Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„Við erum ekki að
gera okkur vonir um
að lengja líf fólks,
heldur auka lífsgæði
þess í ellinni. Fyrir
utan aukin lífsgæði
fyrir einstaklingana,
þá er augljóst hvaða
sparnað það hefur í
för með sér fyrir
þjóðfélagið, ef hægt
er að bæta heilsu
aldraðra.“
Nikulás segir að Hjartavernd
hafi ávallt notið velvildar íslensks
almennings og hann sé sannfærður
um að sú verði raunin þegar kemur
að nýju rannsókninni. „Síðasti
hlutinn af stórri hóprannsókn sem
við gerðum á Reykjavíkursvæðinu
beindist að öldrun. Sú rannsókn
var í umsjá Björns Einarssonar
öldrunarlæknis. Þá komu 70%
fólks yfir 70 ára aldri af þeim sem
boðaðir voru til rannsóknarinnar,
sem hlýtur að teljast góðar heimt-
ur og sýnir afstöðu fólks til starfs-
ins hér. Ég veit því að við njótum
velvildar þjóðarinnar, nú sem
fyrr.“
Vilmundur Guðnason er bjart-
sýnn á að einhverjar niðurstöður
fáist fljótlega eftir að rannsóknir
hefjast. ,A-uðvitað getum við engu
lofað fyrirfram. Þetta verður sjálf-
stæð rannsókn, sem Bandaríkja-
mennimir ætla ekki að tengja sín-
um rannsóknum á nokkurn hátt,
enda hefur Hjartavemd fullt for-
ræði á rannsókninni frá upphafi til
enda. Svona ítarleg rannsókn hefur
aldrei verið gerð áður á þessu sviði,
raunar verður þetta stærsta, um-
fangsmesta og fullkomnasta rann-
sókn á heilbrigði öldranar sem
gerð hefur verið í heiminum.“
Gunnar Sigurðsson segir að
gmnnur Hjartavemdar hafi ávallt
verið nýttur til ýmissa rannsókna.
„Núna verður kallaður inn til rann-
sókna eldri hópur en áður, sem
gefur okkur ný færi. Við munum til
dæmis gera ítarlegar rannsóknir á
heilastarfsemi, með fullkomnan
aðferðum en við höfum haft bol-
magn til að beita hingað til. Þá von-
umst við til að geta séð hvaða
heilsufarsþættir endurspeglast í
góðri heilastarfsemi í ellinni. Þetta
getum við séð með ítarlegum rann-
sóknum á heila og hjarta- og æða-
kerfi.“
Vilmundur segir að reynt verði
að finna þá þætti, sem ákvarða
fæmi fólks á efri áram. „Við erum
ekki að gera okkur vonir um að
lengja líf fólks, heldur auka lífs-
gæði þess í ellinni. Fyi-ir utan auk-
in lífsgæði fyrii' einstaklingana, þá
er augljóst hvaða sparnáð það hef-
ur í för með sér fyrir þjóðfélagið, ef
hægt er að bæta heilsu aldraðra."
Mun vekja mikla athygli
Þremenningarnir hjá Hjarta-
vernd efast ekki um að væntanleg-
ar rannsóknir munu vekja mjög
mikla athygli í heimi læknisfræð-
innar. Vilmundur segir ekki ólík-
legt að rannsóknarhópar víða um
heim muni leita samstarfs við
Hjartavernd. Ef slíkir hópar búi
yfir þekkingu, sem geti bætt rann-
sóknina, sé Hjartavemd að sjálf-
sögðu tilbúin til slíks samstai-fs.
Samningurinn við Öldrunar-
stofnun Bandaríkjanna verður
undirritaður á næstunni. Ekki er
ljóst hvað rannsóknin mun kosta,
en Öldrunarstofnunin hefur fengið
vilyrði bandaríska yfirvalda um að
hún muni fá það fjármagn sem til
þarf. Gunnar, Nikulás og Vilmund-
ur segja of snemmt að vera með
getgátur um upphæðir, en augljós-
lega sé þar um miklu hærri upp-
hæðir að ræða en íslenskir vísinda-
menn eigi að venjast hjá hinu opin-
bera.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
VILMUNDUR Guðnason, verðandi yfirlæknir Hjartaverndar, Gunnar Sigurðsson, formaður Hjartaverndar, og Nikulás Þ. Sigfússon, fráfarandi
yfirlæknir, leggja á næstunni lokahönd á samning við Öldrunarstofnun Bandaríkjanna.
