Morgunblaðið - 10.04.1999, Page 18
18 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn
Tæki og tól til sýnis
SLÖKKVILIÐS- og sjúkraflutnmgamenn sýndu tæki sín
og tól í göngugötunni í Hafnarstræti og komu íjölmargir
til að fylgjast með. Aðalfundur Landssambands
slökkviliðsmanna hófst á Akureyri síðdegis í gær en
meðal annars liggur fyrir þinginu að sameina
Landsamband sjúkraflutningamanna og Landssamband
slökkviliðsmanna. Af því tilefni verður á Fosshótel KEA
pallborðsumræða undir yfírskriftinni „Sjúkraflutningar
í nútíð og framtíð" og er hún opin öllu áhugafólki. Þá
mun Hilmar Pálsson, forstjóri Eignarhaldsfélags
Brunabótafélags Islands, fjalla um samstarfsverkefni
félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um átak í
brunamálum, magninnkaup og væntanlegt útboð á
slökkvibifreiðum á Evrópska efnahagssvæðinu.
Húsmóðir þrífur
A sama tima og sýning slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna stóð yfír kom listakonan Anna
Richards en hún hefur í allan vetur staðið fyrir
gjörningi í göngugötunni með yfirskriftinni „Húsmóðir
þrífur“. Fjöldi fólks fylgdist með gjörningnum og hafði
gaman af en Anna fékk að þessu sinni stórvirk tæki til
þrifanna og mátti sjá ótta á andlitum áhorfenda þegar
bunan úr brunaslöngu slökkviliðsins stóð beint upp í
loftið.
Morgunblaðið/Kristján
Daníel
leikur í
Safnaðar-
heimilinu
DANIEL Þorsteinsson píanó-
leikari flytur tvö verk eftir Jo-
hann Sebastian Bach, Franska
svítu nr. 6 í E-dúr og tvær
prelúdíur og fúgur úr Das
Wohltemperierte Klavier II á
tónleikum Tónlistarfélags
Akureyrar í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju annað kvöld,
sunnudagskvöldið 11. apríl, kl.
20.30. A tónleikunum leikur
Daníel einnig tvær sónötur eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
Daníel hefur stundað tónlist-
arnám á Islandi og Amsterdam
og hefur hann tekið virkan þátt
í tónlistarlífi, haldið tónleika
heima og í útlöndum auk þess
sem hann hefur gert upptökur
fyrir útvarp og útgáfur. Daníel
er í CAPUT-hópnum.
Tvísýni
lýkur
SÝNINGU þeirra Aðalsteins
Svans Sigfússonar og Erlings Val-
garðssonar í Deiglunni lýkur um
helgina. Hún ber yfirskriftina Tví-
sýni og verður opin laugardag og
sunnudag frá kl. 14 til 18.
-------------
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Sunnu-
dagaskólinn verður í Dvalarheimil-
inu Hlíð á morgun, sunnudag, kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Birgir
Snæbjömsson messar. Biblíulestur
í umsjá sr. Guðmundar Guðmunds-
sonar í Safnaðarheimili kl. 20.30 á
mánudagskvöld, 12. apríl. Morgun-
bæn í Akureyrarkirkju kl. 9 á
þriðjudag. Mömmumorgunn í
Safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á
miðvikudag. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12 á fimmtudag og
hefst hún með orgelleik.
GLERÁRKIRKJA: Bænasamvera
og guðsþjónusta kl. 11 á morgun.
Sameiginlegt upphaf. Sr. Hannes
Öm Blandon þjónar. Fundur
æskulýðsfélagsins kl. 20 um kvöld-
ið. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl.
18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera
kl. 12.20 á miðvikudag, 14. apríl.
Séra Guðmundur Guðmundsson
stjómar. Léttur hádegisverður í
safnaðarsal eftir athöfn. Fjöl-
skyldusamvera í safnaðarsal eftir
athöfn. Fjölskyldusamvera kl. 10
til 121 á fimmtudag, Egill Jónsson
bamatannlæknir fjallar um flúor
og tannhirðu bama.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 á morgun, almenn
samkoma kl. 17 sama dag og ung-
lingasamkoma kl. 20 um kvöldið.
Heimilasamband kl. 15 á mánudag.
Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á
miðvikudag, 11 plús mínus fyrir 10
til 12 ára kl. 17 á fostudag. Flóa-
markaður á föstudögum frá kl. 10
til 18.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund kl. 20 til 21 í kvöld,
laugardagskvöld. Sunnudagaskóli
fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun.
Biblíukennsla fyrir alla aldurs-
hópa, G. Theodór Birgisson sér um
kennsluna. Léttur hádegisverður á
vægu verði kl. 12.30. Vakninga-
samkoma sama dag kl. 16.30, Dögg
og Fjalar frá Húsavík predika.
Mikill og líflegur söngur, fyrirbæn,
bamapössun fyrir böm yngri en 6
ára. Vonarlínan, sími 462-1210,
símsvari allan sólarhringinn með
uppörvunarorð úr ritningunni.
BALENO
Bíll sem er algjörlega hannaður fyrir þig.
Og þaðleynir sér ekki...
Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic.
Ertu að hugsa um:
• Rými?
• Þægindi?
• Gott endursöluverð?
• Allan þennan staðalbúnað?:
16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl
Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti
Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar
Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan
Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum
Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi
Rafstýrð hæðarstilling framljósa • Litaðar rúður
Samlitaðir stuðarar