annaðist Jón. Hún sagði Jón alltaf hafa verið að upp- lýsa hvernig honum liði og það væri mikilvægt. Eftir fundinn og þegar starfsfé- lagar Jóns voru búnir að heilsa honum og þakka honum fyrir hélt hann á ný á Grensásdeild. „Ég er búinn að vera hér síðan um miðjan febrúar og hér er gott fólk: Æfing- arnar miða að því að styrkja þá vöðva sem ég hef og þjálfa mig í færni til þess að verða sjálfbjarga eins og hægt er með sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun," segir Jón en fyrstu vikurnar fóru í að ná upp hreyfingu í höndunum og nú er unnið að því að byggja upp styrk með það fyrir augum að geta sjálfur ekið sér í hjólastól. Jón kvaðst hafa yerið með með- vitund í slysinu. „Ég vissi um leið og bfllinn stöðvaði að ég var háls- brotinn. Það er lán í óláni að ég fékk enga áverka á höfuðið.“ Eins og fyrr segir er Jón svæf- ingalæknir og hann hefur líka tekið mikinn þátt í félagsstörfum lækna- samtakanna. Hvað telur hann að taki við eftir endurhæfinguna? Hef ýmsar hugmyndir „Ég vil gera eitthvað og hef ýms- ar hugmyndir í skoðun. Það er þó víst að ég get ekki gengið á ný til fyrri starfa við svæfingu og umönn- un sjúklinga en ég vonast til að geta nýtt þekkingu mína og reynslu á annan hátt, með kennslu eða í öðr- um slíkum verkefnum," segir hann. Kona Jóns, Ásdís Magnúsdóttir, og börn þeirra þrjú styðja hann á alla lund en einn sonur þeirra er erlend- is í verkfræðinámi. Jón er að lokum spurður hvort þetta hafi reynt mjög á hann andlega: „Þetta er auðvitað áfall en ég hef ekki átt í neinum andlegum eða geðrænum vandamálum. Ég læt þetta ekki fara í taugarnar á mér,“ og Þorbjörg, dóttir hans, bætir því við að strax á gjörgæsludeildinni hafi hann þegar komið með yfirlýs- ingar um hitt og þetta sem gera ætti í framtíðinni. í gærkvöld var Jón síðan veislustjóri í lokahófi eftir þing skurðlækna og svæfingar- lækna. Verkamanna- félagið Hlíf Ekki samið án ákvæða um opnun AÐALFUNDUR Verkamannafé- lagsins Hlífar hvetur aðildarfélög Verkamannasambands Islands til þess að gera ekki samninga til lengri tíma en tólf mánaða án ákvæðis um opnun ef aðrir hópar launafólks fái hærri kauphækkanir í sinn hlut, gengi verði fellt eða verðhækkanir á vöru og þjónustu fari fram úr við- miðunarmörkum. Aðalfundurinn, sem haldinn var á fimmtudag, ályktaði að krefjast ætti þess í næstu samningum, í febrúar árið 2000, að skattleysismörk verði ekki undir 80 þúsund krónum á mán- uði og fylgi launaþróun í landinu, að tekið verði upp fjölþrepa skattkerfi með lágri skattprósentu á lágar tekj- ur, að skattkort maka og barna nýt- ist að fullu, að frítekjumörk verði hækkuð, að elli- og örorkulífeyrh' fylgi launaþróun, að lífeyrisréttindi launafólks verði jöfnuð, að átak verði gert í byggingu félagslegs leiguhús- næðis, með leigu sem miðist við greiðslugetu láglaunafólks, að láns- kjaravísitala verði bönnuð. Félagsmenn Hlífai' telja að munur hæstu og jægstu launa hafi aukist stöðugt frá því að núgildandi heildar- kjarasamningar voru gerðir árið 1997 og bæði atvinnurekendur og stjórnvöld hafi stuðlað að því að laun verkafólk hafi dregist aftur úr. -------------------- Nígeríumennirnir leystir úr varðhaldi f farbanni til 21. aprfl HÆSTIRÉTTUR kvað á fimmtudag upp tvo dóma yfir Nígeríumönnun- um tveimur sem verið hafa í varð- haldi vegna ávísanasvikamáls í hátt á annan mánuð. Úrskurðir héraðs- dóms um að þeir skyldu vera í varð- haldi til 21. apríl voru felldir úr gildi og þess í stað kveðið á um að þeir skyldu sæta farbanni til sama tíma. Báðir mennh-nir hafa sætt gæslu- varðhaldi bæði vegna rannsóknar- hagsmuna og einnig vegna hættu á því að þeir vikju sér undan refsingu. Ríkislögreglustjóri birti mönnunum ákæru 31. mars. Eins og málinu var komið var eingöngu krafist gæslu- varðhalds á þeim grundvelli að hætta væri á að þeh’ kæmu sér und- an refsingu, enda búið að gefa ut ákæru og málið talið að fullu upplýst. Rökstuðningur hefði ekki sýnt fram á að farbann væri ekki fullnægjandi til að tryggja návist þeirra. Franskir skiptinemar heimsækja Island FRANSKIR skiptinemar frá borginni Caen í Normandí eru staddir á íslandi til að kynnast landi og þjóð. Hingað komu þeir fyrir tilstilli Sókrates-menntaá- ætlunarinnar, sem ætlað er að efla Evrópusamstarf á öllum sviðum menntamála. Alls eru nemendurnir 29 og kennararnir þrír, öll frá fjöl- brautaskólanum Dumont d’Ur- ville. Skiptinemarnir dvelja í tvær vikur á landinu, ferðast um landið, en þau hafa þegar farið að Mýrdalsjökli og skoðað GuII- foss og Geysi. I gær fóru þau í rútuferð um Reykjavík sem lauk með mót- töku í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem landakortið risavaxna vakti ómælda athygli. Francois Scheefer, fyrrum að- stoðarskólastjóri í Frakklandi og núverandi starfsmaður Sam- vinnuferða-Landsýnar hefur milligöngu um nemaskiptin. Nemendurnir sækja tíma í Versl- unarskóla Islands og Mennta- skólanum við Sund, en Sigrún H. Halldórsdóttir, frönskukennari í Verslunarskólanum, ogþær Sig- urbjörg Eðvarðsdóttir og Fanný Ingvarsdóttir, frönskukennarar í MS, sjá um skipulagningu ásamt Scheefer. Skiptinemunum Myléne Hue og Jonathan Dechaize leist al- mennt vel á það sem þau höfðu kynnst. Hue sagði landslagið vera ótrúlegt og mjög ólíkt heimahögunum. Það kom Dechaize og reyndar þeim báð- um á óvart hversu ólíkir skól- arnir hér á landi eru þeirra skóla í Frakklandi. Dechaize sagði að hérna ríkti miklu meira frelsi og fannst skrítið að kalla mætti á kennarann að vild, borða í tímum og skreppa á kló- settið þegar manni sýndist. Morgunblaðið/RAX FRÍÐUR liópur franskra skiptinema er nú staddur hér á landi, en í gær var farið með hópinn í skoðunarferð um Reykjavíkurborg og lauk ferðinni með móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.