Ný störf skapast fyrir tugi íslenskra lækna og vísindamanna
Stærsta öldrunar-
rannsókn í heimi
Heilbrigðismálastofnun
Bandaríkjanna hafði
samband við Hjarta-
vernd fyrir um einu ári
og óskaði eftir að fá að kynna sér
nánar rannsóknir sem unnið hefur
verið að hér á landi. „Bandaríkja-
menn þekkja að vísu ágætlega til
rannsókna okkar, þar sem niður-
stöðumar hafa verið kynntar í er-
lendum fræðiritum," segir Gunnar
Sigurðsson, formaður Hjai'ta-
vemdar.
„Innan Heilbrigðismálastofnun-
arinnar starfar Öldranarstofnunin,
National Institute of Aging, sem
hefur lengi leitað að samstarfsað-
ila, sem hefði miklar og nákvæmar
upplýsingar um stóran hóp fólks
sem komið væri á efri ár. Þeir
höfðu í huga að fá sem nákvæmast-
ar upplýsingar til að geta rannsak-
að hvað það væri sem stuðlaði að
sjúkdómum eða efldi heilbrigði
meðal aldraðra."
Vísindamenn frá Öldrunarstofn-
uninni hafa komið hingað til lands
þrívegis undanfarið og kynnt sér
rækilega gögn Hjartavemdar.
„Eftir að hafa skoðað gögn um
fólk, sem hefur tekið þátt í rann-
sóknum Hjartavemdar undanfarin
30 ár og er nú á aldrinum 65 ára og
eldri, sögðu þeir að þetta væri sá
hópur sem þeir hefðu verið að leita
að,“ segir Gunnar. „I kjölfarið var
gengið til samninga um áframhald-
andi hóprannsóknir, með það í
huga að kalla aftur í þennan elsta
hóp.“
Fimmtán þúsund manns
rannsakaðir á ílmm árum
Rannsóknir Hjartaverndar og
bandarísku samstarfsaðilanna
munu ná til 15 þúsund manns. Bú-
ist er við að Hjartavemd geti hafist
handa í janúar 2001 og að rann-
sókninni ljúki á fimm árum. Öldr-
unarstofnunin mun leggja Hjarta-
vemd til fullkomnari tækjabúnað
en stofnunin hefur nú yfir að ráða,
en gert er ráð fyrir að rannsókn-
imar fari fram á Rannsóknarstöð
Hjartavernd undirritar á næstunni samn-
ing við Öldrunarstofnun Bandaríkjanna,
National Institute of Aging, um viðamiklar
rannsóknir sem unnar verða hér á landi á
árum 2001-2005. Ragnhildur Sverrisdóttir
ræddi við formann, fráfarandi yfirlækni
og nýráðinn yfirlækni Hjartaverndar
um rannsóknirnar, sem þeir segja að
verði stærsta og umfangsmesta rannsókn
á heilbrigði öldrunar sem gerð hefur
verið í heiminum.
Hjartavemdar við Lágmúla. Enn
er ekki ljóst hvort núverandi hús-
næði rámar alla þessa starfsemi,
en ljóst er að ráða þarf fleiri lækna
og vísindamenn til starfa. „Við
metum það svo að íslenskir læknar
og vísindamenn geti gert þessa
rannsókn, með fjárhagslegum
stuðningi Bandaríkjamanna, auk
tækjabúnaðarins sem þeir leggja
til,“ segir Gunnar.
Vilmundur Guðnason, sem tekur
við starfi yfirlæknis Hjartavernd-
ar af Nikulási Þ. Sigfússyni hinn 1.
júní næstkomandí, hefur unnið að
undirbúningi samningsins við
Öldranarstofnun Bandaríkjanna
undanfarið ár. Hann segir þetta
stærsta verkefni sitt hingað til, en
hann taki við góðu búi í fræði-
mennskunni af Nikulási Þ. Sigfús-
syni. „Við erum komin vel á veg
með undirbúning og mér finnst
ánægjulegt að geta skýrt frá þess-
um samningi á Ari aldraðra,“ segir
Vilmundur.
„Við höfum þegar haft samband
við fjölda íslenskra lækna og vís-
indamanna, sem starfa erlendis, og
boðið þeim starf við rannsóknimar.
Þeir hafa margir tekið því fagn-
andi, því hér skapast spennandi
tækifæri fyrir ýmsa sérfræðinga,
sem hafa ekki getað sinnt fræði-
grein sinni hér á landi. Við þui-fum
að ráða tugi starfsmanna til viðbót-
ar við þann hóp sem starfar núna
hjá Hjartavernd og mér finnst sér-
staklega ánægjulegt ef við náum að
laða fólk heim frá útlöndum.
Samkvæmt samningnum við
Öldranarstofnunina leggur Hjarta-
vemd til þekkingu sína og núver-
andi starfsfólk, en allt sem við
þurfum til viðbótar er fjármagnað
af Bandaríkjamönnum. Ef við eig-
um að meta framlag þeima til fjár,
þá er það án efa meira en framlag
Hjartavemdar, en við höfum þann
þekkingargrann, sem byggja þarf
á við rannsóknirnar."
Niðurstöður opinberaðar
jafn óðum
Vilmundur segir að Öldranar-
stofnunin muni þjálfa fólk til
starfa, enda miði rannsóknin að því
að svara mörgum nýjum spuming-
um og því þurfi jafnvel að þróa
nýja rannsóknartækni. „Niðurstöð-
urnar, hverjar sem þær verða,
standa öllum til boða um leið og
þær liggja fyrir,“ segir hann.
„Við eigum það sameiginlegt
með Heilbrigðismálastofnun
Bandaríkjanna að gera allar niður-
stöður opinberar, svo þær nýtist
þjóðinni um leið og mögulegt er og
þá jafnframt öðram þjóðum.
Hjartavernd var stofnuð vegna
stærsta heilsufarsvandamáls á
Vesturlöndum á þeim tíma og nú
eram við að ganga til rannsókna á
stærsta heilsufarsvandamáli næstu
aldar, öldran. Við bendum miklar
vonir við að niðurstöður þessara
rannsókna auki okkur skilning á
öldraninni."
Hjartavemd býr sannarlega að
miklum heilsufarsupplýsingum, því
þar hafa verið stundaðar hóprann-
sóknir frá 1967. Nikulás Þ. Sigfús-
son hefur verið yfirlæknir stofnun-
arinnar síðasta aldarfjórðunginn,
en lætur af störfum í vor. Hann
segir að samningurinn við Öldrun-
arstofnun Bandaríkjanna sé vissu-
lega viðurkenning á starfi Hjarta-
verndar. „Heilbrigðismálastofnun
Bandaríkjanna var búin að grand-
skoða allar rannsóknir af þessu
tagi í Bandaríkjunum og raunar
um allan heim,“ segir Nikulás.
„Niðurstaðan varð sú, að hér væri
eftir mestu að slægjast.“
Velvild almennings
Nikulás segir að hópurinn sem
Hjartavernd rannsakaði hafi verið
mjög stór í upphafi, eða um 30 þús-
und manns. „Þessum hópi höfum
við fylgt eftir í þrjátíu ár með end-
urteknum rannsóknum samkvæmt
stöðluðum aðferðum. Gögn okkar
era bæði umfangsmikil og áreiðan-
leg og því kjörin til að byggja frek-
ari rannsóknir á. Því til viðbótar
kemur, að þjóðin er einsleit, svo
væntanlega munu einnig vera
gerðar erfðafræðilegar rannsóknir,
samhliða framhaldsrannsókninni.
Loks má nefna, að hér á landi er
hægt að nálgast góðar upplýsingar
um ýmis atriði sem geta skýrt við-
fangsefnið betur, til dæmis um
fæðingarþyngd, menntun og fleira.
Rannsóknina er því auðveldlega
hægt að útvíkka, ef áhugi er á.“